Dagblaðið - 05.05.1976, Síða 11

Dagblaðið - 05.05.1976, Síða 11
DACBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1976. 11 Góðir einstaklingar Eins var í Rhapsody in Blue, þar fór hún á kostum, þó voru aðeins meiri þyngsli í hljóm- sveitinni en æskilegt hefði Tónlist Stœrri verk fyrir Pól Páll P. Pálsson hefur fengið í vetur fleiri tækifæri til stjórn- unar á hljómsveitinni en hann átti sennilega að fá, og er ekk- ert nema gott um það að segja, hann stendur vel fyrir sínu eins og tónleikagestir hafa orðið vitni að, og er vonandi að hann fái að takast á við viðameiri verkefni á næsta starfsári Sinföníuhljómsveitar Islands. Þorsteinn Hannesson, tónlistar- stjóri Ríkisútvarpsins, fór með kynningu hljóðfæranna og fórst það ágætlega úr hendi. JÓN KRÍSTINN CORTES VORHUGUR skemmtileg og vel samin verk. Hljómsveitin lek af miklum krafti og glæsibrag, nema málmblásararnir hefðu mátt koma sterkar með stefið, sem minnir eflaust marga á Roy Rogers-myndirnar í Austur- bæjarbíói á sunnudögum. Píanókonsert Edwards MacDowells er að mörgu leyti vel saminn, þó óneitanlega sé sem verið sé að leika píanókon- serta þeirra Griegs og Tsja- ikovskys með smáinnskotum MacDowells. Einleikarinn, Rhondda Gillespie bætti það þó upp með glæsilegum og kröft- ugum leik sínum. Sjaldan hefi ég heyrt píanóleikara ná jafn- miklum hljóm úr ágætum flygli sinfóníunnar, enda kom hún alls staðar í gegnum hljómsveit- ina, jafnvel á sterkustu sam- leiksköflunum. verið í þessu skemmtilega verki þar sem tónskáldið, George Gershwin, tengir saman tvær ólíkar tónlistarstéfnur. I verki Benjamíns Brittens, Hljómsveitin kynnir sig, kom í ljós hve góða einstaklinga við eigum í Sinfóníuhljómsveit íslands. í hinni mjög svo líflegu fúgu, sem fylgir kynningu hljóðfæranna, láta hljóðfæra- hóparnir gamminn geisa hver á eftir öðrum allt frá piccolo- flautu niður í kontrabassa, og var hvergi gefið eftir í hraða. Jafnvel bassarnir voru á „botni,” og eru þeir þó ekki vel til hraðspils fallnir. Verk- inu lýkur eins og það byrjar, á hinu tignarlega stefi Henry Purcells, og var ekki laust við að fiðringur færi um mann er málmblásararnir hófu kraft- mikinn leik sinn ofan á fúguna. Rhondda Gillespie lék af miklum krafti píanókonsert MacDowells og Rhapsody in Blue eftir Gershwin. ' ................ Sinfóníuhljómsveit Islands, 15. tónleikar í Háskólabiói 29.4 '76. Efnisskrá: Rossini: Vilhjálmur Tell, forleikur, MacDowell: Pianókonsert nr. 2 Gershwin: Rhapsody in Blue, Britten: Hljómsveitin kynnir sig, stjórn- andi: Páll P. Palsson einleikari: Rhondda Gillespie. Senn líður að lokum áskriftartónleika Sinfóníu- hljómsveitar Islands, en tón- leikarnir sl. fimmtudagskvöld voru aðrir siðustu tónleikar hljómsveitarinnar á þessu starfsári, og er eins og vor- hugur sé kominn í hljómsveit- ina, svo skemmtilegir voru þessir tónleikar. Allt stuðlaði að því, vel samsett efnisskrá, góður einleikari, góður stjórn- andi, og síóast en ekki síst, góð hljómsveit. Stuttur forleikur, löng ópera Forleikurinn að Vilhjálmi Tell, hinni sex klukkutíma löngu óperu Rossini uni þjóðhetju Svisslendinga, og baráttu þeirra gegn Austur- ríkismönnum á fjórtándu öld, mætti kalla sinfónískt ljóð eða prógrammtónlist sem lýsir Sviss. Hann er með vinsælli forleikj- um í tónleikasal, sem er ákaf- lega eðlilegt, því forleikurinn er lagríkur. miklar sviptingar í takti, styrkleikaandstæður og yfirleitt flest, sem