Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST2003 SKOÐUN 15 jp 6 Þrátt fyrir að ísland sé í raun borgríki höfum við einhverra hluta vegna aldrei kunnað að vera borgarbúar. Á höfuðborgarsvæðinu - sem nú afmarkast frá Borgarfirði í vestri, Selfossi í austri og Keflavík í suðri - býr mikill meirihluti landsmanna. Hvað sem allri sveitarómantík líður er það óhagganleg staðreynd í dag að Reykjavíkurborg er bæði kjöl- festan og drifkrafturinn í íslensku nútímasamfélagi. En samt er hún varla eiginl’eg borg í hefðbundinni merkingu þess orðs. Til þess er hún alltof dreifbýl. Reykjavflc er eigin- lega hvorki borg né dreifbýli. Hún er eins konar dreifbýlt þéttbýli ef nokkur glóra er í þeirri lýsingu. Byggðastefnan og pakkið í gamla sveitasamfélaginu þóttu þorparar annars flokks og liðið á mölinni álitið hið versta siðleysis- pakk og líf þess talið einkennast af hvers kyns ómenningu. Þrátt fyrir að gamla sveitasamfélagið sé löngu horfið eimir enn eftir af þessum hugsanagangi. Á rúmum áratug hefur miðbærinn breyst úr draugahverfi í lifandi samfélag. Kaffihúsin, verslanirnar, veitinga- húsin, leikhúsin, barirn- ir og krárnar draga til sín fólkið svo úr verður iðandi mannlíf sem er einstakt á íslandi. Alla tíð hefur markvisst verið reynt að koma í veg fyrir borgar- myndun á íslandi - fyrst með vist- arbandinu illræmda og síðar með ýmsum aðgerðum sem miða að því sama - að halda fólki í sveitum þrátt fyrir að það vilji búa í borg - en eru nú nefndar því saklausa orði: byggðastefna. Hjartað slær í Kvosinni Þessi rótgróna andúð á borgarlíf- inu og hið innbyggða samviskubit sem borgarbúum hefur verið inn- prentað gagnvart sveitinni hefur haft mikil áhrif á skipulagsmál f Reykjavík. Borgin er byggð eins dreift og hægt er. Byggt er uppi á hólum og hæðum en bestu bygg- ingarsvæðin, dalir og strendur, eru skilin eftir fyrir grófan iðnrekstur, verður iðandi mannlíf sem er ein- stakt á íslandi. En þetta þola siða- postularnir sumsé ekki og hrópa í sífellu hnignun, hnignun. Þéttar og hærra En miðborgin þarf á stuðningi að halda. Það þarf að byggja bæði þéttar og hærra og styðja við mið- bæinn með því að stórfjölga íbúð- arhúsnæði í nágrenninu. Nýja skuggahverfið á Eimskipafélagslóð- inni er sannarlega skref í rétta átt en nú er brýnt að hraða sem mest uppbyggingu íbúðarhverfis á Slipp- svæðinu og jafnvel má hugsa sér að taka góðan hluta af Örfiriseynni undir íbúðarhúsnæði. Svo ekki sé nú talað um flugvallarsvæðið. Það þarf að moka þessum flugvelli í miðbæ Reykjavflcur burt sem allra fyrst eins og borgarbúar ákváðu í atkvæðagreiðslu fyrir skemmstu. En það segir sig nú sjálft. Borgaryfirvöld hafa tekið þá skynsamlegu stefnu að leyfa hús- eigendum að rífa ónýta hjalla við Laugaveginn, þessa einu raunveru- legu verslunargötu landsins, og byggja þess í stað há og glæsileg verslunarhús. Það er vonandi að fyrirhuguð uppbygging Laugaveg- arins verði hröð. Ég er sannfærður um að stór hópur fólks vill miklu heldur versla á glæsilegum Lauga- vegi, þar sem fólk gengur um götur og hittir hvað annað í lifandi borg- arumhverfi, heldur en að þvælast um í lokuðum verslunarmollum eða einhverjum iðnaðarhverfum við múla, skeifur og fen. Ógnarhá bílastæðagjöld Borgaryfirvöld mega þó skamm- ast sín fyrir alltof há bflastæðagjöld og ógnarháar sektir sem Reykjavflc- urlistinn hefur komið á en þessi aukna skattheimta hefur leitt til þess að fólk veigrar sér við að versla í miðbænum. Borgaryfirvöld verða að hætta að vinna gegn miðborgar- versluninni með þessum óbil- gjarna hætti. MAÐUR ER MANNS GAMAN: Góð stemning í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. flugvelli og útivistarsvæði sem eng- inn nýtir. Eini vísirinn