Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2003, Blaðsíða 30
30 DVSPORT ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST2003 H , Þórey Edda felldi byrjunarhæð Olsson vann þrístökkið FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR: Þórey Edda Elísdóttir náði sér engan veginn á strik í úrslitum stang- arstökkskeppninnar á heims- meistaramótinu í frjálsum íþróttum í París í gær. Þórey Edda, sem tryggði sér y sæti í úrslitum á laugardag með því að vippa sér sannfær- andi yfir 4,35 metra, náði ekki að stökkva yfir sömu hæð í gær sem var byrjunarhæð. All- ar þrjár tilraunir hennar misheppnuðust og hlýtur frammistaða hennar að hafa valdið henni miklum vonbrigð- um. Rússneska stúlkan Svetlana Feofanova tryggði sér gullið með því að stökkva 4,75 metra í gær. GULLSTÖKK: Svetlana Feofanova hoppar hér yfir 4,75 metra. FRJÁLSAR (ÞRÓTTIR: Sænski þrístökkvarinn Christian Ols- son kom, sá og sigraði í þrístökkskeppninni á heims- meistaramótinu í París í gær. Olsson tryggði sér gullverð- launin með því að stökkva 17,72 metra en það hjálpaði til að hin 27 ára gamla breska goðsögn Jonathan Edwards, sem var að keppa á sínu síð- asta stórmóti, hætti keppni eftir tvö stökk en hann hefur verið meiddur á ökkla undan- farið. Kúbverski stökkvarinn Toandri Betanzos nældi í silfurverð- launin með stökki upp á 17,28 metra og Leevan Sands frá Bahama-eyjum krækti í brons- verðlaunin en hann stökk 17,26 metra. NÝR KÓNGUR: Christian Olsson stendur ekki lengur (skugganum af Jonathan Edwards f þrístökkinu. > Á síðustu stundu Nicolas Anelka skoraði sigurmark Man. City undir lokin Manchester City tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar í sól- arhring að minnsta kosti þegar liðið bar sigurorð af Blackburn, 3-2, á Ewood Park í Blackburn í gærkvöld. Það var Frakkinn Nicolas Anelka sem var hetja liðsins en hann skoraði sigur- markið á 86. mínútu. Manchester City byrjaði leikinn betur en Þjóðverjinn Michael Tarnat kom liðinu yfir á 3. mínútu „Þetta var frábær leikur á milli tveggja liða sem vildu bæðisigra." með fallegu marki, beint úr auka- spymu af 30 metra færi. Blackburn jafnaði metin rétt undir lok fyrri hálfleiks þegar Trevor Sinclair, leik- maður Manchester City, varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið net. Joey Burton kom Manchester City yfir á nýjan leik á 58. mínútu en ítalski varnarmaðurinn Lorenzo Amoruso jafnaði metin á nýjan leik fyrir Blackburn með skaila eftir skelfilegt skógarhlaup Davids Seamans, markvarðar Manchester City. Það var síðan Nicolas Anelka sem tryggði Manchester City sigur- inn þegar fjórar mínútur vom til leiksloka. Hann stakk Amoruso af og sendi boltann á milli fóta Brad Friedels, markvarðar Blackburn, úr mjög þröngu færi. Kevin Keegan, knattspymustjóri Manchester City, var í skýjunum eftir leikinn og hrósaði báðum lið- um fyrir frábæran leik. „Þetta var frábær leikur á milli tveggja liða sem viidu bæði sigra og þegar svo er þá er ljóst að leikurinn verður skemmtilegur. Við höfðum það af í lokin að taka stigin þrjú en bæði liðin eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna. oskar@dv.is Ú R V A L S D ENGLAND E i L D I ' : ZÆ Blackburn- Man. City 2 -3 0-1 Michael Tarnat (3.), 1-1 Trevor Sinclair, sjálfsm. (43.), 1- 2 Joey Burton (58.), 2-2 Lorenzo Amoruso (60.), 2-3 Nicolas Anelka (86.). Man. City 3 2 1 0 7-3 7 Arsenal 2 2 0 0 6-1 6 Man.Utd 2 2 0 0 6-1 6H Chelsea 2 2 0 0 4-2 6 Blackburn 3 1 1 1 9-6 4 Portsm. 