Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Síða 28
28 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 verra en Watergate LAUG HANN AÐ ÞJÓÐ SINNI? George Bush sagði ítrekað að sannanir laegju fyrir um tilvist gereyðingarvopna ((rak. Þau finnast hvergi þrátt fyrir ítrekaða leit og Bush dregur smátt og smátt í land. Það verður stöðugt Ijósara að þau gereyðingarvopn sem talin voru helsta ástæða innrásar Bandaríkj- anna í írak reynast torfundin. Sumir dálkahöfundar vestra segja forsetann hafa logið að þjóðinni og hann sé þar í verri málum en Watergate reyndist Richard Nixon. Ein helsta ástæða þess að ákveðið var að ráðast inn í írak seinni hluta vetrar var meint tilvist gereyðingarvopna og sýklavopna. Um þetta kváðust leiðtogar Bandaríkjanna og Bretlands báðir vera vissir og sögðust byggja vissu sína á upplýsingum leyniþjónustu- manna. Nú þegar stríðinu er löngu lokið með tryggum sigri innrásaraflanna er að verða óþægileg bið á því að sannanir komi í ljós fyrir því að þessi vopn hafi verið til. Tony Blair hefur mjög átt í vök að verjast í Bret- landi og er því haldið fram að falsaðar skýrslur um málið hafi verið í umferð og hann hafi skrökvað að þjóð sinni. Hans Blix, vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna, hefur látið hafa eftir sér liarðorð ummæli í garð bandarískra yfirvalda sem lúta í sömu átt og segir að stjórnvöld þar hafi beitt mikl- um þrýstingi til þess að vopnaeftirlitsmenn máluðu hlutina dekkri litum en ástæða var til. Málið hefur ekki verið rætt mikið opinber- lega í Bandaríkjunum enn sem komið er en John W. Dean, sem skrifar í vefritið Salon.com, hefur fjallað um málið bæði þar og á vefnum FindLaw.com og stærri blöð landsins fjalla um málið í vaxandi mæli. Dean bendir á að George Bush hafi ítrek- að sagt við þjóð sína í sjónvarpsávörpum og útvarpsræðum að sannanir lægju fyrir um tilvist gereyðingarvopna í írak og þess vegna væri það heimsbyggðinni nauðsyn að ráðast inn í landið. „Vopnaáætlun!" Nú er Bush hins vegar hættur að tala um slíkar sannanir en lætur.sér nægja að segjast fullviss um að sannanir muni finnast fýrir „vopnaáætlun" Saddams Husseins og enn sem komið er neita valdhafar því aifarið að fölsunum hafi verið beitt til að sannfæra þing og þjóð um að leggja til atlögu við Irak. Það sem forsetinn segir við þjóð sína hef- ur alltaf skipt bandarísku þjóðina miklu máli. Forsetinn má ekki segja þjóð sinni ósatt því þá missir hann traust þjóðarinnar. Þetta varð Lyndon B. Johnson að falli þegar yfirlýsingar hans um þátttöku landsins í stríðinu í Víetnam á sjötta áratugnum reyndust vera rangar og hann sóttist fyrir vikið ekki eftir endurkjöri. Richard Nixon skrökvaði að bandarísku þjóðinni um Watergate-hneykslið og neyddist til að segja af sér. Næsti forseti á undan Bush, Bill Clint- on, laug opinberlega að þjóðinni þegar hann sagðist ekki hafa átt í ástarævintýri með Monicu Lewinsky og það munaði ekki miklu að það kostaði hann embættið en hann slapp fyrir horn en sóttist ekki eftir endur- kjöri enda hefði hann ekki mátt það. Þetta sagði hann Haustið 2002 sagði Bush á þingi Samein- uðu þjóðanna þann 12. september: „írakar eru nú að stækka og endurbæta verksmiðjur sem notaðar eru til að fram- Jeiða sýldavopn." í útvarpsávarpi í byrjun október 2002 sagði hann: „Irak hefur hamstrað sýklavopn og eitur- vopn og er að endurbyggja verksmiðjur til að framleiða meira. Við höfum sannanir fyr- ir því að Saddam hafi heimilað íröskum her- foringjum að nota efnavopn í orrustu þótt hann segist engin slík vopn eiga." Skömmu síðar sagði hann í ræðu í Cincinatti: „Irakar ráða yfir efnavopnum og sýkla- vopnum og leita leiða til að framleiða kjarnavopn. Þeir ráða yfir flota ómannaðra flugvéla sem geta dreift efnavopnum og sýklavopnum. Við höfum áhyggjur af því að slíkum vélum verði beitt gegn skotmörkum í Bandaríkjunum. Sannanir benda til að Saddam Hussein sé að endurreisa kjarnavopnaáætlun sína. Hann hefur haldið fundi með íröskum kjarnorkuvísindamönnum. Gervitungla- myndir sýna endurbyggingu verksmiðja sem hafa verið notaðar við kjarnorkutil- raunir. írak hefur reynt að kaupa sérstakar álpípur sem notaðar eru við framleiðslu kjarnavopna." í grein sinni fullyrðir áðurnefndur Dean að hefðin mæli svo fyrir að forsetinn leggi sérstaka alúð við orðalag í yfirlýsingum sem varða öryggismál eða stríðsrekstur. Hefðin gerir einnig ráð fyrir því að sé tekið óþarflega djúpt í árinni í yfirlýsingum reyna yfirvöld yfirleitt að draga í land eins fljótt og auðið er. 1 aðdraganda stríðsins við Iraka var svo alls ekki raunin af hálfu Hvíta hússins heldur þvert á móti. Skömmu eftir yfirlýsingar Bush

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.