Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Síða 6
6 FRÉTm MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 Klipptur út LÖGREGLA: Slökkvilið og lög- regla voru kvödd að Flatahrauni í Hafnarfirði í gær þar sem sendibíll og strætisvagn höfðu skollið sam- an. Varð að klippa bílstjóra sendi- bílsins úr bílnum og flytja í sjúkra- hús. Hann mun ekki alvarlega slasaður. Þá kom upp eldur í þaki Þjóðminjasafnsins en greiðlega gekk að slökkva hann. Vesturbyggð, Tálknafjörður og Isafjarðarbær í eitt sveitarfélag SAMEINING:Tillaga varlögð fram á Fjórðungsþingi Vest- firðinga sem haldið var í Reykjanesi um síðustu helgi frá Finni Péturssyni áTálkna- firði um víðtæka sameingu sveitarfélaga á Vestfjörðum. Tillagan hljóðaði upp á að óskað yrði eftir því við Byggðastofnun að kannaðir yrðu kostir og gallar þess að sameina Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp og (sa- fjarðarbæ í eitt sveitarfélag. Ein af forsendum slíkrar sameiningar verði tenging með hraðferju yfir Arnar- fjörð milli Bíldudals og Auð- kúlu ásamt jarðgöngum undir Hrafnseyrarheiði. Guðni Geir Jóhannesson, stjórnarformaður Fjórðungs- sambands Vestfirðinga, segir enga samþykkt hafa verið gerða í þessa veru. Hins veg- ar hafi verið umræður um þessi mál sem aðallega hafi lotið að samgöngumálum í fjórðungnum. Guðni segir að allar frekari sameiningar á Vestfjörðum þurfi að skoð- ast mjög vandlega. Menn sameini ekki frekar en orðið er bara til að sameina. Ekki náðist í Finn Pétursson í morgun, en í Bæjarins besta segir hann að samkvæmt ákvörðun stjórnvalda sé talið að menn hafi tíma til ársins 2005 til frjálsra sam- eininga en síðan viti enginn hvað taki við. Því þurfi menn að vera framsýnir og kanna hvað framkvæmanlegt er. Hann telur íbúa á suður- fjörðum hafa mikinn áhuga á að sækja þjónustu á norð- ursvæði Vestfjarða. Hart tekistá íjarðarfarageiranum: Útfararstofa fyrir dómstóla Sérstætt mál, sem varðar kaup og sölu á líkkistum, meintar útistandandi skuldir og samn- ingsrof, er nú rekið fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur. Það er fjöl- skyldufyrirtæki í Hafnarfirði, sem sérhæfir sig í framleiðslu á líkkistum, krossum á leiði og öðrum útbúnaði til útfara, sem rekur málið gegn Útfararstofu íslands. Tildrög þessa dómsmáls eru þau að hjón í Hafnarfirði ráku og reka fyrirtækið Fjöl-Smíð í Hafnarfirði sem framleitt hefur glugga og ann- að tréverk fyrir húsnæði. Á þeim tíma stofnaði annar aðili Útfarar- stofu íslands. Samstarf tókst með honum og hjónunum um að þau framleiddu líkkistur fyrir hann. Með þeim hætti hófst samstarf milli Útfararstofu íslands og Fjöl- Smíðar. Það leiddi til þess að eig- endur beggja fyrirtækjanna stofn- uðu í sameiningu Útfararstofu Hafnarfjarðar, sem hjónin áttu meirihluta í. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins kom fljótlega upp ágreiningur milli aðila, þar sem þeir töldu að ekki hefði að öllu leyti verið staðið við samninga þá sem gerðir höfðu verið milli Útfararstofu Hafnarfjarðar og Útfararstofu ís- lands. Athugasemdir voru gerðar og var málið í þæfingi um hríð. Fyrir u.þ.b. þremur árum gerðist það svo að samstarfsaðilinn keypti hlut hjónanna í Útfararstofu Hafn- arfjarðar og á því báðar útfararstof- urnar núna. Gerður var samningur um að þau skyldu sjá um lflckistu- Gerður var samningur um að þau skyldu sjá um líkkistusmíð fyrír báðar útfararstofurnar, þ.e. Útfararstofu ís- lands annars vegar og Útfararstofu Hafnar- fjarðar hins vegar. smíð fyrir báðar útfararstofurnar, þ.e. Útfararstofu íslands annars vegar og Útfararstofu Hafnarfjarðar hins vegar. Fljótlega hófust sam- starfsörðugleikar sem vörðuðu m.a. uppgjör og ýmis önnur fram- kvæmdaratriði samningsins. Hjónin hafa nú leitað með mál sitt til Héraðsdóms Reykjavíkur. Meðal annars liggur fyrir krafa um að fyrrverandi samstarfsaðili greiði þeim útistandandi skuldir og fleira upp á að minnsta kosti fjórar millj- ónir króna án vaxta. Málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í þessum mán- uði. -JSS HARKA: Fjölskyldufyrirtæki (Hafnarfirði, sem sérhæfir sig í framleiðslu á líkkistum, kross- um á leiði og öðrum útbúnaði til útfara, rekur mál gegn Útfararstofu íslands fyrir dómstólum. Fjarhogsleg endurskipuiagning DV: DV fær greiðslustöðvun Unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu i samvinnu við lánadrottna og nýja fjárfesta Útgáfufélaginu DV ehf. var í gær veitt greiðslustöðvun til þriggja vikna. í framhaldi af þeirri rekstrar- og fjárhagslegu endurskipulagningu félagsins sem unnið hefur verið að síð- ustu mánuði var óskað eftir greiðslustöðvun hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur í samráði við helstu lánadrottna félagsins. Á næstu vikum verður gengið ffá samningum við lánadrottna út- gáfufélagsins samhliða því sem hlutafé verður aukið um allt að 500 milljónir króna. Endurfjármögnun Útgáfufélagsins DV ehf. og samn- ingar við lánadrottna samhliða þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til við hagræðingu f rekstri tryggja rekstur og efnahag félagsins til framtíðar. Aukin lestur og út- breiðsla DV samhliða auknum tekj- tj j •;, , : - ' yi..