Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST2003 Nýtt hættumat á Patreksfirði Kröfur afskrifaðar OFANFLÓÐ: Um sextíu hús á Pat- reksfirði eru á hættusvæði vegna ofanflóða samkvæmt tillögu að nýju hættumati. Hefur húsum á hættusvæði fjölgað frá eldra hættumati en í nýja matinu eru strangari kröfur gerðar um ör- yggi íbúanna. Hættan vegna snjóflóða er mest við Urðir og á hluta hafnarsvæðisins annars vegar og neðan Geirseyrargils hins vegar. Hætta á aurskriðum og grjóthruni er og töluverð við efstu hús með allri byggðinni utan Litladalsár. Gunnar Guðni Tómasson, formaður hættumats- nefndar Vesturbyggðar, og Krist- ján Ágústsson, jarðeðlisfræðing- ur á Veðurstofu Islands, kynna tillögu að hættumati fyrir íbúum Patreksljarðar í kvöld og svara fyrirspurnum. VIÐSKIPTI: Eignarhaldsfélagið Brú ehf., sem á fasteignina Hótel Selfoss, hefur kynnt al- mennum kröfuhöfum tillögu þess efnis að 225 milljóna króna eldra hlutafé félagsins verði fært niður í núll og 90 prósent krafna á hendur fé- laginu verði afskrifuð. Afgang- inum verði hins vegar breytt í hlutafé í Brú ehf. Við þá að- gerð stæði eftir um hálfur milljarður í veðskuldum í Hót- el Selfossi. Kaupfélag Árnes- inga á stærstan hlut í Brú, 63 prósent, en kaup og endur- bygging á Hótel Selfoss er meginástæða fyrir greiðslu- stöðvun sem KÁ hefur verið í frá 14. júlí. Kröfuhafar í Brú eru um 50. Mótmæli VIRKJUN: Mótmælafundurgegn náttúruspjöllum á hálendinu verður haldinn á Austurvelli í dag kl. 18. Fundarmenn munu beina spjótum sínum að fram- kvæmdum við Kárahnjúka og meðal ræðumanna verða Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálms- dóttir en þær hafa lóðsað ferða- menn um svæðið sem stendur til að sökkva í sumar. Skýrslur Samkeppnisstofnunar af starfsmönnum olíufélaganna: Standast ekki við sakfellingu Mikill vafi leikur á um hvort nota megi skýrslur sem teknar hafa verið af starfsmönnum ol- íufélaganna hjá Samkeppnis- stofnun við hugsanlega sakfell- ingu forsvarsmanna olíufyrir- tækjanna. Gestur Jónsson, lögmaður Skelj- ungs hf., segir að forsvarsmenn þessara fyrirtækja hafi gefið skýrsl- ur um málið hjá Samkeppnisstofn- un án þess að hafa réttarstöðu sak- borninga. „Það er svolítið ein- kennilegt ef slíkar skýrslur verða síðan grundvöllur rannsóknar sem hefur það að markmiði að sakfella þessa einstaklinga." Saksóknari Ríkislögreglustjóra, Jón H. Snorrason, hefur krafið Samkeppnisstofnun um öll gögn er varða rannsókn á meintum brotum olfufélaganna á samkeppnislögum. Þar á meðal eru skýrslur sem tekn- ar hafa verið af starfsmönnum Skeljungs hf., Olíuverzlunar íslands hf og Olíufélagsins hf. Slíkar skýrsl- ur, sem teknar eru af fulltrúum Samkeppnis- stofnunar, hafa ekki sama gildi og skýrslur sem teknar eru af lögreglu. Starfs- mennirnir höfðu ekki möguleika á því, við skýrslutöku Gestur Jónsson. Samkeppnis- stofnunar, að njóta stöðu grunaðs manns eins og við rannsókn sakamáls hjá lög- reglu. Gestur segir að við blasi að erfitt geti verið við þetta mál að eiga, ekki síst þar sem ætlunin virðist vera að hafa rannsóknina á tveimur stöð- um. Því hljóti að koma upp alls konar afmörkunarvandamál í því sambandi. - Er hugsanlegt að menn verði að henda þessum skýrslum til hliðar? „Ég get ekki ímyndað mér að það standist nokkra skoðun að skýrslur eins og þessar, sem gerðar eru hjá Samkeppnisstofnun, geti orðið grundvöllur refsimeðferðar gegn einstaklingunum sem þær skýrslur gáfu.