Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Page 40
60 DVBÍLAR LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003
Viku fyrir (talska kappaksturinn leit út fyrir
að ekki kæmi niðurstafia í meistarakeppni
ökumanna og liða fyrr en dómarar og
lögf ræðingar væru búnir að fara yfir öll
úrslit þessa árs. Astæðan var kæra Ferrari til
FIA um meinta ólöglega framhjólbarða
Michelin. Fyrir hálfum mánuði batt Luca cdi
Montezemolo, forseti Ferrari, enda á þann
hnút með því að lýsa yfir friði og sagði að
baráttan ætti að fara fram á
kappakstursbrautinni en ekkl dómsölum.
Sporting Regulal
^^^SRcguJi
ssa^iSSss
ssa,sas5S,«-'—* /
lííkeppnisreglu númer 147d segirað kærur skuli undir eðlilegum
kringumstæðum berast innan 30 minútna frá þeim tíma sem úrslit eru kynnt.
Hins vegar leyfir regla númer 149b að lið geti hvenær sem er lagt inn kærur eða
mótmæli ef sannanir um reglubrot koma í Ijós. 2: FIA hefur alltaf haft þann
möguleika opinn að geta yfirfarið hjólbarða eftir keppni þar sem regla númer 79
gefur þeim rétt til að framkvæma slikar skoðanir á öllum tímum
Eftir því sem hjólbarðinn ''
slitnar verður lítil aukning 'SK
á þeim fleti sem snertir I
yfirborð brautarinnar. lÉfÉ
Ef engar reglur eru til um H
form raufanna er hægt að ^ W \lra
nota þærtil aðauka —-rsáŒhöz- ..........■■■■ 7
slitflötinn á óleyfilegan hátt.
Með tilliti til uppsetningar
bílsins er hægt, með
óreglulegu bili raufanna, að
auka enn þann flöt sem
snertir yfirborðið. Oæmi A; Meirí snertiflötur á brautinni þýðir meira grip, sem
gefur betrl hringtima þar sem spyrnan og beygjuhæfileikar aukast. Hversu mikið
hægt er aö hagnast á óverulega litlum fleti, er enn til umræðu.
Breidd barðahs (snertiflötur)
I I Hámarksstærð framdekkja er 270mm
j~j Tilgáta Ferrari var að framhjólbarðar
™ Michelin færu fram úr þessum
takmörkunum. Það eru engar slíkar
takmarkanir á afturhjólbörðunum.
Strangar kröfur eru um málsetningar á
hjólbörðunum. (Allar mælingar miðast við
hjólbarðann uppblásinn)
Aftur Fram
Olía: því meira
af henni, því
mýkri verður
gúmmíblandan.
Steinefni;
þykkir og
bindur saman
blönduna,
dregur úr sliti
og losi.
Megin-
uppistaðan í
hjólbörðunum
er þrjú efni
sem eru
blönduð
misjafnlega.
Getgátur hafa
verið uppi um að
Bridgestone hafi
verið með misjafnar blöndur I
fram- og afturhjólunum og
byggjast þær á lyktinni af
gúmmiinu.
Oekkjaraufamar hafa nú verið mældar fyrir og eftir keppni (frá
og með (talfukappakstrinum). Þvf verður form raufanna að
vera með þeim hætti að það auki ekki snertiflötinn um of.
Grafík: © Russell Lewis
jj Lengd brautar: ^
Keppnislengd: ^
Ráspóli 2002 - M.Schumacher: (l:31.317s) 229.481 km/klst.
Hraðasti hringur - M.Schumacher: (1:36.125s) 218.003km/klst. Hringur 15.
Mesti hraði (tímatöku) - M.Schumacher: 306.9km/klst.
Japanski kappaksturinn hefur um árabil verið háður á hinni
einstöku Suzuk-kappakstursbraut, en hún er eina braut
mótaraðarinnar sem er í laginu eins og átta. Við hliðar
brautarinnar er stór tfvolfgarður og er risastórt parfsarhjól
einkenni hans.
Brautin er I uppáhaldi hjá flestum ökumönnum því hún býður
upp á allar gerðir af beygjum - þröngar, hægar, hraðar - og
hvergi má missa einbeitingu því flæði brautarinnar er gott. Hverja
beygju verður að taka með tilliti til þeirrar næstu. Yfirborð hennar
er að mestum hluta mjög slétt, en þó eru ójöfnur og baygjujtplar
sem reyna á uppsetningu bilanna.
Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á
tveimur beygjum Suzuka-brautarinnar sem koma
til með að stytta hringtíma hennar. 130R, ein
hraðasta og hættulegast beygja tímabilsins, hefur
verið rúnnuð f kjölfar alvarlegs óhapps Allans
McNish í fyrra. Síðasti hlykkurinn hefur einnig
verið lagfærður og verður hraðari f kjölfarið.
p—-w (zOD—
|!~W^ Hairpin
First
Curve
Casio
Triangle
Dunlop
Curve
ðSÓCu
Degner Curve
Breytingar brautar
ÍZZZ3
Tímasvæði draðamæling
Þyngdarkraftur
Númer beygju
Samanlagt
Tfmasvæði
Öll þurrdekk skuiu hafa fjórar eins raufar
í réttu fari
Raufar minnka
við slit dekkjanna.
Nýtt dekk
Stærðin skiptir máli
365mm
305mm
380mm
i355mm
hæð er
660mm
framhjólum
geta gefið
mikla
yfirburði.
Þvermál
felgu 330mm
(+/- 2.5mm)
... á meðan mýkri frambjólbarðar gefa
meira gríp og auðvelda akstur i beygjum.
Suzuka Circuit International Racing Course: Suzuka
12. október 2003
5.878km
53 Hringir/311.338km/klst.
▼ Viðmiðunartímar
Rássta&a
(ökumenn innan við 7 sek. frá ráspólstima)
Upplýsingar: RENAULT
1 Úrslit 2002 P Fljótastir i tímatökum 1 Stöður og staðreyndir
1 Michael Schumacher 1 | 1 Michael Schumacher +0.000 | Ökum. f mark: 10
2 Rubens Barrichello 2 [ 2 Rubens Barrichello 0.432 [ji Fóru alla hringi #t
3 Kimi Raikkonen 4 p 3 Davld Coulthard 0.771 J[ Fóru ekki alla hringi
4 Juan Pablo Montoya 6 | 4 Kimi Raikkonen 0.880 fl LEK: (19 hófu keppni)
5 Takuma Sato 7 * 5 - fl Bilanir •J
6 Jenson Button /mnlS H Útafakstur / óhapp to
n r
1
10
Villeneuve hættur?
rauk út í fússi og keppir ekki í nótt
Jacques Villeneuve er hættur
hjá BAR-liðinu og verður ekki
með í lokakappakstri ársins á
Suzuka í nótt. Eftir að BAR til-
kynnti að Takuma Sato yrði nýr
liðsfélagi Jensons Button á næsta
ári hafði heimsmeistarinn frá ár-
inu 1997 enga löngun til að aka
fyrir liðið. Hann rauk út af keppn-
issvæðinu á fimmtudagsmorgun,
án þess að ræða við yfirmenn
liðsins, og hélt til Tokyo, áleiðis
heim. Eftir því sem liðið hefur á
árið hefur staða Villeneuves hjá
BAR verið að veikjast þar sem
hann hefur ekki staðið undir
þeim væntingum sem til hans eru
gerðar. Enn fremur hafa launa-
kröfur hans verið skýjum ofar og
langt frá því að lítið íjárvana lið,
eins og BAR, geti staðið undir
þeim. Þrátt fyrir að Jock Clear,
tæknimaður og besti vinur Vil-
leneuves, hafi reynt að fá hann
ofan af því að fara, tókst það ekki.
„Jock hefur reynt hvað hann getur
til að fá hann til að keppa um
þessa helgi,“ sagði David
Richards á fimmtudag, eftir þessa
óvæntu uppákomu. „Þetta er
mjög sorglegt, mjög sorglegt. Ég
átti alls ekki von á þessu því hann
var búinn að vera hér í nokkra
daga.“
Er laust sæti fyrir Villa?
Hvort Villeneuve hefur tekið
þátt í sinni síðustu Formúlu 1
keppni er ekki vitað en enn er von
fýrir heimsmeistarann fyrrver-
andi. Það er laust sæti við hlið
Marks Webbers hjá Jaguar á
næsta ári og verður að segjast að
það er skásti kosturinn fyrir
Kanadamanninn. Bregðist það er
ekki víst að maður með jafn mik-
ið stolt og Villa sætti sig við öku-
mannssæti hjá Jordan. BAR-liðið,
sem upphaflega var stofnað í
kringum VUleneuve, heldur nú
áfram án hans en það yrði mikill
missir fyrir Formúlu 1 að missa
jafnlitríkan karakter og Villeneu-
ve. Hann er þekktur fýrir þrjósku
og mikið skap. Bernie Ecclestone,
sirkusstjóri Formúlu 1, hefur gert
allt sem í hans valdi stendur til að
koma honum í gott ökumanns-
sæti en án árangurs. Hann komst
einfaldlega að einni niðurstöðu
með Villeneuve: Það vill hann
bara enginn!
