Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST2003 FRÉTTIR 11 íyrir að Office 1 hafi lækkað verð köríunnar um 18,9% dugði það ekki til að bjóða ódýrari körfu en Griffill. Hagkaup lækkuðu verð körfunn- ar um 13,8 prósent milli kannana, Fjarðarkaup um 0,9 prósent, Penn- inn/Eymundsson um 15,8 prósent og Skólavörubúðin um 5,3 prósent. Verð í Máli og menningu er hins vegar 7,5 prósentum hærra en í síð- ustu könnun DV. Verð í Odda og Krónunni var ekki kannað í síðustu viku og því ekki um samanburð milli kannana að ræða. Ekki verður annað ráðið af þessari verðkönnun DV en að könnun blaðsins í síðustu viku hafi haft áhrif á verð skólavara til hagsbóta fyrir neytendur. Af þeim 16 vörum sem voru með í samantekt blaðsins voru 9 ódýrastar í Griffli, fjórar í Office 1 og þrjár í báðum þessara verslana. Vörur voru oftast dýrastar í Máli og menningu. Verð körfunnar í Skólavörubúð- inni var ekki rétt í síðustu verðkönn- un og var leiðrétting birt í blaðinu á föstudag. Skólavörubúðin hefúr þó lækkað verð körfunnar um 5,3 pró- sent milli kannana. Gott samstarf Verðkönnun DV á skólavörum f gær fór fram á sama hátt og könnun blaðsins í liðinni viku. Starfsmaður blaðsins bað um verslunarstjóra eða fulltrúa hans þegar hann kom í við- komandi verslun, gerði grein fyrir erindi sínu og fékk aðstoð við að finna ódýrustu vörurnar sem versl- unin bauð upp á í 16 vöruflokkum. Að því loknu voru vörurnar teknar rakleiðis að kassa, skannaðar og starfsmanni blaðsins afhentur strimill. DV mætti alls staðar góðum samstarfsvilja og kann starfsfólki verslananna bestu þakkir fyrir. Ekki var gerður samanburður á gæðum þeirra vara sem keyptar voru né þjónustu sem hver verslun býður en þjónu’stustig verslananna er mjög mismunandi. I aðeins einu tilviki var beðið um sérstakt vöru- Ódýrasta skólavöru- karfan fékkst í Griffli þar sem hún kostaði 667 krónur. Næst- ódýrasta karfan fékkst í Office 7 þarsem hún kostaði 698 krónur. merki, Boxy-strokleður. Áralöng hefð Að gefnu tilefni skal þess getið að DV hefur um árabil kannað verð á skólavörum áður en skólastarf hefst á haustin. í könnun DV í síðustu viku og í gær var í engu brugðið út af þeirri venju. Könnun DV átti því ekki að koma neinum á óvart. Innkaupalistinn gefur ágæta mynd af dæmigerðum innkaupa- lista tugþúsunda skólabarna á ís- landi. Leitað er eftir ódýrustu vör- unum á þeim lista en ekki tekið tillit til gæða vöru eða þjónustu. DV birtir niðurstöður verðkann- ana sinna með skýrum og einföld- um hætti þar sem greint er frá verði vara á tilteknum tímapunkti. Blaðið getur staðið við allar fyrirsagnir og fréttir um þessar verðkannanir. Blaðið getur hins vegar ekki borið ábyrgð á því hvemig verslanir haga sínu markaðsstarfi eftir að niður- stöður verðkannana hafa verið birt- ar. hth@dv.is MEÐINNKAUPAUSTA Á LOFTI: Handagangur var í öskjunni í skólavöruverslunum landsins í gær þar sem fyrsti skóladagur þúsunda skólabarna var runninn upp. Litlar sálir í stórum heimi Takmarkaður skilningur á tákn- um og merkjum í umferðinni, litlar og ómótaðar sálir sem hvorki sjá fyrir hættur né geta tekið snöggar, skynsamlegar ákvarðanir. Það eru m.a. þessi atriði sem Umferðarstofa legg- ur áherslu á að vegfarendur all- ir hafi í huga þegar skólarnir eru að byrja og þeir yngstu að venjast hinum stóra heimi. Mikilvægt er að ökumenn hafi hugfast að börn hafa ekki sama þroska og fullorðnir og reynsla þeirra af umferðinni getur verið mjög takmörkuð. Hlutverk þeirra þroskuðu er að koma börnunum í skilning um í hverju hætturnar eru fólgnar og hvernig sé öruggast að komast hjá því að skaðast vegna þeirra. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér auðveldustu og öruggustu leið- ina fyrir barnið í skólann, hvort sem það er fótgangandi eða ferðast með öðrum hætti. Gott er að fylgja barninu fyrst f stað og gefa þannig innsýn í umferðina. Einnig er minnt á að tími endurskinsmerkja gengur brátt í garð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.