Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Side 12
12 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 11.0KTÓBER 2003
Útlönd
Heimurinn i hnotskurn
Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson
Netfang: gube@dv.is
Sími: 550 5829
Smith ætlar að leiða
Hjartað látið ráða för
BRETLAND: lain Duncan
Smith, leiðtogi breska
(haldsflokksins, ítrekaði í
gær að hann ætlaði að
leiða flokkinn í næstu
kosningum. Hann kallaði
kröfur manna um afsögn
hans bull og vitleysu
sem myndi líða hjá.
Smith viðurkenndi þó að
innan flokksins væru
óánægjuraddir en að
tekið yrði á þeim.
Leiðtoginn sagði við BBC
að vikan hefði verið góð
og vísaði á bug fullyrð-
ingum samflokksmanns
síns, Michaels Portillos,
um að landsfundurinn,
sem lauk á fimmtudag,
hefði verið sá versti í
manna minnum.
HOLLAND: Hollenski
prinsinn Johan Friso,
annar í röðinni að kon-
ungserfðum í Hollandi,
hefur ákveðið að fórna
þeim rétti sínum og gift-
ast konunni sem hann
elskar.
Prinsinn tók þessa
ákvörðun þegar Ijóst var
að ríkisstjórn Hollands
myndi ekki samþykkja
ráðahaginn. Það hefur
sem sé komið í Ijós að
unnusta prinsins, Mabel
Wisse Smit, átti í nánara
og lengra sambandi við
bófa einn en hún hafði
áður látið uppi. Forsætis-
ráðherra Hollands sagði
þetta slæmt fyrir kon-
ungsfjölskylduna.
Bandaríski varaforsetinn í vígahug:
Hótar hryðju-
verkamönnum
Dick Cheney, varaforseti
Bandaríkjanna, var vígreifur
mjög og hafði í hótunum við
hryðjuverkamenn um allan
heim í gærmorgun.
„Hryðjuverkamenn hafa orðið
fyrir miklu mannfalli og þeir munu
verða fyrir meiru,“ sagði Cheney,
einn af helstu harðlínumönnunum
í stjórn Bandaríkjanna, í erindi í
Heritage Foundation, íhaldssama
rannsóknarstofnun, í Washington.
Erindi varaforsetans var hluti ný-
haFinnar herferðar stjórnvalda í
Washington sem hefur það mark-
mið að svara sívaxandi gagnrýni á
stríðið í írak og eftirmál þess.
Vinsældir Georges W. Bush for-
seta hafa dalað mjög á undanförn-
um vikum vegna aukins mannsfalis
í röðum bandarískra hermanna. Þá
hefur það ekki bætt úr skák að eng-
in gjöreyðingarvopn hafa enn fund-
ist í írak en stríðið var einmitt rétt-
lætt með hættunni sem stafaði af
meintri vopnaeign Saddams
Husseins, fyrrum fraksforseta.
Svara til saka
Cheney sagði einnig í erindi sínu
að Bandaríkin ættu enn í höggi við
óvini sem gætu orðið hundruðum
þúsunda Bandaríkjamanna að
bana á einum og sama deginum og
varði innrásina í írak sem nauðsyn-
legan hlekk í baráttunni gegn slík-
um ófögnuði.
„Við gátum ekki sætt okkur við þá
miklu hættu sem stafaði af því að
Saddam Hussein og bandamenn
hans beindu gjöreyðingarvopnum
að okkur eða vinum okkar og
bandamönnum," sagði Cheney.
Þá ítrekaði hann það sem kallað
hefur verið „Bush-kenningin“ og
gengur út á það að hver sú ríkis-
stjórn sem leggur hryðjuverkahóp-
um lið verði látin svara til saka.
Fordæmdu hryðjuverk BNA
Austur í Irak fóru allt að tíu þús-
und sítar í mótmælagöngu um göt-
ur al-Sadr-hverfisins í Bagdad í gær
þar sem þeir fordæmdu Bandaríkin
fyrir hryðjuverk. Efnt var til mót-
mælanna á sama tíma og tveir sítar,
sem bandarískir hermenn felldu á
fimmtudag, voru bornir til grafar.
Bandaríski herinn segir að menn-
irnir tveir hafi fallið í kjölfar fyrirsát-
ar á bandarískan eftirlitsflokk á
fimmtudag.
Cheney sagði einnig í er-
indi sínu að Bandaríkin
ættu enn í höggi við
óvini sem gætu orðið
hundruðum þúsunda
Bandaríkjamanna að
bana á einum og
sama deginum.
fbúar hverfisins segja að menn-
irnir tveir hafi verið lífverðir
sítakferks og að þeir hafi fallið í
skotbardaga eftir fýrirsátina.
