Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 14
74 SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST2003 Boðið upp Hringlandaháttur með rjúpnaveiðibann er óþarfur og óskynsamlegur. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra ákvað undir lok síðasta mánaðar að banna rjúpnaveiði þrjú næstu árin. Sú ákvörðun var tekin á grundvelli vísindarann- sókna á rjúpnastofninum en rannsóknir á rjúpu undanfarin ár og endurskoðun eldri gagna benda til þess að stofninn sé nú í lágmarki og að honum hafi hrakað jafnt og þétt frá sjötta ára- tug síðustu aldar. Ákvörðunin hlýtur að standa ef von á að vera til þess að rjúpnastofninn nái sér á nýjan leik. Þegar ráðherrann tók ákvörðun sína sagði í leiðara DV að réttmætt væri að friða rjúpuna um sinn, hinn dýrmæti rjúpnastofn hlyti að njóta vafans. Ekkert hefur gerst á þeim tíma sem liðinn er frá því að ákvörðunin var tekin sem kallar á breytingu á henni. Frá því var greint í gær að Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefði lýst því yfir að hún myndi leggja til við umhverfisnefnd Alþingis að sölubann yrði tekið upp á rjúpu í stað alfriðunar stofnsins í þrjú ár. Þá hefur Guð- laugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, lýst sig hlynntan þeim hugmyndum. Umhverfisráðherra lagði til sölubann í fyrra en tilgangur með því var að minnka rjúpnaveiði um 50-70 prósent. Þá hafnaði umhverfisnefnd þeirri leið. Vera kann að nýtt Alþingi líti málið öðrum augum en gert var í fýrra en alþingis- menn hljóta að meta málið í samræmi við lang- tímahagsmuni, vöxt og viðhald þessa mikil- væga stofns fremur en skammtímahagsmuni skotveiðimanna og neytenda rjúpnakjöts. á svartamarkaðsbrask Að sönnu yrðu rjúpur hvorki fáan- legar í verslunum né á veitingastöð- um en svartamarkaðsbrask færi af stað með fullum þunga. Rjúpuryrðu ólöglegur smyglvarningur. Forráðamenn Skotveiðifélags íslands tóku ákvörðun umhverfisráðherra illa. Það var und- arlegt í ljósi þess að þeir viðurkenndu um leið að rjúpnastofninn væri í lágmarki og þörf væri á verndarráðstöfunum. Hagsmunir skotveiði- manna hljóta að vera þeir að rjúpnastofninn nái sér á nýjan leik svo hægt verði að nýta hann með skynsamlegum hætti. Því hefðu skotveiði- menn átt að styðja ákvörðun umhverfisráð- herra. Fráleitt er að bjóða upp á það ástand að leyfa veiðar á rjúpu en banna um leið sölu. Það kall- ar aðeins á brask og svik. Að sönnu yrðu rjúpur hvorki fáanlegar í verslunum né á veitingahús- um en svartamarkaðsbrask færi af stað með fullum þunga. Rjúpur yrðu ólöglegur smygl- varningur. Samþykki Alþingi sölubann verður umhverf- isráðherra að fylgja þeirri ákvörðun eftir og endurskoða ákvörðunina um veiðibannið. Siv Friðleifsdóttir segir hins vegar að of snemmt sé að segja með hvaða hætti veiðar muni þá hefj- ast á ný. Það verði ákveðið í samráði við stofn- anir og hagsmunasamtök sem málið varðar. Ráðherra útilokar hins vegar ekki að að rjúpur verði þá seldar á svörtum markaði. Þar dregur ráðherrann vægar ályktanir. Full- víst má telja að veiðileyfi jafnhliða sölubanni þýði grasserandi brask með rjúpuna. Þeir sem vilja rjúpu fái hana með þeim hætti. Enn verði gengið á þann stofn sem allir viðurkenna að sé í lágmarki. Varla verður þingið svo