prýðir Höfundor danso eiga mest lofið Listdanssýning Listdansskóla Þjóöleikhússins og íslenska dansflokksins. Tónlist: Jóhannes Brahms. Stjórnandi: Ingibjörg Björnsdóttir. Það er víst vani að gagnrýnendur gagnrýni en þegar um er að ræða nemendasýningu sem þessa er eiginlega erfitt að ákveða hvar takmörk skulu sett. Sýningin er í heild sett upp á mjög hugvit- saman hátt og engum ætlað að gera neitt sem gæti orðið þeim ofviða. Sérstaklega er notkun hringsviðsins skemmtileg, sem verður til þess að sviðið virðist aldrei yfirfyllt sem oft er á sýningum sem þessari. Það sem gott er unt þessa sýningu hlýtur því að skrifast að langmestu á reikning danshöfundanna: Ingibjargar Björnsdóttur og Nönnu Olafsdóttur og þó sér- staklega á Ingibjörgu sem einnig er stjórnandi og ekki er þetta í fyrsta sinn sem Ingibjörg Björnsdóttir á lof skilið fyrir framlag sitt til þessara mála. Nemendur Listdansskóla Þjóðleikhússins dansa fjögur þekkt ævintýri: Mjallhvit, Rauðhettu. Þyrnirósu og Öskubusku. Ævintýrin eru flutt á einfaldan máta og svo skiljanlegan að þessi þáttur sýningarinnar mundi sóma sér vel sem barnasýning líkt og Þjóðleikhúsið flytur að jafnaði á sunnudögum. Mjallhvít dansar Sigrún Waage. Sigrún hefur útlit Mjallhvítar, svart hár, ljósa húð og er falíeg á sviðinu, en dálítið taugaóstyrk. Dvergarnir voru hér sérstaklega skemmtilegir. Rauðhettu dansar Helena Jóhannsdóttir og gerir það mjög vel. Helena virðist vera einn efnilegasti nemandinn sem hér kemur fram. Úlfurinn varð lifandi og ansi slóttugur í meðferð Bryndísar Halldórs- dóttur. Þ.vrnirós er Inga Sigurjóns- dóttir. Hún dansaði lýtalaust og getur án efa ráðið við erfiðari dansspor. Ingibjörg Ásgeirs- dóttir dansar vondu álfkonuna og gerir það mjög vel. Yrsa Bergman fer í gervi Öskubusku. Hún dansar ágætlega, en mætti sýna svolítið meiri tilþrif. Systur hennar. Karitas Gunnársdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, eru heilntiklar tildursdrósir Mjallhvit (Sigrún Waage) nýsofnuð.l)vergarnir gráta og fuglanWr flögra ráðvilltir í kring. eins og vera ber og álfkonan, Birgitte Heide, er falleg en dálítið dauf. Einar Sveinn Þórðarson er ungur en upprennandi dansari og stjórnar Yrsu Bergmann vel í tvídansinum. Hér hefur aðeins verið tínt til þaö helsta og margir ónefndir piltar eru að bætast í Yrsa Bergmann og Einar Sveinn Þórðarson, prinsinn og Þ.vrnirós Yrsa Bergniann (Öskubuska) umkringd systrum sínum, Bryndísi Guðmundsdótlur og Karitas Gunnarsdóttur. Leiklist Heiðar Jónsson hóp listdansara og þá sér- staklega þeir Einar Sveinn Þórðarson og Sigurður Valur Sigurðsson. Eftir hlé dansar Islenzki dansflokkurinn Ungverska dansa eftir Ingibjörgu og Nönnu við tónlist Brahms. Stúlkurnar fóru hér á kostum, brúnar og hraustlegar þe.vttust þær um sviðið með heilmiklu öryggi og glettni og virðist þeirn vera jafnauðvelt að dansa þjóðlega dansa sem sígilda ballettinn sem oftast sést. Um þennan seinni lið sýningarinnar þarf ekki að fara mikið fleiri orðum nema hvað Ingibjörg Björnsdóttir og Örn Guðmundsson ljá dans- flokknum lið sitt svo og enn einn nýr karldansari Ásmundur P. Ásmundsson. Islenska dansflokkinn skipa annars: Auður Bjarnadóttlr. Asdís Magnúsdóttir. Guðmunda. H. Jóhannes- dóttir. Guðrún Pálsdóttir. Helga Bernhard, Ingibjörg Pálsdóttir. Nanna Ólafsdóttir og Ólafía Bjarnleifsdóttir. Heiöar Jónsson 30/4 '76.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.