Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Page 30
"* 30 TILVERA FÖSTUDAGUR 70. OKTÓBER 2003 íslendingar Áttatfu ára Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Ingólfur Aðalsteinsson fyrrv. forstjóri Hitaveitu Suöurnesja Ingólfur Aðalsteinsson, íyrrv. for- stjóri Hitaveitu Suðurnesja, Kirkju- sandi 3, Reykjavík, er áttatíu ára í dag. Starfsferill Ingólfur fæddist á Hamraendum í Miðdölum en ólst upp í Brautar- holti í Dölum. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1946, hóf nám í lækn- isfræði og lauk cand. phil.-prófi frá HÍ 1947, er veðurfræðingur frá Sveriges Meterologiska och Hydro- logiska Institut 1949 og stundaði framhaldsnám við sama skóla 1964. Ingólfur starfaði á Veðurstofu ís- lands 1949-75, lengst af á spádeild Veðurstofunnar á Keflavíkurflug- velli. Hann var fyrsti framkvæmda- stjóri og síðar forstjóri Hitaveitu Suðurnesja 1975-92. Hann bjó í Njarðvík frá 1958 en flutti til Reykjavíkur 1998. Ingólfur sat í hreppsnefnd og síð- ar bæjarstjórn í Njarðvík frá 1962 og átti sæti í fjölda nefnda á vegum bæjarfélagsins. Hann er félagi í Lionshreyfmgunni frá 1962, var umdæmisritari Lions á íslandi í eitt ár, svæðisstjóri í eitt ár og formaður í eitt ár og Melvin Jones félagi. Hann átti lengi sæti í kjördæmis- ráði Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi. Fjölskylda Ingólfur kvæntist 30.6.1949 Ingi- björgu Ólafsdóttur, f. 9.2. 1926, húsmóður. Hún er dóttir Ólafs Methúsalemssonar, f. 17.6. 1877, d. 13.6. 1957, kaupfélagsstjóra á Vopnafirði, og k.h., Ásrúnar Jörg- ensdóttur, f. 11.9. 1892, d. 27.9. 1970, húsmóður. Börn Ingólfs og Ingibjargar eru Aðalsteinn, f. 7.3.1948, listfræðing- ur, kvæntur Janet Shepherd og eiga þau þrjár dætur; Ólafur Örn, f. 9.6. 1951, hagfræðingur, kvæntur Ingi- björgu Guðmundsdóttur og eiga þau eina dóttur; Birgir, f. 23.1.1953, auglýsingatæknir, kvæntur Auði Jónsdóttur félagsfræðingi og eiga þau tvö börn; Ásrún, f. 21.10. 1955, hjúkrunarfræðingur, gift Magnúsi Snæbjörnssyni tæknifræðingi og eiga þau tvö börn; Leifur, f. 6.9. 1960, í sambúð með Lilju Margréti Möller kennara og eiga þau eina dóttur; Atli, f. 21.8. 1962, tónskáld, kvæntur Þuríði Jónsdóttur tón- skáldi og eiga þau tvö börn. Hálfsystir Ingólfs: Svava, f. 1922, d. 1971, húsmóðir í Reykjavík. Alsystkini Ingólfs: Guðrún, f. 1924, d. 1977, húsmóðiríKópavogi; Gunnar, f. 1926, d. 2002, bóndi og síðar deildarstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga; Svanhildur, f. 1929, húsmóðir í Reykjavík; Brynjólfur, f. 1931, bóndi og síðar múrari í Garðabæ; Emelía Lilja, f. 1934, hús- móðir í Kópavogi. Foreldrar Ingólfs voru Aðalsteinn Baldvinsson, f. 12.9. 1897, d. 21.9. 1980, kaupmaður í Brautarholti í Haukadal í Dölum, og Ingileif Sig- ríður Björnsdóttir, f. 15.6. 1899, d. 14.6. 1977, húsfreyja. Ætt Aðalsteinn var sonur Baldvins, b. á Hamraendum, Baldvinssonar, b. á Bugðustöðum, Haraldssonar. Móðir Baldvins á Hamraendum var Sæunn Jónsdóttir. Móðir Aðalsteins var Halldóra Guðmundsdóttir, b. á Fellsenda, Daðasonar. Ingileif var dóttir Björns, b. og kaupmanns í Brautarholti, Jóns- sonar. Móðir Ingileifar var Guðrún Ólafsdóttir, b. á Vatni, Brandssonar og Katrínar, systur Skarphéðins, föður Friðjóns, fyrrv. ráðherra, og Pálma, föður Guðmundar jarðeðl- isfræðings, og Ólafs, bókavarðar Seðlabankans. Katrín var dóttir Jóns, b. í Stóra-Galtardal, Þorgeirs- sonar og