Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 29
„Ekki nógu gott" UMMÆLI: „Mér fannst við ekki spila sérstaklega vel í dag. Við notuðum kantana ekki nógu vel og því gekk okkur erfiðlega að klára leikinn. Við vorum fullmikið að hnoða okk- ur upp miðjuna í stað þess að koma boltanum á vængina," sagði „markahrókurinn" Heimir Guðjónsson í samtali við DV Sport í leikslok. Hann gifti sig um nýliðna helgi og var svo á skotskónum (gær sem er fáséður viðburður. Hefði hann ekki átt að vera löngu búinn að gifta sig? „Það getur vel verið. Ef ég hefði gert það þá er ekki nokk- ur spurning að ég væri lang- markahæstur í deildinni," sagði Heimir og hló tröllahlátri. _____________________________ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST2003 DVSPORT 29 „Þurfum að rífa okkur upp af rassgatinu" EiNBEITING: FH-þjálfararnir, Ólafur og Leifur, sjást hér þungt hugsi. UMMÆLI: „Þetta var ekki mjög burðugt. Mér fannst við vera í basli allan leikinn; þeir réðu gangi hans," sagði Birkir Kristinsson, markvörður (BV, þungurá brún. „Við jöfnuðum og ég gerði mér vonir um að við myndum ná stigi hérna en því miður gekk það ekki eftir. Við þurfum að rífa okkur upp af rassgatinu og mæta betur stemmdirtil næsta leiks. Við erum auðvitað komnir í bullandi fallbaráttu og við vonuðumst eftir stigum hér í kvöld til þess að geta komið okkur af fallsvæðinu. Ég held að það geti allir verið sammála um að við getum leikið mikið betur en við gerð- um í kvöld. Við erum ekkert smeykir við fallbaráttuslaginn því við höfum lent í honum áður. Nú reynirá menn að standa sig og ég vona að við gerum það í næsta leik. Við eigum tvo heimaleiki eftir og ég ætla rétt að vona að menn fari ekki að taka upp á því að tapa heimaleikjunum. En það < er ekki öruggt og við þurfum að mæta Ijóngrimmir í næstu leiki." K A R L A R LANDSBANKADEILD Staðan: KR 15 9 3 3 25-17 30 Fylkir 15 8 2 5 22-19 26 FH 15 7 3 5 26-23 24 lA 15 6 5 4 23-19 23 Grindavík 15 7 1 7 21-25 22 Þróttur 15 7 0 8 26-24 21 IBV 15 6 1 8 21-23 19 KA 15 5 2 8 24-23 17 Fram 15 5 2 8 20-28 17 Valur 15 5 1 9 18-25 16 Markahæstu leikmenn: Sören Hermansen, Þrótti 10 BjörgólfurTakefusa, Þrótti 9 Gunnar Helðar Þorvaldsson, (BV 9 SteinarTenden, KA 8 Veigar Páll Gunnarsson, KR 7 Allan Borgvardt, FH 6 Jóhann Hreiðarsson, Val 6 Arnar Gunnlaugsson, KR 5 Ágúst Gylfason, Fram 5 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR 5 BjörnViðarÁsbjörnsson, Fylkí 5 Hreinn Hringsson, KA 5 Haukur Ingi Guðnason, Fylki 5 Sinisa Kekic, Grindavík 4 Jónas Grani Garðarsson, FH 4 Guðjón Heiðar Sveinsson, (A 4 Hálfdán Glslason.Val 4 Næstu lelkln fBV-Þróttur lau. 30. ág. kl. 14 Valur-KA sun. 31.ág. kl. 18 Fram-FH sun. 31. ág. kl. 20 Fylkir-lA mán. 1. sep. kl. 18 Grindavík-KR mán. 1. sep. kl. 18 YFIRBURÐIR: Táknræn mynd úr leik FH og ÍBV I gær. FH- ingurinn Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skilur Eyjamanninn Bjarna Geir Viðarsson eftir i grasinu meðan hann skundar I átt að marki Eyjamanna. Svefn og h rotu r Leiðinlegasti leikur Lands- bankadeildarinnar í sumar fór vafalítið fram í Kaplakrika í gærkvöldi, þegar heimamenn í FH unnu óþarflega nauman sig- ur á mjög slöku liði ÍBV, 2-1. FH- ingar skutust við sigurinn upp í þriðja sæti deildarinnar en Eyjamenn horfa fram á erfiða fallbaráttu það sem eftir lifir móts. Það er ekki tekið mjög djúpt í ár- inni þegar sagt er að leikurinn hafi farið rólega af stað því með sanni fór hann ekki af stað fyrr en í síðari hálfleik. Leikmenn liðanna voru al- gjörlega úti á túni. Vissu vart hvað þeir áttu við boltann að gera og það þóttu stórtíðindi þegar þrjár send- ingar náðust í röð innan hvors liðs. Leiðindin komu kannski best í ljós þegar eftirlitsdómari leiksins féll í væran svefn eftir tæplega stundarfjórðungs leik. Leikmönn- um hafði ekki tekist að halda sjálf- um eftirlitsmanninum vakandi í meira en rúmar 10 mínútur og það eitt og sér segir meira en mörg orð um gæði leiksins. FH-ingar voru reyndar skömminni skárri í fyrri hálfleik. Réðu miðjunni að mestu en voru algjörlega hugmyndalausir þegar þeir færðust nær vítateig Eyja- manna. Eina færi hálfleiksins kom fimm mínútum fyrir leikhlé, þegar Atíi Viðar Björnsson komst í dauða- færi eftir góðan undirbúning Heimis Guðjónssonar en Eyja- menn vörðu skot hans á línu. Leikmenn Fimleikafélagsins hafa sýnt allar sínar bestu hliðar í síðari hálfleik í sumar og á því varð engin breyting í gær. Þegar