Dagblaðið - 05.05.1976, Síða 17

Dagblaðið - 05.05.1976, Síða 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1976. 17 Guðmundur Jóhannesson málari, Álftamýri 52, andaðist í Land- spítalanum 3. maí. Sigríður Tómasdóttir lézt 3. maí. Lárus Fjeldsted, Hverfisgötu 83, lézt að heimili sínu þann 29. apríl. Kvenfélag Neskirkju heldur fund miðvikudaginn 5. maí kl. 20.30 í félagsheimilinu. Áríðandi mál'á dagskrá. Gestur kvöldsins verður Anna Guðmunds- dóttir leikkona. Mætiðvel. Stjórnin. Kvenfélagið Seltjörn Fundúr í félagsheimilinu miðvikudaginn 5. maí kl. 8.30. Gestur fundarins verður Hilmar Magnússon garðyrkjuskólakennari. Fatnaður sýndur af saumanámskeiði félagsins. Stjórnin. Fóstrufélag íslands Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 5. maí kl. 8.30 í Lindarbæ. Dagskrá: Niður- stöður umræðuhópanna lagðar fram og ræddar...Stjórnin. Kvenfélag Kópavogs Gestafundurinn verður haldinn fimmtudag- inn 6. maí í Félagsheimilinu. annarri hæð. kl. 20.30. Gestir fundarins verða konur úr Kven- félagi Árbæjarsóknar. Mætið stundvíslega. Sólarrannsóknafélag íslands Félagsfundur verður haldinn að Hallveigar- stöðum fimmtudaginn 6. mai kl. 20.30. Fundarefni: Ævar Kvaran heldur erindi um endurholdgun. Stjórnin Fundur verður í Sólarrannsóknafélaginu í Hafnarfirði í kvöld, miðvikudaginn 5. maí. í Iðnaðarmannahúsinu við Linnetsstíg og hefst kl. 20.30. Guðmundur Einarsson verkfræðingur flytur ræðu. Sigríður E. Magnúsdóttir óperusöngkona syngur. Kjarvalsstaðir: Malverkasýning finnsku listakonunnar Terttu Jurvakainen er opin alla daga frá kl. 16-22 nema mánudaga og laugardaga og sunnudaea frá kl. 14-22. Samkomyr Kristniboðssambandið Samkoma verður haldin í kristniboðshúsinu Betanía. Laufásvegi 13 i kvöld kl. 20.30. Gísli Arnkelsson kristniboði hefur kristni- boðsþátt og hugleiðingu. Fórnarsmkoma. Allireru velkomnir. Hörgshlíð 12 Almenn samkoma — boðun fagnaðar- erindisins í kvöld. miðvikudag kl. 8. Fíladelfía Austurvegi 40 ó Selfossi Aimenn vakpmgarvika byrjar í kvöld með samkomu í Fíladelfíu kl. 20. Margir ræðumenn og fjölbreyttur söngur. í kvöld talar Ásgrímur Stefánsson frá Siglufirði. Útivistarferðir: Miðvikudaginn kl. 20. Esjuhlíðar. Fararstjóri Þorleifur Guðmunds- son. Verð 600 kr. Brottför frá B.S.Í. að vestanverðu. Erlendu bóksalarnir: H01(1(1 áfrOltl SÖlU þrátt fyrir loforð um að hœtta — Hundsa útlendingaeftirlitið og rannsóknarlögregluna Erlendu bóksalarnir, sem við sögum frá í blaðinu í gær að gengju í hús og fengju fólk til að borga inn á bækur sem það á að fá sendar seinna, skiluðu 18 þúsund krónum við yfirheyrslur í sakadómi í gær og sögðu það allt sem safnazt hefði. Hins vegar hringdi fjöldi fólks eftir að DB kom út í gær og sagðist hafa átt við þá viðskipti svo þeir eru búnir að hafa þá upphæð margfalda út úr fólki. Einnig lofuðu þeir í fyrrinótt bæði rannsóknarlögreglunni og sakadómi að hætta sölumennskunni, en í gær þverbrutu