Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST2003 Ferðamenn sátu fastir UMFERÐIN: Þrír erlendir ferða- menn sátu fastir í sandinum við Hjörleifshöfða á dögunum. Þeir gátu sig hvergi hreyft fyrr en björgunarsveitin Víkverji frá Vík mætti á staðinn með tæki og tól. Víkverjar hafa þurft að fara ófáar ferðirnar austur að Hjör- leifshöfða í sumar enda algengt að ökumenn festi sig á þessum slóðum. Áður en komið er að Hjörleifshöfða er skilti sem allir ökumenn ættu að skilja jafnvel þótt það sé á íslensku. Erlendu ferðamennirnir sem hér um ræðir voru á fjórhjóladrifnum bílaleigujeppa og hefðu því átt að komast leiðar sinnar. Gleymst hafði hins vegar að segja þeim að setja þarf fram- drifslokurnar á þegar nota á fjórhjóladrifið. Því fór sem fór. BJÖRGUN: Vikverjar aðstoða erlenda ferðamenn í vanda. DV-mynd Sigurður Hjálmarsson Níu veiddar HVALVEIÐAR: Níu hrefnur hafa verið veiddar af þeim 38 sem fyrirhugað er að veiða sam- kvæmt rannsóknaráætlun Hafrannsóknastofnunar. Veiðin skiptist þannig að Halldór Sig- urðsson (S hefur veitt fjórar, Sig- urbjörg BA þrjár og Njörður KÓ tvær. Mælingar og sýnataka til margvíslegra rannsókna hafa farið fram um borð í bátunum. Banaslys á Borgarfjarðarbrú: Talið að framdekk flutninga- bílsins hafi hvellsprungið Þrítugur karlmaður beið bana þegar vöruflutningabifreið með dráttarvagni, sem hann ók, fór út af Borgarfjarðarbrú í gærmorgun. Lögregla í Borgarnesi fékk til- kynningu um slysið klukkan 10.15. Flutningabíllinn var á suðurleið og var kominn langleiðina yfir brúna þegar slysið varð. Talið er að fram- dekk hafi hvellsprungið og öku- maðurinn misst stjórn á bílnum í kjölfarið. Bíllinn rásaði yfir á rang- an vegarhelming, steyptist í gegn- um vegrið brúarinnar og hvarf sjónum en einungis glitti í hluta dráttarvagnsins. Tætlur af dekkinu fundust á brúnni í gær. Flutningabíllinn vará suðurleið og var kom- inn langleiðina yfir brúna þegar slysið varð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kvödd á staðinn og flutti hún með sér kafara úr slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins. Auk þess voru björgunarsveitir af Akra- nesi, úr Borgarnesi, Borgarfirði og Reykjavík kallaðar út. Kafarar fúndu stýrishúsið með ökumann- inum látnum skömmu fyrir hádegi. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá lögreglunni í Borgarnesi en jafnframt var rannsóknarnefnd umferðarslysa gert viðvart um slys- ið. Rannsóloiarnefndin mun meðal annars skoða styrktarþol vegriðs- ins. Alls tóku á þriðja tug björgunar- sveitamanna þátt í aðgerðum og ' V 1 . .1 I ’j 1 1 j. i i 1 - ... |g| í T i <i 1 •• | ; Á SLYSSTAÐ: Tugir manna unnu að björgunarstörfum á Borgarfjarðarbrú í gær. Kafarar leituðu flaksins og var stýrishúsið hift upp á brúna skömmu fyrir hádegi. Ökumaðurinn fannst látinn (stýrishúsinu. Talið er að framdekk hafi sprungið og á myndinni til hægri sjást tætlur af dekki sem fundust á brúnni. DV-myndir Eggert meðan menn voru að fullvissa sig um að ekki hefðu verið farþegar í bílnum. voru notaðir þrír slöngubátar við leitina. Slöngubátarnir voru m.a. notaðir við brúna, þegar stýrishús- ið var híft upp, og við leit í lóninu á Forstjóri BYKO meðal kaupenda Fjárfestingarfélagið Straumur hefur verið umsvifamikið í við- skiptum á sfðustu vikum en Kaupþing-Búnaðarbanki seldi 8% hlut sinn í félagini^ á föstu- dag. Staðfest hefur verið við DV að kaupendur séu tveir, þ.e. Straum- borg ehf. og Eyrir ehf. Straumborg, sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, forstjóra BYKO, keypti samkvæmt þessum heimildum tæplega 5% af hlut Kaupþings-Búnaðarbanka. Þá keypti Eyrir ehf., sem er að stærst- um hluta í eigu Þórðar Magnússon- ar, ríflega 3% af áðumefndum hlut. Straumur hefur verið í ömm vexti og víða komið við í viðskiptalífinu að undanförnu. í gær var m.a. flagg- að vegna umtalsverðra viðskipta Jón Helgi Guðmundsson. með bréf í Eimskipafélaginu. Þar jók Fjárfestingarfélagið Straumur hf. hlut sinn í félaginu úr 13,8% í 15,8%. Gengi bréfa Eimskips hækk- aði á markaði í gær um 2,4%. Fyrir kaupin átti Straumur 709.347.008 hluti í félaginu og jók hlutafjáreign sína um 105.125.000 hluti og á því eftir kaupin 814.472.008 hluti í félaginu. Hefur hlutabréfaeign Straums í Eimskip vaxið ört að undanförnu, en í skráningarlýsingu félagsins í júlí kemur fram að eignarhluturinn 31. maí var skráður 10,96%. Þann 10. júlí var eignarhluturinn svo kom- inn í 13,29% eða 684.638.904 krón- ur að nafnvirði. í síðustu skráningarlýsingu fé- lagsins kemur fram að 4.500 hlut- hafar vom f Straumi þann 10. júlí. Heildarhlutafé f félaginu þá var 3.196.859.400 krónur. Þá vom 10 stærstu hluthafarnir með 74,88% hlutafjár. Þar var íslandsbanki stærstur með 22,43% hlutafjár og Landsbanki íslands með 17,90%. Kaupþing-Búnaðarbanki hf. var þá þriðji stærsti eigandinn með 8,04% hlut. Kaupþing-Búnaðarbanki seldi síðan þann 22. ágúst, eins og áður sagði, allt hlutafé sitt í félaginu sem var þá 8,01%, að nafnverði 255.943.873 krónur. Hlutafé hækkað Þá var einnig tilkynnt í Kauphöll íslands í gærmorgun að föstudaginn 22. ágúst hefði stjórn Fjárfestingar- félagsins Straums hf. ákveðið að hækka hlutafé félagsins um 592.336.736 krónur að nafnverði. Hlutafé félagsins var fyrir hækkun- ina 3.196.859.400 kr. að nafnverði en er eftir hækkunina 3.789.196.163 krónur að nafnverði. Hið nýja hluta- fé hyggst félagið nýta til greiðslu fyr- ir hluti í Framtaki Fjárfestingabanka hf., sbr. tilkynningu félagsins sem dagsett var 19. júní. Þann dag var til- kynnt að félagið hefði gert samninga um kaup á meirihluta hlutafjár í Framtaki Fjárfestingabanka hf., samtals að nafnverði 1.450.233.197 krónur, sem svarar til 57,08% hluta- íjár í Framtaki Fjárfestingarbanka hf. og hefur í för með sér yfirtöku á félaginu. Þann 20. ágúst var tilkynnt í Kauphöllinni um viðskipti með eig- in bréf í Straumi sem áttu sér stað 19. ágúst. Þar var um að ræða við- skipti vegna yfirtöku Straums hf. á Brú fjárfestingum hf. hkr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.