Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.05.1976, Qupperneq 23

Dagblaðið - 05.05.1976, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1976. (i 23 Útvarp Sjónvarp Nýjasta tœkni og vísindi í sjónvarpinu í kvöld kl. 20,40: LÆKNAÐ MEÐ RAFMAGNI ,,í þættinum í kvöld veröá sýndar fjórar franskar kvikmyndir,” sagöi Örnólfur Thorlacius, en hann verður með þáttinn ..Nýjasta tækni og vísindi kl. 20.30. Sýnd verður mynd um nýja fræðigrein, lýðfræði (Demographia), en hún nær t.d. yfir rannsóknir á lifnaðarháttum manna, byggingu þjóðfélagsins og hvaða upplýsingar sé hægt að fá út úr þjóðskránni. Kynnt verður lýðfræðistofnun franska ríkisins og rannsóknir hennar á hvernig byggja megi þjóð- félagið til að jafnvægi haldist í byggð landsins. * Sýnd verður skemmtileg læknisfræðileg mynd um hvernig svæfa megi sjúklinga með rafmagni. Fyrst eru sjúklingarnir sprautaðir með svæf ingarlyfi en siðan er raf- skautum, sem senda boð til heilans komið fyrir á höfðinu. Aðferð þessi er sársaukalaus og veldur engum óþægindum eftir svæfinguna. Síðan verður sýnd mynd um byggingu hengibrúa og nýjar leiðir til að sigrast á áhrifum sviptivinda á þær. Að lokum verður sýnd mynd um sporðdreka, mjög merkileg skordýr, sem eru með elztu dýrum. Þeir þola mjög vel allt ytra álag til dæmis þola þeir svelti í allt að þrjú ár. Þeir þola allt að því 100 falt meiri geislun en mannskepnan. Og nú fara fram rannsóknir á þeim til að nota í hugmyndir um hvernig auki má geislunarþol manna. Örnólfur Thorlacius umsjónarmaöur þáttarins Nýj- asta tækni og visindi sem verður á dagskrá sjónvarpsins kl. 20.40 í kvöld. Útvarp kl. 19,35: Úratvinnulífinu Rannsóknir og f ramtíðaróœtlanir í hinum ýmsu iðngreinum hérlendis B.vggingamenn að störfum — Július Sölnes fra-ðir hlustendur um ástandið í byggingariðnaðinum í kvöld ,,Við fjöllum um rannsóknir í þágu iðnaðarins og annað tengt,” sagði Brynjólfur Bjarnason rekstrarhag- fræðingur í samtali við Dag- blaðið. Þáttur hans og Bergþórs Konráðssonar (Jr atvinnulífinu er á dagskrá útvarps kl. 19.35 í kvöld. Starfsemi Rannsókna- stofnunar ríkisins verður rædd og það er Reynir Hugason sem ræðir um skipulag hennar. Teknar eru til athugunar hinar ýmsu greinar iðnaðarins, sem rannsakaðar hafa verið, t.d. fiskiðnaður og byggingar- iðnaður. Formenn þeirra nefnda, sem stóðu að skýrslum um þróun hinna ýmsu iðngreina á vegum Rannsókna- ráðs ríkisins, verða fengnir til umræðna um þetta málefni. Þeir eru Júlíus Sólnes, en hann hefur fengizt við rannsóknir í byggingariðnaði og hefur eflaust mikið af fróðlegum upplýsingum fyrir hlustendur á þessu sviði. Komið hafa fram tillögur um það hvernig megi lækka byggingarkostnaðinn til muna með því að hefja hérlendis framleiðslu ýmissa þeirra hluta, sem nú eru fluttir inn. Jónas Blöndal er forsvars-- maður um rannsóknir sem fram hafa farið í sjávariðnaði og Haukur Björnsson fræðir hlustendur um ástandið hjá iðnaðinúm með tilliti til rannsókna. -KP. Q9 w Útvarp Miðvikudagur 5. maí 12.00 Dajiskráin. Tónjeikar, Til- kynningar. 12.25 Fróttir veðurfresnir. Ti 1 kynninkar. Tón 1 oikar. ÍÍM5 Til umhugsunar. Þáttur um áfenfiis- mál í umsjá Sveins H. Skúlasonar. 12.20 Viðvinnuna: Tónleikar. 14.20 Miödegissagan: ,,Þoss bera menn sar'' eftir Guörúnu Lárusdóttur Olf’a Sifiuróardóttir les (21). 15.00 Miðdegistónleikar. Filhannoniu- svoitin i Los Anjjeles leikur ..Hátíó i Kóm.” sinfónískt Ijóó oftir Respinhi. Zubin. Mehta stjórnar Sinfóniu- hljömsveitin í Filadelfíu leikur Sinfóniu nr. 1 op. 10 oftir Sjostakovitsj. Éufjene Ormandy stjórnar. 1 ().()() Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöu rfreíinir). 16.20 Popphom. 17.20 Lagiö mitt. Bei'filmd Bjarnadóttir sér um óskala«aþátt fyrir börn yn«ri en tölf ára. 17.20 Mannlíf í mótun. Sæmundui 0. .lóhannesson ritstjóri á Akureyri rekur minninuar sínar frá kennara- skóláarunum i Reykjavik (1). 18.00 Tónleikar. Tilkynninuar. 18.45 Vedurfrepnir. Dapskrá kvöldsins. 10.00 Fróttir. Fréttaauki. Tilkynnin«ar. 10.25 Úr atvinnulífinu. Berpþór Konráósson o« Brynjólfur Bjarnason rekstrarhapfræöinuar sjá um þáttínn. 20.00 Kvöldvaka. 21.20 Útvarpssagan: ..Siöasta freistingin eftir Nikos Kazantzakis. SÍf’Ulölir A Mapnússon les þýóinuu Kristins Björnssonar (24). 22.00 Fréttir. 22.15 Veóurfregnir. Kvöldsagan: „Sá svarti senuþjófur”. ævisaga Haralds Björnssonar. Höfundurinn. Njörður P. Njarðvík les (17). 22.40 Nútímatónlist. Þorkell Sigurþjörns- son kynnir. 23.25 Fréttir. DagskrárloK. (í ^ Sjónvarp D 18.00 Björninn Jógi Bandarisk teikni- m.vndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Robinson-fjölskyldan Breskur myndaflokkur byggður á sögu eftir Johann Wyss. 13. þáttur. Björgunin Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. , 18.45 Gluggar Breskur fræöslumynda- flokkur. Gömul vopn. Spameytiö farar- tæki, Hvalveiöar, Hundalíf Þýðandi og þulur Jón O. E-dwald. Hló 20.00 Fróttir og veöur ‘20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Nýjasta tækni og visindi Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.05 Bilaleigan Þýskur myndaflokkur. Nýjasta tíska Þýðandi Briet Héðins- dóttir. 21.30 í kjallaranum. Janis Carol syngur Erlendur Svavarsson. Ingvar Arelíusson. Nikulás Róbertsson. Rúnar Georgsson og Vignir Bergmann leika undir. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.50 Fjöllin blá Bandarísk mynd um Klettafjöll i Norður-Ameríku. Lýst er landslagi og leiðum. náttúrufari og náttúruauðæfum. Þýðandi Jón Thor Haraldss. Þulur ijigi Karl Jóhannes- son. Aður á dagskrá 16. september. 1972. 22.40 Dagskrárlok

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.