Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Page 26
26 DVHE16ARBLAÐ LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003
BORGIN AÐ BAKI: Land Rover á leið upp brekkurnar með fram Skarðsánni og ferðin gengur vel. [ baksýn sést alla leið til Reykjavíkur.
DV-myndir Rósa Sigrún Jónsdóttir
Það leynast víða skemmtilegar stuttar
jeppaleiðir við bæjardyr Reykvíkinga
og slóðin yfir Svínaskarð gefur sum-
um hálendisleiðum ekkert eftir.
Það er sagt að öll ferðalög heíjist á einu
skrefi og má til sanns vegar færa. Það er líka
sagt um ferðalög að þótt það sé gaman að
ferðast þá sé alltaf best að koma heim og má
sjálfsagt rétt vera líka.
Um hvítasunnuna fór blaðamaður DV í
býsna krefjandi ökuferð sem jaðrar við að
mega kallast svaðilför um fáfarna jeppaslóð
sem er vandlega falin við bæjardyr Reykvík-
inga. Þetta er slóðin yfir Svínaskarð sem ligg-
ur upp frá Þverárkoti og yfir í Svínadal í Kjós.
Svínaskarð er milli Móskarðshnúka og Skála-
fells og nær í 481 metra hæð yfir sjávarmál.
Til þess að finna slóðina upp í skarðið er
hægt að aka heim að Þverárkoti og það er
hægt að komast frá Skeggjastöðum í Mos-
fellssveit eða beygja út af Vesturlandsvegi
uppi á hæðinni eftir að maður kemur yfir
Köldukvísl en áður en fer að halla niður í
Kollafjörð. Það liggur dalur inn á milli Mos-
fells og Esju og þótt undarlegt megi virðast þá
heitir hann eiginlega ekki neitt. Inn þennan
dal liggur slóðin eftir að komið er fram hjá
sveitabæjum undir Esjuhlíðum. Innst í þessu
dalverpi eru tveir bæir sem heita Gröf og
Þverárkot. Þarna eru líka nokkrir sumarbú-
staðir og við ökum sem leið liggur eftir vegin-
um sem liggur að þeim. Til þess að komast að
innsta bústaðnum þarf að aka niður brattan
slóða niður í gil og bratta brekku upp úr því
aftur. Hér lýkur þeim parti leiðarinnar sem
telst vera fólksbflafær því héðan af þarf bratt-
gengan jeppa.
Upp, upp mín sál
Leiðin þræðir síhækkandi brekkur með-
fram Skarðsá en það heitir litla áin sem við
ókum yfir niðri í gilinu. Þetta er alls ekki
greiðfært heldur frekar seinfarið og lága-
drifsakstur tekur við þegar þarf að fara að
prfla brekkurnar upp undir Móskarðshnúk-
ana. Það eru tveir lækir sem þarf að fara yftr
áður en komið er upp í háskarðið og annar
þeirra liggur í kröppu gili en hinn er greiðfær
því enn er fagurlega hlaðin grjóthleðsla sem
heldur veginum færum þar. Það er ljóst að
það hafa verið vanir hleðslumenn sem þar
lögðu hönd á plóg. Síðustu brekkurnar upp á
háskarðið eru svo grýttar að það er eins og
maður aki í urð.
KRAPPUR LÆKUR: Land Rover skriður upp úr kröppum læk undir Móskarðshnúkum.
Efst í skarðinu er dys og rétt að stíga út úr
bflnum og kasta þremur steinum í hana að
fornum ferðamannasið.
Svínaskarð var um aldir alfaraleið manna
sem voru á leið úr Mosfellssveit og ætluðu í
Hvalfjörð. Leið þeirra lá yfir skarðið, niður
Svínadal og síðan yfir Laxá f Kjós á svoköll-
uðu Norðlingavaði á móts við Vindáshlíð þar
sem eru sumarbúðir KFUM og K. Síðan
þræddu ferðamenn sig yftr hálsinn svokall-
aða Sandfellsleið og komu niður við Fossá í
Hvalfirði.
Draugar og þjóðsögur
Það hafa sennilega aldrei farið mjög marg-
ir bflar yftr Svínaskarð en bílfær vegur með
fram sjónum vestur fyrir Esjuna var lagður
árið 1930. Upp úr því hafa líklega bflferðir yftr
skarðið-lagst alveg af.
Mér tókst ekki að grafa upp neina sérstaka
þjóðsögn um dysina í Svínaskarði en margir
virðast telja að hún tengist með einhverjum
hætti írafellsmóra sem er einhver harðvítug-
asti draugur sem sögur fara af í Kjós en héð-
an sést einmitt niður að írafelli. Það er fallegt
útsýni af skarðinu niður eftir Svínadal þar
sem Svínadalsá liðast blátær niður grundirn-
ar uns hún fellur í Laxá. Strýtur Móskarðs-
hnúkanna virðast teygja sig til himins og
Skálafellið er ekki síður tignarlegt þar sem
það gnæftr yfir höfðum okkar.
Hér á skarðinu gerðist ömurlegur atburður
árið 1900 þegar ungur piltur frá Hækingsdal í
Kjós lagði á skarðið í tvísýnu veðri á aðfanga-
dag jóla því hann vildi ná heim fyrir hátíðir.
Hann náði aldrei háttum heima í Hækingsdal
þessi jól því hann króknaði efst í skarðinu á
Svínaskarðið sigrað