Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.05.1976, Qupperneq 10

Dagblaðið - 05.05.1976, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. MAl 1976. \ MMBUÐIB frfálst, úháð dagblað Útí'efandi: Daj’liladid hf. Framkvæmdastjóri: Svuinn H. K.vjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Biruir Pótursson. Hitstjórnarfulltrúi: Haukur Hcl«ason. Aðstoðarfrótta stjóri. Atli Stcinarsson. íþrottir: Hallur Símonarson. Hörinun: Jóhannus Koykdal. Handrit: Ás«rimur Pálsson. Blaðamerm: Anna Bjarnason, Así»eir Tómasson. Bolli Hóðinsson, Braííi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir. (lissur Sigurðsson. Hallur Hallsson. Helgi Pótursson, Katrín Pálsdóttir. Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björgvin Pálsson, Hagnar Th. Sigurðsson. (Ijaldkeri: hráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Siðumúla 12. sími 83322. auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setningog umbrot: Dagblaðiðhf. og .Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Ililmir hf.. Siðumúla 12.Pre,-.tun: Arvakur hf.. Skeifunni 10. Stjórnin fari frá Þægilegt er fyrir ríkis- stjórnina að hafa þorska- stríö aó yfirvarpi, þegar hún reyn- ir að klófesta hvern þann eyri, sem hún fær augum barið. Hin ó- fyrirleitna ríkisstjórn kenn- ir nú Landhelgisgæzlunni um heimtu, sem í rauninni stafar af takmarka- lausri fjármálaóstjórn ríkisstjórnarinnar. Menn geta verið sammála um, að auka þurfi greiðslur til Landhelgisgæzlunnar. Þegar er fyrirsjáanlegt, . að rekstur hennar muni aukast um 500 milljónir króna umfram fjárlög. Enn- fremur er skynsamlegt að gera ráð fyrir, að ýmis ófyrirséður rekstrarkostnaður hennar geti numið 250 milljónum króna til viðbótar. Auðvitað á þetta fé að nást af sparnaði á öðrum sviðum rekstrar og framkvæmda ríkisins. Ríkisgeirinn af þjóðarbúinu hefur bólgnað svo rosalega á síðustu árum á kostnað almennings og atvinnuvega, að fyrir löngu er orðið tímabært að spyrna við fótum. Enga nýja skatta þarf aö leggja á þjóðina að þessu sinni. Þvert á móti þarf nú að draga smám saman úr núverandi sköttum, unz ríkisgeirinn er aftur kominn í jafnvægi gagnvart geira almennings og atvinnuvega. Þetta er eina leióin til að hindra, að ríkis- stjórnin geri þjóðina gjaldþrota. í ljós hefur komið, að skattprósentan var áætluð of lág í síðustu fjárlögum. Skatttekjur ríkisins verða því 4000 milljónum meiri en ráð var fyrir gert. Einnig hefur komið í ljós, að ýmsir útgjaldaliðir fjárlaga voru falsaðir til þess að niðurstöðutölurnar yrðu ekki of háar. Þessir liðir nema samtals rúmlega 6000 milljónum. Núverandi ríkisstjórn hefur haldið þeim ósið, sem vinstri stjórnin tók upp, að vanáætla á fjárlögum til þess að geta logið því, að ríkið gerði ekki meira en halda óbreyttum hluta af þjóðarkökunni. Ár eftir ár hefur komizt upp um þetta og nú þegar er komið upp um markleysi tæplega fimm mánaða gamalla fjárlaga. Nú leggur ríkisstjórnin fram nýtt frumvarp um aukna skattheimtu upp á rúmlega 2200 milljónir króna. Hún ætlar sem sagt að brúa bilið á fjárlögunum án þess að spara í einu né neinu. Hún ætlar engum sönsum að taka, þótt almenningur og atvinnuvegir séu að kikna undan byrðum sínum. Ríkisstjórnin styður sig við hagfræðinga, sem búa hvorki yfir bókviti né brjóstviti. Hún hagar sér í öllu eins og vinstri stjórnin, þó með þeirri undantekningu að hún sýnir meiri óráðsíu og ófyrirleitni. Hún er gersamlega ófær um að leióa þjóóina út úr þeim erfiðleikum, sem stjórnin sjálf hefur bakað. nýja skatt- Fáir viðurkenna það: Haust stjórnar hvítra manna í Ródesíu er gengið í garð Ef gengið er undir lauf- krónum trjánna meðfram göt- um Salisbury, verður ekki vart yfirvofandi stórátaka. Laufin eru heiðgul á lit, en gæti það verið merki þess að nú haustar fyrir stjórn hvítra manna í Ródesíu? Skær bjarminn frá afrí- kanska eldtrénu gæti gefið okkur svar við því. „Land Péturs pan,” kallaðt bandarískur blaðamaður landið er hann kom þangað eftir átta ára fjarveru. Hann komst að því «ð enda þótt allur heimur- inn stæði á öndinni af bræði vegna þess hversu stjórn hvítra manna