Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.05.1976, Qupperneq 7

Dagblaðið - 05.05.1976, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1976. Baader-Meinhof réttarhöldin: Nixon og Willy Brandt kallaðir til vitnis Verjendur i mali Baader- Meinhof hópsins hafa farið þess á leit við dómarann að Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseti, og nokkrir helztu stjórnmálamenn Vestur-Þýzkalands verði kallaðir fyrir réttinn til að bera vitni. Gudrun Ensslin, félagi hennar, Ulrike Meinhof, Andreas Baader og Jan Karl Raspe eru öll ákærð fyrir morð, bankarán. og spre'ngjutilræði, sem sumum var beint gegn herstöðvum Bandaríkjanna í Vestur-Þýzkalandi. Verjandi þeirra, Otto Schily, vill, að Nixon og m.a. fyrrum varnarmálaráðherra hans, Melvin Laird, komi fyrir Nixon: honum hefur áður verið stefnt fyrir rétt, eins og frægt er orðið af Watergate-málinu, en án árangurs. Ætli hann komi tii Stuttgart? réttinn til þess að bera vitni um það, hvort sprengjutilræði þessi gegn herstöðvunum í Vestur-Þýzkalandi hafi átt þátt í því, að Bandaríkjamenn hættu þátttöku sinni í stríðinu í Indókína. Að sögn heimildarmanna, mun rétturinn taka afstöðu til þessarar beiðni verjandans. Þá hefur verjandinn farið fram á það, að Willy Brandt, fyrrum kanslari, og varnar- málaráðherra hans, Helmut Schmidt, verði kallaðir fyrir réttinn til þess að bera vitni. Segir verjandinn, að þessir menn geti talizt ábyrgir fyrir að hafa leyft Bandaríkjamönnum að stjórna hernaðaraðgerðum sínum í Indókína frá þýzku landi. Hann bar ekki fram frekari sannanir fram fyrir máli sínu. Ennfremur segja þeir, að allir þessir leiðtogar í stjórn- málum þjóðanna tveggja geti borið vitni um það, að stríðið í Víetnam hafi verið brot á alþjóðalögum. Það ætti því að vera auðvelt að slá því föstu, að fólkið hefði ráðizt gegn her- stöðvunum í því skyni að hindra Bandarikin í því að halda áfram styrjöldinni í Víetnam. Ef þessu yrði svarað játandi af vitnunum, segir verjandinn að rétturinn í Þýzkalandi hafi ekkert umboð til þess að fjalla u'm mál Baader-Meinhof skæruliðanna. Reagan spjarar sig enn á ný — vann sigur yfír Ford forseta í forkosningunum í gœr Er 36% atkvæða í for- kosningunum í Indiana-fylki höfðu verið talin í morgun, hafði Ronald Reagan hlotið 51% atkvæðanna, en Ford forseti 49%. Samkvæmt tölvuspá, en CBS sjónvarpsstöðin byggir á þess- um tölum, á Reagan að fara með sigur af hólmi i þessum kosningum, — með 55% at- kvæða gegn 45% atkvæða Fords. Sú niðurstaða ætti verulega að styrkja Reagan í kosninga- baráttunni, þar eð þá þætti sýnt, að hann getur unnið sigur í norðurhéraði, þar sem verka- fólk er í meirihluta. CBS-sjónvarpsstöðin spáir því ennfremur, að Reagan muni vinna öruggan sigur í for- kosningunum í suðurríkjunum Georgia og Alabama. I herbúðum demókrata fór Jimmy Carter að öllum líkindum enn einu sinni með sigur af hólmi og er nú talinn hafa töglin og hagldirnar í for- kosningunum, eins og áður hefur verið sagt. CBS-stöðin spáði því í nótt, að hann myndi fá svo mikið sem 83% atkvæða demókrata í Georgiu á móti 15% atkvæða George Wallace og í Indiana á hann að fá minnst 69%, en Wallace ekki nema 15%. Þar var búizt við því, að Henry Jackson, sem hætti virkri kosningaþátttöku í síðustu viku, myndi hljóta 11% at- kvæða, Ford forseti biölar til bandarísku þjóöarinnar um aö kjósa sig aftur og hlusta ekki á lýöskrumarann Ronald Reagan. Erlendar