Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 28
28 DVSPORT ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST2003 DVSport Keppni íhverju orði Davíð fótbrotinn KNATTSPYRNA: Unglinga- landsliðsmaðurinn Davíð Þór Viðarsson varð fyrir miklu áfalli í gær þegar hann fótbrotnaði ( leik með varaliði Lilleström. Hann verður því frá næstu 8 vikurnar og missir þar af leið- andi af landsleik U-21 árs liða Islands og Þýskalands í næsta mánuði. „Það var eftir 15 mínútna leik sem ég ætlaði að sparka í bolt- ann en festi löppina í grasinu og svo var ýtt á bakið á mér þannig að ég brotnaði. Það eru tvö bein í sköflungnum og minna beinið brotnaði," sagði Davíð við DV Sport í gærkvöldi en hann er frekar fúll yfir að missa af landsleiknum gegn Þjóðverjum. „Ég get ekki byrjaö að æfa á fullu fyrr en eftir 8 vikur en get farið að hjóla og fleira af því tagi eftir um 6 vikur. Þannig að ég sé fram á að missa af spennandi verkefnum með landsliðinu sem erfrekarfúlt því mig langaði til þess að vera með en það þýðir ekkert að væla heldur bara bíta á jaxlinn því svona getur óhjákvæmi- lega alltaf gerst." ÓHEPPINN: Davíð Viðarsson fótbrotnaði f gær. Víkingurínn Sölvi Geir Ottesen illa leikinn eftir viðskipti við Þórsarann Jóhann Þórhallsson: Viljaverk segirSölvi um olnbogaskotJóhanns sem neitarillum ásetningi Netfang: dvsport@dv.is Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 MÖRKIN Þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af Landsbankadeiid karla er ekki úr vegi að athuga hvar liðin skara fram úr þegar kemur að markaskorun í deildinni en aðeins munar átta mörkum á því tiði sem hefur skorað flest mörk og fæst í deitdinni. Flest mörk: FH 26 Þróttur 26 KR 25 KA 23 Fylklr 22 Flest mörk á heimavelli: KR 17 FH 16 Fylkir 15 Þróttur 13 KA , ; . .. 13 Flest mörk á útivelli: Þróttur 13 (A 12 ka ii Grindavlk 10 Fram 10 FH 10 Flest mörk í fyrri háifleik: KA 14 Þróttur 12 KR •'..j," 10 Grindavík 10 Flest mörk í seinni hálfleik: FH 18 (A 16 KR 15 Flest skallamörk: KR 10 (BV 8 lA ... ' . . 7 Flest mörk úr markteigi: KR 8 lA 8 (BV 7 Flest mörk fyrir utan teig: Fram 7 (A 5 Valur 4 KR 4 KA 4 Flest mörk varamanna: ía Fylkir 4 KR 3 Fram 3 Flest mörk úr föstum leikatriðum: Valur 11 KR 11 (A 11 Flest mörk skoruð eftir horn: lA 5 KR 4 IBV 4 Flest mörk eftir aukaspyrnu: KR 6 Flest mörk skoruð eftir fyrirgjöf: KR . 7 KA 6 (A í ';2: •..'•' * Flest mörk á fyrsta hálftímanum (l.til 30. mín.): Þróttur 9 KR 8 KA •_• ' ; 6 (BV 6 Grindavlk 6 Flest mörk á seinasta hálftímanum (61. til 90. mín.): Þróttui i. KR 12 (BV 12 FH 11 ooj.sport@dvJs Víkingurinn Sölvi Geir Ottesen mun að öllum líkindum ekki leika með liðinu á lokasprettin- um í 1. deildinni eftir að hann kinnbeinsbrotnaði í leikVíkings og Þórs á laugardaginn. Sölvi Geir fékk olnbogaskot frá Jó- hanni Þórhallssyni, framherja Þórs, á 73. mínútu með fyrr- greindum afleiðingum og fékk Jóhann að líta rauða spjaldið hjá Gísla Hlyni Jóhannssyni, dómara leiksins. Það er ekki ofsögum sagt að Vík- ingar eru mjög illir yfir þessu atviki og telja að um viljaverk hafi verið að ræða hjá Jóhanni. Sölvi Geir sagði sjálfur í samtali við DV Sport í gær að hann hefði horft á atvikið í sjónvarpinu í gær og að hans mati væri þetta ekkert annað en viljaverk. „Þetta var viljaverk. Hann hugs- aði ekkert um boltann," sagði Sölvi Geir en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Dæmir sig sjálft Sigurður Jónsson, þjálfari Vík- ings, sagði í samtali við DV Sport í gær að hann hefði horft á atvikið margoft í sjónvarpi og það væri hans mat að atvikið dæmdi sig sjálft. „Ég hef mína skoðun á þessu máli en ætla að halda henni fyrir mig. Það er best að segja sem fæst en aganefnd KSf tekur málið fyrir á morgun (innsk. blm. í dag] og hún