Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Qupperneq 41
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 DVBÍLAR 61 í
Eitt stig enn
og Michael Schumacher er sexfaldur meistari
EINBEITTIR: Allt Ferrari-liðið er ákveðið í
að koma ökumanni sínum í sjötta sinn í
heimsmeistarasætið og framlengja Ferrari-
tímabilið um eitt ár í viðbót með því að
vinna líka keppni framleiðenda.
Michael Schumacher lagði
traustan grunn að sjötta heims-
meistaratitili sínum með glæst-
um sigri á Indy-brautinni í
Bandaríkjunum fyrir hálfum
mánuði. Með því komst hann í
níu stiga forystu í stigakeppn-
inni og þarf nú einungis að
klára í áttunda sæti til að verja
titilinn sem hann hefur haldið
síðustu þrjú árin.
Ekkert er öruggt þegar kappakst-
ur er annars vegar og allt getur
gerst. McLaren ökumaðurinn og
Finninn, Kimi Raikkonen, á enn
möguleika á móti heimsmeistaran-
um fimmfalda en lfkurnar eru af-
skaplega litlar hjá hinum unga öku-
manni. Sigur og von um bilanir hjá
Schumacher er eina haldreipi
Kimis og þarf hann á sannkallaðri
meistaraheppni að halda. Arfaslak-
ur árangur í síðustu keppni hefur
sett Juan Pablo Montoya út úr
myndinni og er hann ekki lengur
með í baráttunni um meistaratitil-
inn. Hann fór hnípinn heim frá
keppnisstað og kvaddi hvorki kóng
né prest.
Rak trausta nagla í BNA
Það var snilld að fylgjast með
Michael Schumacher í bandaríska
kappakstrinum fyrir hálfum mán-
uði. Þar sannaðist enn og aftur að
hann getur alltaf náð því besta út úr
því sem hann hefur. Dekkin og
veðráttan léku stórt hlutverk í tíð-
indamiklum kappakstri og voru að-
stæður ýmist Schumacher í hag eða
óhag. Dekkin voru honum á tíma-
bili til vandræða, en um leið og
rigningin fór að sýna sig almenni-
lega komu yfirburðir regndekkja
Bridgestone sannarlega íljós. Hann
spilaði rétt úr spilum sínum, hvort
sem um hunda eða ása var að ræða.
Hann varð fyrstur yflr endalínuna
og rak nokkra trausta nagla í undir-
stöðurnar fyrir enn einn meistara-
titilinn. Sjötugasti sigur hans á ferl-
inum varð staðreynd og hann fagn-
aði eins og það væri hans fyrsti.
Vörumerkið hans á verðlaunapall-
inum: hnefinn og stökk í loft upp,
vantaði ekki á Indy. Þá vissi hann
strax að hann var nær takmarki
sínu en hann hafði nokkurn tíma
þorað að vona. Takist Schumacher
ætlunarverk sitt í nótt á Suzuka
slær hann met Juans Manuels
Fangio sem á árunum 1949 til 1957
varð fimmfaldur meistari. Þar með
er fátt eftir í metabókum Formúl-
unnar sem Schumacher á eftir að
bæta. Eitt met er þó eftir, og er und-
irritaður nokkuð viss að mun draga
hann áfram næstu tvö árin. Ayrton
Senna, sem lést á hátindi ferils síns
árið 1994, náði 61 ráspól og stendur
það met hans enn. Schumacher er
þó ekki langt frá því að bæta það, er
kominn með 55 ráspóla í vasann.
Ferrari stefnir á báða titla
Þrátt fyrir sterka stöðu reynir
Schumacher að vera hógvær og
gerir ráð fyrir öllum hugsanlegum
möguleikum. Hann hefur brennt
sig á því að hafa margsinnis tapað
titli í lokakeppni og segir allt geta
gerst enn. „Þar sem það er stærð-
fræðilegur möguleiki á að Kimi geti
orðið meistari, er ekkert unnið
enn," sagði Schumacher í vikunni,
minnugur atburða frá fyrri árum.
„Allir í Ferrari-liðinu eru meðvitað-
ir um stöðu okkar og við erum því
allir mjög einbeittir." Schumacher
hefur áður verið í svipaðri stöðu á
lokamóti harðra keppnistímabila.
Hann barðist hatramlega á Jerez
við Jacques Villeneuve árið 1997 og
á Suzuka árið 1998 á móti Mika
HákJdnen. I bæði skiptin tapaði
hann titli sem var í augsýn. í nótt á
ekki að taka neina áhættu og Ferr-
ari mun tjalda öllu sem til er. „Á
Suzuka komum við til með að berj-
ast fyrir báðum titlunum. Það er
vilji okkar að landa bæði liðs- og
ökumannstitlinum til Maranello
einu sinni í viðbót. I stuttu máli vilj-
um við að þetta Ferrari-tímabil,
eins og sumir hafa kallað sigurár
okkar, vari eitt ár í viðbót. BMW
Williams hefur enn góða mögu-
leika á að hampa titli keppnisliða,
en til þess þurfa þeir að vinna Ferr-
ari með fjórum stigum og það væri
„Allir í Ferrari-liðinu
eru meðvitaðir um
stöðu okkar og við
erum því allir mjög ein-
beittir"
sárabót fyrir að missa Juan Pablo
Montoya úr keppninni um öku-
mannstitilinn."
Kimi hefur engu að tapa
Kimi Raildconen sýndi fljótlega á
ferli sínum að hann er ökumaður í
sérflokkJ og það fór sannarlega ekki
milli mála í Indianapolis. Þrátt fyrir
erfiðar aðstæður gerði hann allt
rétt og hélt sér f baráttunni um titil-
inn. „Þessi helgi, þegar bandaríski
kappaksturinn fór fram, olli mér og
mínu liði blendnum tilFinningum.
Við gerðum allt sem við gátum og
vorum með góða keppnisáætlun
en veðrið spillti fyrir okkur," sagði
Kimi í fréttatilkynningu frá Mc-
Laren. „Það er enn möguleiki á að
vinna meistaratitilinn, en það verð-
ur ekki eins auðvelt og ef ég hefði
unnið á Indy. Ég nýt áskorana og
hef engu að tapa. Eg veit hvað ég
þarf að gera og ætla eingöngu að
einbeita mér að því.“ Hann á að-
eins möguleika ef hann sigrar í
keppninni í nótt og Schumacher
lendir í níunda sæti eða neðar.
Möguleikarnir eru ekki miklir, en
eins og Michael Schumacher segir
er ekkert búið fyrr en það er búið,
og enginn verður krýndur meistari
fyrr en keppninni í nótt er lokið.
Útsending Sjónvarpsins frá loka-
kappakstri keppnistímabilsins
2003 hefst á hæfilegum tíma fyrir
algjöra morgunhana og hörðustu
nátthrafna. Fimm í fyrramálið hefst
veislan.
fl@dv.is