Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 SKOÐUN 21 20 SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 Skynsemi leikhússtjóra ráði Glæsilegur árangur íslenska landsliðsins í fót- bolta gegn Þjóðverjum um síðustu helgi, og raunar góð frammistaða liðsins undanfarna mánuði, hefur gefið hugmyndum um þjóðar- leikvang í Laugardalnum byr undir báða vængi. Mikill áhugi landsmanna á landsleiknum sýndi að á stundum eru áhorfendasæti við Laugar- dalsvöllinn of fá - færri komast að en vilja. Sú staðreynd að uppselt var á landsleildnn við Þjóðverja getur ekki réttlætt það að ráðist sé í kostnaðarsama uppbyggingu við þjóðarleik- vang. I sjálfu sér er það fagnaðarefni að allir miðar skuli með einum eða öðrum hætti hafa selst upp. Með sama hætti og aðstandendur leikhúss fagna í hvert skipti sem er uppselt á leiksýningu ættu forráðamenn íslenskrar knatt- spymu að fagna því að tekist hafi að fylla Laug- ardalsvöllinn. Enginn leikhússtjóri lætur sér hins vegar til hugar koma að stækka leikhúsið til að tryggja að aldrei sé uppselt. Fyrirtæki, einstaklingar og ekki síður hið op- inbera eiga að fjárfesta í íþóttum og íþróttafólki á öllum aldri. En sú fjárfesting verður að vera skynsamleg þar sem tryggt er að fjármunirnir nýtist sem best. í þessu eins og svo mörgu öðru er það ekki fjárhæðin sem slík sem skiptir öllu máli heldur hvernig peningarnir eru nýttir. Sem betur fer mun sá tími koma aftur að upp- selt verði á landsleik í Laugardalnum - vonandi fyrr en síðar. Fram að þeim tíma munu áhorf- endapallarnir hins vegar ekki vera þéttsetnir. Er þá ekki skynsamlegast að nýta takmarkaða fjár- Sú staðreynd að uppselt var á landsleikinn við Þjóðverja getur ekki réttlætt það að ráðist sé í kostnaðarsama uppbyggingu við þjóðarleikvang. Og í sjálfu sér er það fagnaðarefni að allir miðar skuli með einum eða öðrum hætti hafa selst upp. muni sem renna til íþrótta til annars en að láta draum um glæsileikvang rætast? Er ekki best að láta skynsemi leikhússtjóra ráða ferðinni? Góð fjárfesting Allt mælir með því að hafist verði þegar handa við undirbúning að Sundabraut, eins og bent hefur verið á hér í DV. Um gríðarlegt hags- munamál er að ræða fyrir alla borgarbúa og alla sem sækja höfuðborgina heim. Geir H. Haarde varpaði því fram í viðtali við DV fyrir nokkrum dögum að skynsamlegt gæti verið að láta einka- aðila ijármagna verkið og þá með svipuðum hætti og Hvalfjarðargöng. Alexander K. Guðmundsson, forstöðumaður verkefna- og fasteignafjármögnunar hjá ís- landsbanka, segir í viðtali við DV í dag að einka- framkvæmd Sundabrautar sé raunhæfur kostur og gæti raunar verið spennandi kostur fýrir fjár- festa og framkvæmdaaðila. Reynsla af einkaframkvæmdum hér á landi hefur verið góð þó ekki hafi farið mikið fyrir þeim nema á síðustu árum. Alexander K. Guð- mundsson bendir einnig á að mörg þeirra verk- eftia sem ráðist hefur verið í hafi verið smá í sniðum en það gildi ekki um Sundabraut: „Einkaframkvæmd Sundabrautarinnar er hins vegar verkefni af þeirri stærðargráðu að mikil- vægt er að vanda vel til undirbúnings og ef lær- dómur er dreginn af þróun sambærilegra verk- efna erlendis er líklegt