Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Side 11
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 SKOÐUN 11 Athvarf í „karlalandi" LAUGARDAGSPISTILL Jónas Haraldsson | aðstoðarritstjóri - jhar@dv.is ÉL Konur hafa, að minnsta kosti þær konur sem ég þekki, gaman af búðarápi. Eiginkona mín hefúr alla tíð haft yndi af því að kíkja í búðar- glugga, ganga eftir verslunargötum, hvort heldur er hérlendis eða er- lendis. Gluggarnir eru svo sem ekki nóg því hún sogast inn í hverja búðina af annarri. Ekki endilega til þess að kaupa heldur skoða og máta, því oftar en ekki eru þetta fataverslanir af einhverjum toga. Ég er að mestu laus við þessa náttúru. Búðir heilla mig ekki, nema ef vera kynnu stórar bóka- verslanir, en þrátt íyrir þetta nátt- úruleysi hef ég farið í fleiri verslanir en tölu verður á komið, einkum á ferðum okkar í útlöndum. Þar fmnst minni ágætu konu gaman að skoða og duga þá ekki fatabúðirnar einar. Hún kíkir í forngripaverslan- ir, gler-, kristals- og postulínsbúðir, handklæða- og dúkabúðir, auk ótal smáverslana. Útimarkaðir eru hennar líf og yndi þar sem ægir saman alls kyns dóti, nýju og gömlu, ætu og óætu. Ónefndir eru verslanaklasarnir, mollin svoköll- uðu. Þau hef ég þrætt upp og niður, fram og til baka þyí ég fylgi minni konu í rápinu. (pössun Á fáum stöðum þreytast fætur karla meira en í mollum. Að baki hlýtur að búa eitthvað sálrænt því þreytan gerir vart við sig þegar á fyrsta korterinu. Hún byrjar í tá- bergi og ökkla og færist síðan upp eftir kálfum, í hnén og lærin þar til ganglimimir megna ekki að halda áfram. Þegar í þetta óefni er komið er konan kannski í fyrstu eða ann- arri búð, óþreytt og til í ráp langt fram eftir degi. Konur eru vel af guði gerðar en einhverra hluta vegna hafa þær tæpan skilning á mollvanda manna sinna, skyndiþreytu og jafnvel upp- gjöf í miðri búðarferð. Ég veit að ég stríði ekki einn við þennan atferlis- vanda, þökk sé frétt í DV fýrr í vik- unni. Þar sagði, á miðvikudaginn, að vandamáf kvenna með eigin- menn í mollum væri alþjóðlegt. f fréttinni kom sem sé fram að konur í Hamborg ættu góða daga í vænd- um. Undir það hillir að þær þurfi ekki framar að draga með sér nöldrandi eiginmenn í verslanir. Krá ein í Hamborg, þar sem landsliðsstrákarnir okkar mala vonandi þýska kollega sína í dag, Nox bar eins og hún heitir, hefur nefnilega komið upp sérstöku „karlalandi“. í því athvarfi karla er boðið upp á ýmislegt til að hafa ofan af fyrir körlunum meðan eig- inkonur þeirra stunda það sem þeim þykir skemmtilegast, verslun- arferðir. Molltengd íslensk athvörf Konurnar fara að vísu með karl- ana eins og hvern annan vaming því hver kona fær kvittun fyrir sín- um manni þegar hún afhendir hann í athvarfið og verður að fram- vísa henni þegar hún sækir hann aftur úr pössun. Fyrir viðvikið borga konurnar 890 krónur en karl- inn fær heita máltíð meðan á vist- uninni stendur, tvo bjóra, fótbolta- leik í sjónvarpinu og tölvuleiki. f síðustu viku fengu blessaðir drengirnir að spreyta sig á fjar- stýrðum bíl og í næstu viku fá þeir litla kappakstursbraut. Þeir eru al- sælir, voru að vísu svolítið feimnir fyrst en aðlöguðust vel. Ekki þarf að spyrja að því að konurnar leika við hvurn sinn fíngur í mollunum á meðan. Konurnar mínar fimm supu hveljur, jesúsuðu sig og stukku síðan afstað. Þær dreifðust um hæðirnar, einarsér eðaíhópum. Sennilegt þykir mér að athvörf- um þessum fjölgi verulega á næst- unni, ekki aðeins í Þýskalandi held- ur um allan heim. Við íslendingar eigum tvö moll, Kringluna og Smáralind. Það liggur beint við að koma upp „karlalandi" í Kringlu- kránni og kjörinn staður