að raunverulegu borgarskipulagi í Reykjavík er í miðbænum, gamla Vesturbænum og Þingholtunum. Þróttur höfuð- borgarinnar er ekki síst á þessu svæði. Miðborgin er miðstöð viðskipta, menningar og skemmtana. Á und- anförnum árum hefur miðborgin gengið í endurnýjun lífdaga og hvað svo sem allri sveitarómantík líður kjósa nú ansi margir að búa í miðbæ Reykjavíkur eins og fast- eignaverð á þessum slóðum ber órækt vitni um, en það er einmitt svo merkilegt að fasteignaverð er hæst þar sem þéttbýlið er mest. Af hverju ætli það sé? Lastabæli eða lifandi borg Samt þykir mörgum miðbærinn hið mesta lastabæli. Leiðarahöf- undur Morgunblaðsins sló gamal- kunnan tón í síðustu viku og hneykslaðist mikið yfir sollinum í miðbæ Reykjavíkur: ólífinu, látun- um í unglingunum og agaleysi þjóðarinnar. Æi - mikið er þetta væl um hörmungar miðbæjarlífs- ins orðið eitthvað þreytt. Og bein- línis rangt. Staðreyndin er sú að hjarta þjóðarinnar slær í Kvosinni og miðborgin hefúr aldrei staðið í meiri blóma. Þar bókstaflega iðar allt aflífi. Fyrir fimmtán árum eða svo var miðbærinn svo gott sem dauður. Þjóðin þrammaði upp í Kringlu og það vantaði bara að gefa út dánar- vottorð gamla miðbæjarins. Þar var enginn á ferli nema stakir furðu- fuglar. Smám saman hefur þessi perla Reykjavíkur - þessi eini raun- verulegi þéttbýliskjarni landsins, þessi eini raunverulegi vísir að borgarumhverfi - verið að vakna til lífsins. Á rúmum áratug hefur miðbær- inn breyst úr draugahverfi í lifandi samfélag. Kaffihúsin, verslanirnar, veitingahúsin, leikhúsin, barirnir og krárnar draga til sín fólkið svo úr Borgríkið sem hélt að það væri sveit KiALLARI Eiríkur Bergmann Eiríksson Tt’w stjúmmálafræöingur Bretar búnir með kvótann í ár 8 E E „Bretar og Bandaríkjamenn hafa ekkert á (slandi að gera. Þeir hafa tekið kvóta sinn í ár. Þeir eru nýbúnir að slátra 7.000 til 8.000 írökum og þar var ekkert spurt að þvl hve langan tíma það tók að aflífa þá eða um önnur skilyrði." Jan Kristiansen, formaður Sam- taka norskra smáhvalaveiöi- manna, birt á vefnum SkipJs. Að eigna sér Gay Pride „Það vakti nokkra athygli fyrir skemmstu þegarvið, Ungir jafn- aðarmenn I Reykjavík, gengum á fund kaþólsku kirkjunnar hér á landi og báðum hana fyrir bréf til Jóhannesar Páls páfa II. Ætlunar- verk okkar var að vekja athygli á þeirri fornaldarlegu yfiriýsingu gegn staðfestum samvistum samkynhneigðra sem nokkrum dögum áður hafði komið frá Páfagarði. Upp úr þessu öllu spratt mikil umræða um réttindi samkynhneigðra sem náði há- marki á Hinsegin dögum þar sem tugþúsundir (slendinga sýndu skoðun sína (verki með því að fagna Gay Pride-göng- unni þrátt fyrir mlgandi rigningu í miðborg Reykjavíkur." Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, í grein í Morgunblaðinu. Að eigna sérjólin „Ungliðar ályktuðu á dögunum um að íslenskt þjóðlíf yrði nú betra ef fagnað væri hækkandi sól Kolbeinn Óttarsson Proppé. og fæðingu Krists, t.d. í desem- bermánuði. Af þessu tilefni send- um við Vottum Jehóva bréf þar sem við hvöttum þá til að halda jól og eyðileggja ekki stemning- una fyrir börnunum. Og umræðan óx bara og náði hámarki 24. des- ember, þegar (slenska þjóðin ákvaö að gera nákvæmlega þetta, halda upp á jólin." Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar ímyndaða fréttatiikynningu I anda þeirrar fyrri á Múrnum.is. Kennslustund „Af fréttabréfi vinstri/grænna er Ijóst að ánægja er í þeirra hópi með fréttastofu hljóðvarps ríkis- ins og Spegillinn á þar skilnings- ríkan markhóp. Raunar er sá þáttur oft eins og kennslustund I því hvernig fréttir eru matreiddar frá vinstrisinnuðum sjónarhóli." Björn Bjarnason á vefslnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.