Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST2003 Neytendasamtökun- um boðnar 5 milljónir á ári úr Pokasjóði og samtökin þáðu 4 milljónir þrátt fyrír að stjórnar- menn áttuðust að tráverðugleiki biði hnekki ráðstafað og að árlega verði gefin út skýrsla um það. Efasemdir í stjórn Málið var tekið formlega fyrir á stjómarfundi 25. október 2000. í fundargerð segir: „Skoðanir stjórnarmanna voru nokkuð skiptar, annars vegar þeir sem töldu að hér væri hætta á ferð fyrir samtökin að þiggja fé frá Baugi og fleiri verslunum, þetta gæti minnkað tiltrú á samtökin og skaðað ímynd þeirra. Aðrir töldu að sú hætta væri ekki svo mikil að samtök- in yrðu háð þessum styrk eða að hann gæti haft áhrif á afstöðu sam- takanna í framtíðinni." „Ég held að Pokasjóður hafi engan áhuga haft á því [að undirrita samninginn við okkur] vegna þess að hann gekk allur út á að þeir réðu engu,"segir Jó- hannes Gunnarsson. Mörður Ámason stjómarmaður lagði til að stjórnin léti undirbúa til- lögu um að hugsanlegu fé úr Poka- sjóði yrði ráðstafað til „sérstakra tímabundinna sérverkefna". Tillaga Marðar var samþykkt samhijóða en ekki kemur ífam hve margir af 15 stjómarmönnum sem sátu fundinn greiddu ekki atkvæði. Einnig vom samþykkt drög Jó- hannesar Gunnarssonar að samn- ingi milli samtakanna og Poka- sjóðs, þar sem sett vom fram skilyrði samtakanna um al- gjört forræði yfir hugsanleg- um styrk. Leist illa á skilyrðin Hjá Pokasjóði dróst hins vegar að breyta starfsreglum á þann hátt að styrkja mætti fleiri verk- efni en um- hverfismál. Ekkert gerðist því í málinu fyrr en 15. maí í fyrra; þá var loks samið um að Neyt- enda- sam- tökin fengju 4 milljónir úr Pokasjóði næstu 12 mánuði, eina milljón á þriggja mánaða ffesti. Jóhannes segir í samtali við DV að Pokasjóður hafi þama fallist á skilyrði Neyt- endasamtakanna en samt ekki viljað undirrita samning um þau. „Ég held að Pokasjóður hafi engan áhuga haft á því vegna þess að samningurinn gekk allur út á að þeir réðu engu,“ segir Jóhannes. Þetta hafi því verið „óformlegt" samkomulag. Þriðji hæsti styrkurinn Til þess að setja upphæðina í sam- hengi skal bent á að Pokasjóður út- lúutaði samtals 43 milljónum árið 2002. Tveir langhæstu styrkimir námu 6 og 7 miJljónum en styrkur- inn til Neytendasamtakanna var sá þriðji hæsti (miðað við allar 4 millj- ónimar). Rekstrartekjur Neytendasamtak- anna árið 2002 vom tæpar 54 millj- ónir króna, að langstærstum hluta félagsgjöld. „Enginn hagsmunaárekstur" Jóhannes Gunnarsson viðurkenn- ir að það geti orkað tvímælis að hagsmunasamtök neytenda þiggi styrk frá versluninni í landinu. „Eg skal alveg viðurkenna að ég myndi miklu ffekar vilja fá myndarlegan stuðning frá opinbemm aðilum en svona styrk. Ég fer ekkert í launkofa með það. En það hefur bara ekki reynst okkur mjög auðvelt. Mér finnst skipta mestu máli að vera með hreina samvisku sjálfur," segir hann. „Við höfum talið að með gjaldtöku „Mér finnst skipta mestu máli að vera með hreina samvisku sjálfur." í Pokasjóð sé um að ræða óeðlilega skattlagningu af hálfu verslunarinn- ar á neytendur. Þess vegna töldum við ekki óeðlilegt að eitthvað af því fé kæmi tii baka til að styrkja neytenda- starf.