2 1 1 0 3-2 4 Birmingh. 2 1 1 0 1-0 4 Charlton 2 1 0 1 4-3 3 Everton 2 1 0 1 4-3 3 jSjg Tottenham2 1 0 1 2-2 3 Fulham 2 1 0 1 4-5 3 South'ton 2 0 2 0 2-2 2 Leeds 2 0 1 1 3-4 1 Leicester 2 0 1 1 3-4 1 Newcastle 2 0 1 ........ 1 .... 3-4 H |: AstonVilla 2 0 1-2 Liverpool 2 0 1 1 1-2 1 Bolton 2 0 1 1 2-6 i Middlesbr. 2 0 0 2 2-7 o | Wolves 2 ö 0 2 1-9 ó Smertin til Chelsea Áttundi leikmaðurinn sem Abramovich kaupir Chelsea keypti í gær rússneska miðjumanninn Alexei Smertin frá franska liðinu Bordeaux fyrir 3,5 milljónir punda. Það var opinbert vefsvæði franska félagsins sem greindi frá þessu í gærkvöldi en Smertin er áttundi leikmaðurinn sem félagið kaupir síðan landi hans, Roman Abramovich, keypti félagið í sum- ar. Smertin, sem lék í þrjú ár með Bordeaux, var á leiðinni til rúss- neska liðsins Torpedo Moskvu fyrr í sumar en hann grætur það varla að þau félagaskipti hafi farið í vaskinn nú þegar hann er kom- inn til Chelsea. oskar@dv.is SÁ ÁTTUNDI: Alexei Smertin er genginn til liðs við Chelsea. SIGURMARK : Franski framharjinn Nícolas Anelka skorar hér slgurmark Manchestar City gegn Blackburn í ansku úrvalsdeildinni I gar en hann satti boltann é milli fóta Brad Friedels, markvarðar Blackburn, é síðustu mínútu leiksins. J Veiðihornið Aldrei fleiri á gæsaveiðum Það varmaður við mann á Auðkúluheiði „Við vorum á Auðkúluheiðinni og fengum 14 fugla. Ég hef veitt þar í fjölda ára og aldrei séð eins mikið af veiðimönn- um á svæðinu. Það var maður við mann og veiðin var í lagi," sagði skotveiðimaður sem fór á gæs annan daginn sem mátti veiða. „Veiðimenn fara auðvitað miklu meira því að enginn veit hvað verður með rjúpuna. Það þarf að skýrast sem allra fyrst. Gæsin er mikið í berjum uppi á fjöllum enda tíðarfarið með ein- dæmum gott og berjaspretta „Veiðimenn fara auð- vitað miklu meira því að enginn veit hvað verður með rjúpuna. Það þarfað skýrast sem allrafyrst." mikil. Sumir hafa aldrei séð meira af þeim. Ég frétti að menn hefðu verið að fá vel í soðið en allir segja að það séu ótrúlega margir að skjóta," sagði veiðimaðurinn sem var í gæsaaðgerð. Það eru misjafnar fréttir afveið- inni, tveir fengu 20 fugla úti á Skarðsströnd og menn sem voru fyrir austan fjall fengu á milli 20 og 30 fúgla. Einhverjir veiðimenn kvörtuðu undan því að gæsin gætti þess að fljúga nógu langt frá þeim. G.Bender www.agn.is | VEIÐISVÆÐI VIKUNNAR Vikulega er kynnt og boöiö nýtt veiöisvæöi meö miklum afslætti. TILBOÐ VIKUNNAR Verslanir og heildsalar bjóða vikulega ný tilboö á takmörkuöu magni af úrvalsvörum. I 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.