Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 18
18 SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST2003 Lesendur Innsendar greinar ■ Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í s(ma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendaslða DV, Skaftahlfð 24,105 Reykjavlk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sértil birtingar. Ámælisvert Helgi Jónsson skrifan Blaðamaður DV reiknaði það út að þegar bílaumboð nokkurt lánaði fyrrverandi borgarstjóra jeppa í 3 vikur hefði það verið ígildi 380 þúsund króna. Það er meira en fjögurra mánaða fram- færsla öryrkja. Þetta eru því mikilvæg og dýrmæt hlunn- indi fyrir þann útvalda hóp sem nýtur þessara sérkjara hjá bílaumboðunum. Þarf ekki að telja svona hlunnindi fram sem tekjur á skattfram- tölum? Mér finnst að fram þurfi að koma hvort Ingi- björg muni ekki telja þetta fram sem tekjur. Annað tel ég siðferðilega ámælisvert. Var þó málið nógu vont fyrir, svo ekki sé meira sagt. Tryggjum löghlýðni! Guðný hringdl: Slys í umferðinni valda ómældum harmi og þjáningum eins og allir vita. Hraðakstur veldur flestum slysum. Ég spyr: Hvers vegna í ósköpunum er leyfilegt að bílar séu útbúnir þannig að þeir geti keyrt hraðar en á löglegum há- markshraða? Eins og reglurnar eru nú nákvæmar og eftirlitið strangt um hvert einasta annað smáatriði þá er eins og þessi meginslysa- valdur komi engum við. Auðvitað ætti að setja einhvers konar bún- að í bíla sem kemur í veg fyrir að hægt sé að aka þeim hraðar en á hámarkshraða. Þetta geturekki verið neinum vandkvæðum bundið tæknilega og allir sjá í hendi sér hve mörgum mannslíf- um mætti bjarga með þessari ein- földu aðgerð. Fangi á Litla-Hrauni skrifar: Þetta byrjaði allt með því að strákur sem vistaður er á 3. hæð í Húsi 3 á Litla-Hrauni var að reyna að koma smáræði af am- fetamíni til kunningja á öðrum fangagangi. Þeir voru með áætlun. Sá með efnið fékk leyfi til að fara fram á gang undir því yfirskini að hann þyrfti að sækja eitthvað. Hann stakk spfttinu í grænt stígvél sem stóð í skóhillu á ganginum, beint fyrir framan eftirlitsmyndavél. Skömmu síðar kallaði sá sem átti að fá efnið til varðanna frammi í „Búri“ og spurði hvort hann mætti ekki fara fram og sækja græn stígvél sem kunningi hans hefði lánað honum! Snillingarnir í Búrinu lögðu saman tvo og tvo og földu sig allt í kringum grænu stígvélin, reiðubúnir. Drengurinn var svo gripinn með stæl um leið og hann lyfti upp stígvélinu. Báðir voru sett- ir í einangrun. ítarleg leit gerð Og þá byrjaði ballið. Það var eins og fangelsið hefði fengið aukafjár- veitingu. Sjö manna hópur fanga- varða gekk ásamt tveimur frá Fíknó og einum hundi á allar deildirnar og ítarleg leit hófst. Áður en yfir lauk voru 9 manns færðir hand- járnaðir í einangrun. Sá fyrsti var látinn strippa sig og standa þannig nakinn í korter meðan verðirnir voru að skoða fötin hans. Síðan var hann látinn dúsa í grútskítugum einangrunarklefa í óþvegnum fangabúningi í sólarhring án þess að við hann væri rætt. Það fannst reyndar ekkert hjá honum eða á honum og hefur aldrei fundist. Yf- irvöld hér eru hins vegar sannfærð um að hann sé stór „díler" í fang- elsinu. Hann hefur verið strippaður um 40 sinnum (sfðast fyrr sama dag) og gestir hans nokkrum sinn- um, þar af eiginkona hans tvisvar. Henni er svo misboðið að hún hef- ur ekki komið í heimsókn í meira en ár. Þung refsing Ekki var athafnasemi fangavarð- anna minni daginn eftir. Þá var kerfisbundið gengið á alla ganga og hver einasti klefi skoðaður. Það gerist þannig að fyrst er fanginn lát- inn klæða sig úr öllu og leitað á lík- ama hans og fötum. Síðan er hann látinn klæða sig og fara fram með- an leitað er í herberginu. Þá er öllu snúið við, rafmagnstenglar skrúf- aðir af, sturtuhausinn tekinn í sundur, klósett, hillur o.s.frv. Leitin stóð yfir heilan laugardagseftirmið- dag og líklega hafa 50-60 klefar ver- ið skoðaðir. Upp úr krafsinu höfðu þeir eina „möllu" (hassblandað tó- bak), einn farsíma og einn