þeir þau loforð, og seldu grimmt m.a. á Lauga- veginum i fyrirtækjum þar. Þá hafa tveir til viðbótar við hina fimm, skotið upp kollinum, enda lítur út fyrir að söluher- ferðin eigi að taka sem skemmstan tíma og yfirferðin að vera sem mest. Að sögn rannsóknar- lögreglunnar sögðust sölumennirnir ætla að eyða peningunum hér, er þeir voru spurðir um gjaldeyrisskipti hinna íslenzku peninga. Rannsóknarlögreglan segist ekki hafa óyggjandi sanmnanir fyrir að um svik sé að ræða, þótt sterkur grunur sé á því, hún fari ekki með eftirlit útlendinga, og geti ekki vísað mönnum úr landi, málið falli undir útlendingaeftirlitið. Yfirmaður útlendinga- eftirlitsins sagði í morgun, að mennirnir hefðu ' selt I fyrirtækjum í gær og væri það vegna misskilnings þeirra, þeir héldu að þeir hefðu aðe’ins lofað að hætta að selja í íbúðar- ‘húsum. Síðdegis í gær hafi þeir þó endanlega verið stöðvaðir. Alls var um að ræða sjö menn, en fimm þeirra voru sölumenn. Þeir hafa enn sem fyrr lofað að endurgreiða hverjum þeim, sem vill fá endurgreitt, en þeir fara úr landi síðdegis í dag. Ekki hefur unnizt tími til að kanna feril eða starfsemi þessara manna erlendis frá til hlítar og þar sem þeir lofa endurgreiðslu telur útlendinga- eftirlitið erfitt að kyrrsetja þá, hafi þeir gert upp alla sína reikninga hér. -G.S. Dauðaslys ó ísafjarðardjúpi: Skipstjóri kafaði undir bótinn og nóði gúmbjörgunarbótnum Dauðaslys varð á ísafjarðardjúpi um hádegis- bilið í gær, er rækjubáturinn Þórólfur Brækir fórst. Maður- inn, sem fórst, hét Leifur Jónasson, 52ja ára gamall og lætur eftir sig konu og niu börn. Á Þórólfi Bræki var þriggja manna áhöfn. Skipverjar voru að hífa inn rækjutrollið í blfð- skaparveðri, er slysið varð. Trollið mun hafa festst í botni og dró það bátinn á hliðina. Skipstjórinn, Sigurður Ölafsson, og 15 ára gamall sonur Leifs heitins, Ágúst að nafni, lentu báðir í sjónum og komust von bráðar á kjöl. Skipstjórinn kafaði síðan undir bátinn og tókst ao ná gúmbjörgunarbátnum. Voru þeir tveir fyrir stuttu komnir í bátinn er vélbáturinn Finn- björn kom að slysstaðnum og bjargaði skipsbrotsmönnum. Stuttu síðar fannst Leifur. Hann var látinn, er hann náðist um borð í Finnbjörn. —ÁT— V, II 1 DAGBLAÐIÐ ER SMÁ AUGLÝSINGABLAÐIÐ SIMI 27022 ÞVERHOLTI 2 i Til sölu M Verzlun i Vatnsrúm—hjónarúm til sölu vegna flutnings. Uppl. eftir kl. 5 í síma 44323. Fatnaður M Hljómtæki i Til sölu er girðingarefni milli 300—400 metrar, breidd 195 cm og tveggja tommu möskvi. Uppl. í síma 74422. Verndið fæturna, vandið skóvalið. Skóverzlun S. Waage, Domus Medica. Sími 18519. Búslóð til söiu, sófasett, Candy þvottavél, sjónvarp, hjónarúm, búsáhöld, Fischer Price leikföng, brúðuvagnar og margt fl. Til sýnis að Engjaseli 13 2. hæð. Froskbúningur til sölu með öllu tilheyrandi. Uppl. milli kl. 6 og 7 í síma 32167. Olíukynditæki 4 ferm ásamt tilheyrandi til sölu. Uppl. í síma 43406 eftir kl. 17. Athugið! Hestur og hjól. Til sölu fjögurra vetra hestur, einnig Philips gírahjól. Uppl. gefur Ari Eggertsson, sími 32083. Notuð Husqvarna eldavélasamstæða til sölu, einnig 4 dekk 850x14, gamlar innihurðir, svalavagn, rúmteppi og gardínur. Uppl. í síma 33585. Húsdýraáburður til sölu. Dreifi úr ef óskað er. Sími 32079. Húsdýraáburður til sölu, heimkeyrður. Uppl. í síma 66113. 