Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 12
72 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST2003 Útlönd Heimurinn í hnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is Sími: 550 5829 Rúandaforseti FORSETAKOSNINGAR: Paul Kagame, forseti Afríkuríkisins Rúanda, tilkynnti þúsundum fagnandi stuðningsmanna sinna í nótt að hann hefði bor- ið sigur úr býtum (forseta- kosningunum í gær, hinum fyrstu frá þjóðarmorðinu árið 1994, þegar um átta hundruð þúsund létust, flestir tútsar. Þegar helmingur atkvæða sigraði hafði verið talinn í gærkvöld hafði Kagame, sem er fyrr- verandi leiðtogi skæruliða, yfir- burðaforystu. „Það er enginn vafi á því að úr- slit kosninganna eru okkur [ vil,* sagði Kagame á sigurhátíð í höfuðborginni Kigali. Kagame, sem er 45 ára, er af ættbálki tútsa sem eru í minni- hluta í landinu. Hvergi nærri FJÖLDAMORÐ: Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseti, sagði við réttarhöldin yfir honum í Haag í gær að hann hefði ekki átt neinn þátt í fjöldamorðunum í Srebrenica í Bosníu 1995. Átta þúsund karlar og piltar voru drepnir í Srebrenica, í þessu mesta voðaverki í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Nægilegt herlið í írak segir Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra BNA Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að engin þörf væri fyrir fleiri bandaríska hermenn í Irak þrátt fyrir að háværar raddir í Washington kölluðu eftir aukn- um herafla til þess að tryggja öryggi í landinu meira en fimm mánuðum eftir innrásina. Þetta kom fram þegar Rumsfeld ávarpaði samkomu fyrrverandi hermanna, sem tekið hafa þátt í stríðsaðgerðum erlendis, á Lack- land-herstöðinni í San Antonio í gær og fullyrti hann að bandarískir hermenn væru nægilega margir í frak til þess að inna af hendi þau störf sem ætlast er af þeim. Rumsfeld sagðist byggja þessa skoðun sína á upplýsingum frá herforingjanum JohnAbizaid, sem færi með yfirstjórn hernaðarað- gerða f frak, en hann hefði sagt sér að fjöldi bandarískra hermanna í frak væri nægilegur miðað við þau verkefni sem hernum væri ætluð. „Ég veit að það eru uppi háværar kröfur í Washington um verulega fjölgun í herliðinu í frak vegna sí- felldra skæruárása og mannfalls og ég get lofað ykkur því að ef Abizaid herforingi fer fram á fjölgun þá mun hann fá hana undireins. En hann hefur ekki enn farið fram á það,“ sagði Rumsfeld og bætti við að aðstæður í frak breyttust stöð- ugt og kannski kallaði morgundag- urinn á íjölgun í herliðinu. Skiptar skoðanir Þessi skoðun Rumsfelds á stöð- unni f írak kemur fram aðeins degi eftir að stjórnarþingmaðurinn John McCain frá Arizona lagði til að fjölgað yrði um að minnsta kosti heila herdeild í írak, eða um ailt að tuttugu þúsund hermenn. McCain sagði að þörfin væri mildl og líkti viðvarandi ástandi við kapphlaup við tímann. Hann er ekki einn um þessa skoðun og hafa fleiri þingmenn, bæði stjórnar og stjórnarandstöðu, lýst áhyggjum af ástandinu í kjölfar sprengjuárásanna á jórdanska sendiráðið og aðalstöðvar Samein- uðu þjóð'anna í Bagdad. Líkt og í Þýskalandi Rumsfeld sagði að yfirmenn hersins væru ekkert hissa á þessum kröfum og líkti ástandinu í írak við ástandið sem skapaðist í Þýska- landi í lok síðari heimsstyrjaldar- innar, þegar herir bandamanna urðu fyrir stöðugum árásum