Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Page 18
18 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 Ég stóð uppi allslaus Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri, leikskáld og rithöfundur, hefur skrifað bók sem heitir Að láta lífið rætast og Salka gefur út. Þar segir Hlín á opinskáan og hreinskilinn hátt frá sextán ára sambúð sinni við Þor- vald Ragnarsson lögfræðing og alkó- hólista sem lést langt fyrir aldur fram úr krabbameini. Það er áreiðanlega ekki öllum gefið að segja opinberlega frá lífi sínu og draga fátt eða ekk- ert undan. Það hefur Hlín Agnarsdóttir gert með bók sinni, Að láta lífið rætast. Þar lýsir Hlín á einstaklega opinskáan og hreinskilinn hátt sextán ára ástarsambandi sínu við Þor- vald Ragnarsson lögfræðing, alkóhólista sem lést langt fyrir aldur fram af krabbameini. Hlín lýsir því hvernig fíkn eins og alkóhól- ismi mótar og brýtur undir sig smátt og smátt ekki aðeins þann sem þjáist af honum heldur líka mótaðilann í ástarsambandinu og alla sem tengjast þeim veika. Til þess að skilja betur hvað Hlín er að fjalla um í bókinni er freistandi að grípa niður í bók- ina framarlega þar sem hún lýsir ástmanni sínum skömmu eftir andlát hans. Hann var allslaus „Þegar þessi fallegi, vel gefni maður féll frá hafði hann drukkið aOt frá sér. Hann átti hvorki fjölskyldu né heimili, hafði skuldsett vini og ættingja, var eignalaus og gjaldþrota, dæmdur í fangelsi og fésektir fyrir fjárdrátt hjá opinberri stofnun, en náðaður í dauðastríð- inu. Hann hafði glatað atvinnu sinni, heiðri og starfsréttindum. Hann var allslaus og nú var lífið tekið frá honum líka. Við andlátið var maðurinn sem ég hafði elskað og eytt bestu árum mínum með langt leiddur alkóhólisti og sorglegt dæmi um fjölskyldusjúkdóminn alkó- hólisma sem getur ekki endað öðruvísi en með harmleik, geðveiki eða dauða sé ekkert að gert. Þegar ég kynntist honum hafði ég ekki hugmynd um hvað alkóhólismi var. Þegar hann var dáinn var ég orðin sérfræð- ingur bæði í sjúkdómnum og ekki síst mann- inum sem persónu. Á meðan ég var að „dokt- orera" í honum gleymdi ég sjálfri mér. Ég lagði mínar þarfir til hliðar og vissi ekki lengur hverjar þær voru. Ég stóð því líka uppi alls- laus.“ Ætlaði fyrst að skrifa skáldsögu DV gekk á fund þessarar konu sem hefur lagt hluta af hjarta sínu og lífi á borðið með þeim hætti sem fáir Islendingar hafa gert áður. Hfín hefur komið sér fyrir í nýju hús- næði í Skúlatúni þar sem hún rekur fyrirtæki sem heitir Dramasmiðjan, ásamt Margréti Ákadóttur, leikara og leiklistarmeðferðarfræð- ingi. Það fyrsta sem blaðamann langaði til að vita var hvaða bækur væru fyrirmynd þessar- ar? „Fyrirmyndin er eiginlega bók sem heitir Grace and Grit og er eftir Ken Wilber. Wilber er mikill andans maður og er mjög þekktur heimspekingur í nýaldarfræðum í Ameríku. Bók hans byggist á bréfasambandi lians við eiginkonu sína sem dó úr krabbameini en hún var stóra ástin í lífi hans. Þau trúlofuðust hálf- um mánuði eftir að þau kynntust, giftu sig fjórum mánuðum síðar og skömmu eftir brúðkaupið greindist hún með krabbamein sem dró hana til dauða fjórum árum síðar. Allt þeirra hjónaband varð því píslarganga, tengd þessum veikindum. Þar fékk ég hugmyndina að því að nota bréfin því að ég átti bréfasafn milli okkar Þor- valds. En ég hef alltaf haft áhuga á því að skrifa þessa bók. Það er langt síðan ég skrifaði minn- isblað sem hét: Bókin um Túraldó. Ég ætlaði í rauninni að skrifa skáldsögu um þetta líf. En maður var oft svo ringlaður í þessu ferli og þá fann ég mig oft í að hugsa að ég þyrfti að skrifa um þetta til þess að reyna að skilja það,“ segir Hlín og horfir út um gluggann á úfið haf við veðurbarið land. Klakaköggull í brjósti mér - Þú segir í bókinni að hún sé trúnaðarbréf til lesenda og skilningsleit. Hvers vegna ákvaðstu að gera þetta? „Mér