skammsýnt að umhverfisráðherra standi frammi fyrir þess- um vanda. ftreka verður hins vegar mikilvægi þess, sam- hliða veiðibanni á rjúpu í þrjú ár, að hart verði sótt fram í eyðingu vargs. Vargurinn, refur, en einkum minkur og mávur, gengur nærri rjúpnastofninum, ekki síður en maðurinn. Vargnum þarf að halda í skefjum með skipu- lagðari hætti en nú tíðkast. Þá verður umhverfisráðherra að ganga fast eftir úrlausnum nefndar sem ætlað er að gera tillögur um fyrirkomulag rjúpnaveiða að loknu veiðibanninu. Þær tillögur snerta meðal annars griðasvæði rjúpna, veiðikvóta, lengd veiðitíma, notkun farartækja á veiðislóð, veiðiaðferðir, skotvopn og notkun veiðihunda. Þiggja boðsferðir fyrir fréttamenn í undantekningartilvikum Við lifum ekki í fullkomnum heimi Svör Karls Garðarssonar, frétta- stjóra Stöðvar 2, við spurning- um DV um boðsferðir frétta- manna bárust ekki nægjanlega tímanlega til þess að birtast með svörum annarra rit- og fréttastjóra, þar sem póstkerfi DV lá niðri. Þau birtast því hér með. Tilefni spurninganna er frétt Stöðvar 2 á dögunum um laxveiði- ferð sem fjármálaráðherra þáði frá Kaupþingi-Búnaðarbanka. Frétta- menn hafa löngum sjálfir þegið boðsferðir, stundum fræðslu- eða kynnisferðir en stundum ferðir sem ætlað er að leiða til umfjöllunar í fréttum. Deila má um hvort slíkar ferðir séu sambærilegar við lax- veiðiferðir stjómmálamanna. Hvað sem því líður er ljóst að þær vekja spurningar um hlutleysi viðkom- andi fréttamanna og íjölmiðla gagnvart þeim sem bjóða. Af svömm annarra frétta- og rit- stjóra að dæma virðast reglur um þetta hafa verið hertar undanfarið á sumum fjölmiðlum. Sums staðar em skrifaðar reglur en annars stað- ar er byggt á hefð. Allir segjast reglulega hafna boðsferðum fyrir fréttamenn en hvergi er lagt blátt bann við slíkum ferðum. Hér á eftir fara svör Karls Garð- arssonar við spurningunum: Metum hvert tilvik „Reglur okkar varðandi boðs- ferðir koma vel fram á press.is þar sem fjallað er um boðsferðir. í stuttu máli gildir sú almenna regla á Stöð 2 að boðsferðir em ekki *• < o 15? | s>. i ~ I m I > 1 ^ 1 bj ALMENNT EKKI ÞEGNAR: Höfuðstöðvar Norðurljósa sem reka Stöð 2. þegnar, þó að hver ferð sé metin út af fyrir sig. í raun hef- ur fréttastofan hafnað nánast öll- um boðsferðum síðustu þrjú árin - á þessu em örfáar undantekningar. Karl Garðarsson. 1. Fara fréttamenn/myndatöku- menn í ferðir á vegum fjölmiðils þíns sem kostaðar em af öðmm en fjölmiðlinum? „Almennt em slíkar ferðir ekki þegnar. í einstaka tilfellum hefur það verið gert frá því að ég tók við sem fréttastjóri en í þeim tilvikum er lögð áhersla á ritstjórnarlegt sjálf- stæði Stöðvar 2 þegar kemur að hugsanlegri umfjöllun um efnið." 2. Ef svo er: a) Við hvað er miðað þegar ákveð- ið er hvort slíkt boð skuli þegið? - Til dæmis: Skiptir máli hvort bjóðand- inn er einkaaðili, opinber aðili eða félagasamtök? Skiptir máli hvort ætlast er til þess að ferðin leiði til umfjöllunar í fjölmiðlinum? „Það skiptir ekki máli í okkar huga hvort boðið kemur frá opinberum aðila, einkafyrirtæki eða félagasam- tökum. Boð er einungis þegið ef við teljum að viðfangsefnið geti leitt til góðrar fréttar í okkar miðli." b) Hve algengar em slíkar ferðir? „Á síðustu þremur ámm eru þetta ca 3 ferðir. Á sama tíma hefur líklega á annan tug ferða verið hafnað. Bara í síðustu viku hafnaði ég tveimur boðum." c) Getur þú nefnt dæmi um slíka ferð? „Þáðum ferð til Búlgarfu þegar Pharmaco opnaði verksmiðju þar.