Dagblaðið - 05.05.1976, Qupperneq 14
14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. MAl 1976.
BréffráCabaret:
íngar
manna-
breytingar
fyrír■
hugaðar
Ingólfur Sigurösson og Valgeir Skagfjörö:
„Þaö er kannski komiö í tízku aö reka og
ráöa mannskap þogar eitthvaö bltos á
móti?"
Poppsíðunni hefur borizt
eftirfarandi brcf frá Valgeiri
Skagfjörð, píanóleikara hljóm-
sveitarinnar Cabaret:
Kæra poppsíða.
Við undirritaðir viljum
eindregið kveða niður þau
skrif, er voru í dbl. Vísi þ. 28.
apríl, þess efnis að Ingólfur
Sigurðsson hefði sagt upp
störfum með hljómsveitinni
Cabaret. Þetta var algjörlega
úr lausu lofti gripið og
áreiðanlega komið frá
einhverri blaðurskjóðunni,
sem þykir gaman að þvaðra um
slíka hluti út í loftið.
Mannabreytingar verða ekki
gerðar. Hins vegar virtist svo
um tíma, að Ingóflur gæti ekki
ferðast með hópnum til Spánar
30. mai næstkomandi, sökum
þess að hann er í skóla og þarf
að klára sín próf og annað þar
að lútandi. í því sambandi kom
það til tals að fá annan trymbil
að láni. Síðar kom í ljós, að
hann getur komizt með og þar
af leiðandi var horfið frá
öllum slíkum ráðagerðum.
Það þykja víst alveg nógu
tíðar mannabreytingar í
bransanum i dag, þótt við
séum ekki að skreyta síður
dagblaðanna með svoleiðis-
löguðu líka. Það er kannski
komið í tízku að reka og ráða
mannskap, þegar eitthvað á
móti blæs. Hvað um það?
Að lokum vil ég taka það
fram, að þær manna-
breytingar, sem gerðar voru í
Cabarel um áramótin síðustu
voru nijög jákvæðar og við
höfum hugsað okkur að móta
hljómsveitina á þeim grund-
velli, sem hún byggir á, bæði
hvað varðar mannskap og
tónlistarstefnu. Svo mörg eru
þau orð.
fh. Cabaret,
Valgeir Skagfjörð
(sign.)
NV MYND AF ROLLING STONES. Frá vinstri: Keith Richard, Charlie Watts, Bill Wyman, Mick Jagger og Ron Wood.
„BLACK AND BLUE" — NÝ
PLATA MEÐ ROLLINGUNUM
— sem nýlego hófu fyrstu hljómleikaferð sína
um Evrópu síðan sumarið 1973
Mesta rokkhljómsveit heims,
The Rolling Stones, hefur nýlega
lagt upp í tveggja mánaða — og
36 hljómleika — tónleikaför um
Bretlandi og meginlandi Evrópu.
Fyrstu tónleikarnir voru í Frank-
furt í V-Þýzkalandi 28. apríl og
hinir síðustu verða í Vínarborg
23. júní. Ásamt Stones verða
hljómborðsleikarinn Billy
Preston og slagverksleikarinn
Ollie Brown með í förinni, eins og
í Bandaríkjaferðinni í fyrra.
Þá er komin út ný breiðskífa
með hljómsveitinni og ber hún
heitið „Black and Blue”. Af henni
hefur verið tekið iagið „Hot
Stuff” og sett á tveggja laga plötu.
Um hana segir diskótekfræðingur
poppsíðunnar, að Rolling Stones
mistakist þar að fara inn á brautir
diskó-tónlistarinnar, sem svo er
kölluð.
„Black and Blue” er fyrsta
breiðskífan, sem Rolling Stones.
hafa hljóðritað síðan þeir gerðu
„It’ s Only Rock And Roll”. Þær
tvær plötur, sem síðan hafa komíð
út, voru báðar samansafn af eldra
’efni. Þessi nýja plata er hljóð-
rituð í Míinchen I V-Þýzkalandi,
Montreaux í Sviss og Rotterdam 1
Hollandi.
Ronnie Wood, sem áður var
með Rod Stewart í Faces, er nú
orðinn fullgildur félagi í hljóm-
sveitinni og er sagður standa sig
afburðavel.
Þess má geta, að Listahátíð ’ 76
reynir enn að fá Stones til að
koma hingar til hljómleikahalds
eftir Vínarkonsertinn. -óv
EXPERIMENT: Frá vimtri Ingvi Þór
Kormaksson, Ásgeir Hólm, Sveinn Björgvins-
son, Siguröur Björgvinsson og Pótur
Pótursson. DB-mynd: Björgviii Palsson.
