Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Page 21
LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 DV HELGARBLAD 21 K5* *'*yi s '•£>■ ■ iiáliáLfc - Örn segir að í steinhögginu komi ekkert í staðinn fyrir hamar og meitil en hann reynir að nota þá tækni nútímans sem býðst til þess að létta sér lífið. Myndhöggvarar í dag beita steinsögum, borum, loft- hömrum og ýmsum tækjum og tólum til þess að létta sér verkið. „Harnar og meitill eru samt mín helstu áhöld." Erótískt grjót - Það vekur athygli blaðamanns hve margir steinskúlptúrar Arnar búa yfir munúðarlegum boglínum af anatómískum uppruna sem gefa stærri steinunum ákveðið erótískt yfirbragð. Eru steinar svona heillandi? „Ég reyni að halda í ytra form steinsins í þessum stærri og virði grunnformið sem náttúran hefur verið að móta í þúsundir ára. Stundum verður þetta eins og svar sem umbreytir steininum lítið. Þessi form eru yfirleitt tengd um- hverfi steinsins og sótt í form sem þeir hafa verið í,“ segir Örn og gef- ur lítið fyrir erótíska hugsýn blaða- manns. Þegar við ræðum málið betur kemur í ljós að þegar Örn fékkst við kennslu var módelteikning hans helsta kennslugrein. Hann kenndi bæði nemendum í Mynd- lista- og handíðaskólanum og einnig almenningi á kvöldnám- skeiðum og margir sem nú hafa haslað sér völl í myndlist drógu fyrstu blýantsstrikin undir hand- leiðslu Arnar. Módelteikning fer samkvæmt hefð þannig fram að nakin fyrirsæta stendur eða situr meðan nemendurnir teikna hana eða hann. Þarna er auðvitað kom- in skýringin á lostafullum boglín- um steinanna. Hún er til orðin eft- ir áratuga umgengni við nakið fólk. - örn segir að það sé nauðsyn- legt hverjum listamanni sem fæst við stóra og þunga steina eins og hann gerir að búa yfir ákveðinni tækniþekkingu. Sjálfur vann Örn árum saman með föður sínum sem var vélvirki og fékkst við mörg flókin verkefni. Meðal annars rifu menn á vegum hans niður her- stöðvar á Heiðarfjalli á Langanesi og Straumnesíjalli á Hornströnd- um. Örn segir að þátttaka í þessum verkum og það að flytja þunga hluti eins og stóra gufukatla og olfutanka ofan af fjalli og um borð í bát án stórvirkra tækja hafi kennt sér margt um það hvernig á að umgangast þunga hluti. - En hvert ætlar steinhöggvarinn næst? „Ég hef ekki sérstakiega lagt það á borðið fyrir mér. Ég hef verið að fást við þessa steina mjög lengi en það fyrsta sem ég hef gert síðan ég lauk því er að fara með þjöl á bronshluti sem ég steypti fyrir fáum árum. Ég á samt mikið af steinum sem ég vil ljúka við að vinna í en maður veit aldrei hvert listin Ieiðir rnann." palli@dv.is „Ég nýt þess að grilla hann“ Camembert & fiskivm í gnllsósuna: GráðaOStUr Yrja með svínakjötinu /? hamborgarann: Grillostur Rjómaostur t bökuðu kartöfluna www.ostur.is íslenskir ostar - hreinasta afbragð r ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.