Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Side 25
LAUGARDAGUR 77. OKTÚBER 2003 DVHELGAH8LAÐ 25 Er val Hildar Harnar Daðadóttur hjá K. Karlssyni Alsace, hið margrómaða vínhérað, er í Norðaustur-Frakklandi og koma þaðan afar fjölbreytt matarvín, t.d. Gewiirztraminer. Það sem er einkenn- andi fyrir Alsace-vínin er lagið á flösk- unum en þær eru með mjóum búk og löngum hálsi. Veðrið er venjulega þurrt og sólríkt og má nefna að borgin Colmar, í suðurhluta Alsace, er sú borg í Frakklandi þar sem einna minnst rignir. í Alsace eru rúmlega 9000 vín- bændur sem deila með sér um 13 þús- und hekturum sem leiðir til þess að meðalvíngarður er einungis örfáir hektarar. Margir víngarðar eiga rætur að rekja til 17. aldar. Alsace fékk gæðastaðalinn App- ellation d’Origine Contrðlée, AC, árið 1962 og er meirihluti vínframleiðslu Alsace undir AC. í Alsace eru sjö þrúg- ur: Pinot Blanc, Pinot Gris (Tokay d’Al- sace), Pinot Noir, Gewúrztraminer, Riesling, Sylvaner og Muscat. Ef vínið er blandað úr þessum þrúgum, einni eða fleiri, er það kallað Edelzwicker. Stöðug þróunarvinna er í Alsace. Framkvæmdarstjóri víngerðarinnar Dopff & Irion í Alsace var hér á landi í fyrra og kynnti þá nokkur vín. Á þeim bæ er trú manna að gæði vínsins batni í vfngarðinum - með meiri gæðum þrúgnanna. Fyrir nokkrum árum byrj- aði Dopff & Irion þannig að planta grasi á milli annars hvers vínrima til þess að fá samkeppni milii rótanna sem leiðir til beittara bragðs úr þrúg- unum. Og árið 1994 byrjuðu þeir að klippa til Grand Cru vínviðinn, minnka nýtinguna en auka gæðin Smávegis rigning, heilmikið sólskin og þykkir veggir af bleikum sandsteini sem dregur í sig hitann eru hin full- komnu skilyrði fyrir vínviðinn í görð- um Chateau Isenbourg en þaðan koma vínin að þessu sinni. Hinn eigin- legi kastali (chateau) var byggður fyrir Merovignia og sögulegar arfleifðir vísa til víngerðar þegar á tímum Róma- veldis. Chateau Isenbourg er ekki ein- göngu nafn fágaðra vína heldur er eitt besta veitingahús héraðsins í þessum kastala og á góðum degi má sjá sviss- nesku Alpana. Clos du Chateau Isenbourg Pinot Blanc er vín þar sem víngerðarmeist- arinn hefur lagt mikla áherslu á að ferskleiki og ávöxtur þrúgunnar fái sín best notið. Samspil ríkulegs ávaxtar og ferskrar sýru gera það að verkum að vínið hentar vel með kryddaðri mat, eins og fiski og hvítu kjöti. Clos du Chateau Isenbourg Pinot Blanc fæst ÍÁTVR og kostar 1790 krón- ur. Clos du Chateau Isenbourg Riesling er ólíkt hinu fyrra. Hinn kalkmikli jarð- vegur búgarðsins gefur þessu víni ákveðinn ferskleika. Sítrusávextir eru áberandi en vínið opnast smám sam- an eftir að tappinn hefur verið tekinn úr og er þá helst að finna blómailm. Vínið er einstakt með fersku sjávar- fangi og bragðmiklum ostum. Clos du Chateau Isenbourg Riesling fæst í ÁTVR og kostar 1.990 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.