Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 9
---------- —j-------------------------------- -----■— -----— ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST2003 FRÉTTIR 9 Jón Asgeir Jóhannesson: Eðlilegt að efla neytendavernd Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, segir eðlilegt að fyrirtækið freisti þess að efla neytendavernd í landinu. „Ég tel að það sé bæði gott fyrir kaupmenn og neytendur. Við vinn- um ekki á móti neytendum heldur með þeim þannig að það var ekkert óeðlilegt við þetta. Neytendur leggja fé í Pokasjóð, ekki kaup- menn, og eðlilegt að eitthvað af því fé renni til neytendaverndar," segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Aðspurður hvort hann hafi ekki talið orka tvímælis að bjóðast til þess í bréfi, sem hann undirritaði sem forstjóri Baugs, að styrkja samtök sem höfðu ítrekað gagn- rýnt Baug harðlega svarar Jón Ás- geir: „Þú getur skoðað hvað Jó- hannes [Gunnarsson] hefur látið hafa eftir sér fyrir og eftir greiðsl- urnar. Það hefur síst minnkað í honum baráttuþrekið - sem er bara gott.“ Ekkert varð af styrkveitingum Pokasjóðs til Neytendasamtak- anna fyrr en löngu eftir að Jón Ás- geir setti hugmyndina fram. „Ég sat bara einn eða tvo fundi í stjóm sjóðsins og síðan tók Jóhannes [Jónsson] við. Þannig að ég fylgdi málinu ekki eftir. En mér fannst þetta þrælgóð hugmynd og ég bendi á að við höfum um margra ára skeið keypt styrktarlínur í Neytendablaðinu.“ Jón Ásgeir segir að ekkert hafi vakað fyrir sér í þessu máli annað en velvilji gagnvart samtökum neytenda. „Það er nú einu sinni þannig að það er mjög gott að hafa gott aðhald frá þessum aðil- um - og neytendum - á hverjum degi.“ „Þeir verða bara að álcveða það, ég sit ekki í stjórn," segir Jón Ás- geir, spurður um það hvort hann telji að Pokasjóður eigi að bjóða föst framlög á borð við þau sem hann nefndi í bréfi sínu árið 2000. Sjóðurinn setur nú það skilyrði að Neytendasamtökin sæki um styrk til tiltekinna verkefna en að því vilja samtökin ekki ganga. ÞREKfÐ SfST MINNKAÐ: Jón Ásgeir segist fagna því að Neytendasamtökin berjist af sama þunga og fyrr fyrir hagsmunum neytenda, óháð öllum greiðslum úr Poka- sjóði. Nýjar tölvur Jóhannes segir að ein milljón af styrknum hafi farið í að kaupa nýjar tölvur - og sjálfúr formaðurinn vinn- ur á tölvu sem keypt var fyrir fé úr Pokasjóði verslunarinnar. Áfgangur- inn - 3 milljónir - fór í að ráða utan- aðkomandi aðila til að vinna tvær slcýrslur um stöðu neytenda, annars vegar á fjármálamarkaði og hins vegar á tryggingamarkaði. Jóhannes segir að skýrslnanna sé að vænta fljótlega og fullyrðir að þær muni vekja mikla athygli. Hætt við verkefni um matvörumarkaðinn Jóhannes upplýsir að þar sem Samtökin notuðu eina milljón af styrknum til að kaupa nýjar tölvur - og sjálfur formaðurinn vinnur á tölvu sem keypt var fyrir fé úr Pokasjóði. upphæðin var lældcuð úr fimm millj- ónum í fjórar hafi Neytendasamtöíc- in hætt við verkefni um „aðhald á matvörumarkaðnum". Hannútskýr- ir þá áicvörðun: „Það var mat okkar að þó svo að það sé samþjöppun á matvörumarkaði sé miklu meiri samkeppni fyrir að fara þar en á trygginga- og peningamarkaði. Við töldum því