tæpar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálf- leiknum náðu FH-ingar góðri sókn. Atíi Viðar lagði boltann í teiginn á hinn nýgifta Heimi Guðjónsson, sem hefur verið frægur fyrir flest annað en að skora mörk hingað til, og fyrirliðinn brást ekki á ögur- stundu heldur lagði boltann lag- lega í nærhornið hjá Birki Kristins- syni. Við markið færðust heimamenn enn frekar í aukana og annað markið lá í loftinu. Þegar hér var komið sögu höfðu Eyjamenn al- gjörlega misst tökin á miðjunni sem þó voru takmörkuð fyrir og sóknarmenn liðsins höfðu því ekki úr miklu að moða. Það má kannski segja að leikur Eyjamanna hafi ver- ið í sama gæðaflokki og gítarleikur Árna Johnsens. Það kom því eins þruma úr heið- skíru lofti þegar Steingrfmur Jó- hannesson jafnaði metin fyrir Eyja- menn eftir að hafa fengið óvænta stungusendingu frá Bjarna Geir Viðarssyni. Skömmu síðar brá Ólafur Jó- Það má kannski segja að leikurEyjamanna hafi verið í sama gæða- flokki og gítarleikur Árna Johnsens. hannesson, þjálfari FH, á það ráð að skipta tveim sprækum leik- mönnum inn á völlinn og reyndist það viturleg ákvörðun því einungis þrem mínútum eftir skiptinguna sáu varamennimir um að klára leikinn fyrir heimamenn. Heimir Heimir, Baldur Bett og Ásgeir Gunnar Ásgeirs- son voru eins og kóng- ar á miðjunni og hrein- lega pökkuðu miðju- mönnum Eyjamanna saman. lagði þá boltann á Jónas Grana sem framlengdi á Emil Hallfreðsson sem skoraði með hnitmiðuðu skoti f fjærhornið. Eyjamenn áttu ekkert svar og hjökkuðu í sama farinu. Það var því skrítið að fylgjast með sinnuleysi Magnúsar Gylfasonar, þjálfara ÍBV, sem sá á einhvern óskiljanlegan hátt ekki neina ástæða til þess að skipta inn á leikmönnum fyrr en fjórar mfnútur vom eftír af leikn- um. FH-ingar gengu á lagið og fengu hvert færið á fætur öðm en virtist engu að síður fyrirmunað að skora. Ingi Sigurðsson fékk síðan úrvals- færi til þess að ræna stigi þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en Daði Lámsson varði skot hans. FH-ingar hafa oft leikið betur en þeir gerðu í gær og vom þeir klauf- ar að vinna leikinn ekki á ömggari hátt en raun bar vitni. Varnarmenn liðsins vom ömggir og yfirvegaðir í aðgerðum sínum og áttu ekki í miklum vandræðum með mátt- lausa sóknartilburði Eyjamanna. Heimir, Baldur Bett og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson vom eins og kóngar á miðjunni og hreinlega pökkuðu miðjumönnum Eyja- manna saman. Leikur Eyjaliðsins var fjarri því að vera sannfærandi. Alla baráttu og leikgleði vantaði í leikmenn liðsins og virtust þeir aldrei vera tilbúnir í slaginn. Tom Betts stóð vaktina vel í vöminni og var yfirburðamaður í liðinu ásamt Tryggva Bjamasyni. Miðjumennirnir áttu skelfilegan dag og framherjunum Gunnari < Heiðari og Steingrími var vorkunn því þeir fengu nánast enga þjón- ustu í leiknum og gerðu þar af leið- andi lftið að þessu sinni. Betur má ef duga skal hjá ÍBV sem horfir fram á erfiða fallbaráttu í september. henry@dv.is FH-ÍBV 2-1 (0-0) Kaplakriki 25. ágúst 2003 • 15. umfeiö 1-0 Heimir Guðjónsson (48., skot f teig eftir sendingu Atla Viðars). 1- 1 Stelngrfmur Jóhannesson (61., skot i teig eftir stungusendingu Bjarna Geirs) 2- 1 Emil Hallfreðsson (72., skot I teig eftir sendingu Jónasar Grana). Gulspjöld: ÍBV (4-4-2) FH:Engin. Birkir Kristinsson . IBV: Andri (67.). Rauð spjðld: Engin. FH (4-3-3) Daði Lárusson.............4 Magnús Ingi Einarsson....3 Tommy Nielsen ............4 Freyr Bjarnason ..........4 Guðmundur Sævarsson .... 3 Heimir Guðjónsson.........4 Baldur Bett...............4 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson .. 4 Jón Þorgrlmur Stefánsson .. 2 (69., Jónas G. Garðarsson .. 3) Allan Borgvardt ..........3 Atli Viðar Björnsson.....1 (69., Emil Hallfreðsson..3) Samtals 13menn...........42 Skot (á mark): 20(101-10(5) Hom: 8-4 Aukaspymun 10-15 Rangstðöun 4-2 Varln skot Daði 4 - Birkir 6. .....2 Hjalti Jóhannesson .......2 Tryggvi Bjarnason ........3 Tom Betts.................4 Unnar Hólm Ólafsson.......1 Atli Jóhannsson ..........1 Bjarni GeirViðarsson.....1 (86., Pétur Runólfsson...-) Andri Ólafsson ...........1 Ingl Sigurðsson...........1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 1 SteingrímurJóhannesson ..1 (86., Bjarnl R. Einarsson ....-) Samtals 11 menn..........18 Dómari: Gylfi Orrason (3). Áhorfendun 560. Maður leiksins hjá DV Sporti: Heimir Guðjónsson, FH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.