Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Page 8
8 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003
IIpintMnl «=!>! Vátnágai'ÍJrM'j<\ j(> Síirii ',J<> 1 ioo
PEUGEOT
Ljón á veginum
Peugeot607
Þessi glæsilegi bíll er væntanlegur
í nóvember. Margar útfærslur í boði,
eftir þínum þörfum. Hafið samband
við sölumenn til að fá frekari
upplýsingar.
Peugeot807
Öruggasti bíllinn í sínum flokki, fékk
5 stjörnur af 5 mögulegum í Euro
NCAP árekstrar-prófunum. Bíllinn
væntanlegur til landsins í nóvember.
ATH! Bíllinn er 7 manna.
3ja ára ábyrgð • 12 ára ryðvarnarábyrgð • Útreikningur rekstrarleigu miðast við 36 mánuði.
í rekstrarleigu eru innifaldar smur- og þjónustuskoðanir. Rekstrarleiga er háð breytingum á gengi
erlendra mynta og vöxtum þeirra.
Umboðsaðilar:
Reykjanesbær, Bíiavík, sími 421 7800
Akranes, Bílver, sími 431 1985
Akureyri, Höldur, sími 461 6020
Vestmannaeyjar, Bragginn, sími 481 1535
Peugeot 206 SW
Station l.4i,7S hestöfl,X-line
innrétting, 5 gíra, 4 loftpúðar.ABS,
þakbogar, fjarstýrðar samlæsingar,
rafmagn I rúðum, 5 þriggja punkta
öryggisbelti, fjarstýrt útvarp og
geislaspilari.
Verð kr. L565.000
Rekstrarleiga* frá kr. 25.965
Peugeot 307 Station
1,6i, 110 hestöfl, 5 gíra, 6 loftpúðar,
ABS.fjarstýrðar samlæsingar, rafmagn
í rúðum og speglum, fjarstýrt útvarp
og geislaspilari. Frábær fjölskyldubíll!
Verð kr. 1.779.000
Rekstrarleiga* frá kr. 29.800
Peugeot 406 1.8i Station
117 hestöfl, 5 gíra, 4 loftpúpar, ABS,
loftkæling, þokuljós, viðarinnrétting,
rafmagn í rúðum og speglum.fjarstýrt
útvarp og geislaspilari. Einstaklega
þægilegur I akstri og með
mikið farangurspláss!
Verð kr. 2.059.000
Sjálfskiptur: 2.165.000
Rekstrarleiga* frá kr. 33.995
Peugeot 206
l.4i,75 hestöfl,X-line innrétting,
5 gíra, 5 dyra,4 loftpúðar.ABS,
fjarstýrðar samlæsingar, rafmagn í
rúðum, 5 þriggja punkta öryggisbelti,
fjarstýrt útvarp og geislaspilari.
Verð kr. 1.435.000
Rekstrarleiga* frá kr. 25.795
Peugeot 307
1.4i, 75 hestöfl, 5 gíra, 5 dyra,
6 loftpúðar,ABS,fjarstýrðar
samlæsingar, 5 þriggja punkta belti,
rafmagn í rúðum.fjarstýrt útvarp
og geislaspilari.
Verð kr. 1.619.000
Rekstrarleiga* frá kr. 26.820
Peugeot 406
1,8i, 117 hestöfl, 5 gíra, 4 loftpúðar,
ABS, loftkæling, þokuljós, viðar-
innrétting, rafmagn í rúðum og
speglum.fjarstýrt útvarp og geisla-
spilari. Einstaklega þægilegur I akstri!
Verð kr. 1.959.000
Sjálfskiptur: 2.059.000
Rekstrarleiga* frá kr. 32.360
Fyrsta vetnisknúna skipið?
SKIP: Fyrsta vetnisknúna fiski-
skip veraldar mun hugsanlega
verða gert út frá Grindavík en
fyrirtækið Þorbjörn-Fiskanes
tekur þátt í verkefni á vegum
Nýorku sem miðar að vetni-
svæðingu fiskiskipaflotans.Til-
kynnt var um verkefnið á
laugardag þegartveir
vetnisknúnir strætisvagnar
voru teknir í notkun í Reykja-
vík. Það er fyrirtækið Nýorka
sem heldur utan um verkefnið
hér á landi en fyrirtækið er í
eigu Daimler Chrysler, Shell,
Norsk Hydro og íslenskra fyrir-
tækja og stofnana. Fjölmörg
erlend og íslensk fyrirtæki
taka þátt í verkefninu um
vetnisvæðingu fiskiskipaflot-
ans. Ætlunin er að 100 tonna
fiskiskipið verði vetnisknúið.
200 gestir
TÓNLIST: Suzuki-fiðlunám-
skeið fer fram ÍTónlistarskóla
Dalvíkur um helgina og var
búist við að um 200 manns
myndu leggja leið sína til
Dalvíkur af þessu tilefni.
Kennarar á námskeiðinu eru
allir erlendir og hafa mikla
reynslu á sínu sviði en auk
þeirra verða nokkrir íslenskir
kennarar þeim til aðstoðar.
Framkvæmdastjóra-
skipti í Járnblendinu
FRAMKVÆMDASTJÓRASKIPTI: Islenska járnblendifélagsið á Grundartanga.
Frank Björklund, sem verið hef-
ur framkvæmdastjóri íslenska
járnblendifélagsins á Grundar-
tanga sl. 3 ár, hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Elkem Alloy
í Bandaríkjunum og mun hann
taka við stöðunni síðar í þess-
um mánuði.
