Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 26.ÁGÚST2003 TILVERA 27 HáshóiaDíó rfffftVtiUgfimSwy Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr f svakalegustu hasarmynd sumarsins! Sýnd kl. 6.40,9 og 10.20. B.i. 12. ára Sýnd kl.6,8 og 10.B.Í. lO.ára. ÁSTRÍKUR OG KLEÓPATRA MEÐ ISL.TALI: Sýnd m/ísl.tali kl.5.55. BASIC: Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. ára. HULK Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30. B.i. 12. ára. NÓI ALBÍNÓI: Sýnd kl. 6.B.L 12ára. KRINGLAN ALFABAKKI Stórsmollur'ttr smiðju t Jerrys Bruckheimers og Dísney sem stefnir hraðbyri A að verða vinsælasta mynd sumarsíns í USA ★★★★ itvikmyndir.is ★ ★★ §1 jj 1 uai Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! Kvikinyndir.b Kvikmyndir.com Stórsmellur ur smiðju Jerrys Bruckheimers og Disney sem stefnir hraðbyri á að verða vinsælasta mynd sumarsins í USA Sýnd kl. 3.50,5.40,8 og 10.20. B.i.12 ára. (LúxusVIP kl. 5.40,8 og 10.20. Sýnd kl. 4,6,8 og 10. B.i. 10 ára. WRONGTURN: Sýnd kl.8og 10.10. 8.1.16. BASIC: Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. ára. SINBAD: Sýnd m. ísl. tali kl.3.50 og 6. WHAT A GIRL WANTS: Sýnd kl.8. ÁSTRÍKUR: Sýnd m. fsl. tali kl. 3.50. SINBAD: Sýnd m.ensku. tali kl.4,6 og 8. KRINGLAN tS 588 0800 ÁLFABAKKI tS í >87 8900 FJÖLMIÐIAVAKTIN Sigurður Bogi Sævarsson skrifarum fjölmiðla Yfir og allt um kring Inngangspistill Finnboga Her- mannssonar að viðtali við Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing á Morgunvaktinni í gær var snilld- argóður. Tilefni samtalsins var grein Sigurðar Gylfa í Sögu þar sem hann gagnrýnir yfirlitshugs- un í sagnfræði. Það að gagnrýna söguskoðun skorti - og sjónum sé í of ríkum mæli beint að valds- mönnum og viðteknum sjónar- miðum. Þetta eigi ekki síst við um skólabækur. í viðtalinu í gær, sem og í greininni, heggur Sigurður á báða bóga. Það gerði Finnbogi líka þar sem hann sagði .... að hver þjóð hafi komið sé upp sagnfræði í samræmi við ríkjandi valdhafa eða ákveðin baráttumál sem þjóðin hefur staðið í, til dæmis sjálfstæðisbarátta fslend: inga.“ Þau sjónarmið sem hér eru fram komin eru allrar athygli verð - og eiga ekki aðeins við um sagnfræði. Nauðsynlegt er jafh- framt að menn beini í þessum efnum sjónum sínum að við- teknu fréttamatí fjölmiðla - sem síðan hefur auðvitað í framhald- inu mikil áhrif á hvað kemst á spjöld sögunnar. Fyrir helgina eltu allir íjölmiðl- ar félagsmálaráðherra sem var að kaupa sér nýjan bíl. Með öðr- um orðum var sjónum heldur betur beint að „... valdsmönnum og viðteknum sjónarmiðum" eins og sagði í pistíinum í gær. Þetta er aðeins lítið dæmi. Þannig skortir fjölmiðlamenn svo oft þann eiginleika að geta séð tilveruna í víðara samhengi og verið í eilíflegri stjónarand- stöðu og muna að hlutverk þing- manna og ráðherra er aðeins að móta reglur samfélagsins en ekki vera yfir og allt um kring. Rétt eins og sumir tróa. STJÖRNUGJÖF DV Nói albínól ★ ★★■i Pirates of the Caribbean ★★★ Respiro ★ ★★ Terminator 3 ★ ★★ HULK ★★★ Sindbað saefari ★★i The In-Laws ★★i Basic ★ ★ What a Girl Wants ★ ★ Bruce Almighty ★★ Hollywood Homicide ★★ Charlie's Angels: Full Throttle ★★ Matrix Reloaded ★ ★ Legally Blonde 2 ★'i- Hvoð er f sjónvarpinu í kvöld? Stöð 2 kl. 21.30 — Morðdeildin: Löggur í Los Angeles ÚRVALSSVEiTIN: Leysir morðmál sem eru sérlega erfið viðfangs. Fyrir miðri mynd er for- inginn Sam Cole (Tom Sizemore) í kvöld hefjast sýningar á Stöð 2 á nýjum sakamálaflokki, Morðdeild- inni (Robbery Homicide Division). Um er að ræða spennuþátt sem hef- ur fengið góðar viðtökur. Fylgst er með rannsóknarlöggunni Sam Cole og félögum hans í órvalssveit innan lögreglunnar í Los Angeles sem rannsakar öll erfiðustu málin sem upp koma í borginni. Aðalhlutverkið leikur Tom Sizemore en auk hans eru fastaleikarar Barry Shabaka Henley, David Cubitt, Michael Chan og Klea Scott. Einn framleiðenda myndaflokksins er Michael Mann sem sfðari árin hefur