Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 31
ÞRÍÐJUDAGUR 26. ÁGÚST2003 DV SPORT 31 Collins kom fyrstur í mark FRJÁLSAR (ÞRÓTTIR: Kim Collins frá smáeyjunni St. Kitts og Nevis gerði sér lítið fyrir og kom fyrstur í mark í 100 metra hlaupi karla á heimsmeistara- mótinu í París í gær. Collins kom í mark á tímanum 10,07 sekúndum, 1/100 úr sek- úndu á undan Darrel Brown frá Trinidad og Tobago og Bretan- um Darren Campbell sem komu hnífjafnir í mark en Brown var dæmt annað sætið. Bandaríkjamaðurinn Maurice Green, sem átti titil að verja, komst ekki í úrslit en hann meiddist aftan á vinstra læri og náði ekki að klára hlaupið í undanúrslitum. Heimsmethaf- innTim Montgomery náði sér ekki á strik og hafnaði í fimmta sæti. FLJÓTASTUR: Kim Collins vann 100 metra hlaupið óvænt. Ulfarnir fá liðstyrk KNATTSPYRNA: Nýliðar Wolv- es í ensku úrvalsdeildinni fengu vel þeginn liðstyrk í gær, þegar brasilíski miðjumaður- inn Emerson ákvað að ganga til liðs við félagið. Emerson þessi lék með Middlesbrough fyrir nokkrum misserum en hefur leikið með spænska fé- laginu Atletico Madrid síðustu árin. Hann mun gangast undir læknisskoðun í dag og verður að öllum líkindum í byrjunar- liðinu þegar Úlfarnir mæta Man. Utd á miðvikudag. Úlfun- um hefur gengið herfilega í fyrstu tveim leikjum sínum í deildinni þar sem þeir hafa tapað 5-1 og 4-0. Því veitir þeim ekki af liðsauka áður en þeir taka á móti meisturunum. FENGUR: Emerson mun styrkja lið Wolves mikið. Barnsley á toppinn Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í Barnsley gerðu góða ferð til Blackpool í gær- kvöldi þar sem þeir sigruðu, 2-0. Barnsley hefur því 10 stig eftir fyrstu fjóra leikina og er komið á topp ensku 2. deildarinnar sem fæstir áttu von á fyrir skemmstu. Guðjón Þórðarson. Barnsley hafði mikla yfirburði í leiknum og það var aðeins 10 mfn- útum fyrir leikslok sem aðeins reyndi á Sasa Ilic, markvörð Bams- ley, en þá varði hann ágætlega frá Mike Sheron. Barnsley tók foryst- una á 27. mínútu með marki frá Rory Fallen. Chris Lumsdon gerði svo út um leikinn á 50. mínútu en mörkin hefðu vel getað orðið fleiri því að Barnsley sótti nær linnulaust að marki Blackpool sem sá aldrei til sólar í leiknum. Árangur Barnsley í deildinni er um margt áhugaverður. Félaginu er þröngur stakkur skorinn í rekstri sínum og má Guð- jón aðeins hafa 20 leik- menn í hópi sínum og hafa þó nokkrir af þessum 20 átt við meiðsli að stríða undanfarið. Þar að auki má Guðjón ekki kaupa leikmenn né semja við þá til lang- tíma þar til greitt hefur verið úr fjár- málum féiagsins en það hefur frest til 4. desember til þess að ganga frá sínum málum eins og DV Sport hefúr áður greint frá. Þrátt fyrir öll þessi vandamál og lítinn, stuttan undirbúning hefúr Guðjóni tekist að kreista það besta út úr liðinu og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu. henry@dvJs Ferrari-menn bjartsýnir Þrátt fyrir hörmulegan kappakstur í Ungverjalandi á sunnudaginn Ferrari-liðið í Formúlu 1 kappakstrinum átti hörmulega keppni í Ungverjalandi á sunnudaginn. Michael Schumacher hafnaði í áttunda sæti og var meðal annars hring- aður af sigurvegara keppninn- ar, Fernando Alonso, og Rubens Barrichello þurfti að hætta keppni vegna bilunar í fjöðrun bíls síns. Williams-liðið komst á toppinn í keppni bílasmiða og Michael Schumacher hefur nú aðeins eins stigs forystu í keppni ökuþóra. Þrátt fyrir það er Jean Todt, keppn- isstjóri liðsins, bjartsýnn og segist þess fullviss að liðið geti unnið keppni bílasmiða og að Schumacher muni standa uppi „Það má eiginlega segja að allt sem gat farið úrskeiðis hafi far- ið úrskeiðis í Ungverja- landi. Það jákvæða er þó að ég er enn efstur í stigakeppninni." sem sigurvegari f keppni ökuþóra en þrjár keppnir eru eftir. „Það hefur gengið illa hjá okkur að undanförnu en ég hef trú á því að við náum að snúa blaðinu við. Við erum með frábæra ökuþóra í Michael Schumacher og Rubens Barrichello og bílarnir eru mjög góðir. Það er allt of snemmt að af- skrifa okkur og sá sem gerir það er að gera slæm mistök," sagði Todt. Schumacher, sem varð fyrir því áfalli að vera hringaður af Fern- ando Alonso, var líka brattur. „Það má eiginlega segja að allt sem gat farið úrskeiðis hafi farið úr- skeiðis í Ungverjalandi. Það já- kvæða er þó að ég er enn efstur í stigakeppninni," sagði Michael Schumacher. oskar@dvjs Montoya m juíi: 1:22,095 R. Schumacher 1:22,319 Raikkonen 1:22,372 Alonso 1:22,565 Da Matta 1:23,040 | Webber 123,156 Coulthard 123,193 f M. Schumacher 1:23,207 f Button 123,376 Trulli 1:24,100 Heidfeld 124,267 Panis 1:24,414 Frentzen 124,450 ( Barrichello 124,583 Wilson 1:24,936, Fisichella 125,081 Villeneuve 125,278 3 *Baumgartner 1:26,464 3 Verstappen 126,559 LO V I fl H A L D * ’fekj i atfr tfa yfiriwð á vaifctorum mnan Én VaraMutir eru afcto mnflaör rji ZZZHE ÞEGAR HART MÆTIR HÖRDU! SINDRI Slndrl Reykjavík ■ Klettagörðum 12 • slmi 575 0000 Slndrl Akureyrl • Draupnisgötu 2 ■ slmi 462 2360 Slndrl Hafnarflrðl • Strandgötu 75 • slmi 565 2965 r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.