Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST2003 TILVERA 17 Crowe tekur föðurhlutverkið alvarlega PABBINN: Skylminga- þrællinn Russell Crowe segist ætla að taka sér frí frá leiklistinni til þess að geta betur sinnt fyrsta barni þeirra Daniellu Spencer, sem væntanlegt er í heiminn í janúar. „Ég vil taka mér frí til þess að ég geti sinnt föðurhlut- verkinu af umhyggju en ekki á hlaupum," sagði Crowe, sem þarf að fresta fyrirhugaðri tónleikaferð með hljómsveitt sinni í byrjun næsta árs til þess að dæmið gangi upp. „Það verður erfitt að finna afsökun fyrir því að þurfa að fara út að vinna þegar barnið er fætt og þess vegna ætla ég að taka mér frí. Ég sagði Daniellu að drífa í því, meðan hún gengi með, að semja lög á nýjan disk svo hún geti sjálf farið í tónleikaferð þegar barnið er fætt og ég verið heima á meðan," sagði óskarsverðlauna- hafinn Crowe. Shania telur sig vera oflofaða FEGURÐ: Kanadíska sveitasöngkon- an Shania Twain botnar ekkert í því hvers vegna karlpeningurinn er svona hugfanginn af henni. „Mér finnst sjálfri ég ekki vera Ijót. Ég meina bara að mér finnst ég stórlega ofmetin þegar útlitið er annars veg- ar," segir söngkonan í viðtali við breska blaðiðThe Mail. „Takmark mitt er ekki að líta út eins og Cindy Crawford eða önnur ofur- fyrirsæta. Þessar stelpur eru svo full- komnar, þess vegna geta þær lifað á útlitinu. Hvernig er hægt að velja mig, tónlistarmann, sem kynþokka- fyllstu konu heimsins? Svoleiðis kem- ur fyrir konur eins og Raquel Welch," segir Shania sem hefur notið mikillar velgengni um nokkurt skeið. a ásamt dótturdótturinni Mörtu, sem er dóttir Snæfríðar, einnar þriggja dætra þeirra Bryndísar. DV-myndir sbs FERÐAFÉLAGAR: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður, Hjörleifur Sveinbjörnsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, eiginkona hans. kúlason gerir Hollywood: Leikarar vilja ekki Schwarzenegger Það eru ekki allir í Hollywood hrifnir af framtaki Arnolds Schwarzeneggers að bjóða sig fram til ríkisstjóra í Kaliforníu. Margar Hollywoodstjörnur eru harðir demókratar og víkja ekki frá flokknum þótt kollegi þeirra bjóði sig fram. Það er því ljóst að hveiti- brauðsdagar Schwarzeneggers sem frambjóðanda eru yfirstaðnir og nú fer blákaldur raunveruleik- inn að taka við. Þeir sem tóku af skarið og hafa verið að finna að framboði Schwarzeneggers eru meðal annars Tom Hanks, Martin Sheen, Cybill Shepard, Woody Harelsson, Susan Sarandon, War- ren Beatty, Alec Baldwin, Carrie Fisher og David Schwimmer. Talið er að margar stjörnur eigi eftir að bætast í hópinn og jafnvel verði stofnuð samtök kvikmyndaleikara gegn framboði Schwarzeneggers. Það sem kemur kannski frekar á óvart er að nán- ast engin kvik- myndastjarna hefur lýst yfir stuðningi við hann. Það sem varð til þess að stjörnur fóru að láta í sér heyra, var að úr herbúðum Schwarzeneggers komu þær fréttir að -CAA, sem er stærsta umboðsfyrirtækið i Hollywood, myndi styðja framboð Schwarzeneggers. CAA fer með umboð fyrir frambjóðandann og var birt grein í New York Times þessu til stuðnings. Þetta var meira en aðrir kúnnar, sem margir hverjir eru harðir demókratar, gátu þolað og nú virðist komin sterk sveit ofurhuga gegn gerð- eyðandanum. Frá CAA kom svo yfirlýsing um að greinin væri byggð á misskilningi. Það hefur alltaf verið vitað að stór hluti kvikmyndastjarna í MARTIN SHEEN: Telur Bush standa á bak við framboð Schwarzeneggers. TOM HANKS: Tom Hanks og eiginkona hans, Rita Wilson, eru yfirlýstir demókratar og styðja ekki Arnold Schwarzenegger. Hollywood er demókratar og því koma þessi kröftugu mótmæli ekki á óvart. Það sem kemur kannski frek- ar á óvart er að nánast engin kvikmynda- stjarna hefur lýst yfir stuðningi við hann. Rob Lowe þykir það neðarlega í goggun- arröðinni í Hollywood að stuðningur hans skiptir litlu máli. Martin Sheen, sem í áranna rás hefur verið helsti mótmælandinn í Hollywood og setið í fangelsi iyrir mót- mælaaðgerðir byggðar á skoðunum hans, sagði í viðtali að Bush forseti hlyti að hafa ýtt undir framboð Schwarzeneggers og væri það enn ein tilraun repúblikana til að ná Kaliforníu undir sig. hkarl@dv.is FRAMBJÓÐANDINN: Arnold Schwarzenegger gengur ekki að stuðningi kollega sinna í Hollywood vísum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.