fréttir REUTER Síams- tvíburar deyja Síamstvíburar, sem 22 ára gömul kona í San Juan í Argentínu ól fyrir tæplega hálfum mánuði, dóu í gær- kvöld eftir bakteríusmitun. Tvíburarnir voru skýrðir Jaun og José, jafnvel þótt þeir væru samvaxnir um mjaðm- irnar, þannig að ekki var hægt að sjá hvors kyns hvor var. Sameiginlega voru þeir með þrjá fótleggi, þar af einn með tveimur fótum. Móðirin á tvö fullkomlega eðlilega sköpuð börn fyrir. Málaliðar fyrír rétt íAngola Réttarhöld yfir þrettán brezkum og bandarískum málaliðum. sem handteknir voru í Angola, hefjast í landinu 8' júni, að sögn angólsku fréttastofunnar ANGOP. Fréttastofan hafði í gær eftir angólska dómsmálaráð- herranum dr. piogenes Boavida, að mennirnir yrðu leiddir fyrir byltingardómstól alþýðu. Dr. Boavida bætti því við þegar hann var spurður að því, að dauðarefsing væri ekki bönnuð samkvæmt lögum í Angola. Fréttastofan tilgreindi ekki nákvæmlega hvaða ákærur væru bornar fram á hendur þrettánmenningunum. Kissinger varar þróunaiiöndin við Ný stefna Bandaríkjanna \ mótun Hert stjórnar- farí Suður- Afríku Stjórn Suður-Afríku hefur í hyggju að auka völd sín svo hægt sé að hafa betri stjórn á fólki og félögum, sem stjórnin telur hættuleg öryggi rikisins. Samkvæmt nýju lagafrum- varpi, sem lagt verður fram í þinginu innan skamms, mun dómsmálaráðherra landsins hafa rétt til að banna félags- hre.vfingar, sem hann telur ógnun við öryggið. Ráðherra gæti einnig bannað mg.uu ..... er kynna sjónarmið og dreifa upplýsingum, sem rnida að þvi að hætta öryggi ríkisins eða heill almennings, eins og það er kallað. Henry Kissinger, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hét því i Nairobi í Kenya í gærkvöld, að Bandaríkin myndu ganga eins langt og þeim væri frekast unnt á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um verzlunar- og orkumál (UNCTAD) og koma þannig á móts við kröfur og óskir þriðja heimsins. Jafnframt minnti ráðherrann á, að þróunarlöndin yrðu að gera sér grein fyrir því að þau væru háð því efnahagskerfi, sem heimur- inn byggi við, og að tilraunir til að þjappa sér samán og koma þannig upp efnahagslegum varnarmúr- um gætu aðeins orðið öllum til tjóns. Kissinger, sem nú er á heimleið eftir heimsókn til sex Afríku- rikja, snæddi í gær hádegisverð með fulltrúum frá um fjörutíu þróunarrikjum, sem allir ætla að sitja fjórða UNCTAD-fundinn. en hann mun standa þangað til í lok maf. Kissinger: varar þróunarlöndin við i luk Afrikuferðarinnar — og rétt fyrir fjórða fund ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um verzlun og þróunarmálefni. Ný stefna Bandaríkjanna í málefnum Afríku og þriðja heimsins er í mólu n. Leyfi til sildveiða í Norðursjó Umsóknir um leyfi til sildveiða í Norðursjó verða að hafa borist sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 12. mai nk. og verða umsóknir. sem berast eftir þann tima ekki teknar til greina. Síldarkvóta íslands í Norðursjó. sem er 9.200 tonn á þessu ári. verður skipt á þá báta er leyfi hl.jóta. Ef bátur. sent þannig hefur fengið leyfi og ákveðinn kvóta. hefur ekki hafið veiðar fyrir 15. október nk.. þá verður hann sviptur leyfi sínu og e.t.v. rétti til slíkra veiðar siðar. en kvótinn gefinn þeim. er þá verða við veiðar. SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ 3. maí 1976. Smurbrauðstofan Njólsgötu 49 - Sími 15105

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.