Vissir þú ...
... að Suzuka hefur verið heima-
keppni Japanskappakstursins
síðan 1987. Fyrir þann tíma hafði
Formúlu 1 sirkusinn einungis tví-
vegis mætt til Japans, 1976 og
1977, og fór fram á Mount Fuji-
brautinni.
... að Japanar hafa í gegnum
tíðina haft geysilegan áhuga á
Formúlu 1 kappakstri. Á drauma-
árum Honda, 1988 og 1989, var
aðsóknin svo mikil að einungis
sigurvegarar í sérstöku lottói
fengu miða í stúkunum.
... að á æfingum fyrir japanska
kappaksturinn árið 2000 urðu
nokkrir veikir jarðskjálftar. Ekki
sögðust þeir ökumenn sem voru í
akstri hafa fundið fyrir skjálftan-
um, en aðrir fundu hann mjög
greinilega og var brugðið.
... að 130R beygjan, sem nú hef-
ur fengið lítils háttar breytingu,
hefur verið ein svakalegasta
beygjan á keppnistímabilinu.
Hún er tekin á fullri gjöf á yfir 300
kílómetra hraða og hliðarkraft-
arnir verða allt að fjórfaldir (4G).
Þetta er ekki einungis raun fyrir
ökumenn, því olían í vélunum
leitar hreinlega öll í hægri síðu
hennar sem getur skapað mikið
vandamál.
... að Suzuka hefur jafnan verið
talin „ökumannsbraut" þar sem
fjöldi krefjandi beygna hefur skil-
ið á milli góðra ökumanna og svo
hinna sem ekki þykja hafa þessa
náttúrulegu hæfileika. Það var
tekið eftir því að Jenson Button ók
jafn hratt og Michael
Schumacher í gegnum S-beygj-
urnar árið 2001. Button var þá að
aka brautina í fyrsta sinn, en
Schumacher var þá krýndur
meistari á besta bflnum og að aka
brautina í níunda sinn.
STIGAKEPPNI ÖKUMANNA
1. M. Schumacher 92
2. Raikkonen 83
3. Montoya 82
4. R. Schumacher 58
5. Barrichello 55
6. Alonso 55
7. Coulthard 45
8. Trulli 29
9. Webber 17
10. Frentzen 13
... að flestir ökumenn hlakka
mikið til að aka Suzuka-brautina
og hafa sett hana í sama flokk og
Spa Francorchamps í Belgíu og
Silverstone í Bretlandi.
... að japanski ökumaðurinn
Takuma Sato hefur verið ráðinn
til BAR-liðsins og hefur þar af
leiðandi ýtt Jacques Villeneuve út
í kuldann. Kanadamaðurinn hef-
ur ekki fundið ökumannssæti fyr-
ir næsta ár og er sagt að ekkert lið
hafi einu sinni áhuga á að hafa
hann í þjónustu sinni. Ekki einu
sinni ffítt.
... að Michael Schumacher hef-
ur unnið síðustu þrjú ár á Suzuka.
Þar áður vann hann árin 1997 og
1995. Fjórir aðrir ökumenn hafa
einungis unnið japanska
kappaksturinn í tvígang, Ayrton
Senna, Gerhard Berger, Damon
Hill og Mika Hakkinen.
... að síðustu fimm ár hefur
heimsmeistarinn fimmfaldi ræst
af ráspól á Suzuka-brautinni.
Einu sinni áður hafði hann náð
þeim árangri, en 1994 varð hann
fljótastur í tímatöku á Benetton
Ford, sem þá notaði einungis átta
strokka vél á móti tíu strokka
Renault-vél Damon Hill. Þeir
voru í harðri baráttu um heims-
meistaratitilinn og sigraði Hill í
æsilegri regnkeppni.
... að McLaren er sigursælasta
Formúlu 1 keppnisliðið í Japan.
Sex sinnum hafa þeir átt öku-
mann í fyrsta sæti, fyrst þegar
James Hunt sigraði 1977 en síðast
þegar Mika Hakkinen kom fyrstur
í mark sem heimsmeistari árið
1999.
STIGAKEPPNI KEPPNISLIÐA
1. Ferrari 147
2. Williams-BMW 144
3. McLaren-Mercedes 128
4. Renault 84
5. Sauber 19
6. BAR-Honda 18
7. Jaguar-Cosworth 18
8. Toyota 14
9. Jordan-Ford 13