Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Page 34
54 DV HELGARBLAD LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003
íslenska knattspymulandsliðið leikur mikilvægasta leik sinn tilþessa í dag:
Draumur að veruleika?
ÍÞRÓTTALJÓS
Eiríkur Stefán Ásgeirsson
eirikurst@dv.is
DV, Hamborg:
í dag verður háður einn mikil-
vægasti íþróttaviðburður í
sögu lands okkar, ef ekki sá
allra mikilvægasti. í fyrsta
sinn á íslenska liðið mögu-
leika á að komast á úrslita-
keppni stórmóts í knatt-
spyrnu með því að vinna að-
eins einn leik. En andstæðing-
urinn í þessum eina leik er
góður, sennilega það góður
að allt annað en tap verður að
teljast einn besti árangur ís-
lenska landsliðsins frá upp-
hafi.
„Við getum bara látið okkur
dreyma um að sigra í Þýskalandi,"
sagði Ásgeir Sigurvinsson, annar
tveggja landsliðsþjálfara íslands, á
blaðamannafundi íslenska liðsins í
gær. Vissulega orð að sönnu.
Allir eru landsliðsmennirnir var-
kárir.í yfirlýsingum og enginn þeirra
vill viðurkenna að það sé raunhæft
að ætíast til þess að íslenska lands-
liðið vinni þennan leik. En allir láta
þeir sig dreyma og má búast við því
að þeir muni nota sér það í leiknum
til að ná upp baráttugleði og sam-
stöðu í hópnum. Og er það af hinu
góða.
Gamla tuggan segir að íslenska
landsliðið bregðist alltaf þegar á
hólminn kemur. Til samanburðar
má nefna 3 síðustu leiki í und-
ankeppni HM 2002. Fyrst komu
Tékkar í heimsókn og vann íslenska
liðið þann leik, 3-1, og var þá hæstu
hæðum náð. Næst komu tveir skell-
ir, gegn Norður-írum og Dönum og
var draumurinn endanlega úti.
Árangurinn gegn Þjóðverjum
heima í síðasta mánuði var ekkert
Væru allir klárir, búnir
að spila alla leiki með
sínum félagsliðum, væri
hætt við ofmetnað á
eigin getu og liðið yrði
væntanlega yfirspilað
af Þjóðverjum.
minni en sigurinn á Tékkum fyrir
tveimur árum. Spurningin er hins
vegar: Hafa landsliðsmennirnir lært
af reynslunni og hefur landsliðs-
þjálfurunum tekist að halda þeim á
jörðinni?
Ef Ásgeir og Logi hafa ekki komið
í veg fyrir að menn fari á flug hafa
meiðslavandræðin vissulega gert
það. Strax er Ijóst að þrír menn úr
fyrri leiknum verða ekki með. Lárus
Orri Sigurðsson og Heiðar Helgu-
son eru meiddir og Jóhannes Karl
Guðjónsson í banni. Aðrir þrír lykil-
menn eru í kapphlaupi við tímann,
þeir Rúnar Kristinsson, Pétur Mart-
einsson og Hermann Hreiðarsson.
Menn eru þó bjartsýnir á að þeir
verði klárir, en það verður ekki vitað
fyrr en rétt fýrir leik.
Svo er það leikformið margfræga.
17 af 20 landsliðsmönnum leika
með félögum víðs vegar úr Evrópu
og eru fæstir þeirra fastamenn í sín-
um liðum.
Allt þetta gerir það að verkum að
menn verða að horfa með raunsæj-
um augum á leikinn. Væru allir
klárir, búnir að spila alla leiki með
sínum félagsliðum, væri hætt við
ofmetnað á eigin getu og liðið yrði
væntanlega yfirspilað af Þjóðverj-
um (eins og gerðist gegn Norður-Ir-
um haustið 2001).
En Þjóðverjar eiga líka í vandræð-
um með sitt lið. Michael Ballack er
meiddur en ætlar að spila og þótt
svo að hann sé með rétt hugarfar
breytir hann ekki líkamlegu ástandi
sínu og það gæti komið honum í
koll. Vinstri kanturinn er stærsti
höfuðverkur Rudi Völlers landliðs-
þjálfara, Tobias Rau er meiddur og
mennirnir sem gætu tekið hans
stöðu hafa verið harkalega gagn-
rýndir fyrir lélega frammistöðu með
félagsliðum sínum í Þýskalandi.
Á hægri kantinum hjá íslandi er
Þórður Guðjónsson sem hefur
blómstrað síðan hann kom aftur
inn í íslenska landsliðið. Hver veit
nema hann geti fært sér þetta í nyt
og skapað nokkur hættuleg' færi fyr-
ir sóknarmenn okkar í leiknum.
Allar þessar vangaveltur hafa þó
lítið að segja þegar flautað verður til
leiks í dag. Menn geta undirbúið sig
af kostgæfni en það gæti haft lítið
að segja ef dagsformið er lélegt. Ás-
geir og Logi léku vissulega á Þjóð-
verja í síðasta mánuði sem gerði
Allir eru landsliðsmenn-
irnir varkárir í yfirlýs-
ingum og enginn þeirra
vill viðurkenna að það
sé raunhæft að ætlast
til þess að íslenska
landsliðið vinni
þennan leik
þýska landsliðið ansi vandræðalegt
og eru þeir enn að súpa seyðið af
því. Ef til vill tekst þeim Ásgeiri og
Loga að endurtaka þann leik, hver
veit?
Sigur færir íslandi sæti á EM
2004. Jafntefli dugar ekki ef Skotar
vinna sinn leik. Tap eða jafntefli
dugar í 2. sætið og þar af leiðandi
aukaleik um laust sæti í Portúgal ef
Skotar vinna ekki Litháa í dag en sá
leikur fer fram á sama tíma - svo
einfalt er það.
Komd’að leika!
Leiklistarnámskeiðin hefjast í næstu viku
Skráðu
núna í síma 5517300
www.
■ •
.IS
Kennarar: Hlín Agnarsdóttir leikstjóri, Margrét Ákadóttir leikari
og Stígur Steinþórsson leikmyndahönnuður
'rdmasmiof&n
/ði£ur-j£öfrun - mujtnrœ^t / Skúlatúni 4 / 4.hæð