“ Vekur efasemdir 3. Telur þú að slíkar ferðir séu til þess fallnar að skapa efasemdir um hlutleysi fjölmiðla? „Já, ég tel að þessar ferðir séu til þess fallnar að skapa efasemdir um hlutleysi fjölmiðla. Hættan er sú að menn fari að telja sig „skuld- bundna" þeim sem stendur fyrir ferðinni. I þessu verða menn að treysta dómgreind fréttamanna." 4. Telur þú að fjölmiðill eigi að greiða sjálfur fyrir ALLAR ferðir sem hann sendir fréttamenn/mynda- tökumenn í? „Ég tel að í hinum fullkomna heimi ættu fjölmiðlar að greiða all- an kostnað vegna ferða. Við lifum hins vegar ekki í slíkum heimi og fá- tækir fjölmiðlar á Islandi eiga oft erfitt með að standa undir þeim kostnaði sem fylgir slíkum ferðum. Erlendis, til dæmis í Bandaríkjun- um, er það algengt að fyrirtækið eða stofnanir greiði ferðir fyrir stærstu fféttastofur heims - það er þó ekki endilega sá farvegur sem þessi mál eiga að fara í hér.“ Viltu vinna múl, Jón? Eitt af því fjölmarga sem vekur eftirvæntingu f fjöl- miðlaheiminum um þessar £ mundir er niðurstaða um það hver taki við stjórn þáttarins O Viltu vinna milljón? á Stöð 2 jjgj af Þorsteini J. Vilhjálmssyni. “O Sú saga gengur nú fjöllunum g hærra að það verði enginn annar en „Slappaðu af!“ ^ Jónas R. Jónsson. Sé það rétt má með sanni segja að Jónas vaði f veglegum embættum því eins og flestir muna var hann á dögunum skipaður umboðsmaður íslenska hestsins af landbúnaðarráð- herra... Vitnað í Eirík Jóhanna Sigurðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, rifjar upp á vef sínum að Ei- ríkur Tómasson lagaprófess- or hafi sagt í viðtali fyrir 2-3 árum að hættulegt væri ef farið væri að skipa dómara með pólitískari hætti en gert hafi verið. „Taldi Eiríkur rétt að staldra við og ræða þessa stöðu," segir Jóhanna og bæt- ir við: „Undir það skal tekið því fátt væri hættulegra lýð- ræðinu en pólitískt litaður meirihluti Hæstaréttar. Málið verður því að koma til kasta þingsins og er í því sambandi minnt á frumvarp Lúðvíks Bergvinssonar og fleiri þing- manna Samfylkingarinnar þess efnis að aukinn meiri- hluti á Alþingi hafi úrslitavald um skipan hæstaréttardóm- ara." - Er á Jóhönnu að skilja að orð Eiríks Tómassonar fyr- ir nokkrum árum gefi fullt til- efni til að hefja nú baráttu fyrir nefndu lagafrumvarpi af fullum krafti... Það sem Eiríkur sagði Kannski Jóhanna muni ekki eftir öðm viðtali sem tek- ið var við þennan sama Eirík Tómasson um svipað leyti. Morgunblaðið spurði Eirík nefnilega beinlínis út í þetta lagafrumvarp Samfylkingar- innar f april 2000. Um frumvarpið hafði Eiríkur þetta að segja: „Gallinn við þessa úllögu er sá, að ef þetta fyrirkomulag yrði tekið upp er hætt við því að skipun dómara yrði pólitfskari en hún er núna og það myndu jafnvel eiga sér stað pólitísk hrossakaup um skipun dóm- ara í réttinn, sem er auðvitað óheppilegt. Ég dreg því í efa að þetta sé rétta leiðin sem þarna er boðið upp á.“ -ÆÚi einhverjir þurfi nú ekki að staldra við og ræða þessa stöðu...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.