að hægt sé að vekja áhuga erlendra aðila á fjármögnun þess." Af orðum Alexanders K. Guðmundsson má ráða að ijármögnun Sundabrautar verði ekki vandamál og verkþekkingin og verkgetan er til staðar hjá íslenskum verktökum. Og eftir hverju er þá verið að bíða? Atvinnulífið, náttúran og valdið KJALLARI Sveinn Kristinsson forseli bæjarstjórnarAkraness Undanfarna daga hefur sam- hengi atvinnulífs og náttúru- verndar kristallast í ákvörðun Landsvirkjunar um að fresta um sinn framkvæmdum við Norð- lingaöldu. Stjórn Landsvirkjun- ar byggir ákvörðun sína á nei- kvæðri afstöðu hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps til veituframkvæmda þar. Eins og kunnugt er hefur undir- búningur Norðlingaölduveitu stað- ið lengi og öllum hafa verið ljós áform Landsvirkjunar um að virkja vatnasvæðið í nágrenni Þjórsár- vera. Áform fyrirtækisins um vatns- miðlun á svæðinu hafa því verið til umræðu síðustu misseri og sitt sýnst hverjum um þau. Allmiklar deilur spruttu um málið og hávær alda mótmæla reis á tímabili. Það var því öllum nokkur léttir er Jón Kristjánsson, þá settur umhverfis- ráðherra, gaf út sinn úrskurð um hvernig haga mætti framkvæmd- um á svæðinu án þess að skerða hin dýrmætu Þjórsárver. Hin dýrmætu Þjórsárver í úrskurði hans fólst að vatni yrði ekki hleypt yfir landsvæði innan friðlandsins. I gögnum sem fylgdu úrskurðinum var af verkfræðistofu tekið dæmi af lóni með 566 metra vatnsborði yfir sjávarmáli, en sú tala var ekki í úrskurðinum sjálfúm. Landsvirkjun hefur viljað hafa svig- rúm til að hækka vatnsborðið í 568 metra að vetri til en slík hækkun yrði þó ekki til þess að farið væri inn í friðlandið. Þessi tveggja metra hækkun er af sérfræðingum talin margfalda rekstraröryggi veitunnar og minnka áhættu fjárfestingarinn- ar til mikilla muna. Þessum óskum hefur hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafnað. Áhrif frestunar hrikaleg Nú eru þessi áform öll f upp- námi. Út af fyrir sig væri hægt að sætta sig við það ef ekki héngi fleira á spýtunni. Undanfarin ár hafa íbú- ar norðan og sunnan Hvalfjarðar horft til uppbyggingar stóriðju- svæðisins á Grundartanga sem eins vaxtarsprota framtíðarinnar. Af þeim sökum hefur samfélagið und- irbúið sig fyrir aukin umsvif. Bæjar- stjórn Akraness hefur undanfarin misseri unnið markvisst að því að byggja upp nútímalegt og íbúa- vænt samfélag sem ætti alla mögu- leika á að stækka og dafna. Lagt hefur verið í gríðarlegan kostnað við að skipuleggja byggingarland og brjóta það undir nýbyggingar. Verktakar hafa verið bjartsýnir og reist hverja bygginguna á fætur annarri á undanförnum mánuð- um. Fólksfjölgun hefur verið jöfn og stígandi. Það yrði því mikið reið- arslag ef áætlanir um stækkun ál- versins á Grundartanga væru settar út í kuldann. Hinir fáu gegn fjöldanum Lýðræðið er vandmeðfarið og gerir miklar kröfur til þeirra sem hefur verið falið að vinna að málum eftir leikreglum þess. Spyrja má hvort eðlilegt sé að fámennir hópar manna geti Iagt stein í götu fram- fara í heilum landshlutum. Er sanngjarnt að hægt sé að beita valdi án tillits til þess hversu mikið það kemur niður á öðru fólki? Er það raunverulegt lýðræði