— , _; um af auglýsingum skjóta ennfrek- ari og styrkari stoðum undir fram- tíð blaðsins. Samkeppni á fjölmiðlamarkaði hefur á undanförnum mánuðum verið mikil og óvægin með tilheyr- andi undirboðum. Fram undan er mikil gerjun á íslenskum fjölmiðla- markaði. Útgáfufélagið DV ehf. verður undir það búið að taka full- an þátt í og hafa frumkvæði við mótun þeirrar framtíðar sem búin verður fslenskum fjölmiðlum. Tilsjónarmaður Útgáfufélagsins DV ehf. á tímabili greiðslustöðvun- ar er Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl. á Legalis - lögmannsstofu Lág- múla 7 í Reykjavík. Hafður fyrir rangri sök: Frétt Séð og heyrt sem kom út í morgun. Séð og heyrt með frétt um að þingmaður hafi ekið próflaus: Sigurður ók ekki bílnum „Þessi frásögn í Séð og heyrt er röng og sýslumaðurinn á Sel- fossi hefur staðfest það. Ég er ekki undir stýri þegar myndin er tekin í júlí í sumar, eftir að ég missti ökuréttindin." sagði Sig- urður Kári Kristjánsson alþing- ismaður við DV í morgun. Tímaritið Séð og heyrt birtir í nýjasta tölublaði sínu frásögn af því að Sigurður Kári Kristjánsson alþing- ismaður hafi ekið próflaus á ólögleg- um hraða á Hellisheiði í júlíbyrjun. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, staðfesti við DV í morgun að mynd hefði verið tekin af bfl Sigurðar Kára á Hellisheiði í júlí en hann sé hins vegar ekki sjálfur undir stýri. „Ég get staðfest það að Sigurður Kári Kristjánsson er ekki undir stýri á myndinni. Ég gáði sérstaklega að því í gær og það leikur enginn vafi á því að það er ekki Sigurður Kári sem ekur bílnum," sagði Ólafur við DV. Frétt Séð og heyrt var lesin fýrir Sig- urð Kára í gærkvöld og í kjölfarið óskaði hann þvf við Kristján Þorvaldsson, rit- stjóra Séð og heyrt, og útgefanda tíma- ritsins, að fféttin yrði ekki birt og blað- inu yrði ekki dreift með þessari frétt. Ekki var orðið við því. Ölafur Helgi Kjartansson hringdi til Kristjáns Þor- valdssonar í gær og staðfesti við hann að Sigurður Kári hefði ekld ekið bflnum þegar myndin var tekin. Ólafur Helgi sagði akstur án öku- réttinda alvarlegt mál. Ástæða þess að hann hafi staðfest frásögn Sigurðar Kára væri einföld. „Það er sú megin- regla að allir menn em saklausir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð fyrir dómi." „Greinin talar sínu máli þar til ann- að kemur í ljós,“ sagði Kristján Þor- valdsson, ritstjóri Séð og heyrt, við DV í morgun. Hann staðfesti að tölu- blaðið með fréttinni um Sigurð Kára væri í dreifmgu en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Sigurður Kári sagði við DV að hann hugleiddi að leita réttar síns. hlh@dv.is Framtíðarsýn hf. til liðs við DV Framtíðarsýn hf. mun ganga til liðs við Útgáfufélagið DV ehf. og stefnir að því að leggja félaginu til aukið hlutafé að fjárhæð , 200 milljónir króna að uppfylltum til- teknum skilyrðum. Það gerist í tengslum við hlutafjáraukningu í Framtíðarsýn hf. og gerð samn- inga við helstu lánadrottna DV um niðurfellingu og breytingu skulda. Samhliða þessum aðgerð- um er unnið að frekari hagræð- ingu í rekstri DV og standa vonir til að efnahagur og rekstur félags- ins sé tryggður til framtíðar. Útgáfúfélag DV óskaði eftir greiðslustöðvun félagsins til þriggja vikna hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og var hún veitt í gær. Er það liður í endurskipulagningu fjárhags DV. Þorkell Sigurlaugsson, stjórn- arformaður Framtfðarsýnar hf., er bjartsýnn á framtíð DV eftir fjárhagslega endurskipulagningu. „Framtíðarsýn hefur í nærri tvo áratugi fengist við útgáfu og gefur nú m.a. út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir auk þess sem félagið hefur nýlega tekið yfir útgáfu á Sjómannaalmanaki Skerplu og vefnum www.skip.is. Félagið hef- ur undanfarin misseri átt farsælt samstaf við DV. Aðkoma Fram- tíðarsýnar að DV, sem rekið verð- ur sem dótturfélag Framtíðarsýn- ar hf., er eðlilegt framhald af því samstarfi og heppilegt skref í frekari framþróun og vexti félags- ins.'DV er með 93 ára sögu að baki og þar starfa um 80 manns með mikla reynslu af útgáfustarfi. Það hefur mikla sérstöðu sem eina síðdegisblað landsins og Framtíðarsýn hefur áhuga á að standa undir nafni og vinna að farsælli útgáfu blaðsins til fram- tíðar“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.