Dagblaðið - 05.05.1976, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1976.
Hvers eiga Víkur-
búar að gjaida? //
Verkfrœðileg afglöp Land-
símans í sjónvarpsmálum okkar"
— segja Víkurbúar „Víkurbúar svo góðu vanir," segir Landsíminn
„Þeir virðast ekki gera sér
grein fyrir því að fjallsbrúnin
skyggir á. Hún er kyrr og færist
ekkert úr stað,” sagði Páll
Tómasson fyrrverandi oddviti í
Vík i Mýrdal. Hann er einn af
þeim Víkurbúum, sem hefur
séð sjónvarpið mjög illa undan-
farinn hálfan mánuð.
Og hvers vegna?
Páll sagði að loftnet hefði
verið fært úr 45 metra háu
mastri í Reynisfjalli í 30 m
mastur, sem væri auðvitað eins
og hver önnur hringavitleysa
áður en athugað væri til fulls
hver áhrifin yrðu. „Hvers eiga
Vikurbúar að gjalda. Þetta er
eins og hver önnur verkfræði-
leg og hagfræðileg afglöpLands-
símans í sjónvarpsmálum
Víkurbúa” bætti Páll við.
Hann sagði að Ríkisútvarpið
hefði viljað kaupa mastrið af
Pósti og síma, en verk-
fræðingur frá þeim væri sífellt
að mæla og segði hann að það
væri loftnetum Víkurbúa
sjálfra að kenna að þeir sæju
ekki sjónvarpið. Á það vilja
íbúar ekki fallast. Sannleikur-
inn væri sá að færa ætti háa
mastrið til Hvolsvallar, þar sem
það ætti að koma hinum nýja
sæstreng Stóra norræna til
góða.
„Við getum því fullt eins inn-
siglað sjónvörp okkar ef ekkert
sést í þeim,” sagði Páll.
Flest hús mœlast
í hœsta gœðaflokki
Við ræddum við Gústav
Arnar deildarstjóra hjá Pósti
og síma og sagði hann að húsin i
Vík í Mýrdal hefðu verið mæld
í sambandi við versnandi sjón-
varpsskilyrði. Flest hefðu
mælzt i hæsta gæðaflokki en
nokkur við góð skilyrði, örfá
hús vestast í Vík hefðu mælzt
vera með verri skilyrði heldur
en búizt hefði verið við.
Fjöldi landsmanna byggi við
miklu verri skilyrði til að sjá
sjónvarp en Víkurbúar. Hins
vegar væru þeir góðu vanir þar
sem þeir hefðu haft þetta háa
mastur í Reynisfjalli þar af
leiðandi hefðu þeir ekki þurft
að nota nærri því eins góð sjón-
varpsloftnet á hús sín og aðrir,
sem hafa minni sendistöðvar,
eða fylgjast eins vel með að
sjónvörpin væru í fullkomnu
lagi.
Gústav sagði einnig að álit
sitt sem verkfræðings væri að
óþarft væri að nota mastur, sem
væri 3—4 milljón króna virði,
þegar hægt væri fyrir Ríkisút-
varpið að leysa málið á annan
hátt — fyrir eina milljón króna.
Aðeins Ríkisútvarpið notaði
stóra mastrið, þar sem þeir
væru hættir því hjá Pósti og
sima. Þá vantaði mastur vegna
örbylgjusambands Vestmanna-
eyjar, þar sem verið væri að
endurnýja tæki og fjölga rás-
um. Ætti að setja mastrið upp á
Hvolsvelli. Ákvörðun um að
setja upp fleiri rásir til Vest-
mannaeyja hefði verið tekin
strax árið 1973 og kæmi því
ekki við samningnum við Stóra
norræna nú, þótt vissulega
kæmi það því til góða.
Um það að Ríkisútvarpið
hefði viljað kaupa mastrið af
Pósti og síma sagði Gústav að
þá þyrfti að kaupa nýtt erlendis
frá og að það gæti tekið marga
mánuði.