vasa- hníf. Daginn eftir voru refsingarnar gefnar út. Sá með hnífinn og GSM- símann fékk þyngsta refsingu. Ekk- ert sjónvarp, útvarp eða tölva í tvo mánuði, hálf laun í 21 dag og heim- sóknar-, síma- og bréfabann í 3 vik- ur. Tveimur dögum síðar birtist svo smáfrétt í DV þar sem sagði að tvö LÁS OG SLÁ: Fangelsið Litla-Hraun þar sem greinarhöfundur afplánar dóm. eiturlyfjamál hefðu komið upp á Lida-Hrauni um helgina. Það fannst okkur heldur óvirðuleg af- greiðsla á „Stóra Græna Stígvéla- málinu" okkar. Börn gerð að fíklum Það er ef til vill ekki okkar sem erum hér tugum saman fyrir eitur- lyfjaneyslu og eiturlyfjasölu að tjá okkur mikið um fíkniefnavandann. En því er ekki að neita að sumir okkar eiga dálftið erfitt með að skilja siðferðið sem að baki liggur. Hér er dreift læknadópi nánast eins og hver vill, það gengur meira að segja kaupum og sölum eins og hvert annað dóp. Á sama tíma og fyrirmenn þjóðarinnar efna til hvers þjóðarátaksins á fætur öðru til að vinna gegn vímuefnabölinu þá tvöfaldast lögleg lyfjasala á 5 ára fresti. Auðvitað er megnið af því eitthvað róandi, örvandi, deyfandi, sefandi, gleðjandi, slakandi, svæf- andi, mýkjandi eða „stinnandi". Hagnaður eins lyfjafyrirtækisins var 3 milljarðar króna í fyrra! Það er heldur ekki mjög sannfær- andi þegar kennarastéttin upp- fræðir börnin um vandann á sama tíma og hundruð barna eru gerð að framtíðarfíklum með því að haida niðri í þeim óþekktinni með rítalíni sem er náskylt amfetamíni. Of stór biti fyrir réttlætið Og þegar kemur að refsingum er svo sannarlega ekki sama hvort þú ert Jón eða séra Jón. Þannig eru þær upphæðir sem nú er talað um að tryggingafélögin og olíufélögin hafi svikið út úr þjóðinni margfalt það sem þjófarnir hér á Litla- Hrauni hafa samanlagt stolið á allri ævinni. En þar eru náttúrulega máttarstólpar samfélagsins, borg- arstjórinn og fleiri sómamenn, svo það verður líklegast of stór biti fyrir réttlætið. Á Hrauninu eru hins vegar innan um menn sem hafa játað á sig sekt eftir margra vikna einangrun óg uppdópun (sem er ekkert annað en siðlaus pyntingaraðferð til að fá menn til að játa það sem yfirvaldið heldur) eða sem eru dæmdir fyrir það sem dómarar halda að sé satt. Svo þegar fyrirmenni eru látin sæta refsingu er fyrir þá sérstakt lúxusfangelsi, Kvíabryggja. Þar sit- ur riú meðal annars einn fyrrver- andi þingmaður og býsnast yfir óréttlætinu sem hann sætir, hálf- gerðu stofufangelsi þar sem BMW- bflinn stendur í hlaði og hann gengur um íjörur í reiði sinni þegar hann fær ekki að fara á þjóðhátíð. Á Litla-Hrauni er mönnum kennt það upp á hvern dag að þeir séu aumingjar, hafi alltafverið aumingjar og muni alltafverða aumingjar. Hann var þó kjörinn fulltrúi þjóð- arinnar til að gæta þess sem hann stal, hvort sem það var nú úr rflcis- sjóði, kirkjusjóði á Grærflandi eða frá Þjóðleikhúsinu.' En það er auð- heyrt að honum finnst hann hafa orðið fyrir einelti; að hann fái ekki að kúra heima í rannsóknarvillunni sinni og syngja með kjósendunum sem hann sveik, í brekkunni. Hon- um finnst lfldega að hann hafi ekki stolið meira en félagar hans, að hann hafi verið „freimaður", grey- ið. Það finnst sumum hér á Hraun- inu lflca, án þess að þeir séu vælandi um það í fjölmiðla. Enda Jdustar svo sem enginn á þann sem ekkert á undir sér. Skurðurinn langi Á Litla-Hrauni er mönnum kennt það upp á hvern dag að þeir séu aumingjar, hafi alltaf verið aum- ingjar og muni alltaf verða aum- ingjar. Helsta endurhæfingin felst í því að grafa skurðinn langa alla virka daga og fylla hann með grjóti úr grjóthleðslunni sem var hlaðin í fyrra. Enginn veit hvers vegna hann er grafinn og öllum er sama um af- köstin. Þegar út kemur þá bíður margra ekkert annað en að grafa sér sama sauruga skurðinn, vitandi að það vísar veginn beina leið aftur „heirn" á Litla-Hraun. Þannig mun það sannast, sem kerfið hefúr alltaf vitað, að þeim er ekki viðbjargandi. Bestu kveðjur. Stígvélamálið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.