Dagblaðið - 05.05.1976, Blaðsíða 1
I
I
í
í
í
I
Á
2. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1976 — 97 TBL. RITSTJÓR-N SlÐUMULA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022.
1STRÍÐIÐ UNNID?)
eru búnir að
„Það er Ijóst, að sjómennirnir
eru búnir að gefast upp,” sagði
Jón Magnússon, talsmaður
Landhelgisgæzlunnar, í viðtali
við Dagblaðið í morgun. „Tog-
ararnir eru allir komnir út
fyrir miðlínuna milli íslands og
Færeyja og biða þar, — senni-
lega eftir þvi, hverju þeim
verður lofað eftir ríkisstjórnar-
fundinn hjá brezku ríkisstjórn-
inni á morgun.”
Jón sagði, að skipstjórar
togaranna 15, sem eftir voru á
miðunum í gær, hefðu tekið
þessa ákvörðun, þrátt fyrir
tilmæli talsmanns ríkis-
stjórnarinnar brezRu þess
efnis, að þeir héldu kyrru fyrir
þar til niðurstaða rikisstjórnar-
fundarins lægi fyrir.
Skipstjórarnir og útgerðar-
menn höfðu farið fram á miklar
bætur og skattaívilnanir, ef
halda ætti baráttunni við Is-
lendinga áfram hér á miðunum.
Auk þess höfðu þeir farið fram
á aukna herskipavernd, enda
þótt verndarskipin á miðunum
séu nú tíu talsins.
„Eg veit ekki hvort við getum
sagt, að við séum búnir að
vinna stríðið,” sagði Jón enn-
fremur. „Við munum fylgjast
með togurunum úr lofti, ef
veður leyfir í dag, en það er
ómögulegt að segja, hvað þeir
taka sér fyrir hendur eftir fund
ríkisstjórnarinnar. Hins vegar
get ég ekki séð, hvað þeir ætla
sér með fleiri herskip á miðin,
þau eru þeim til nægilegs
trafala eins og er.”
-HP.
Lagt upp
í gœzluf lug
TF-SÝR, Friendship-flugvél
Landhelgisgæzlunnar, biður
eftir leyfi til flugtaks á flug-
braut á Reykjavíkurflugvelli,
en við blasir miðborgin. Ef svo
fer sem nú horfir, léttir veru-
lega á gæzlustörfunum.
(DB-mynd Ragnar Th. Sig.)
s
’ - > s «<»_> «-y n, * * 1
*•“ «-8 * 1
Geirfinnsmálið:
AÐALYITNIÐ í CÆZLUVARÐH ALD
Aðalvitnið í Geirfinns-
málinu, sambýliskona Sævars
■M. Ciesielskis, situr nú í
gæzluvarðhaldi vegna nýrra
upplýsinga, sem gætu varpað
algjörlega nýju ljósi á hlut
hennar í málinu og ástæðuna
fyrir hvarfi Geirfinns Einars-
sonar.
Eftir því sem Dagblaðið
hefur komizt næst, situr að
minnsta kosti einn annar aðili í
gæzluvarðhaldi til viðbótar
þeim mönnum, sem þar voru
fyrir í sambandi við rannsókn á
hvarfi Geirfinns Einarssonar
og dauða og hvarfi Guðmundar
Einarssonar.
Miklar yfirheyrslur hafa
farið fram í málum þessum að
undanförnu. Er talið, að fram-
Iturður manna, sem yfirhevrðir
voru fyrir og um síðastliðna
helgi hafi leitt til handtöku og
gæzluvarðhalds tveggja eða
þriggja manna.
Enda þótt þær yfirheyrslur
hafi einkum beinzt að þáttum
sem áður voru að nokkru
kunnir, er ekki talið útilokað,
að þær hafi einnig farið inn á
alveg nýja braut að hluta.
BS/ÓV
Hann fœr óvenjulegt
loftferðaskírteini:
FYRSTI
LOFT-
BELGS-
FLUG-
MAÐ-
URINN
OKKAR
bls. 8
kominn upp í 250 kr.
á svörtum
- baksiða
Erlendu bóksalarnir
halda sínu striki - bi$. 17
Halda í
vesturvíking
— sjá baksíðu
Kúrekaleikarinn að
verða óstöðvandi
Erl. f réttir á bls. 6-7