stóð föst fyrir hafði lítið sem ekkert breytzt í Salisbury, — meira að segja barþjónninn þekkti hann á ný. Samt höfðu orðið breytingar. Bílarnir voru mun eldri svo eitthvað se nefnt. Eitt sinn, áður en stjórn Ians Smiths ákvað að rjúfa öll tengsl við Bretland, var mikið úrval bíla á markað- inum og svo var einnig stuttu eftir að slitin urðu vegna þess að innflutningur hélt áfram þrátt fyrir verzlunarbann Sam- einuðu þjóðanna og ennfremur fluttu Rodesíumenn inn bíla í pörtum og settu þá saman. Núna er meira að segja skortur á samsettu bílunum. Ródesía á í miklum gjaldeyris- erfiðleikum og hefur ekki efni á að flytja þá inn frá Suður- Afríku. Og það er vöruskortur á ýmsum öðrum sviðum meðal annars á rakvélablöðum, enda þótt mun færri séu hér með skegg en t.d. i London og í öðrum vestrænum stórborgum. Sömu sögu er að segja um ljósaperur. Og viðhorfin hafa breýtzt. Við- horf hvítra manna. Hefðarfrú sagði í samkvæmi í úthverfi borgarinnar, að hún væri búin að fá nóg af stjórn Ians Smith. „Það, sem við þurfum, er stjórnarandstaða,” segir hún. „Ábyrg stjórnarandstaða.” Þegar henni er sagt, að til sé stjórnarandstaða nokkurra milljóna svartra Ródesíu- manna, svarar hún: „Nei ég á við stjórnarandstöðu hvítra manna" Hinum megin í borginni í afríska borgarhlutánum High- field safnast Afríkanar saman yfir glasi á hólelinu Mushan- dira Pamwe (Við vinnum saman). Hvítir menn koma ekki á þann stað. Einn Afríkananna segir: „AllirAfríkanar eru sam- mála um það, að framtíðarhorf- ur eru ekki góðar, Allir eru sammála um það að enginn vill ofbeldi og kynþáttastyrjöld, en sumir svartir stjórnmálamenn úr röðum átakasinnaðra manna Afríska þjóðarráðsins segja, að ef við ætlum að komast tii valda verðum við að hrifsa til okkar þau völd.” „Við höfum verið hvattir til átaka. Og langflestir hafa nú tekið afstöðu til slíkra átaka og eru þeim sammála.” „Einhver sagði, að skæru- liðar hefðu aldrei í sögunni tapað styrjöld. Það væri aðeins spurning um tíma. Og halda menn að hvíti maðurinn vilji eyða meira en níu mánuðum á ári úti í frumskógunum til þess að berjast við skæruliða, skilja eftir fjölskyldur sínar og fyrir- tæki, bara til þess eins að viðhalda stjórn hvítra manna i Ródesíu?” Einn hægfara viðskiptafræð- ingur aðvaraði fólk á hótelinu um það að ef stjórn hvítra manna yrði hrundið með vopna- valdi, myndi meira en helming- ur þeirra yfirgefa landið og taka með sér allar eigur sínar sem þýddi algjöra fátækt á mörgum sviðum. Enginn tók undir orð hans. „Við munurr vinna það tap upp, með hjálp góðra vina.” I miðhluta borgarinnar þar sem kaffihúsin og veitingastað- irnir eru fullir af prúðbúnum matargestum, gengur lífið sinn vanagang eins og ekkert hafi í skorizt. Þó er hljómsveitarstjór- inn á einum matsölustaðnum dálítið áhyggjufullur. Enn einn hljóðfæraleikara hans hefur verið kallaður til herþjónustu. og tónninn í hljómsveitinni er að verða svolítið hjáróma. I sjónvarpinu heldur Ian Smith ræðu, þar sem hann segir að hann trúi ekki öðru, en að Ródesía verði eins og hún er um ókomin ár. Það eru ekki margir, sem líta upp úr kaffibollum eða af matardiskum til þess að veita þeim orðum athygli. Stjórnarher Kódesíu hefur haft mikinn viðbúnað í frammi til þess að hrinda vaxandi árásum skæruliða. Þeir hafa beitt „sál- fræðihernaði” í þeim skilningi, að smámjaka sér inn fyr.ir landamærin og enginn veit, hvar þeir munu gera árás í næsta skipti. Á aðeins tveimur árum hefur greiöslubyrði þjóðarinnar vegna vaxta og afborgana af erlendum lánum hækkað úr 11% í 19% af útflutningstekjum. Á aðeins tveimur árum hefur óreiðuskuld ríkisstjórnarinnar við Seólabankann aukizt úr 630 milljónum króna í tíu milljarða króna. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um nýja fjáröflun til að magna sukkið og vitleysuna er ný sönnun þess, að hún er úti að aka og að Landhelgisgæzlan er bara yfirvarp. Ríkis- stjórnin á að fara frá og á því sviði er hver klukkutími dýrmætur. En lífið i Salisburv gengiír sinn vanagang. Þar velta menn vöngum .vfir því hvað gerast kunni.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.