—EVI
NEYÐARBÍLLINN
STÓRSKEMMDUR
Neyðarbíll Rauða krossins
skemmdist allmikið í gærkvöldi,
er hann ók upp á gangstétt til að
komast hjá árekstri. Með þessu
snarræði bílstjóra sjúkrabílsins
hefur honum eflaust tekizt að
forða frá slysi.
Það var á tíunda tfmanum að
beiðni kom til slökkviliðsins um
sjúkrabíl. Neyðarbíllinn ók á
nokkurri ferð með blikkandi ljós
og sírenu inn Bústaðaveginn, og
er hann var kominn á móts við
Áágarð ætlaði hann að fara fram
úr bílaröð, sem ók hægt. Þá tók
bíll sig út úr röðinni og þver-
beygði fyrir neyðarbílinn. Til
að forðast að skélla aftan á þeim
bíl lenti neyðarbíllinn upp á gang-
stétt. Skemmdir urðu talsverðar á
neyðarbílnum, undirvagninn
skemmdist og stýrisbúnaður er
illa farinn. Sjónarvottar sáu bíl-
inn lyftast upp að aftan og skella
harkalega í götuna. Ekki tókst
sjónarvottum að ná númeri bíls-
ins, sem beygði i veg fyrir neyðar-
bílinn, en þeir fullyrða hins vegar
— ef tír að jeppi
svínaði gróf lega
fyrir hann
aó það hafi verið brúnn Cheroky
jeppi.
Slökkviliðið hefur nú þrjá
sjúkrabíla til umráða á meðan
neyðarbíllinn er í viðgerð. t sam-
tali vió Dagblaðið í morgun sagði
varðstjóri á slökkvistöðinni, að
þetta væri mjög bagalegt, þar eð
sjúkrabílar væru allt of fáir. —
Það þyrfti að fá að minnsta kosti
þrjá nýja bíla því þeir sem fyrir
eru væru orðnir gamlir og slitnir.
—At/kl
SAFNAÐI LENGI FYRIR HJÓLINU
— nú er það horfið
„Það er algengt á vorin að þá
beri meira á hjólaþjófnaði en
aðra árstíma, en það er einnig
eðlilegt vegna þess að þá eru þessi
tæki mest í notkun,” sagði Gísli
Guðmundsson hjá rannsóknarlög-
reglunni í samtali við Dagblaðið.
Það er háttur þeirra sem óvand-
aðir eru að taka ófrjálsri hendi
hjól annarra og oft eru þau eyði-
lögð og skrúfuó i sundur. Að sögn
Gísla finnast þau þó oftast aftur
og þá ekki mikið skemmd.
Ungur piltur úr Kópavogi varð
fýrir þvi óláni að skellinöðru hans
var stolið frá heimili hans Holta-
gerði 12. Hjólið er rautt af Suzuki
gerð og númerið er Y-202. Hann
var búinn að safna fyrir þessu
hjóli í langan tima og er þetta því
tilfinnanlegt tjón fyrir piltinn.
Þeir sem hafa orðið varir við
hjólið eru vinsamlega beðnir að
tilkvnna lögreglunni það.
—KP
Norrœnir
barnakennarar þinga:
Rœttum
samvinnu milli
kennaranna
Norrænir barnakennarar þinga
þessa daga á Hótel Loftleiðum og
lýkur fundi þeirra í dag. Fundur-
inn er svonefndur stjórnarfundur
og er þar m.a. rætt um samvinnu
milli kennara á Norðurlöndum
sem eflaust gæti orðið til hags-
bóta, jafnt fyrir nemendur sem
kennara. Myndina tók Björgvin
Pálsson í gær á Hótel Loftleiðum
þar sem ráðstefnan fór fram.
«El UinLffl!?
Lœtur ekki
deigan síga
— þótt vorið
hafi horfið í bili
Hann var að mála í gær enda
þótt hitamælarnir sýndu
hættulega lágt hitastig. Það
þýðir ekkert að láta deigan síga
þótt norðangarrinn ógni okkur
i bili með allri sinni hafís
„lykt”. Það á að vera komið vor
samkvæmt aljnanakinu og
væntanlega er þessi kuldi
aðeins stundarfyrirbrigði. (DB-
mynd B.P.).