“ Segir Gestur að þær skýrslur hafi verið teknar á allt öðrum forsend- um en ef um sakamál hefði verið að ræða. Menn hafi verið í góðri trú um að þeir væru að vinna með Samkeppnisstofnun við að upplýsa mál. hkr@dv.is OLÍUFÉLÖGIN: Starfsmenn félaganna gáfu Samkeppnisstofnun skýrslur í góðri trú en voru ekki í stöðu grunaðra. TVÍEYKIÐ: Ingibjörg Sólrún hefur íhugað (sumar hvort hún eigi að bjóða sig fram gegn Össurl. Össur um hugsanlegt framboð Ingibjargar Sólrúnar: Formaður ekki valinn í skoðana- könnunum Tilkynnti um lát konu Óvissa er um dánarorsök rúm- lega tvítugrar konu sem fannst iátin í íbúð í svokölluðu Skuggahverfi í miðborginni í gærkvöld. Lögreglan segir að hér sé langt því frá um að ræða dæmigert mál sem hægt sé að líkja við þau manndrápsmál sem átt hafa sér stað á síðustu árum. Á hinn bóginn er rúmlega þrítugur maður í haldi - að minnsta kosti á meðan frumrannsókn fer fram - og þess er beðið að læknisfræðilegar upplýsingar fáist um dánarorsök- ina. Þótt ýmislegt komi til greina og hvað sem síðar kann að verða leitt í ljós leikur engu að síður grunur á um að látið hafi borið að með óeðlilegum hætti. Það verður ekki fyrr en á morgun sem krufning mun geta leitt í ljós hvernig lát konunnar bar að. Mað- urinn sem er í haldi tilkynnti að hann teldi að konan væri látin. Kom þá lögreglan á staðinn en í kjölfarið var konan úrskurðuð látin og maðurinn handtekinn. Sam- kvæmt upplýsingum DV fannst mar á líkinu. Hvað sem því líður er það engin staðfesting á átökum eða því að látið hafi borið að með vo- veiflegum hætti. Lögreglan telur engu að síður ástæðu til að rannsaka þetta mál rækilega. Þannig verður væntan- lega kannað hvort framburður til- kynnandans kunni að breytast með hliðsjón af nýjum atriðum sem kunna að verða leidd í ljós, ekki síst þegar einhverjar krufningsniður- stöður liggja fyrir. Lögreglan getur haldið mannin- um í sólarhring án þess að fá úr- skurð um gæsluvarðhafd. Síðdegis eða í kvöld mun ákvörðun liggja fyrir um það hvort maðurinn verð- ur leiddur fyrir dómara og þess krafist að hann verði úrskurðaður í frelsissviptingu meðan á rannsókn stendur næstu dagana. Handskorin og handmáluö kristalljós. Hágæða Ijósakrónur. Frí ráðgjöf, heimsending og samsetning. vy ivj. Wtw /frá Téki Skúlagata 10 • 101 Reykjavík • Sími 562 0900 & 894 0655 • www.bestfratekk.ls Von er á yfirlýsingu frá Ingi- björgu Sóirúnu Gísladóttur í dag um það hvort hún býður sig fram til formanns Sam- fylkingarinnar á landsfundi flokksins í haust. f skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir stuðningsmenn Ingi- bjargar Sólrúnar dagana 19. júní til 15. júlí og birt var í gær kemur fram að 87% stuðnings- manna Samfylkingarinnar, sem taka afstöðu, segjast vilja fá Ingibjörgu sem formann en 13% Össur Skarphéðinsson. „Auðvitað hefði ég viljað sjá í þessari niðurstöðu meira fylgi, “ sagði össur Skarphéðinsson í gær. „En könnunin var tekin í júní og júlí í kjölfar kosninga- baráttu sem byggðist á forsætis- ráðherraefni okkar. Eðlilega voru menn að tjá hollustu sfna við forsætisráðlierraaefnið." Össur segir að í niðurstöð- unni birtist mikill vilji til að tryggja Ingibjörgu sterkan sess í flokknum, sem sé eðlilegt eftir að þau tóku að sér að vera for- ystutvíeyki í Samfylkingunni. Fyrsta skrefið í þeim efnum liafi verið tekið í sumar þegar Ingi- björgu var falið að móta fram- tíðarstefnu Samfylkingarinnar. „Ffokkurinn fól mér á sínum tíma að veita honum forystu þegar hann var í öldudal og mældist í 11-14% í könnunum, og um áramót var hann kominn í 32%. Ég sagði skömmu síðar að ég myndi leggja mín verk í dóm floldcsmanna, því það eru þeir, en ekki kannanir, sem velja formann. Það er virkt lýð- ræði í Samfylkingunni og hún hefur aldrei hlaupið á eftir könnunum," segir Össur. í viðtali við fréttastofu Sjón- varps 12. janúar síðastliðinn sagðist Ingibjörg Sólrún, sem þá hafði nýverið ákveðið að fara í framboð tU Alþingis, ekki stefna á formennsku í flokknum. „öss- ur er formaður, ég styð Össur í því, í þeirri formennsku. Tel hann hafi unnið þarna mjög gott starf og það stendur ekki til að breyta því á landsfundinum í haust.“ Ekki náðist í Ingibjörgu Sól- rúnu í morgun. ottar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.