fyrr- verandi liðsmanna nasista. „Líkt og dauðasveitum Saddams mistókst nasistum að koma í veg fyrir frelsun Þýskalands. Andstaðan sem við stöndum frammi fyrir er af svipuðum toga en kannski öflugri og sýnilegri en búist var við í upphafi," sagði Rumsfeld. Rice vill þolinmæði Condoleezza Rice, öryggisráð- gjafi Bush Bandaríkjaforseta, hvatti Bandaríkjamenn í gær til þess að missa ekki þolinmæðina vegna ástandsins f írak og fullyrti að ástandið batnaði með hverjum deginum þó fréttir segðu hið gagn- stæða. „Við verðum að vera þolinmóð. Þegar við hefjum göfugt verk þá ljúkum við því. Það eru liðnir 117 dagar frá því að meiri háttar átök- um lauk og það er ekki svo langur tími," sagði Rice. Hún viðurkenndi að bandarískir hermenn í Bagdad og öðrum borg- um íraks stæðu frammi fyrir erfið- um aðstæðum og að Bush Banda- ríkjaforseti væri staðráðinn í að veita þeim allan þann stuðning sem þeir þyrftu til þess að geta sinnt skyldum sínum. Rumsfeld segir að aðstæður í írak breytist stöðugt og kannski kalli morgundagurinn á fjölgun í herliðinu. Að mati stjórnmálaskýrenda má ætla að þessi skilaboð þeirra Rumsfelds og Rice muni endur- spegla efni ræðu Bush Banda- rfkjaforseta þegar hann ávarpar fund samtaka fyrrum hermanna í St. Louis í dag en þar mun hann líta yfír farinn veg og framhaldið í bar- áttunni gegn hryðjuverkum í heiminum. REIÐIR SfTAMÚSLÍMAR: Að minnsta kosti tvö þúsund reiðir fylgismenn sítaklerksins Ayatollah Mohammeds Saeed al-Hakim fylgdu þremur lífvörðum hans til grafar [ gær f helgu borginni Najaf, en þeir féllu f sprengjuárás sem gerð var á heimili al- Hakims á sunnudag. Al-Hakim særðist lítillega (árásinni sem sumir kenna helsta keppinaut hans, sítaleiðtoganum Moqtada al-Sadr. Öryggi hert eftir bíl- sprengjur í Bombay Öryggisgæsla hefur verið hert til muna um allt Indland eftir að tvær bílsprengjur urðu að minnsta kosti fimmtíu manns að bana í Bombay, höfuðstað kaupsýslu í landinu. Sprengjurnar voru í leigubílum sem hafði verið lagt við fjölsótt minnismerki í Bombay og á gull- og skartgripamarkaði. Þjóðaleið- togar um allan heim fordæmdu til- ræðin. Stjórnvöld í Pakistan eru meðal þeirra sem lýstu þeim sem hryðjuverkum. Enginn hefur iýst ábyrgð á sprengingunum á hendur sér en indverskir embættismenn og stjórnmálamenn hafa látið að því liggja að bönnuð samtök fslamskra námsmanna kunni að hafa komið þar nærri, svo og hópur harðlínu- manna frá Kasmfr sem nýtur stuðnings Paldstana. Teknir til yfirheyrslu Fleiri lögregluþjónar en venju- lega, með hálfsjálfvirkar byssur í höndum, stóðu vörð við hof og bænahús og við opinberar bygg- ingar í morgun. Lögreglan í Bombay réðst inn í fátækrahverfi borgarinnar og tók nokkra menn í yfirheyrslu. Sprengingarnar í gær voru hinar verstu í Bombay frá árinu 1993, þegar að minnsta kosti 260 manns fórust í fjölda tilræða sem urðu kjölfar mannskæðra átaka hindúa og múslíma. Á undanfömum sex mánuðum hafa jafnmörg sprengjutilræði ver- ið f Bombay og að sögn fréttaritara breska ríkisútvarpsins, BBC, eru íbúarnir mjög slegnir. V® FLAK LEIGUBfLSINS: Indverskur lögregluþjónn stendur við flak annars leigubílsins sem sprakk í Bombay á Indlandi i gær. Að minnsta kosti fimmtíu manns fórust í sprengjutilræöunum tveimur og er hópum múslíma kennt um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.