Halldóru Jónsdóttir, b. á Breiðabólstað á Fellsströnd, Jóns- sonar. Systir Halldóru var Hólm- fríður, langamma Ingibjargar, ömmu Ingibjargar Haraldsdóttur rithöfundar. Systir Halldóru var einnig Steinunn, langamma Auðar Eydal. Bróðir Halldóru var Þórður, faðir Friðjóns Þórðarsonar, fyrrv. ráðherra, og Gests, föður Svavars sendiherra. Ingólfur er að heiman á afmælis- daginn. Sextíu ára Helgi Guðmundsson rithöfundur á Akroensi Helgi Guðmundsson rithöfund- ur, Bakkatúni 20, Akranesi, varð sextugur í gær. Starfsferill Helgi fæddist á Staðastað á Snæ- fellsnesi þar sem faðir hans var sóknarprestur en flutti nýfæddur með fjölskyldu sinni til Neskaup- staðar. Þegar Helgi var á níunda ári lést faðir hans skyndilega. Var þá heimilið leyst upp vegna veikinda móðurinnar og fóru börnin fjögur -g hvert í sfna áttina. Helgi átti næstu tíu árin athvarf í Skuggahlíð í Norðijarðarhreppi. Hann er gagnfræðingur frá Gagn- fræðaskóla verknáms í Reykjavík, lauk sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1967 og varð húsasmíðameistari á Akureyri 1974. Að loknu sveinsprófi Iá leiðin norður, fyrst til Húsavíkur, en síðan til Akureyrar 1971. Hann varð rit- stjóri málgagns Alþýðubandalags- ins á Norðurlandi eystra, starfs- maður verkalýðsfélaganna, for- maður Trésmiðafélags Akureyrar og bæjarfulltrúi, og starfaði hjá ASÍ um skeið. Fjölskyldan flutti suður 1984 og fór hann þá að sinna ritstörfum af alvöru. Hann var um tíma blaða- maður á Þjóðviljanum og ritstjóri blaðsins, ásamt Árna Bergmann, síðustu árin sem blaðið kom út, 1990-92. Fyrstu bækur Helga: Þeir máluðu bæinn rauðan, mannlífs- og stjórn- málasaga Norðfjarðar, 1990, og Markús Árelíus, barnabók, 1990. Síðan hefur Helgi skrifað fimm bækur. Auk þess hefur hann skrifað mikinn fjölda blaðagreina um fjöl- breytilegasta efni. Helgi hóf afskipti af félags- og stjórnmálum þegar á unglingsár- um og var m.a. formaður Iðnnema- sambands íslands og síðar í for- ystusveit byggingarmanna. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörf- um fyrir samtök byggingarmanna á landsvísu, sat í stjórn Menningar- og fræðslusambands alþýðu tvo áratugi og varformaður þess í átta ár. Fjölskylda heiður Benediktsdóttir, f. 1942, meinatæknir. Foreldrar hennar: Benedikt Einarsson húsasmíða- meistari, sem er látinn, og Margrét Stefánsdóttir, húsmóðir og lækna- ritari. Seinni kona Helga frá 1992: Jó- hanna G. Leópoldsdóttir, f. 1956, guðfræðinemi. Foreldrar hennar eru Leópold Jóhannesson, f. 1917, fyrrv. veitingamaður í Hreðavatns- skála, og Olga Sigurðardóttir, f. 1932, veitingakona. Börn Helga: Þórunn, f. 1966; Benedikt, f. 1969; Valgerður, f. 1993. Þorbjörg, f. 1985. Systkini: Baldur, f. 29.1.1938, sjó- maður í Ólafsvík; Gylfi, f. 1.9. 1940, skólastjóri í Keflavík; Kristín, f. 31.1. 1949, læknaritari, Foreldrar Helga voru Guðmund- ur Helgason, f. 6.1. 1909, d. 6.7. 1952, sóknarprestur á Staðastað og á Norðfirði, og k.h., Þorvalda Hulda Sveinsdóttir, f. 18.2. 1916, d. 16.12. 