fyrir slíkt athvarf vegna Smáralindar er Players í Kópavogi. Ekki þarf að dekstra karlana því þar eru bjórarn- ir stórir ekki síður en skjáirnir með fótboltaleikjunum. Með fimm konum Ég er vanur að þvælast í mollum með einni konu. Hún þekkir þreytumerkin og kann nokk að fást við þau, raunar með svipuðum hætti og Nox-barinn í Hamborg hefur bryddað upp á. Hún hefur því splæst á mig bjór annað veifið á mollrápi okkar, enda veit hún að ég verð viðráðanlegri í stuttan tíma á eftir. Það var mér hins vegar ný reynsla í síðasta mánuði að fara í moll með fimm konum: eiginkonu, tveimur dætrum og tengdadætr- um. Það var að vísu óvart en það breytir ekki miklu. Mollferð var það - og það löng. Við brugðum okkur út fyrir Iand- steinana, m.a. í fallega borg. Við höfðum til umráða rúmgóðan bíl og grunlaus ók ég öllum þessum konum í lífi mínu inn í borgina. Ég hélt í sakleysi mínu að við værum að fara að skoða mannlíf á breið- strætum, söfn og jafnvel snekkjur í höfninni. Allt þetta sáum við að vísu en áhugi kvennanna var ann- ars staðar. Þær voru með augun á búðargluggum, og ekki nóg með það: Þær soguðust inn í búðirnar, stórar jafnt sem smáar, kipptu í peysur, blússur og kápur, struku, handléku og mátuðu. Ég var sem viðundur þar sem ég fylgdi á eftir, tvísté og góndi upp og niður eftir innréttingunum. Þær skoðuðu Zör- ur og Mangóa og hvað þær heita, þessar ágætu búðir. Engu breytti þótt ég benti þeim á að hliðstæðar verslanir væri að finna í Kópavog- inum þegar við kæmum heim. Illur grunur „Er Hennes & Mauritz ekki ein- hvers staðar hér?" spurði önnur tengdadætra minna. ,Ættum við að fara þangað, það er nefnilega engin sl£k heima?" sagði hún með glampa í augum. „Já,“ sögðu hinar í kór, „það er ein hérna handan við horn- ið.“ Þær þustu af stað með það sama. Ég silaðist á eftir. Það stóð heima. Þegar við kom- um fyrir hornið gat að líta stórhýsi á mörgum hæðum með bílastæðum úti og inni. Vörmerki Hennes & Mauritz blasti við en um leið ýmis önnur. Að mér læddist illur grunur. Þetta var þó ekki eitt árans mollið enn með verslunum svo hundruð- um skipti? Væri svo var dagurinn glataður. Við gengum inn í glæsilegt and- dyrið og lituðumst um. Það fór ekki á milli mála. Moll var það og engin smásmíði, á mörgum hæðum úr gleri og steinsteypu. Verslanirnar voru hver annarri stórfenglegri. Konurnar mínar fimm supu hvelj- ur, jesúsuðu sig og stukku af stað. Þær dreifðust um hæðirnar, einar sér eða í hópum. Sambandsleysi óttuðust þær ekki enda líkur á að þær hittust í vinsælustu verslunun- um. Auk þess voru þær allar með farsíma í töskum og breytti engu í gleðinni þótt hringja þyrfti heim til Islands til þess að ná sambandi við aðra í næstu búð. Taka kvittun Ég gleymdist. Engin þessara góðu kvenna, sem allar eru mér ná- komnar, taldi sig bera ábyrgð á mér. Ég ráfaði um án þess að treysta mér inn í búðirnar, settist stundum á bekki og horfði upp í loftið. Veitingastaðir voru margir í glæsimollinu en í þeim efnum þurfti ég að hafa hemil á mér. Brjóstbirta var út úr myndinni enda var ég á bflnum. Konurnar höfðu, viljandi eða óviljandi, gleymt öku- skírteinum sínum heima. Við þessar aðstæður hefði „karla- land“ komið sér vel; athvarf íyrir drengi á öllum aldri til að fara f bflaleik eða horfa á fótbolta. Þá var mér hins vegar ókunnugt um þessa einföldu lausn á Nox-barnum þýska. Nú horfa málin öðruvísi við, þökk sé fyrrnefndum fréttastúf. Við verðum bara að vona það, piltarnir, að konurnar muni eftir að taka kvittun þegar þær koma okkur í pössunina. Ella er hætt við að eitt- hvað verði um óskilamuni í at- hvarfínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.