þegar fáir Er það raunverulegt lýðræði þegar fáir taka ákvarðanir sem hafa neikvæð áhriffyrir fjölda fólks og setja framtíð þess í óvissu? Þegar svo háttar sem nú er sanngjarnt að spyrja um þau mikil- vægu rök sem réttlæta slíka gjörð. taka ákvarðanir sem hafa neikvæð áhrif fyrir fjölda fólks og setja fram- tíð þess í óvissu? Þegar svo háttar sem nú er sanngjarnt að spyrja um þau mikiivægu rök sem réttíæta slíka gjörð. Ekki verður annað séð en Lands- virkjun hafi í undirbúningi Norð- lingaölduveitu farið að úrskurði umhverfisráðherra um lónshæð og önnur tilgreind atriði. Þar er ekki verið að skerða friðlandið, enda kvað úrskurðurinn á um það að slíkt yrði ekki gert. Skipulagsstofn- un og Umhverfisstofnun hafa fyrir sitt leyti samþykkt fyrirhugaðar framkvæmdir. Þessir aðilar hafa væntanlega farið gaumgæfilega yfir málið, skoðað það frá öllum hlið- um og metið það með hliðsjón af margnefndum úrskurði. Þessar stofnanir búa yfir mikilli þekkingu á sínum sviðum og því verður að treysta að þar fari menn ekki villir vegar. Þegar hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps svarar erindi Landsvirkjunar eftir nær tveggja mánaða yfirlegu hiýtur hún að hafa fundið þá meinbugi á málinu sem fyrrgreindum stofnunum hefur yf- irsést. Þeir fjórir hreppsnefndar- menn sem axla þá ábyrgð að setja í uppnám framkvæmdir sem skipta tugmilljónum króna og varða lífsaf- komu hundraða manna hljóta að hafa gild og skotheld rök fyrir af- stöðu sinni. Okkur sem búum á því svæði sem verður verst fyrir barð- inu á afstöðu hreppsnefndarinnar langar ákaflega til að heyra þau mikilvægu rök. Það er því eðlilegt að forsvarsmenn Akraneskaup- staðar leiti eftir þeim í fullri vin- semd og vænta þess að hrepps- nefndin hafi þau á hraðbergi. Spjótin beinastað hreppsnefnd Skeiða- og Cnúpverjahrepps vegna Norðlingaölduveitu: Hreppsnefnd krafin um betri rök Farið verður fram á að meiri- hluti hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps skýri betur ástæður þess að hann lagðist gegn áformum Landsvirkjunar um Norðlingaölduveitu, sem virtust í fullkomnu samræmi við fræga „sáttagjörð" Jóns Kristjánssonar, setts umhverfis- ráðherra. Sumum hefur þótt orka tvímælis að eins manns meirihluti í hrepps- nefnd skyldi geta sett stækkun Norðuráls á Grundartanga - með öllum þeim hagsmunum sem eru í húfi fyrir atvinnulíf og hagvöxt - í uppnám með því að leggjast gegn Norðlingaölduveitu. Aðrir telja á hinn bóginn algjörlega augljóst að sveitarstjórn á hverjum stað hljóti að hafa úrslitavald um allar fram- kvæmdir. Enginn geti svipt hana réttinum til að taka ákvarðanir um þær á eigin forsendum. Líklega slegin af Þess ber að geta að þótt hrepps- nefndin hafi lagst gegn áformum Landsvirkjunar var hún reiðubúin til að samþykkja framkvæmdir miðað við að lónshæðin yrði 566 metrar yfir sjávarmáli. Landsvirkj- un telur það hins vegar afleitan kost, meðal annars vegna þess að ísing veldur vandræðum í svo grunnu lóni. „Mér sýnist að Þjórsár- verin stækki stöðugt eftirþví sem málið gengur lengra," segir oddviti minnihlutans. Þrátt fyrir að margt sé nú reynt og fundir boðaðir á alla kanta til að halda lífi í áformum um