1983, húsmóðir og verslunarmaður. Ætt Guðmundur var sonur Helga, sjó- manns í Melhúsum í Hafnarfirði, Guðmundssonar, sjómanns á Hellu í Hafnarfirði, Guðmundssonar. Móðir Helga var Sigríður Helgadótt- ir frá Hlíð í Garðahverfi. Móðir Guðmundar var Guðrún Þórarinsdótúr, b. og smiðs í Forna- seli í Álftaneshreppi á Mýrum, Þór- arinssonar, og Þorgerðar Oddsdótt- ur. Þorvalda Hulda var dóttir Sveins, skólastjóra í Gerðum í Garði, Hall- dórssonar, b. á Skeggjastöðum í Garði, Halldórssonar, b. í Kjarnholt- um í Biskupstungum, Halldórsson- ar. Móðir Sveins var Ingunn Árna- dóttir, b. í Bartakoti í Selvogi, Gísla- sonar. Móðir Þorvöldu Huldu var Guð- rún, dóttir Pálma, b. á Meiri-Bakka í Skálavík, Bjarnasonar og Krisú'nar Friðbertsdóttur, b. í Vatnadal, Guð- mundssonar, b. í Görðum í Önund- arfirði, Jónssonar. Fyrri kona Helga frá 1963: Ragn- Fósturbörn: Leópold, f. 1983, og alltaf sambandi viö okkur! Smáauglýslngar Œ mánudaga *ll flmmtudaga kl. 9 — 20 föatudaga kl. 9 — 18 aunnudaga Kl. 3-0 — 20 550 5000 smaauglyslngar@dv.is hvenœr sólarhringslns sem er Stórafmæli 80 ára Þórður Guðjónsson, skipstjóri og útgerðarmaður, Skólabraut 29, Akranesi. Þórðurtekur á móti gestum í sai Fjölbrautaskólans á Vesturlandi, Akranesi, ídag kl. 18.00-21.00. Þorbjörg Guðmundsdóttir, Tjarnarlundi lOb, Akureyri. 75 ára Elín Jónsdóttir, Mýrarvegi 111, Akureyri. Hreinn Benediktsson, Árskógum 2, Reykjavík. Reynir Jónasson, Álfhóli 5, Húsavík. Sigurbjörn Bjarnason, Stórholti 24, Reykjavík. Þórdís J. Valdimarsdóttir, Bræðraborgarstíg 4, Reykjavík. 70 ára Grétar Geir Nikulásson, Háaieitisbraut 14, Reykjavík. Guðrún E. Thorarensen, Keilufelli 23, Reykjavík. Högni MarselKusson, Aðalstræti 20, (safirði. Jiguang Yan, Laufrima 3, Reykjavík. Jóhann Rósinkrans Sfmonarson, Sætúni 1, (saflrði. 60 ára Árni Hrafn Árnason, Steinagerði 10, Reykjavík. Dfs Guðbjörg Óskarsdóttir, Bakkagerði 7, Reykjavík. Helga Þórisdóttir, Álmholti 11, Mosfellsbæ. Málfríður Eggertsdóttir, Sunnubraut 9, Vík. Sigrfður Kr. Þorsteinsdóttir, Litlagerði 5, Hvolsvelli. Þuríður Jóna Antonsdóttir, Marargrund 7, Garðabæ. 50 ára Vilborg Pétursdóttir, Ólafsgeisla 2, Reykjavík, (Lyngholti, Leirársveit), verður fimmtug á sunnudag. Maðurhennarer Hafþór Harðarson. Þau taka á móti gestum í Stélinu, Síðumúla 11, laugard. 11.10. kl. 20.30. Árni Stefánsson, Raftahlíð 29, Sauðárkróki. Hildur Guðmundsdóttir, Blikahjalla 11, Kópavogi. Sigrfður Guðbergsdóttir, Blómahæð 5, Garðabæ. Valur Harðarson, Stillholti 14, Akranesi. 40 ára Alda Jóhanna Jóhannsdóttir, Birkihlíð 12, Vestmannaeyjum. Anna Bjarnadóttir, Holtsgötu 47, Sandgerði. Elfn Gunnarsdóttir, Hraunteigi 17, Reykjavík. Gróa Steina Ævarr Erlingsdóttir, Básahrauni 4, Þorlákshöfn. Haraldur Árni Hjálmarsson, Smáragrund 6, Sauðárkróki. Júlfus Finnsson, Bjarmahlíð 2, Hafnarfirði. Sara Jónsdóttir, Helgubraut 3, Kópavogi. Jarðarfarir Óli Sigurður Jónsson skipstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarð- sunginn frá Vídalínskirkju í Garða- bæföstud. 10.10. kl. 15.00. Jarðarför Eriku Vilhelmsdóttur fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstud. 10.10. kl. 13.30. Sigurður Pálsson, Digranesvegi 40, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju 10.10. kl. 15.00. Þórhallur Árnason, fyrrum bóndi á Veðramóti, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 10.10. kl. 13.30. Sigurbjörg Ingimundardóttir, Dyngjuvegi 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju föstud. 10.10. kl. 13.30. Hallbjörn Eðvarð Oddsson, dvalarheimilinu Grund, áður til heimilis á Lynghaga 6, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstud. 10.10. kl. 13.30. Óli Magnús Þorsteinsson, Kárastíg 13, Hofsósi, verður jarðsunginn frá Hofsóskirkju 11.10. kl. 11.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.