Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Qupperneq 37
—■ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 DVBlLAR 57 DV Bílar Allt sem hreyfíst Umsjón: Njáll Gunnlaugsson Netfang: njall@dv.is Sími: 550 5808 Mazda 3 bíll árs ins í Danmörku Síðastliðinn fimmtudag var til- kynnt um bíl ársins í Danmörku 2004 en það þykir oft gefa góða vísbendingu um valið á bíl árs- ins í Evrópu sem fer fram seint í nóvember. Alls voru 24 bílar í valinu hjá dönsku blaðamönnunum og var það Mazda 3 sem varð efstur á und- an Opel Meriva fjölnota smábfln- um sem varð í öðru sæti. Þriðja sætið vermdi svo nýr VW Golf, fjórði varð Toyota Avensis fyrir góða dísilvél og fimmti ný kynslóð Fiat Panda. Blaðamannahópurinn frá Danmörku samanstóð af 25 blaðamönnum og þótti Mazda 3 að þeirra mati skara fram úr fyrir fal- lega hönnun, góða aksturseigin- leika og mikinn búnað miðað við verð. Má þar til dæmis nefna að sex öryggispúðar og ESP-skrikvörn eru staðalbúnaður í bflnum. Mazda 3 fylgir þannig eftir góðum árangri Mazda 6 í fyrra sem varð annar í valinu á bfl ársins í Evrópu. Mazda 3 þótti skara fram úr fyrir fallega hönnun, góða akst- urseiginleika og mikinn búnað miðað við verð. Mazda 3, bíll ársins í Danmörku 2004, kynntur af samtökum bíla- blaðamanna þar í landi. Erfið þriggja daga próf Helstu forsendur sem dómararn- ir gáfu sér við valið eru nýjungar, aksturseiginleikar og ekki síst hag- kvæmni, þ.e. hvað kaupandinn er að fá fyrir peningana. Bflarnir eru reyndir á ýmsa vegu í þrjá daga og til marks um hvað þeir þurfa að ganga í gegnum var það í þessu prófi sem A-lína Mercedes-Benz MyndHenning Bagger va^ 1 hinu fræga elgsprófi. Ekki er nóg að bfllinn sé með það sem kall- að er andlitslyftingu heldur verður hann að vera nýr eða af nýrri kyn- slóð. Hann verður að vera kominn á markað í Danmörku í síðasta lagi í janúar 2004 og verð hans verður að vera ákveðið svo ekki muni meira en 5000 dkr. Að sögn Guðmundar Bjarnason- ar, sölustjóra hjá Ræsi, eiga þeir von á fyrstu bflum í nóvember og verður bfllinn frumsýndur upp úr miðjum mánuðinum. „Verðið á bfl- um með 1,6 lítra vélinni verður lík- lega frá 1.825.000 kr. þótt það sé þó ekki staðfest ennþá. I boði verða bflar með 1,6 og 2, 0 lítra vélum ásamt dísilvélum þegar eitthvað gerist í þungaskattsmálum. Bflarnir með tveggja lítra vélinni verða ein- göngu beinskiptir," sagði Guð- mundur. Hér er svo listi yfir þá 24 bfla sem voru í valinu að þessu sinni: BÍLAR I FORVALI Audi Á3 BMW 5-lína Citroén C2 Daewoo Kalos Daewoo Evanda Daewoo Nubira Fiat Panda Ford Fusion Ford C-Max Honda Accord Kia Magentis Mazda 2 Mazda 3 Mitsubishi Lancer Mitsubishi Outlander Nissan Micra Opel Meriva Renault Mégane Renault Scénic Suzuki Alto Suzuki Ignis Toyota Avensis VWGolf VWTouran t æ k n i ■ ■ ■ . . . y VARTA ViSurkenndir rafgeymar við allar aSstæöur Vilt þú vera með öruggt start? Einstök Silfur-tækni Varta rafgeyma er bæði í Bláu og frábæru Silfur-línunni. Silfurinnihald gefur öflugt start og lengir líftíma geymanna um 20% (u.þ.b. 1 ár) í samanburði við venjulega rafgeyma. Rafgeymarnir eru algerlega viðhaldsfríir. Silfur-línan hefur þar að auki 30% meiri startkraft. Vertu viss um að næsti rafgeymirinn þinn sé Varta rafgeymir með silfri. Við eigum rafgeymana á lager. Skiptu tímanlega og forðastu vandræði í ræsingu. Bestir í raun Borgartúni, Reykjavík Bildshöfða, Reykjavik Dalshraunl, Hafnarfirði Hrismýri, Selfossi Dalbraut, Akureyri Grófinni, Keflavík Lyngási, Egilsstöðum Smiðjuvegi, Kópavogi Radíóþjónusta Bílanausts Siðumúla, Reykjavík Alaugarvogi, Hornafirði RSH.is, Dalvegi, Kópavogi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.