Dagblaðið - 05.05.1976, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. MAl 1976.
Portúgal:
Forsetakosningarnar
fara fram 27. iúní
Byltingarráö hersins í Portú-
gal, æðsta stjórnmálastofnun
landsins, hefur lagt til að for-
setakosningar í landinu fari
fram 27. júní.
Með kosningunum á að taka
lokaskrefið í þá lýðræðisátt,
sem stefnt hefur verið í síðan
fasistastjórninni var steypt
4C
Frá nýafstaðinni kosningabar-
áttu vegna þingkosninganna í
Portúgal: nýi forsetinn skipar
forsætisráðherra í samræmi við
úrslit kosninganna.
fyrir tveimur árum. Það verður
síðan hlutverk forsetans að
skipa forsætisráðherra til að
mynda stjórn í samræmi við
úrslit þingkosninganna í síð-
asta mánuði.
Bráðabirgðaforseti landsins,
Francisco da Costa Gomes hers-
höfðingi, verður að staðfesta
ákvörðun byltingarráðsins um
tímasetningu forsetakosn-
inganna.
Yfirmaður sameinaðs her-
afla landsins, Antonio Ramalho
Eanes, sem nýtur stuðnings
þriggja stærstu flokkanna, vildi
í gærkvöldi ekki fullyrða við
fréttamenn að hann myndi
bjóða sig fram í forseta-
kosningunum.
I yfirlýsingu, sem gefin var
út að fundinum loknum, var
hvergi á það minnzt að yfir-
stjórn hersins hefði leyst ein-
hver þeirra vandamála, sem
óhjákvæmilega blasa við ef
maður úr hernum býður sig
fram.
Ein ástæðan fyrir þvi að
Eanes, sem er 41 árs, gamall,
hikar við framboðið er sú, að
hann óttast að stjórnmálaflokk-
arnir tefli sér fram sem peði í
þeirra eigin valdaskák.
Tveir næststærstu flokkar
landsins hafa opinberlega lýst
yfir stuðningi við Eanes og
sósíalistar, sem fengu 35% at-
kvæða í kosningunum, sem
hafa gefið í skyn að þeir myndu
styðja Eanes ef gæfuhjólið fer
að snúast honum í vil.
FBIHINDRAÐIMAL-
OG FUNDAFRELSI
BANDARÍKJAMANNA
Rannsóknarnefnd öldunga-
deildar Bandaríkjaþings um
starfsemi alríkislögreglunnar
FBI segir að lögreglan hafi staðið
fyrir rúmlega tvö þúsund aðgerð-
um á fimmtán árum, sem mið-
uðust að því að svipta Bandaríkja-
menn rétti sínum til málfrelsis og
fundafrelsis.
Þessum aðgerðum var haldið
áfram eftir 27. apríl 1971, þegar
FBI segist hafa hætt slíkum að-
gerðum, segir í lokahluta skýrslu
rannsóknarnefndarinnar, sem
birt var í Washington í gær.
Nefndin, Undir forsæti þing-
mannsins Franks Church, var sett
á laggirnar til að rannsaka meinta
ólöglega starfshætti FBI og
annarra bandarískra leyniþjón-
usta.
Nefnt var sem dæmi um að-
gerðir af þessu tagi, að eitt sinn
J. Edgar Hoover heitinn, sem longst af var
yfirmaður FBI og stóð að baki illrœmdustu
aögerðum alríkislögreglunnar.
Ródesía:
Blökku rúð-
herrarnir
mœttu ekki
Blönduð ríkisstjórn Ródesíu
kom saman til síns fyrsta fund-
ar í gær — en tveir blökku
ráðherranna voru fjarverandi
vegna „stjórnarstarfa”.
Ekki hefur verið greint frá
efni fundarins en talsmaður
stjórnarinnar sagði að tveir
hinna nýskipuðu idiikku ráð-
herra og tveir hvílir ráðherrar
hefðu ekki getað setið fundinn
vegna annu í stjórnmálum og
viöskiptum.
hafi FBI sent nafnlaust bréf og
blaðaúrklippu til herskárra
blökkumannasamtaka i þeim til-
gangi að ófrægja einn leiðtoga
þeirra.
