Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST2003 TILVERA 25 Spurning dagsins: Hvaða íslensk kvikmynd er í uppáhaldi hjá þér? Ásgeir Kristjánsson: Hafið, systir mín leikur í henni. Viktor Már Kristjánsson: Stella í orlofi, því hún er svo fyndin. Jóhann Orri Briem: Bíódagar, nördinn er svo cool. Alexander Jean: Mávahlátur, góðir leikarar. Gróa Rán Birgisdóttir: Stella í orfofi, skemmtileg mynd. Viktorla Birgisdóttin Stella í orlofi, hún er skemmtileg. ( Stjörnuspá \/Si Mnsberm(20.jan.-18.febr.) w-------------------------- Þú færð óljós fyrirmæli frá einhverjum sem hefur ekki beint yfir þér að segja en þér finnst sem þú ættir að fara eftir þeim. Gildir fyrir miðvikudaginn 27. ágúst LjÓflið (2ljúli- 21 ágúst) Fjölskyldan krefst mikils af þér og þér finnst þú ekki rísa undir þeim kröfum. Þú veltir fyrir þér að leita leiða til að auka tekjur þínar. ^ FisMn'U (19.febr.-20.wan,) Greiðvikni er einn af eigin- leikum þínum. Gættu þess að vera ekki misnotaður. Það eralltaftil nóg af fólki sem vill notfæra sér aðra. Meyjan (23.ágúst-22.sept.) Á vegi þínum verður ágjörn manneskja sem rétt er að vara sig á. Dagurinn verður í heild fremur strembinn. Kvöldið verður mun betra. T Hrúturinn (21.mars-l9.april) Nú er einkar hagstætt að gera viðskiptasamninga og þú ættir að not- færa þér það ef þú ert í þeim hugleið- ingum. Fjárhagur þinn fer batnandi. Vogin (28.sept.-23.okt.) Þú hefur tilhneigingu til að vera of eftirgefanlegur við aðra og sjá svo eftir því sem þú hefur gert. Féjagslífið er fjörugt. ^ NáUtið (20. april-20. mai) Sérviska þín getur gengið of langt stundum og gert þér erfitt fyrir á ýmsum sviðum. Þú þarft að taka ákvörðun án þess að hugsa þig um. Sporðdrekinn (2g.okt.-21.n0v.) Þú skalt halda óhikað áfram þeim verkefnum sem þú hefur verið að vinna að undanfarið. Einhver sem lætur í Ijós efasemdir er öfundsjúkur. Tvíburarnir (27 . mai-21.júni) Gamlar væringar, sem þú hélst að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af, skjóta upp kollinum að nýju. Happatölur þínar eru 11,12 og 39. Bogmaðurinn(22.raír.-27.ítej Samvinna ætti að skila góð- um árangri í dag. Andrúmsloftið á vinnustað þínum er mun betra en verið hefur undanfarið. Krabbinn (22.júní-22.júii) Það er spenna í loftinu og það má lítið út af bera til að allt fari í bál og brand. Þegar uppi er staðið og málin skoðuð kemstu að því að um var að ræða storm í vatnsglasi. z Steingeitin (22.des.-19.jan.) Þú verður að láta þér skiljast að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Eitthvað sem þú áttar þig ekki á ligg- ur í loftinu. Happatölur þínar eru 3, 21 og 22. Krossgáta Lárétb 1 spotta, 4 hulu, 7 hlutverk, 8 bikkja, 10stunda, 12 miskunn, 13 trufla, 14 hreinn, 15 bati, 16 hrap, 18 karlmannsnafn, 21 kirtiil, 22 kipp, 23 heimsk. Lóðrétt: 1 loga, 2 frestaði, 3 andartak, 4 sambærilegt, 5 kvabb, 6 stúlka, 9ferðalag, 11 ótta, 16 hæfur, 17 óþétt, 19 skjól, 20 fjölmæli. Lausn neðst á síðunni. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Svartur á leik! Skákin hefur ýmis orðatiltæki sem erfitt er fyrir aðra að henda reiður á. Eitt hugtakið er að „gaffla" menn andstæðingsins. Þegar talað er um að „gaffla" þýðir það oftast að riddarinn setur á tvo menn and- stæðingsins og hann getur ekki forðað báðum eða vaidað þá. Hér er einfait lítið dæmi. Eftir 27. Bxa4 28. Bxa4 Rc5 getur hvítur ekki kom- ist hjá því að fórna skiptamun og þá er eftirleikurinn auðveldur! Skák þessi var tefld á mánaðarlegu al- þjóðlegu skákmóti sem haldið er í Búdapest. Fyrsta laugardag í hverj- um mánuði hefjast þar mót þar sem skákmenn á titlaveiðum geta skráð sig til leiks og fengið að tefla á afþjóðlegum mótum gegn vægu gjaldi! Það hafa nokkrir ungir ís- lenskir skákmenn gert undanfarin misseri með ágætum árangri! Hvftt: Jacob Aagaard (2.360). Svart: Sergei Ovsejevitsch (2.497). Afþjóðlegt skákmót í Búdapest (4), 5. ágúst 2003. 27. -Bxa4 0-1. Lausn á krossgátu ■ÖOJ 07 'JBA 61 '>|S| L l úæj g ( 'BQiAij L ('esjaj 6 'Bjd g 'gnf s 'uæisgng '>mqeu6ne £ 'ojp z 'þ|3 l •6aJi £Z '>I>|ÁJ ZZ 'PJSja iz 'Jeab/ 8 L 'l|ej 9L 'ioq si 'Jjijs (7L 'edgeL '6?u 71 'e>ie!0l '6ojp 8'n||nj /'dníq y'epua l WJri Myndasögur Hrollur Eyfi Margeir Strokleðursfótbolti Ækk OAGFARi HaukuiIJniíHiuJasön hlh@dv.is L*__________________________________ Fáir hlutir hafa hlotið viðlíka frægð undanfarna daga og strokfeð- ur nokkurt, svart, sem ber nafnið Boxy. Skólavörukaupmenn hafa keppst við að bjóða þetta merkilega strokleður á sem lægstu verði, allt niður í 14 krónur stykkið. fnnkaups- verðið mun vera töluvert hærra, ein- hvers staðar í kringum 50 krónurnar, svo til einhvers er að vinna fyrir kaupmenn að lokka viðskiptavini inn í búðirnar. Eitt agnið er Boxy. Það fást að vísu ódýrari strokleður sem eru öðruvísi á litinn, ljós eða „glær" og væntanlega ekki verri. En þau virðast ekki njóta sömu vin- sælda. Undirritaður hefur ekki gert neina gæðakönnun á strokleðrum, sem sjálfsagt væri að gera, en hann veit í það minnsta að svart strokleð- ur hefði ekki átt upp á pallborðið í skólanum í gamla daga. Strokleður, eða viskuleður eins og það er einnig kallað, var ekki einasta notað til að stroka út og færa tii betra horfs held- ur var það óspart notað til að stytta mönnum stundir í tímum. Ég var með dellu fýrir enska boltanum í þá daga eins og margir bekkjarfélagar mínir. Við skárum teninga úr strokleðrunum, einn stóran og ann- an minni. Á tvær hliðar teningsins skrifuðum við 0, 1 á aðrar tvær, 2 á eina og 3 á síðustu hliðina. Völdum nokkur ensk fótboltalið og létum þau keppa. Stóri teningurinn var heimaliðið. Teningunum var kastað og úrslit voru ráðin. Og svo koll af kolli þar til öll lið höfðu att kappi í þessari strokleðursfótboltakeppni. í lokin voru reiknuð stig og marka- hlutfall og sigurvegari krýndur. Snargalið? Kannski. En skemmtilegt var það. i *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.