Frá og með 15. október nk. mun
Johan Svensson, núverandi yfir-
maður Elkem Engineering Projects,
koma í stað Franks Björklunds sem
framkvæmdastjóri Islenska járn-
blendifélagsins.
Heilt slysalaust ár náðist nýlega
hjá starfsmönnum íslenska járn-
blendifélagsins. Það er í fyrsta sinni
í sögu félagsins og af því tilefni var
fáni dreginn að húni laugardaginn
27. september sl. Miðað er við slys
sem leiða til íjarveru frá vinnu.
Áður hafði tekist að ná tæplega 200
dögum án slyss með Ijarveru.
Þetta er frábær árangur í öryggis-
málum og setur Járnblendifélagið í
flokk með þeim bestu í heiminum í
þessum iðnaði. Árangurinn má
fyrst og fremst rekja til skipulagðrar
vinnu starfsmanna félagsins. Hún
er fólgin í ýmiss konar fyrirbyggj-
andi starfi. Þar má nefna fræðslu-
starfsemi, upplýsingar til starfs-
manna á hverjum tíma, bættri um-
gengni og merkingum á vinnu-
staðnum. Jafnframt er lögð rík
áhersla á skráningu og grannskoð-
un allra óhappa og hættulegra að-
stæðna. í kjölfar grannskoðunar er
unnið að skipulögðum úrbótum á
aðstæðum sem gætu leitt til slyss.
Meginafurð íslenska járnblendi-
félagsins er kísiljárn sem skiptist í
marga stærðarflokka. Kísiljárn er
eitt af undirstöðuhráefnum stál-
iðnaðarins, ýmist notað til hreins-
unar á stáli eða sem blendiefni til
þess að fá fram ákveðna eiginleika
en auk þess er það notað í litlum
mæli í efnaiðnaði. Kísiljárnið sem
framleitt er á Grundartanga er 76%
kísill og um 22% járn. Um 1,5% er ál
og um 0,5% er kalsíum og afgang-
urinn ýmis snefilefni. gg@dv.is
LÍÚ sýknað í Hæsta-
rétti af kröfu Sí
Landsambands íslenskra
úvegsmanna hefur verið sýkn-
að af kröfum Sjómannasam-
bands (slands vegna deilna um
fækkun í áhöfnum fiskiskipa
vegna hagræðingar.
Sjómannasamband íslands gerði
fyrir tveimur árum kröfu um að
hnekkt yrði ákvæði um heimild út-
gerða og áhafna til að gera samning
um að þegar tæknibúnaður væri
settur um borð í fiskiskip eða hag-
ræðing ætti sér stað sem leiddi til
fækkunar í áhöfn skiptist ávinning-
ur af því til helminga á milli áhafn-
ar og útgerðar. Málið fór fyrir dóm-
stóla.
Með lögum nr. 34/2001 var endi
bundinn á verkfallsaðgerðir sam-
taka sjómanna annars vegar og
verkbannsaðgerðir LÍÚ hins vegar.
Hafði kjaradeila aðila þá staðið í
eitt ár. I lögunum var kveðið á um
skipun gerðardóms ef ekki hefði
náðst samkomulag í deilunni fyrir
tiltekið tímamark. Fór svo að gerð-
ardómurinn var skipaður og lauk
hann störfum með úrskurði 30.
júní 2001.
Kröfum synjað
í málinu krafðist Sjómannasam-
band íslands þess að dæmt yrði að
félagsmenn þess teldust ekki
bundnir af tveimur nánar tiltekn-
um málsgreinum í úrskurðarorði
HAGRÆÐING HEIMIL Heimilt er að semja við áhafnir vegna fækkunar í kjölfar
hagræðingar og tækniframfara um borð í fiskiskipum.
gerðardómsins - annars vegar um
hvernig skipta skyldi þeim hlut sem
sparaðist ef fækkaði í áhöfn skips
vegna tækninýjunga og hagræðing-
ar og hins vegar um hvernig áhafn-
ir skipa skyldu semja um slíkt við
útgerðarmann viðkomandi skips.
Varðandi fyrra atriðið taldist
gerðardómurinn hafa verið innan
þeirra heimilda sem honum voru
fengnar með 2. gr. laga nr. 34/2001.
Um síðara atriðið var talið að
samningar þeir sem um ræddi
vörðuðu vinnuaðstæður hverju
sinni um borð í tilteknu fiskiskipi
og að samningsumboð stéttarfé-
laga samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga
nr. 80/1938 um stéttarfélög og
vinnudeilur girti ekki fyrir að laun-
þegar gætu eftir lögmætri skipan
samið sjálfir um atriði varðandi
kjör sín sem snúi að einstaklings-
bundnum hagsmunum á vinnu-
stað þeirra. Var Landssamband ís-
lenskra útvegsmanna því sýknað af
kröfum SÍ í Héraðsdómi Reykjavík-
ur.
í Hæstarétti var ekki fallist á það
með stefnanda að ákvæði 5. gr. laga
nr. 80/1938 um stéttarfélög og
vinnudeilur standi því í vegi að fé-
lagar í aðildarfélagi stefnanda eiga
þess jafnan kost að leita aðstoðar
og atbeina stefnanda komi upp
ágreiningur um túlkun eða fram-
kvæmd ákvæðis 3. mgr. 2. töluliðs
úrskurðarorðs gerðardómsins. Því
sýknaði Hæstiréttur LIÚ af öllum
kröfum stefnanda en málskostnað-
ur var látinn falla niður. gg@dv.is