stækkun Norðuráls virðist endanlega útséð um að orkan komi frá Norðlinga- ölduveitu. Hreppsnefndin ætlar ekki að skipta um skoðun. Að vísu er ekki loku fyrir það skotið að Landsvirkjun gæti haldið uppi þrýstingi í málinu og haft sigur. Nefnt hefur verið að fyrirtækið geti hugsanlega áfrýjað ákvörðun hreppsnefndarinnar til úrskurðar- nefndar skipulags- og byggingar- mála en að það velti á niðurstöðu samvinnunefndar um miðhálend- ið. Eins og nærri má geta tekur þetta ferli langan tíma. Of langan því að framkvæmdir mega ekki falla saman við meginþungann í framkvæmdum við Kárahnjúka- virkjun. Eftir standa tilraunir til að afla nægilegrar orku frá Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suður- nesja. En margir eru ósáttir. Minnihlutinn ósáttur „Ég vildi fara að úrskurði Jóns Kristjánssonar og fallast á þessa framkvæmd. Við teljum að það sé ekki stætt á öðru,“ segir Þrándur Ingvarsson, oddviti minniltíutans I hreppsnefnd Skeiða- og Gnúp- verjahrepps. Hann telur að Þjórsárverum stafi ekki hætta af framkvæmdinni eins og Landsvirkjun Iagði upp með hana. „Nei, það er alltaf verið að tala um þessa tillögu sem fylgdi frá verkfræðistofunni VST um 566 metra lón en það er skýrt tekið fram í úrskurðinum að sú tillaga sé ein- ungis til viðmiðunar. í öðru lagi hefur Umhverfisstofnun farið í gegnum þetta lið fyrir lið og komist að þeirri niðurstöðu að þetta muni ekki skerða friðlandið." Nýtt örnefni Segja má að umræður um virkj- anir hafi þann kost að þjóðin kynn- ist merkilegum stöðum sem hún þekkti ekki áður. Hið nýjasta er svokallað „Eyvafen“, sem meiri- hluti hreppsnefndar telur ógnað með tiilögu Landsvirkjunar. „Það er einhver gróður þarna en maður lifandi, menn þurfa ekki að halda að það kosti ekkert að lifa í þessu landi. Það verður alltaf að fórna einhverju og ég held að þetta sé ekld mikil fórn. Mér sýnist hins vegar að Þjórsárverin stældd stöðugt eftir því sem málið gengur lengra,“ segir Þrándur Ingvarsson. „Ég held að það þurfi sterkari rök en hafa verið lögð fram hér til að hafna þessu. Það má til dæmis benda á að Umhverfisstofnun fer með málefni friðlandsins þannig að það er þeirra að sjá til þess að ekki verði gengið á það.“ Ekki einir í veröldinni Þrándur segir að svo virðist sem reglur um álcvarðanatöku í skipu- lagsmálum séu í lausu lofti. Hann segist ekki viss um hvort hrepps- nefndin hafi endanlegt neitunar- vald gagnvart Norðlingaölduveitu. „En ég hélt að úrskurður ráðherra ætti að vera lokaúrskurður. Ég stóð í þeirri meiningu að menn ættu að hlíta honum, lesa hann og fram- kvæma það sem þar stendur. Menn tala um þjóðarsátt um 566 metra lón en ég veit ekki til að það hafi farið nein könnun fram á því og veit ekki hvaðan menn hafa það." „Rök þeirra þurfa að vera mjög sterk því að þarna er um milljarða- hagsmuni að ræða. Ég vona bara að þeir hafi þau rök og ég vil gjarn- an heyra þau/'segir forseti bæjarstjórnar Akraness. Varðandi næstu skref nefnir Þrándur að Akurnesingar hafi ósk- að eftirviðræðum. „Éghefkomið til þeirra og kynnst því hvað þetta þýðir fyrir þá. Ég held að þeir hafi heilmikið til síns máls og við erum ekki einir í veröldinni hér." Skagamenn