trygginga- og peninga- markaðinn miídlvægari." Hann segir hins vegar af og ffá að stjórn Pokasjóðs hafi haft nokkuð með þessa ákvörðun að gera. Benda má á að samkvæmt bréfi Jóns Ásgeirs ætlaðist hann beinh'nis til þess að samtökin sinntu aðhaldi á matvörumarkaði fyrir styrkféð úr Pokasjóði, enda segir hann í bréfinu: ið „hans eigin persónulegu hugleið- ingar" - þótt hann hafi þá verið í stjóm Pokasjóðs. „Þetta kom til umræðu í sjóðnum en menn vom ekki á eitt sáttir um það í fyrstu - það vom elcki allir jafn- hrifnir af málinu. Samkvæmt þá- gildandi reglum mátti aðeins styrkja umhverfismál og breyting á því - sem Bónus-menn lögðu áherslu á - kom ekki til framkvæmda fýrr en í fyrra." Bjami segir að það hafi aldrei komið til greina af hálfu sjóðsins að styrkja almennan rekstur Neytenda- samtakanna heldur aðeins sérstök tímabundin verkefni á sviði neyt- endaverndar, enda séu slíkir styrkir eðlilegir að hans mati. (Engu að síð- ur fór ein milljón af styrknum í tölvukaup.) Að öðm leyti hafi sjóðurinn ekki skipt sér af ráðstöfun styrks- ins. Búið spil Upphafleg hugmynd Jóns Ásgeirs um 5 milljóna króna styrk á ári varð ekki að veruleika; sjóðurinn hefúr ákveðið að veita elcki Neyt- endasamtökunum aftur styrk nema gegn því að hafa nokkuð um það að segja í hvað honum er varið. Nú verða Neytendasam- tökin því að sækja um, rétt eins og hver annar. „Þegar ég ámálgaði við Pokasjóð það yrði framhald á þessu kom skýrt fram að við yrðum að senda inn umsólcn og að verkefnið yrði að heyra undir þá fjóra mála- flokka sem sjóðurinn styrkir," segir Jóhannes Gunnarsson. „Það kemur aUs ekki tU greina vegna þess að þá væm þeir farnir að meta verkefnin og þar með værum við að afsala okkur filuta af sjálfstæði okkar." olafur@dv.is Neytenda- samtökin gerðu grein fyrir styrknum f téðri starfs- skýrslu, sem gefin var út í fyrrahaust og aftur í ársreikningi fyrir 2002. í starfsskýrslunni segir reyndar að „mjög almennur stuðningur" hafi verið við málið í stjórninni en ekkert er minnst á efasemdaraddir sem þar komu ffam um ógnun við sjálfstæði samtakanna. Þá segir í skýrslunni að frumkvæðið hafi komið frá „for- ráðamönnum þessa sjóðs" en ekld að það hafi komið í bréfi undirrit- uðu af forstjóra Baugs. „Ég hefði frekar vUjað fá þetta bréf ÁTÖK íSTJÓRN: „[Sumir stjórnar- menn] töldu að hér vaeri hætta á ferð fýrir samtökin að þiggja fé frá Baugi og fleiri verslunum, þetta gæti minnkað tiltrú á samtökin og skaðað ímynd þeirra. Aðrir töldu að sú hætta væri ekki svo mikil að sam- tökin yrðu háð þes^um styrk eða að hann gæti haft áhrif á afstöðu samtakanna í framtíðinni," segir í fund- argerð af stjórnarfundi í Neytendasamtökunum. „... aðhald neyt- enda er okJcur eins milcilvægt og aðhald hluta- bréfamarkaðar- ins..." Leynd hjá sjóðnum Það vekur athygli að hvergi er minnst á styrkinn til Neyt- endasamtak- anna á vef Pokasjóðs en þar er þó að finna lista yfir alla aðra styrkþega árið 2002. Sem fyrr segir var hér um að ræða þriðja hæsta framlagið úr sjóðnum árið 2002 (miðað við 4 milljónir). Ekki var heldur .minnst á styrkinn á blaða- mannafundi um sumarið þegar greint var frá útlilutun sjóðsins. Má þó ætla að hann hefði þótt allrar