Engan rétt
Allir helstu ráðamenn Bretlands
sóttu minningarathöfn um fallna
breska hermenn í frak sem haldin
var í St. Paul’s dómkirkjunni í
London í gær. Athöfninni var einnig
ætlað að reyna að jafna þær miklu
deilur sem eru í Bretlandi um stríð-
ið í írak. Ýmsir ættingjar föllnu her-
mannanna sögðu að Tony Blair for-
sætisráðherra ætti engan siðferði-
legan rétt á að sækja minningarat-
höfnina þar sem stríðið sem hann
háði hefði verið óréttlætanlegt.
ÚTFÖR í BAGDAD: Mikill fjöldi sítamúslíma fylgdi tveimur mönnum, sem féllu í átökum við bandaríska hermenn, til grafar al-
Sadr-úthverfinu í Bagdad í gær. Mennirnir tveir, sem voru lífverðir sítaklerks í hverfinu, féllu í átökum sem fylgdu í kjölfar fyrirsát-
ar á bandarískan eftirlitsflokk á fimmtudagskvöld þar sem tveir bandarískir hermenn féllu. Al-Sadr hverfið er aðallega byggt sít-
um sem eru í meirihluta í (rak. Hverfið var áður nefnt eftir Saddam Hussein.
Atta ára drengur
féll í árás á Gaza
Friðarnóbelinn tillrans:
Umbótasinnar fagna
verðlaunaveitingu
Átta ára drengur var í hópi sjö
Palestínumanna sem féllu í
árás ísraelska hersins á Rafah-
flóttamannabúðirnar á landa-
mærum Gaza og Egyptalands í
gærdag.
ísraelar sendu tugi skriðdreka,
sem nutu fulltingis þungvopnaðra
þyrlna, inn í flóttamannabúðirnar
til að leita að jarðgöngum vopna-
smyglara. Israelar hafa sakað
Palestínumenn um að reyna að
komast yfir loftvarnarflugskeyti.
Yasser Arafat, forseti Palestínu-
manna, tók þátt í bænahaldi í Ram-
allah í gær, að því er virðist til að
reyna að kveða niður orðróm um
að hann hefði fengið hjartaáfall og
þjáist af magakrabba. Arafat hafði
þá ekki komið fram opinberlega í
þrjá daga.
Á vettvangi stjórnmálanna var
mikill ys og þys þar sem embættis-
Á BÆN: Yasser Arafat, forseti Palestínu-
manna, tók þátt í bænahaldi í Ramallah.
menn sögðust vera að reyna að
sannfæra Ahmed Qurie, nýskipað-
an forsætisráðherra palestínsku
heimastjórnarinnar, um að hætta
við að segja af sér.
Bandaríkjaforseti
ætlar að herða
skrúfuna á Castro
George W. Bush Bandaríkja-
forseti hefur ákveðið að grípa til
nýrra refsiaðgerða til að flýta
fyrir falli kommúnistastjórnar
Fidels Castros á Kúbu.
„Kúba verður frjáls," lýsti
Bush yfir í gær þegar hann hafði
greint frá því að meðal annars
yrði hert enn frekar á ferða-
banninu til Kúbu og að tekið
yrði á ólöglegum peningasend-
ingum til landsins.
Bush sagði að ákveðið hefði
verið að grípa til þessara refsi-
aðgerða vegna þess að Castro
hefði hagað sér á „fyrirlitlegan
hátt“ og gripið til nýrra ofsókna
á hendur andófsmönnum.
Ýmsir kúbverskir útlagar í
Bandaríkjunum hafa gagnrýnt
stjórnvöld f Washington fyrir að
gera ekki meira til að koma
stjórn Castros frá völdum.
Colin Powell utanríkisráð-
herra hefur reynt að fá önnur
ríki til að þrýsta á að lýðræði
verði komið á á Kúbu.
íranskir umbótasinnar fögn-
uðu mjög ákvörðun norsku
nóbelsnefndarinnar að veita
lögfræðingnum og mannrétt-
indafrömuðinum Shirin Ebadi
friðarverðlaun Nóbels í ár,
fyrstri íslamskra kvenna.
„Við verðum að óska írönsku
þjóðinni, einkum þó konum, til
hamingju með velgengni hennar
og líta á þetta sem sigur fyrir alla þá
sem eru að reyna að efla mannrétt-
indi og kveða niður kúgun um
heim ailan," sagði umbótasinnaða
þingkonan Elahe Koulaei.
Ebadi sagði á fundi með frétta-
mönnum í París að brýnasta verk-
efni klerkastjórnarinnar í Iran væri
að efla tjáningarfrelsi í landinu og
leysa úr haldi alla þá sem sitja á bak
við lás og slá fyrir það eitt að tjá
GLÖÐ: Shirin Ebadi var að vonum
ánægð með að hljóta friðarverðlaun
Nóbels, fyrst íslamskra kvenna.
skoðanir sínar.„Ég vona að þetta
muni hafa áhrif í íran,“ sagði hin 56
ára gamla Ebadi um friðarverð-
launin.