Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 13
I- ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST2003 FRÉTTIR 73 Persson gefst ekki upp Schwarzenegger slær frá sér ÞJÓÐARATKVÆÐI: Göran Persson, forsætisráðherra Sví- þjóðar, er ekkert á því að gef- ast uþp þótt tvær skoðana- kannanir í gær hafi sýnt að andstæðingar upptöku evr- unnar njóti stuðnings drjúgs meirihluta þjóðarinnar. At- kvæðagreiðsla verður um mál- ið í næsta mánuði. „Ég er bjartsýnn og tel að við eigum góða möguleika," sagði Persson, helsti stuðningsmað- ur þess að sænska krónan verði látin víkja fýrir evrunni. Forsætisráðherrann sagði að það yrði ekki fyrr en viku fýrir atkvæðagreiðsluna þann 14. september sem skoðanakann- anir endurspegluðu raunveru- legt viðhorf sænsku þjóðar- innartil evrunnar. KAUFORNÍA: Hollywoodleik- arinn Arnold Schwarzenegger skaut föstum skotum að helsta keppinauti sínum um stól ríkisstjóra í Kaliforníu í gær, þegar Ijóst var að sá hefði rúmlega tíu prósentustiga for- skot. Schwarzenegger sagði að ekki væri hægt að aðgreina Cruz Bustamante vararíkisstjóra frá Gray Davis ríkisstjóra. (kosn- ingunum í október munu kjós- endur greiða um það atkvæði hvort þeir vilji að umboð Grays verði afturkallað og ef þeir svara játandi hvern þeir vilji þá fá í staðinn. Af orðum leikarans má ráða að hann sé farinn að líta á Busta- mante sem aðalkeppinaut sinn en ekki Davis sjálfan. Sársaukafull og skjót viðbrögð segirí hefndaryfirlýsingu Hamas Al- Qassam-herdeildin, vopnað- ur armur Hamas-samtakanna, hótaði í gær grimmilegum hefndum fyrir dráp ísraels- manna á fjórum liðsmönnum samtakanna í Gaza-borg á sunnudaginn. f yflrlýsingu, sem al- Qassam- herdeildin sendi frá sér í gær, segir að liðsmenn þeirra muni gera gagnárás gegn síonistum eins fljótt og mögulegt sé. „Viðbrögð okkar verða sáraukafull og skjót," segir í yfirlýsingunni. Talsmaður fraelshers sagði í gær að aðaltilgangurinn með þyrlu- árásinni á sunnudaginn hefði verið að drepa hinn 24 ára gamla Ahmed Shtewe, sem sakaður var um að hafa skipulagt og tekjð þátt í fjölda árása á ísraelska borgara á undanförnum mánuðum. Það er ljóst að síðustu aðgerðir fsraelsmanna munu hafa alvar- lagar afleiðingar á framgang al- þjóðlega friðarferlisins og er þegar kominn upp alvarlegur ágreiningur innan palestínsku heimastjórnar- innar, sem endurspeglast í því að Yasser Arafat hefur nú skipað vin JABRIL RAJOUB: Arafat skipaði Rajoub yfirmann öryggismála þvert ofan í vilja Bandaríkjamanna. sinn, Jabril Rajoub, yfirmann öryggismála þvert ofan í vilja Bandaríkjamanna, en Colin Powell hafði í síðustu viku lagt hart að Arafat að gefa Mahmoud Abbas forsætisráðherra eftir yfirráð Sérsveitir leita að talíbönum á flótta Bandarískar sérsveitir og af- ganskir hermenn leituðu í morgun að flóttamönnum úr röðum talíbana í þorpum og hellum í sunnanverðu Afganist- an, eftir að allt að fimmtíu féllu í átökum í gær. Litlir hópar bandarískra sérsveit- armanna og um 450 afganskir her- menn réðust til atlögu við talíbana í gær eftir að embættismenn sögðu að um sex hundruð þeirra væru saman komin í Dai Chopan í Za- bul-héraði. Talíbanar hafa aldrei verið fleiri á þessum slóðum frá því stjórn þeirra var steypt 2001. Juma Khan, lögreglustjóri í Dai Chopan, sagði í viðtali við frétta- mann Reuters að talíbanarnir hefðu flestir flúið í nærliggjandi sveitir og að leitað væri hús úr húsi. Hann sagði einnig að bandarískar herflugvélar tækju þátt í leitinni. Tugir talíbana voru handteknir í gær og vopn voru gerð upptæk. Færri sóttu kjöt- kveðjuhátíðina Kjötkveðjuhátíðin í Notting Hill í London getur ekki gert tilkall til þess að kalla sig stærsta götupartí Evrópu þetta árið. Aðsókn að hátíðinni, sem stóð í tvo daga, var mun minni en skipu- leggjendur hennar höfðu gert sér vonir um. Lögreglan segir að aðeins sex hundruð þúsund gestir hafi sótt hátíðina, aðeins tæpur helmingur þeirra sem mættu í fyrra. Fjölmennasta götupartí Evrópu þetta árið var haldið í Zúrich í Sviss, um m'u hundruð þúsund gestir á einum degi. Debi Gardner, skipuleggjandi Notting Hill hátíðarinnar, var engu GLATT Á HJALLA: Mikið stuð var á kjöt- að síður ánægð með gleðina. kveðjuhátíðinni í Notting Hill í London. wammum (g) TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN Hluthafafundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. boðar tíl hluthafafundar fimmtudaginn 11. september 2003. Fundurinn verður haldinn í Ársal á Radisson SAS Hótel Sögu og hefst kl. 16:00. Dagskrá fundarins: 1. Kjör til stjórnar félagsíns. 2. ðnnur mál, löglega upp borin. 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.