2 nýlegar springdýnur til sölu. Uppl. í síma 21808. 9 Óskast keypt s Sílsapúströr óskast til kaups. Sími 81683 eftir kl. 7. Óskum eftir að kaupa 7 hurðir ásamt körmum og fl. Uppl. í síma 84242, Runtal-ofnar, Síðumúla 27 . Sjálfvirk brunnvatnsdæla óskast keypt (kjallara). Sími 72049. Skrifhorð og tveir skrifborðstólar óskast keypt. Uppl. í síma 85235 milli kl. 18 og 20. Körfugerðin Ingólfsstræti 16. Brúðuvöggur, vinsælar gjafir, margar tegundir. Nýtízku reyr- stólar með púðum, reyrborð, barnavöggur, bréfakörfur og þvottakörfur ávallt fyrirliggjandi. Kaupið íslenzkan iðnað. Körfugerðin, Ingólfsstr. 16, sími 12165. Töskur og hylki fyrir kassettur og átta rása spólur. Plötustatíf, segulbands- spólur. Kasseltur og átta rása spólur, auðar og áteknar. F. Björnsson, Radíóverzlun, Berg- þórugötu 2. Til iðnaðar og heimilisnota. Millers falls rafmagns- og handverkfæri. V.B.W handverk- færin. Loftverkfæri frá Kaeser. Ödýrar málningarsprautur og límbyssur. Teppahreinsarar og teppashampo frá Sabco. Stálboltar, draghnoð og margt fl. JS. Sigmannsson, Súðarvogi 4. Sími 86470. Odýr, sambyggð bílaútvarps- og seguibandstæki fyrir átta rása spólur. Bílahátalarar og loftnet. Póst- sendi. F. Björnsson, Radíóverzlun, Bergþórugötu 2, sími 23889. Verðlistinn auglýsir: Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn, Laugarnes- vegi 82. Sími 31330. Húsgögn « Sem nýtt borðstofuborð og 4 stólar, tekk, til sölu. Verð kr. 55-60 þús. (borðið kostar nýtt 54 þús.) Uppl. i síma 35617 eftir kl. 6. Iljónarúm með áföstum nátthoröum og snyrtiborð (úr gullálmi) til sölu. Einnig stál-eldhúsborð og 4 stólar. Uppl. í síma 72426 eftir kl. 6.30. Sem nýtt, vandaö sófasett og söfaborð til sölu. Tækifærisverð, sími 75175. Lítið sem ekkert notaður franskur fataskápur til sölu. Uppl. í síma 37862 eftir kl. 6. Sófasett til sölu, verð 40 þús. kr. Uppl. í síma 50595. Til sölu hjónarúm að Lækjarkinn 12, Hafnarfirði, neðri hæð. Stór falleg kommóða til sölu, er palesanderspónlögð og ný. Stærð 115x80x60. Uppl. í sima 23549 eftir kl. 19. Antik borðstofuhúsgögn úr eik (eik í gegn) til sölu, 3 skápar, borð og 6 stólar—handskorið, verð 350 þús. kr. Uppl. í síma 20880. Ve! með farin ódýr húsgögn til sölu. Húsmyndaskálinn, fornverzlun, Klapparstíg 29. Sími 10099. Nýi síminn er 19740. Klæðningar og viðgerðir á bólstruðum húsgögnum. Áklæði í úrvali. Greiðsluskilmálar á stærri verkum. Símastólar á hagstæðu verði, klæddir plussi og fallegum áklæðum. Bólstrun Karls Adolfs- sonar. Hverfisgötu 18, kjallara, inngangur að