vilja rök „Lögformlega hefúr hrepps- nefndin náttúrlega fullan rétt til að taka sínar ákvarðanir en auðvitað er ábyrgð fólks mikil," segir Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar HUGMYNDiN: Hér er uppdráttur verkfræðistofunnar VST sem sýnir hugmynd að lóni sem færi út fyrir friðland Þjórsárvera. Hugmyndinni var ætlað að sýna fram á að hægt væri að fara út fyrir friðlandiö með lónið en þar sem hún var fylgiskjal með úrskurði Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráð- herra, töldu margir að hún væri hluti af úrskurðinum. Akraneskaupstaðar, og bætir við: „Ekki síst með tilliti til þess að þarna er verið að setja í uppnám framtíðaruppbyggingu á allt öðru svæði og raska áformum sveitarfé- laga sem telja þúsundir íbúa. Það verða að liggja góð rök á bak við ákvörðun sveitarstjórnar, ekki síst vegna þess að menn hafa talið að Landsvirkjun væri í góðri trú að vinna eftir úrskurði Jóns Kristjáns- sonar og maður fær ekki annað séð en að hún hafi gert það.“ Sveinn segist vonast til að hitta hreppsnefndarmenn og fara yfir þeirra rök. „Þeir hljóta að hafa mjög gild rök fyrir því að taka svona af- drifaríka ákvörðun. Þau rök þurfa að vera mjög sterk því að þarna er um milljarðahagsmuni að ræða. Ég vona bara að þeir hafi þau rök og ég vil gjarnan heyra þau.“ Ekkert gamanmál „Okkur leist vel á tillögu VST um 566 metra hátt lón," segir Matthild- ur Vilhjálmsdóttir, varaoddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. „Ástæðan fyrir því að við höfnuð- um leið Landsvirkjunar var meðal annars sú að hún gerir ráð fyrir að lónið verði rekið við lægra vatns- borð að sumri en vetri. Það er vondur kostur því að það eykur lík- ur á jarðvegsfoki þar sem lónið þornar á sumrin. Sá hluti lónsins sem þornar fer yfir Eyvafen og þar er gróður í kring sem við teljum rétt að vemda ef hægt er. Auk þess fer 568 metra lón yfir meira flatarmál og er þar af leiðandi komið nær friðlandinu og raunar ansi nærri því.“ En hvað um sjónarmið Umhverf- isstofnunar sem telur að 568 metra Ótrúverðugir stjórnmálamenn „Það er kannski verst af öllu, að með þessu framtaki hafa þeir sem síst skyldi reynst vera tilbún- ir til að fórna grunnhugmyndum sínum í stjórnmálum fýrir ætlað- an ávinning í atkvæðakaupum. Á eftir verða þeir ótrúverðugir, fB £ E lón ógni ekki friðlandinu? „Við tök- um tillit til þess en það em vafaat- riði í þessu sem við settum fyrir okkur. Það er fyrst og fremst fokið sem við höfum verið að spá í og gróðurinn í kringum Eyvafen sem færi á flot yfir vetrartímann og kæmi viðkvæmur undan lóninu. Auk þess töldum við einfaidlega „Við töldum að 566 metra lón yrði niður- staðan og vonuðumst eftir því - því að það er náttúrlega ekkert skemmtilegt að standa í þessu," segir varaodd- viti meirihlutans. komna sátt um 566 metra lón eftir að ráðherra kynnti það í janúar. Við töldum að það yrði niðurstaðan og vonuðumst eftír því - því að það er náttúrlega ekkert skemmtilegt að standa í þessu." Matthildur segist ekki viss um hvort hægt sé að hnekkja þessari ákvörðun hreppsnefndar á öðmm vettvangi. Af hálfu hreppsnefndar- innar sé hún hins vegar endanleg. „Já, hún er það. Við emm hins