“ Jóhannes telur ekki að þetta hafi stofnað trúverðugleika samtakanna í hættu. „Ég bendi á að það em allar matvörukeðjumar inni í Pokasjóði. Þetta er matvömverslunin eins og hún leggur sig. [80-90% matvöm- verslana - innsk. blm.] Það réð dálít- ið mildu um að við þáðum þetta. Og þetta hefur ekkert breytt okkar gagn- rýni á matvörumarkaðinn. Við höf- um verið þar í fararbroddi. Á þeim tíma sem við vomm að taka við þessum fjármunum varpaði ég þvf meira að segja fram hvort Baugur væri ekki orðinn of stór á íslenskum markaði og hvort ekki ætti að skipta þessu fýrirtæki upp. Þetta hefur því engu breytt. En ef þetta hefði eitt- hvað breytt minni skoðun þá ætti að sparka mér fyrir að hafa lagt til að við tækjum á móti þessum fjármunum. Það er mjög einfalt mál.“ UMDEILT: Jóhannes Gunnarsson viðurkennir að það geti orkað tvímæl- is að hagsmunasamtök neytenda þiggi styrk frá versluninni í landinu. ,Ég skal alveg viðurkenna það að ég myndi miklu frekar vilja fá mynd- arlegan stuðning frá opinberum aðilum en svona styrk. Ég fer ekkert í Að frumkvæði forstjóra Baugs var í fyrrasumar samið við Neyt- endasamtökin um fjögurra millj- óna króna framlag úr Pokasjóði verslunarinnar. Samtökin voru meðal stærstu styrkþega sjóðs- ins í fyrra en hlutverk þeirra er sem kunnugt er að gæta hags- muna neytenda gagnvart þeim sem að honum standa. Sumir stjórnarmenn óttuðust að styrk- urinn skaðaði ímynd samtak- anna en formaðurinn þver- tekur fyrir að um hagsmuna- árekstur hafi verið að ræða. Upphaf málsins er bréf sem Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs ritaði Jóhannesi Gunnarssyni, formanni Neyt- endasamtakanna, sumarið 2000 þar sem hann lýsti áhuga á að Pokasjóður styrkti samtökin um 5 milljónir á ári. Þá stóð fýrir dyrum stofnfund- ur að breyttum sjóði; verslanir Bónuss og 10-11 voru orðnar aðilar að honum og einnig stóð til að styrkja fleiri verkefni en ein- göngu á sviði umhverfismála. Pokasjóður fær tekjur af sölu plastpoka í um 170 verslunum um allt land. Úr honum er ár- lega úthlutað um 80 milljón- um króna til umhverfis-, menningar-, íþrótta- og heilbrigðis- máia; 60% sameig- in- held að sterkt aðhald neytenda geri fyrirtækin meðvitaðri og hæfari. Að- hald neytenda er okkur eins mikil- vægt og aðhald hlutabréfamarkað- arins, allavega fyrir þau fyrirtæki sem hafa metnað til þess að gera betur.“ Þess má geta að 5 milljónir voru ríflega 10% af rekstrartekjum Neyt- endasamtakanna árið 2000. Jón Ás- geir óskar síðan í bréfinu eftir formlegum fundi með Neyt- endasamtökunum um máJið og skrifar undir sem „for- stjóri Baugs hf." Vegið að sjálfstæði Jóhannés Gunnarsson greindi stjórn samtak- anna frá erindi Jóns Ás- geirs bréflega og sagði að af þeim stjómarmönnum sem hann hefði rætt við hefði aðeins einn verið and- vígur hugmyndinni og talið að með henni væri vegið að sjálfstæði Neytendasamtak- anna. Yfirgnæfandi meirihluti stjórnar teldi „ekki verjandi að kasta slíkum íjármunum frá sér“. Þó segir Jóhannes í bréfi sínu að það verði að vera skilyrði að stjórnin ákveði ein hvernig fénu verði lega en 40% af hverri verslun fyrir sig. Tilboð Jóns Ásgeirs f bréfi Jóns Ásgeirs segir meðal annars: „Ég hef áhuga á því að við leggjum 5 milljónir á ári til að efla Neytenda- samtökin því ég | 'd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.