ofanverðu. Smíðum húsgögn og innréttingar eftir þinni hugmynd. Tökum mál og teiknum ef óskað er. Seljum svefnbekki, raðstóla og hornborð á verksmiðjuverði. Hagsmíði hf., Hafnarbraut 1, Kópavogi. Sími 40017. tSakarofn til sölu, ódýr. Uppl. í sima 38557 eftir kl. 8 í kvöld. Ballcrup hrærivél til sölu, vel með farin. Uppl. í síma 85893. r ^ Vetrarvörur Nýleg Hagan skíöi, 1.70 m, með öryggisbindingum, skíðastafir og smelluskór nr. 40- til sölu. Verð kr. 17 þús. Uppl. í síma 42535 milli kl. 5 og 7. Grænn kvenleðurjakki til sölu og svartur fínflauelsjakki nr. 42—44. Uppl. í síma 41782. Kvenskinnjakki nr. 50 til sölu. Verð kr. 20 þús. Uppl. í síma 33073. Brúðarkjóll óskast Uppl. í síma 73556 frá kl. 6 í kvöld og næstu kvöld. [ Fyrir ungbörn Franskur G.M. barnavagn til sölu, blár að lit. Upplýsingar í síma 53218 eftir kl. 19. Swallow kerruvagn til sölu. Einnig óskast keypt regn- hlífarkerra á sama stað. Upplýs- ingar í síma 72186. Drapplitaður, vel með farinn, franskur barna- vagn til sölu. Uppl. í síma 44625 eftir kl. 4. Kerruvagn og leikgrind, lítið notað, til sölu . Uppl. í síma 66481 Til sölu fjögurra mánaða Silver Cross skermkerra af stærri gerð, sem ný. Upplýsingar í síma 50197. Barnavagga með dýnu á hjólum til sölu. Upplýsingar í síma 72017 eftir klukkan 7. Hljóðfæri Vel nieð farið orgel til sölu. Uppl. í síma 92-8209 eftirkl. 18. Notuð harmónika til sölu, 120 bassa. Uppl. í síma 73429 eftir kl. 19. Til-sölu Hagstsröm B-60 kassagítar sem nýr. Einnig gulur mótorhjólahjálmur, lokaður. Uppl. að Laugarnesvegi 56 eftir klukkan 4. Göður eins árs rafmagnsgítar. Kimbara til sölu. verð kr. 50 þús. Upplýsingar i sima 52774 eftir klukkan 18. Hljómbær sf. — Hverfisgötu 108, á horni Snorra- brautar. Sími 24610. Tökum hljóð- færi og hljómtæki í umboðssölu. Mikil eftirspurn eftir öllum teg- undum hljóðfæra og hljómtækja. Opið alla daga frá 11-7, laugar- daga frá kl. 10 til 6. Sendum í póstkröfu um allt land. 9 Ljósmyndun 8 Til sölu sem ný kvikmyndatökuvél, Raymoy Super 8. Model ZX-505. Selst á góðu verði. Uppl. í síma 18541 á kvöldin. Af sérstökum ástæðum eru til sölu tvær Asahi Pentax myndavélar, Pentax Stopmatich og Pentax K-2 með 135 og 28 mm linsum og 3 X tele, Converter. Selst ódýrt. Nánari uppl. í síma 83147 eftirkl. 19. Einstætt tækifæri, ■, til sölu af sérstökum ástæðum 6x6 Reflex myndavél af gerðinni Kowa — six, vélin er svo til ónotuð og selst á hagstæðu verði. Uppl. í síma 34829. 8 mm véla- og fiimuleigan. Leigi kvikmyndasýningarvélar, slides-sýningarvélar og Polaroid ljósm.vndavélar. Sími 23479 (Ægir). Nýleg Fransé haglab.vssa 3" magnum 5 skota nr. 12 til sölu Uppl. í síma 81019 eftir kl. 19. Riffill! Sako riffill (Vixen, Monte Carlo) 22 cal. til sölu á kr 60 þúsund. Sími 75864 næstu daga. Sako 22 ca. L.R. með kíki til sölu. Lítið notuð og vel með farin. Uppl. í síma 28185 eftir kl. 7.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.