aðallega feng- ist við að leikstýra kvikmyndum (Heat, The Last Mohican, The Insider), en var á árum áður virkur framleiðandi sjónvarpsþátta. Meðal annars stjómaði hann gerð seríunn- ar Miami Vice. Tom Sizemore er þekktur leikari með langan feril að baki. Hann hef- ur þó aðallega verið í fréttum und- anfarið vegna málaferla en hann var ákærður og dæmdur fyrir að áreita mellumömmuna fyrrverandi, Heidi Fleiss. Sizemore fæddist í Detroit 21. september 1961. Hann ólst þar upp og kláraði háskólanám í listum. Leið hans lá til New York þar sem hann reyndi fyrir sér í leikhósum með litl- um árangri. Stóra tækifærið fékk hann þegar Oliver Stone fékk hon- um lítið en gott hlutverk í Born on the Fourth of July. Eftir það var gat- an greiðari og hann vann sig smátt og smátt upp í að vera eftirsóttur karakterleikari. Eitt hans besta og stærsta hlutverk síðari árin var í kvikmynd Stevens Spielbergs, Sav- ing Private Ryan. Sizemore hefur oftar en ekki verið til vandræða í einkalífinu enda ekki aðeins drukkið ór hófl fram heidur notað eiturlyf. Meðan á tökum á Saving Private Ryan stóð hótaði Spi- elberg eitt sinn að reka hann kæmi í ljós að hann væri í vímu. Þakkar Sizemore Spielberg fyrir að hafa losnað ór viðjum eiturlyija en hann á greinilega enn við áfengisvanda- mál að stríða samkvæmt nýjustu fréttum. Sjónvarpið kl. 21.25: Lífið um borð í ísafold f kvöld verður í sjónvarpinu fyrri hluti dönsku heimildamyndarinnar Lífið um borð - Á síldveiðum (Livet ombord - Jagten pá silden). í myndinni er íylgst er með lífinu um borð í sfldveiðiskipinu ísafold frá Hirtshals. Nafnið er rammíslenskt en skipið er danskt. Það vill svo til að einn í áhöfninni er íslenskur og á það vel við þetta skip. Aðrir í áhöfn- inni eru danskir sjómenn. Seinni hlutinn verður sýndur að viku lið- inni. ÁHÖFNIN: Þessir sjómenn koma við sögu í dönsku heimildamyndinni. Líflð .eftir vinnu HALLVEIG RÚNARSDÓTTIR: Hún syng- ur norræn lög í Sigurjónssafni í kvöld. Listasafns Sigurjóns Óiafssonan Á síðustu sumartónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30 munu Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari flytja verk eftir norræn tónskáld, sönglög eftir Jean Sibelius og Hjálmar H. Ragn- arsson íslensk þjóðlög i útsetningu Hildigunnar Rúnarsdóttur og söng- flokkinn Haugtussa eftir Edvard Grieg. Hallveig Rúnarsdóttir hefur víða komið fram sem einsöngvari, sérstaklega í flutningi nýrrar tónlist- ar, og hefur frumflutt mörg ný ís- lensk verk, t.d. á Listahátíð í Reykja- vík og á Sumartónleikum í Skálholti IÐNÓ: Tónleikar verða í Iðnó í kvöld kl. 21.00. Það er salonhljómsveitin L'amour, sem leikur skemmtitónlist af ýmsu tagi í anda salontónlistar sem vinsæl var í Mið-Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar. Hljómsveitin leikur m.a. kvikmyndatónlist eftir þá Charlie Chaplin og Nino Rota og argentínska tangóa eftir meistarana Carlos Gardel og Astor Piazzolla. Þá er mikill hluti efnisskrár helgaður ís- lenskum dægurflugum sem sér- staklega hafa verið útsettarfyrir þennan hljóðfæraflokk. Hljómsveit- ina skipa Hrafnhildur Atladóttir, fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla, Hrafnkell Orri Egilsson, selló, GunnlaugurT. Stefánsson, kontra- bassi, og Tinna Þorsteinsdóttir, píanó. Viðeyjarganga: (kvöld verður síð- asta þriðjudagsganga sumarsins í Viðey. Verður farið vítt og breitt um sögu eyjarinnar og sjónum m.a. beint að klaustrinu og Skúla Magn- ússyni. Jafnvel verður hægt að næla sér í smá kúmen í leiðinni. Ferðin . hefst kl. 19.30 frá Sundahöfn. Hafnarborg: (hádeginu á morgun, eða kl. 12.00, verða haldnir hádeg- istónleikar í Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Hlöðver Sigurðsson tenór syngur ís- lensk einsöngslög við undirleik Ant- oníu Hevasi píanóleikara. Á efnis- skrá verða m.a. verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Donizetti og Mozart.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.