at- hygli verður. Bjami Finnsson, stjórnarformað- ur Pokasjóðs, gat ekld gefið DV skýr- ingu á þessu en minnti að málið hefði ekki verið frágengið þegar út- hlutað var í júní. í starfsskýrslu Neytendasamtakanna segir hins vegar að samningar hafi náðst í lok maí. kvæði í mál- inu. „Þau ætluðu að gera eitthvert átak í trygginga- málum, nefndu það við okkur og stjóminni leist ágætlega á að leggja eitthvað til þeirra rnála," segir Bjarni. Þegar hann er minntur á fmm- kvæði forstjóra Baugs segir Bjami að bréf Jóns Ásgeirs hafi ekki verið á vegum sjóðsins heldur hafi hann sent það í eigin nafni - það hafi ver- frá Pokasjóði en stjórnanda eins af fyrirtækjunum innan hans, ég fer ekkert í felur með það,“ segir Jó- hannes. „En eftir það átti ég bara samskipti við starfsmann og for- mann Pokasjóðs." Umdeilt í sjóðnum Bjami Finnsson segir aðspurður að Neytendasamtökin hafi átt fmm- TILBOÐIÐ: „Ég hef áhuga á því að við leggjum 5 milljónir á ári til að efla Neyt- endasamtökin, því ég held að sterkt að- hald neytenda geri fyrirtækin meðvitaðri og hæfari," segir Jón Ásgeir Jóhannesson í bréfi til formanns samtakanna. Pokasjóður verslunarinnar: „Öeðlileg skattlagning á neytendur" Um það bil 80-90% allra mat- vöruverslana greiða til Poka- sjóðs verslunarinnar, alls um 170 verslanir. f sjóðinn rennur um helmingur af andvirði hvers plastpoka, eða um 80 milljónir króna. Hinn helming- urinn er virðisaukaskattur og kostnaðarverð til verslana. Neytendasamtökin hafa gagn- rýnt að lagt sé á verð innkaupapoka með þessum hættí. Samtökin kalla þetta „óeðlilega skattlagningu á neytendur" en þáðu þó 4 milljónir króna úr sjóðnum með samkomu- lagi við stjórn hans í fyrra. í stjóm Pokasjóðs em Bjarni Finnsson fyrir Kaupmannasamtök íslands, Sigurður Á. Sigurðsson fyrir kaupfélögin og Samkaup, Jó- hannes Jónsson íyrir Baug og Höskuldur Jónsson fyrir ÁTVR. 60% sameiginlega Af tekjum sjóðsins er 60% út- Jilutað sameiginlega en 40% em séreignarhluti sem er úthlutað af hverri verslun. Meðalstyrkur úr sameiginlegri úthlutun i fyrra var ríflega 800.000 krónur. Alls var veittur 51 styrkur til margvíslegra félaga og samtaka. Af þeim fjöl- mörgu sem fengu styrk má af handahófi nefna Landssamband flogaveikra, Harald örn Ólafsson, Umhyggju, Nonnahús, Félag ís- lenskra teiknara, Vímulausa æsku og Hjálpræðisherinn. Tveir hæstu styrkimir, 6 og 7 milljónir króna, mnnu til skógræktarverkefna. Styrkirnir em ekki veittir sem al- mennt framlag heldur aðeins í tengslum við tiltekið verkefni. í styrkumsókn þarf þess vegna að koma fram ítarleg lýsing á því verkefni sem sótt er um fé til, framkvæmdaáætlun, kostnaðar- áætlun og upplýsingar um hvernig fjárstyrknum verður varið ef til út- hlutunar kemur. EFTIRTALDAR VERSLANIR STANDA AÐ POKASJÓÐNUM SAMKVÆMT UPPLÝSINGUM Á VEF POKASJÓÐS: 10-11 11-11 ÁTVR Bónus Eskikjör, Eskifiröi Hagkaup Hornið, Selfossi IKEA Kaupfélag Héraðsbúa KH Blönduósi Kaupfélag SteingrimsQarðar, Hólmavík Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga KÁ Krónan Melabúðin Nóatún Nýkaup Samkaup Sparkaup Verslunin Grund, Flúðum Verslunin Vfsir, Blönduósi Þín verslun, Seljabraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.