vegar reiðubúin að skoða aðra möguleika en vegna gangna og fría náum við ekki hreppsnefndinni saman fyrr en í fyrsta lagi eftir hálf- an mánuð." Úrskurður ráðherra snerist ekki um 566 metra Það virðist hafa flækt og afvegaleitt umræðu um Norðlingaöldulón að með úrskurði Jóns Kristjánssonar setts umhverfisráðherra - sem flestir voru sammála um að væri lfldegur til að setja niður deilur um málið - fylgdi dæmi um mögulega útfærslu á lóninu. í dæminu var gert var ráð fyrir að lónið yrði 566 metrar yfir sjáv- armáli. Landsvirkjun lagði f kjölfarið upp með að lónið yrði 568 metrar. Hækkunin nemur 2 metrum, en felur í sér að flatarmál lónsins næstum því tvöfaldast miðað við tillöguna sem fylgdi úrskurði ráðherra. Eftir sem áður yrði lónið hins vegar fyrir utan friðlandið í Þjórsárverum og Umhverfisstofnun hefúr gef- ið það álit, að þessi nýja leið Landsvirkjunar hafi ekki langtfmaáhrif inn í friðlandið og skapi ekki hættu á að það spillist. Því hefur verið haldið fram, bæði af frétta- mönnum og í ummælum fjölmargra sem hafa tjáð sig um málið, að leið Landsvirkjunar gangi gegn úrskurði Jóns Kristjánssonar ráð- herra. Af þvf tilefni er hér birt tilvitnun í úr- skurð ráðherrans þar sem fjallað er um hina frægu tillögu um 566 metra lón, sem fylgdi úr- skurði hans: „Lögð skal áhersia á það að hér er einungis um forathugun að ræða og er skýrslunni ekki ætlað að lýsa endanlegri til- högun fyrirhugaðrar framkvæmdar." í sjálfum úrskurðarorðum ráðherra var ekkert fjallað um leyfilega hæð Norðlingaöldulóns að öðru leyti en með þessum orðum: „Vatnsborð Norðlingaöldulóns verði lækkað þannig að allt lónið sé utan friðlands Þjórsárvera og hafi engin langtíma- áhrifá friðlandið." olafur@dv.is Jón Steinar Gunnlaugsson. þegar þeir segjast vilja minnka skattheimtu og ríkisafskipti. Slíkt er raunar til þess fallið að fækka atkvæðum svo um munar þegar litið ertil lengri tíma." Jón Steinar Gunnlaugsson lagaprófessor skrifar um aukinn rétt feðra til fæðingarorlofs; skatt- heimtu sem þjóni ekki yfirlýstum tilgangi og varpi skugga á afrek þeirrar rlkisstjórnar semnú sitji. Rótari gengur laus! „Eftir hádegi var tilkynnt um innbrot I bílskúr í Fellahverfi. Þar var farið inn um litla dyr á bfl- skúrshurð, stollð kvenmannshjóli og hjálmi.Talsvert var rótað til í bílskúrnum." Úr dagbók lögreglunnar í Reykjavík. Heil bók um Evrópurétt „[[ Kastljósinuj fullyrti frétta- maðurinn að dómsmálaráðherra, sem eins og ítrekað hefur komið fram horfði meðal annars til sér- menntunar eins umsækjandans ( Evrópurétti, hefði gengið fram hjá umsækjanda sem hefði þó skrifað 300 blaðsíöna bók um Evrópurétt. Ætli þessi fréttamað- ur geti á næstunni séð af stuttri stund til að útskýra fýrir áhorf- endum hvaða umsækjanda hann átti við, og ekki síöur hver hin merka bók er? [...] Og ef ekki, ætli hann verði þá maður til þess að leiðrétta fullyrðingu sína?" Vefþjóðviljinn áAndrlki.is, sem leiðir getum að því aö fréttamað- urinn hafi átt við bók Eiriks Tóm- assonar, Réttlát málsmeðferö fyrir dómi, sem fjalli um eina grein I mannréttindasáttmáia Evrópu en fráleitt um Evrópurétt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.