fannst eins og það sæti í brjósti mínu klakaköggull sem ég þyrfti að losa mig við. Þessi saga, þessi fortíð, hamlaði mér að mörgu leyti í því að ná árangri persónulega í lífinu. Eg skammaðist mín fyrir að hafa látið þetta ganga jafn langt og raun bar vitni og líka fyrir Batnað eftir Þorvald: Hlín Agnarsdóttir átti í sextán ára ástarsambandi við Þorvald Ragnarsson lögfræðing og alkóhólista. Hún hefur skrifað opinskáa bók um samband þeirra. DV-mynd ÞÖK séu ekki til. Ég held að þeir sem geri slíkt ára- tug eftir áratug hætti eiginlega að vera til. Ég er búin að vera að skrifa nánast alla mfna ævi en ein ástæðan fyrir því að ég hef ekki af- kastað meira en ég hef gert er sú að ég gerði mig upptekna af þessu sambandi. Ég held ég geti orðað það þannig að ég hafi verið haldin fíkn í veika einstaklinga og þannig er því farið með marga aðra,“ segir Hlín. Uppkastið þyrmdi yfir mig - Nú býst ég við að margir sem búa við erf- iðar aðstæður telji þær vera einstakar og vilji ekki bera vandkvæði sín á torg. Eru svona sambönd eins og þú lýsir í meginatriðum öll eins? „Þau eru það. Þetta mynstur er ekki endi- lega tengt alkóhólisma því fólk getur lokast inni í meðvirkniferli vegna ýmissa annarra vandamála, eins og t.d. spilafíknar eða átfíkn- ar, sem eru engu síður mannskemmandi." - Það má skilja lokaorð bókarinnar þannig að skrif hennar hafi verið lokaáfanginn í ein- hverju ferli, einhvers konar reikningsskil. Voru skriftirnar þá eins konar læknismeðferð fyrir Þig? „Þær voru það örugglega. En ég hefði aldrei getað gert þetta nema vegna þess að ég hef verið í nokkurs konar meðferð árum saman. Bak við þessi skrif eru margir sérfræðingar, góðir vinir, stuðningsmenn og sálusorgarar. Þetta er hrikalegt ferli og þegar ég las fyrsta uppkastið lagðist ég í rúmið. Þegar ég sá þetta á blaði fyrir framan mig þyrmdi yfir mig og mér fannst ég ekki geta lifað lengur." Snæfríður og Magnús - Þessi bók er gríðarlega opinská, bæði gagnvart Þorvaldi og ekki síður gagnvart sjálfri þér. Fannst þér það aldrei erfitt að leggja líf þitt á borðið með þessum hætti? „Auðvitað fannst mér það erfitt. Ég hætti við hvað eftir annað og hvfldi mig á verkinu og ákvað að hætta alveg við. Svo kom ég að því aftur og fann verkinu margar rætur, m.a. í ís- landsklukkunni í lýsingunum á sambandi Snæfríðar og Magnúsar. Þorvaldur hafði mik- að hafa endurtekið álíka sambönd við aðra menn oftar en einu sinni. „Hvern átti ég að spyrja um leyfi? Mér finnst ég draga upp góða mynd afmanni sem ég elskaði og margir gætu efast um að ætti erindi í bók. Hann var veikur og ég veiktist með honum." Ég var að reyna að raða lífi mínu saman og fá einhvers konar skýringu og skilning og mér finnst núna eins og þetta sé afgreitt endan- lega,“ segir Hlín. - Það eru núna liðin fimm ár frá því Þor- valdur dó. Þú hefur greinilega gefið þér góðan tíma til að skrifa bókina. „Ég fékk bréfin frá mér til hans afhent tveimur mánuðum eftir að hann dó. Þá strax var ég vígreif og í dugnaðarkasti ætlaði ég að raða þessu snöggvast saman en brotnaði sam- an undan lestrinum. Ég var hreinlega búin að gleyma því hverju við höfðum trúað hvort öðru fyrir, ástarjátningum og þeim tilfinning- um sem tifheyrðu hverju tímabili í sambandi okkar. Þá lagði ég þetta á hilluna og ætlaði fyrst að skrifa skáldsögu um þetta sem ég er ekki búin með og reikna ekki með að það verði nein skáldsaga úr því sem komið er. Það að hafa skrifað þessa bók gerir að verkum að mikið af öðru efni, sem mig langar til að fást við, fær loksins pláss og brautargengi hjá sjálfri mér. Þetta var svo mikill baggi, flóknar og erfiðar tilfinningar. En þetta er ekki einstök saga. Það eru svo margir sem eru að basla við að lifa við erfiðar tilfinningalegar aðstæður. Fólk er alltaf að bæla niður erfiðleika sína og iáta sem þeir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.