hlýtur að fjalla um málið á sann- gjarnan hátt," sagði Sigurður. Gísli Hlynur Jóhannsson, dómari leiksins, sagði í samtali við DV Sport að hann hefði gefið Jóhanni rautt spjald og ekki orð um það meira. Jóhann sagðist ekki skilja lætin í kringum þetta mál en sagði þó Ijóst að Víkingar vildu fá hann í sem lengst bann til að veikja Þórsliðið. „Ég skrifaði skýrslu til aganefnd- ar eftir leikinn eins og venja er þeg- ar rauð spjöld eru geftn og svo er það hennar að kveða upp sinn dóm," sagði Gísli. Ágúst Ingi Jónsson, formaður aganefndar KSÍ, vildi ekkert tjá sig um málið þegar DV Sport ræddi við hann í gær og sagði það ekki vera í þeirra verkahring áð tjá sig um at- vik sem kæmu inn á borð nefndar- innar. Algjört óviljaverk DV Sport ræddi einnig við Jó- hann Þórhallsson í gær og hann sagði blaðamanni að þetta hefði verið algjört óviljaverk. ,J\Ilir sem þekkja mig vita að ég myndi aidrei gera svona lagað að yfirlögðu ráði. Þetta var hreint og klárt slys og ég bað Sölva fyrirgefn- ingar strax eftir atvikið. Ég hringdi einnig í hann í dag [innsk. blm. í gær] og bað hann aftur fyrirgefn- ingar. Hann sagðist fyrirgefa mér en það er alveg ljóst að mér líður mjög illa yftr þessu. Ég geng ekki um og reyni að meiða menn," sagði Jóhann. „Ég rann til og reyndi síðan að fara upp í boltann. Það vildi ekki betur til en að olnboginn á mér small í andlitinu á honum. Þetta var algjört óviljaverk." Jóhann sagðist ekki skilja lætin í kringum þetta mál en sagði þó ljóst að Víkingar vildu fá hann í sem lengst bann til að veikja Þórsliðið. „Það eru ekki margir framherjar í Þórsliðinu og ef ég spila ekki meira með þá aukast líkurnar á að Víking- ur fari upp," sagði Jóhann og bætti við að hann gæti lítið annað gert en beðið eftir úrskurði aganefndar. Aganefnd KSÍ mun fjalla um málið á vikulegum fundi sínum í dag og kemur þá í ljós hvort Jóhann fær eins leiks bann eins og venjan er þegar leikmenn fá rautt spjald eða hvort aganefnd ákveður að gefa honum lengra leikbann sem gæti þýtt að hann yrði ekki meira með í sumar. oskar@dv.is FH ÖFLUGIR í SEINNI FH-ingar hafa verið mun sterkari ( seinni háifleik en þeim fýrri í Landsbankadeild karla í sumar og hefur Hafnarfjarðarliðið nú skorað tíu mörkum fleira eftir hlé. FH-liðið er þannig langsterkasta lið deildarinnar á fyrsta hálftíma seinni hálfleiks þar sem liðið hefur skorað 58% marka sinna í sumar (15 af 26). Markatala FH-inga eftir leikhlutum: Á l.til 15. mín. 0-3 (-3) Á 16. til 30. mín. 4-4 (-) Á 31. til 45. mín. 4-3 (+1) I fyrri hálfleik 8-10 (-2) Á 46. til 60. mín. 7-1 (+6) Á61.til 75. mín. 8-5 (+3) Á 76. til 90. min. 3-7 (-4) I seinni hálfleik 18-13 (+5) Samtals: 26-23 (+3) Markatala liða á 46. til 75. mín. FH +9(15-6) (A+4 (11-7) KR +2 (6-4) ÍBV 0 (9-9) Valur 0(8-8) Grindavík-1 (7-8) Fylkir -2 (4-6) KA -3 (6-9) Fram -4 (4-8) Þróttur-5 (7-12) ooj.sport@dv.is EMIL ÖFLUGUR Emil Hallfreðsson skoraði sitt þriðja mark fyrir FH í efstu deild gegn IBV í Kaplakrika í gær og dugði markið til sigurs í leiknum. Það skemmtilega er að öll mörkin hans þrjú hafa komið viðsömu aðstæður - aðeins örfáum mínútum eftir að Emil hafði komið inn á sem ■ varamaður. Mörk Emils Hallfreðssonar í efstu deild: 9. júní 2002 FH-Grindavík Mínúta á skiptingu: 80 Staðan í ieiknum: 1 -2 fyrir Grindav. Mínúta marks Emils: 89 Mínútur frá skiptingu: 9 Lokastaða leiksins: 3-2 fyrir FH 18. ágúst 2002 Grindavík-FH Mínúta á skiptingu: 54 Staðan í leiknum: 0-1 fyrir Grindav. Mínúta marks Emils: 55 Mínútur frá skiptingu: 1 Lokastaða leiksins: 1-2 fyrir Grinda. 25. ágúst 2003 FH-lBV Minúta á skiptingu: 69 Staðan (leiknum: 1-1 Mínúta marks Emils: 72 Minútur frá skiptingu: 3 Lokastaða leiksins: 2-1 fyrir FH ooj.sport@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.