FBI var einnig með fjöldann
allan af fréttamönnum í starfi hjá
sér, þó án launa. Fréttamennirnir
voru FBI hjálplegir við að trufla
starfsemi róttækra hópa og
félagssamtaka.
Rannsóknarnefndin hyggst
síðar í dag gefa út sérstaka
skýrslu um haturs- og ófrægingar-
herferð FBI gegn blökkumanna-
leiðtoganum dr. Martin Luther
King.
Frakkland:
Skar sig á
púlsinn, fékk
15 m ánuði
Ungur Alsírbúi skar á báða
úlnliði sína fyrir rétti í París
til þess að leggja áherzlu á
þann framburð sinn, að hann
væri saklaus af því að hafa
ráðizt á þýzkan ferðamann í
Pigelle-hverfinu alræmda í
borginni.
Dómarinn fyrirskipaði að'
maðurinn skyldi færður til
læknismeðferðar, —■ og dæmdi
hann síðan í 15 mánaða
fangelsi.
Bandaríkin:
„Allt jafn
Ijótt..."
Bæjarstjórnin í hafnar- og
baðstrandarbænum Ocean City
í Bandaríkjunum hefur
úrskurðað, að enginn munur sé
á brjóstum manna og kvenna,
— hvorttveggja sé jafn ljótt!
Úrskurður þessi korn í kjöl-
far þess, að æ fleiri" konur
gengu brjóstaberar í sólinni og
var álitið nauðsynlegt að fá úr
þessu skorið vegna þess, að
bæjarstjornm liafði fyrr í vor
ákveðiö. að karlmenn mættu
ekki ganga unt berir að ofan,
þar eð það eyðilegði „fjöl-
skylduímynd” bæjarins.
Sameinuðu þjóðimar
skukla Norðuriöndum
54 mSjarða króna
Noregur, Sviþjóð, Danmörk
og Finnland munu nú fara þess
á leit við Sameinuðu þjóðirnar,
að þær greiði þeim sem svarar
54 milljörðum íslenzkra króna
skuld vegna friðargæzlusveita,
sem löndin hafa látið samtök-
unum í té.
Varnarmálaráðherrar land-
anna fjögurra komu saman i
Kristiansand í gær og ákváðu
þá að leggja fram sameiginlega
kröfu um greiðslu skuldar-
innar.
Að sögn varnarmálaráðherra
Noregs, Rolf Hansen, mun þó
ekki vera búizt við því, að lönd-
in dragi tilboð sín um friðar-
gæzlusveitir til baka. Um 1300
hermenn eru reiðubúnir til
starfans hvenær sem er.
Libanon:
Sýrlendingar taka
sér stöðu milli
hinna stríðandi afla
Nokkuð sló á bardaga í höfuð-
borg Líbanons, Beirút, í gær, er
herlið Palestínumanna tók sér
stöðu milli hinna stríðandi hægri
og vinstri afla.
Herlið, sem að mestu er skipað
hermönnum frá Sýrlandi, tók sér
stöðu á hernaðarlega mikilvægum
stöðum í borginni til þess að
reyna þannig að skapa tómarúm á
milli bardagamannanna.
Ekki er enn vitað, hversu fjöl-
mennt þetta herlið er, en það
hefur komið sér fyrir I miðhluta
borgarinnar, sem nú er nánast í
rústum eftir miklar stórskotaliðs-
árásir frá báðum hliðum.
Mannfall hefur verið mikið í
borginni undanfarna daga og að
sögn lögreglunnar voru um
fimmtiu lík fjarlægð af götunum í
gær og 100 manns fluttir á sjúkra-
hús
Sýrlendingar hafa tekið sér stöðu á milli hinna stríðandi afla — en skæruliðarnir eru reiðubúnir
i skotum og sundum.