Oft, og þó aðallega upp á síð-
kastið, hefur verið kvartað við
skrifara poppsíðunnar, að ekki
væri fjallað um óþekktar
hljómsveitir. Eflaust er nokkuð
til í þessu: er það aðalverkefni
poppsíðnanna að miðla fréttum
úr popptónlistarlífinu og svo
virðist, að það sé hjá nokkuð
þröngum hóp manna, sem eitt-
hvað er að gerast. Þvi er það
svo, að sagt er frá sömu
mönnunum síðu eftir síðu og
mánuð eftir mánuð.
Dagblaðið hyggst á næstunni
litast nokkuð um á dansstöðun-
um og hlusta á þær hljómsveit-
ir, sem lítið eru í sviðljósinu.
Þær eru að sjálfsögðu mis-
jafnar að gæöum, sumar vægast
sagt lélegar, en aðrar allgóðar.
Ilöfum formálann ekki lengri
og snúum okkur að fyrstu
hljómsveitinni — Experiment.
EXPERIMENT —
sex óra gömul
Hljómsveitin Experíment var
Experiment:
Jössuð danshljómsveit
— íbetrí klassanum
stofnuð fyrir rúmlega sex
árum. Fyrst í stað hét hún
reyndar Hljómsveit Önnu Vil-
hjálms. Eftir hálft ár yfirgaf
Anna hljómsveitina og þá
hugðust þeir sem eftir sátu
gera tilraun með að halda
áfram hljóðfæraleik. ' Þeir
nefndu hljómsveitina Experi-
ment, sem á íslenzku útleggst
tilraun.
Á þessum sex ára ferli hljóm-
sveitarinnar hafa margir
merkir menn leikið með henni.
Þeirra á meðal eru Guðmundur
Ingólfsson, Baldur Arngríms-
son, Hannes Jón Hannesson,
Helgi Hermannsson greifi af
Logum, Erlingur Hljómabítill
Björnsson og margir fleiri.
Einn maður hefur verið í
Experiment frá stofnun, —
Ásgeir Hólm saxófónleikari.
Þrátt fyrir nokkuð háan
aldur hefur lítið sem ekkert
borið á Experiment þangað til
sfðastliðið haust., Astæðan er
sú, að hljómsveitin lék mest á
Keflavíkurflugvelli. Það
gerðist svo einn góðan veður-
dag, að hljómsveitin var
bönnuð á Vellinum, eins og svo
margar aðrar, og þá kom hún í
bæinn. Síðan hefur Experiment
ekki komið á Keflavíkurflug-
völlinn, en haldið sig mest í
Klúbbnum.
Það var líka i Klúbbnum,
sem DB eyddi kvöldstund með
Experiment, og henni var
hreint ekki svo illa varið. Gest-
irnir, sem komnir voru til að
drekka sig fulla og skemmta sér
eins og tslendingum sæmir,
virtust einnig vera ánægðir
með tónlist hljómsveitarinnar.
því að á eftir lögunum voru oft
á tíðum rekin upp voldug
fagnaðaróp og einnig söng fólk
með f þeim lögum, sem það
kunni.
Tónlist Experiment er undir
nokkrum, jassáhrifum. Allir
hlusta meðlimir hljómsveitar-
innar á jass og þrir þeirra eru
hálffanatiskir á þvi sviði. En
þrátt fyrir þessi áhrif er pró-
gramm hljómsveitarinnar fyrst
og fremst dansprógramm. Ein-
hverra hluta vegna finnst mér,
að hljómsveitin þyrfti að fara
aó endurnýja stóran hluta af
lögum sínum, því að þau eru
mörg hver orðin gamlar
lummur frá því i fyrra og
jafnvel hittiðfyrra.
Söngkraftur hljómsveitar-
inar er frekar lítill, en góður
svo langt sem hann nær. Bassa-
leikarinn, Sigurður Björgvins-
son, sér um, aðalsönginn og
sleppur mjög vel frá honum.
Bróðir hans, Sveinn, raddar svo
i nokkrum lögum. Saxófónninn
bjargar síðan því sem bjargað
verður vegna raddfæðarinnar.
Hljóðfæraleikur er að mestu
leyti hnökralaus. Þó virðist mér
sem gítarleikarann skorti
nokkra æfingu. Trommur og
píanó eru með sterkum jass-
hljómi, og slíku bregður einnig
fyrir í saxófónleiknum.
Sem sagt: Experiment er
danshljómsveit, sem hægt er að
mæla með og hún verður von-
andi enn betri ef hún endur-
bætir prógrammið. —AT