Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagiö DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRITSTJÓRl: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRriSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Rltstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureytl: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Arvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaösins Banaslys á Borgarfjarðarbrúnni - frétt bls. 4 Rannsókn á láti ungrar stúlku - frétt bls. 6 Skólavörustríð -frétt bls. 10-11 Neytendasamtökunum boðnar milljónir króna - frétt bls. 8-9 Nægjanlegt herlið í írak — fréttir bls. 12 Viljaverk - DV Sport bls. 28 Tjaldaði úti á götu Lögregla var kvödd að götu í Grafarholti á sunnudagsmorg- un en árrisulir íbúar höfðu til- kynnt um að fólk væri búið að hreiðra um sig í tjaldi úti á götu. Þegar að var gáð kom í ljós að maður nokkur hafði slegið upp tjaldi rétt utan byggðarinnar. Hafði honum sinnast við eigin- konu sína og hitnaði svo í kolum að hann sá sitt óvænna, rauk á dyr og tók tjaldið með sér. Hugðist hann sofa í tjaldinu þar til hægðist um heima hjá hon- um. Ekki fer sögum af áhrifum tjaldvistarinnar á heimilisfrið- inn í Grafarholtinu en frá þessu er greínt í dagbók lögreglunnar í Reykjavík. Húsnæðismál rannsökuð Kæru IM vísað frá RANNSÓKNIR: Undirritað hefur verið samkomulag um stofnun Rannsóknarseturs í húsnæðismálum við Viðskipta- háskólann á Bifröst. Gert er ráð fyrir rannsóknarsetrið einbeiti sér í fyrstu að hagrænum og efnahagslegum rannsóknum á sviði húsnæðismála, jafnhliða því að vinna að víðtækri gagna- öflun og úrvinnslu á sviði hús- næðismála. Félagsmálaráð- herra hefur þegar tryggt eina milljón króna til verkefnisins en fulltrúi, tilnefndur af honum, ásamt fulltrúa (búðalánasjóið og fulltrúa Viðskiptaháskólans mynda stjórn rannsóknarset- ursins. Sérsök rannsóknarstaða verður fjármögnuð og verður ráðið í hana í haust. SAMNINGUR: Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra, Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri íbúðalánasjóðs og Runólfur Ágústsson rektor undirrita sam- komulagið. SKÓLAMÁL Félagsmálaráðu- neytið hefur vísað kæru (s- lensku menntasamtakanna á hendur Flafnarfjarðarbæ frá en kært var vegna riftunar á samningi um rekstur leikskól- ansTjarnaráss. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sagði upp samn- ingi við (slensku menntasam- tökin um rekstur leikskólans Tjarnaráss í byrjun maímánað- ar sl. Höfðu þá borist uppsagn- arbréf frá 20 af 26 starfsmönn- um skólans. Fjöldi foreldra hafði jafnframt sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu um að það væri vilji þeirra að sam- tökin hættu rekstri skólans.Við atkvæðagreiðslu í bæjarstjórn greiddu fulltrúar Samfylkingar- innar atkvæði með upp- sögninni. EfnahagsbrotadeildkrefurSamkeppnisstofnun um gögn vegna olíufélaganna: Metið hvort hafin verður opinber rannsókn Efnahagsbrotadeild Ríkislög- reglustjóra hefur krafið Sam- keppnisstofnun um gögn vegna rannsóknar hennar á meintu samráði olíufélaganna. Mun embættið í framhaldinu taka afstöðu til þess hvort hefja beri opinbera rannsókn á ætl- uðum refsiverðum brotum olíu- félaganna á samkeppnislögum. Bogi Nilsson ríkissaksóknar rit- aði Ríkislögreglustjóra, efnahags- brotadeild bréf þann 21. ágúst. Þar sagðist hann hafa talið sig knúinn, í ljósi fjölmiðlaumræðu, til að leita skriflega svara þann 15. ágúst hjá Georg Ólafssyni, forstjóra Sam- keppnisstofnunar, um hvort hann teldi að fram væru komnar vís- bendingar um svo alvarleg brot ol- íufélaganna að viðurlagameðferð væri komin út fyrir ramma sam- keppnislaga. Segir