Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 20
20 í-'óKUS FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 Aðdáendur framsækinnar danstónlistar hafa eignast nýtt heimili á Kapital í Hafnarstræti. Staðurinn var opnaður fyrir mánuði síðan og hefur frá upphafi gengið vel enda hefur lítið verið að gerast á þessum vettvangi undanfarin misseri. Ann- að kvöld verður sannkölluð veisla á Kapital þegar plötusnúð- urinn Margeir og söngvarinn Maggi Jóns taka höndum saman. Sjó ólgandi þeit y ansmúsík Skemmtistaðurinn Kapital f Hafnarstræti hefur farið vel af stað. Annað kvöld koma fram plötusnúðurinn Margeir og songvarinn Maggi Jóns. Maggi sést hér við æfingar á staðnum. Eins og sjá má á myndunum hefur staðurinn fengið hressilega andlitslyftingu frá því Spotlight var þar síðast. Fokus býðuró Kapital Klipptu út þennan miða og mættu með hann laugardagskvöldið 11. október á Kapital á milli 21og 24 og þú færð frítt inn og ókeypis bjór. I I I „Hugmyndin með Kapital er að þarna er boðið upp á góða, öfluga og framsækna danstónlist í þéttu sándi en samt vina- legu umhverfi,11 segir plötusnúðurinn Margeir sem er tónlistarstjóri á Kapital. Nokkuð er um liðið síðan klúbburinn Thomsen, sem var í sama húsnæði, lagði upp laupana og hafa margir unnendur því glaðst mjög yfir tilkomu Kapital sém hefúr nú verið opinn í um mánuð. „Við höfúm fram að þessu fengið til liðs við okkur rjómann af góðum plötusnúðum og tónlistarmönnum hér á landi og að auki höíúm við fengið heimsóknir frá nokkrum hetjum að utan. Ég held þvt að það sé óhætt að segja að staðurirtn hafi far- ið vel af stað,“ segir Margeir. Annað kvöld kemur Margeir fram á Kapital ásamt söngvaranum Magga Jóns sem þekktur er fyrir störf sín í Gus Gus en gaf nýlega út plötu undir nafninu Bla- ke. „Samstarf okkar Magga byrjaði þegar hann söng með Tríói Margeirs Ingólfs- sonar. Þetta samstarf lukkaðist svo rosa- lega vel að við höfum unnið saman af og til síðan þá, bæði hér heima og eins höf- um við farið nokkrum sinnum út. Síðast fórum við til Króatíu en áður höfðum við meðal annars farið til Kaupmannahafnar og víðar. Maggi er einn af örfáum Islend- ingum sem geta sungið svona dansmúsík og hann hefur reyndar líka pródúserað mjög góða hluti. Mikið af þessum söngv- urum hérlendis eru bara sveitaballa- söngvarar, þeir skilja ekki alveg sálina sem þarf í húsmúsíkinni." Hvað ætlið þið svo bjóða fólkinu upp á annað kvöld? „Við höfúm skilgreint það þannig að við ætlum að malla saman sjóðheitt sett af ólgandi dansmúsík. Þetta er blanda af dansmúsík, hústónlist og diskói. Svo munum við líka væntanlega frumflytja einhver ný lög með Blake og prufukeyra þau á fólkinu." Hvemig finnst þér hafa tekist til með Kapital? „Ég held að okkur sé að takast að búa til mjög flottan klúbb. Það er líka þegar farið að spyrjast út því ég hef verið að fá fyrir- spumir frá plötusnúðum sem vilja koma hingað til lands og spila. Annars verður líka mikið að gerast hjá okkur í næstu viku í kringum Airwaves, mögnuð dag- skrá frá miðvikudegi til laugardags." Nældu þér í miða á Fókus, Skaftahlíð I dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.