Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIK MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 Fundur LÍÚ og sjávarútvegsnefndar að frumkvæði nefndarinnar Tveir þingmenn í sjávarútvegs- nefnd, fulltrúar Samfylkingar og Frjálslynda flokksins, hafa gagn- rýnt fund nefndarinnar með LÍÚ og heimsókn í sjávarútvegsfyrir- tæki, m.a. á Hornafirði. Þeir segja gagnrýnisvert að ekki skuli rætt við smábátasjómenn, sjómenn eða fiskvinnslufólk og segja m.a. að engu líkara sé en að dagskrá- in sé skipulögð á skrifstofu L(Ú. Friðrik Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir það fjarri öllu lagi. LlÚ haldi alltaf einn stjórnarfund á ári úti á lands- byggðinni. f fyrra hafi þeir verið á Hellissandi en nú á Hornafirði. Fyrir löngu hafi verið svo ákveð- ið eftir samtal við formann sjáv- arútvegsnefndar að sjávarút- vegsnefnd mundi hitta stjórnar- menn LlÚ í tengslum við stjórn- arfundinn, ekkert sé eðlilegra né sjálfsagðara. Friðrik segir að gagnrýni Magnúsar Þórs Haf- steinssonar og Jóhanns Ársæls- sonar komi ekki á óvart, þeir fari sífellt með tilhæfulausar stað- hæfingar svo þetta upphlaup þeirra komi síst á óvart. Ekkert sé eðlilegra en að hitta forystu- menn útgerða þegar rætt sé um sjávarútvegsmál á Islandi. Andlit hulin, stúlku hald- ið og maður lokaður inni Tveir Reykvíkingar, 42 og 23 ára, hafa verið ákærðir fyrir rán framin 19. og 22. nóvember 2002. f bæði skiptin sýndu þeir af sér ógnandi framkomu - ým- ist lokuðu fólk inni, huldu and- BRIDGET 4J0NES &armi tðUOl áfalls Nýjar kiljur í nsstu verslun dyrðlxgt fJOLDAS^t-rSMOHOj lit sitt eða héldu afgreiðslufólki meðan þeir voru að ræna pen- ingum. Fyrra ránið átti sér stað þriðju- dagskvöldið 19. nóvember í bens- ínstöð Olís við Skúlagötu. Þar voru maður og kona við afgreiðslu. Eldri ránsmaðurinn lokaði þá manninn inni á lager bensínstöðvarinnar en sá yngri veittist að konunni. Var hann með andlitið hulið og skipaði henni að opna peningakassa. Hrifsaði hann úr honum 22.500 krónur áður en mennirnir tveir höfðu sig á brott. Síðari atburðurinn átti sér stað að kvöldi föstudagsins 22. nóvem- ber í versluninni 11-11. Ekki færðu ræningjarnir sig þó langt því að sú verslun er einnig við Skúlagötu, rétt hjá Olís. Þar voru tvær stúlkur við afgreiðslu. Eldri maðurinn veittist Síðarí atburðurínn átti sérstað að kvöldi föstudagsins 22. nóv- emberí versluninni 11- 11. Ræningjarnir færðu sig þó ekki langt því að sú verslun er einnig við Skúlagötu, rétt hjá Olís. þá að annarri stúlkunni og hélt henni meðan sá yngri veittist að hinni stúlkunni. Skipaði hann henni að opna peningakassa versl- unarinnar. Við svo búið hrifsaði hann úr honum 113 þúsund krón- ur. Slepptu þeir síðan stúlkunum og kömu sér í burtu. Báðir menn- irnir huldu andlit sitt, segir í ákæru ríkissaksóknara. Meðan ránsmálin voru í meðferð hjá lögreglu og ákæruvaldi var yngri maðurinn handtekinn með tæp 10 grömm af amfetamíni í fór- um sfnum. Er honum í ránsmálinu einnig gefið að sök að hafa verið með efnin í fórum sínum en hann var þá farþegi í bfl á mótum Háa- leitisbrautar og Fellsmúla. Kaupás og Olís fara fram á sam- tals 135 þúsund krónur í bætur frá ræningjunum tveimur. ottar@dv.is Þungaskattsfrumvarp lagt fram í ríkisstjórn Geir H. Haarde fjármálaráð- herra lagði fram á ríkisstjórnar- fundi í gær frumvarp til laga um olíugjald, kílómetragjald og fleira. Samkvæmt heimildum DV er það að mestu samhljóða frumvarpi sem lagt var fram í fyrra en fékk ekki afgreiðslu. Lítils háttar lagfær- ingar hafa þó verið gerðar á því í samræmi við athugasemdir sem bornar hafa verið fram af hags- munaaðilum. í frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem Geir H. Haarde fjármálaráð- herra lagði fram um olíugjald og kilómetragjald þann 30. apríl 2002, var gert ráð fyrir að olíugjald yrði 36,50 krónur á lítra og kæmi í stað núverandi innheimtukerfis þunga- skatts. Það er miðað við að verð á olíu frá dælu yrði nálægt 76,60 krónum frá dælu f dag í stað 40,10 króna. Fleiri gjaldaliðir koma þar líka til viðbótar og út frá því gerir FÍB ráð fyrir að verðið á dísilolíulítra yrði í dag 95,40 krónur miðað við fulla þjónustu. ítarlega hefur verið ijallað um þessi mál í DV að undanförnu. Samkvæmt lauslegum útreikningi FÍB og samanburði á eldsneyt- iseyðslu á VW Passat-bensínbíl annars vegar og Passat-dísilbíl hins vegar geta almennir bíleigendur sparað umtalsverða fjármuni ef frumvarpið verður að lögum. Elds- neytiskostnaður á bensínbílnum á hverja 20 þúsund kílómetra er 230.230 krónur en dísilbílseigand- inn væri þá að borga 148.824 krón- ur fyrir sömu vegalengd. Rétt er að tíðari skipta á olíusíum og öðru við- haldi á dísilbílum. hkr@dv.is Geir H. Haarde fjármálaráðherra. taka fram að einhver aukakostnað- ur fellur þó til að mati FÍB vegna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.