Bogi að ekki verði annað ráðið af svarbréfi Sam- keppnisstofnunar frá 18. ágúst en að stofnunin skorist undan því að svara framangreindri spurningu. Krafist er afrita aföll- um gögnum sem Sam- keppnisstofnun hefur aflað frá og með hús- leitum þann 18. desem- ber 2001 hjá olíufélög- unum Olíuverzlun ís- lands hf., Olíufélaginu hf. og Skeljungi hf. í ljósi ummæla Samkeppnis- stofnunar telur Bogi því að brostn- ar séu forsendur fyrir hefðbundinni hlutverkaskipun við rannsókn slíkra mála. - „Þ.e. að Samkeppnis- stofnun annist frumathugun á ætl- uðum brotum á samkeppnislögum í öllum tilvikum án afskipta ákæru- valds eða lögreglu og meti hvenær RANNNSOKN A OUUFELOGUNUM: Meint rannsókn á samráði olíufélaganna hefur nú tekið nýja stefnu eftir að Ríkislögreglustjóri krafði Samkeppnisstofnun um öll gögn í málinu. Bogi Nilsson rlkissaksókari. Georg Ólafsson. ætíuð brot séu svo stórfelld að ástæða sé tii að kæra hina brotíegu tU refsingar." Fer Bogi síðan ffam á það við Ríkislögreglustjóra að hann afli fullnægjandi gagna frá Samkeppn- isstofnun svo hægt verði að taka af- Jón H. Snorrason. stöðu til hvort hefja beri opinbera rannsókn á málinu. Jón H. Snorrason, saksóknari Ríkislögreglustjóra, sendi Sam- keppnisstofnun í framhaldinu bréf þann 25. ágúst þar sem Samkeppn- isstofnun er krafin um gögn í mál- inu. Þar er krafist affita af öUum gögnum sem Samkeppnisstofnun hefur aflað frá og með húsieitum þann 18. desember 2001 hjá olíufé- lögunum Olíuverzlun íslands hf„ Olíufélaginu hf. og Skeljungi hf. Auk þess gögn sem kunna að hafa verið hjá stofnuninni fyrir þann tíma og varðað geta málið. Jafn- framt er óskað eftir skýrslum og öðrum gögnum sem stofnuninni kunna að hafa borist vegna máls- ins. Einnig er óskað eftir að Sam- keppnisstofnun láti efnahagsbrota- deild í té þau gögn sem kunna að berast síðar og skýrslur sem stofn- unin hefur boðað að hún ljiiki við á næstu misserum. Sjá einnig frétt á bls. 6 hkr@dv.is Kröfu föðurins um frávísun hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í gær að hafna kröfu föð- ur frá Egyptalandi um að vísa máli hans frá þar sem ríkissak- sóknari ákærir hann fyrir sif- skaparbrot. Honum var gefið að sök að hafa svipt barnsmóður sína umsjá yfir dóttur þeirra er hann meinaði henni för frá Eg- yptalandi til íslands árið 2001. Hann tók þá af stúlkunni vega- bréf og farseðla en móðirin var með forsjá yfir stúlkunni sam- kvæmt íslenskum lögum. Samkvæmt þessu verður þetta sérstaka mál tekið til efnislegrar meðferðar með vitnaleiðslum og flutningi á næstunni. í úrskurði Héraðsdómur álítur hvað sem öðru líður að refsilögsaga sé efnis- legt refsiskilyrði - því verði að taka málið efnislega fyrir. héraðsdóms segir að fyrir liggi að faðirinn hafi íslenskt ríkisfang en hann hafi einnig egypskt vegabréf. Þá liggi fyrir dóminum upplýsingar um að það athæfi ákærða, þótt sannað reynist, varði ekki við eg- ypsk lög. f úrskurði Péturs Guðgeirssonar héraðsdómara segir að faðirinn byggi kröfu sína um frávísun á því að ekki skuli refsa íslenskum þegni út af verknaði sem ákært er fyrir þar sem hann hafi ekki verið refsiverð- ur að egypskum lögum. Faðirinn hafi alls eldd verið að brjóta af sér í heimalandi sínu með því að taka vegabréfið og farseðil stúlkunnar. Þetta fellst ákæruvaldið ekki á og krefst þess að dæmt verði í málinu efnislega. Héraðsdómur álftur hvað sem öðru líður að refsilögsaga sé efnis- legt refsiskilyrði - því verði að taka málið efnislega fyrir áður en kveðið er í raun upp úr með það hvort ís- lensk stjómvöld hafi refsilögsögu í þvf eða ekld. ottar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.