Dagblaðið - 05.05.1976, Side 4
4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1976.
„GRÆNA
BYLTINGIN
IIEID// — se9'r
L11 11% borgarstjóri
„Já, hún lifir,” sagði Birgir
ísleifur Gunnarsson borgarstjóri
um „grænu byltinguna” í viðtali
við Dagblaðið í morgun.
„Framkvæmd áætlunar um
umhverfi og útivist hefur verið í
íullum gangi, en hins vegar hafa
fjárhagserfiðleikar borgarsjóðs
áhrif á framkvæmdahraðann eins
og í öðrum framkvæmdum.”
Borgarstjóri sagði að í ár stæði
til að framkvæma fyrir 186
milljónir samkvæmt þessari
áætlun. Magnið yrði nokkru
minna en áætlunin gerði ráð
fyrir.
Göngugatan i Austurstræti er
ein af þeim nýjungum sem
borgin hefur tekið upp til að
gera borgarbúum lifið lit-
skrúðugra. Þar þyrfti þó að
auka að mun allt líf, og grsani
liturinn mætti vera meira áber-
andi. Myndin var tekin í sól-
skininu á dögunum.
Birgir sagði að áherzla yrði lögð
á að hraða frágangi á ýmsum
opnum og ófrágengnum svæðum í
tengslum við íbúðahverfi. Ganga
ætti frá miðsvæði í Fossvogs-
hverfi og vestasta svæðinu í því
hverfi Þá ætti að ganga frá svæði
við Leirubakka í Breiðholti I og
byggja þrjá leikvelli (grenndar-
velli) í Fellahverfi.
Reið- og gangstíg ætti að leggja
frá Reykjabraut að Vatnsveitu-
vegi.
Vinna ætti við smábátahöfn í
tengslum við „grænu
byltinguna.”
Allmiklar ræktunarfram-
kvæmdir voru í bígerð í tengslum
við gatnagerð. Stærsta verkið
væri að ganga frá umhverfi
Reykjanesbrautar. Vinna ætti við
umhverfi Kleppsvegar og Elliða-
vogar.
Þá stæðu til allmiklar land-
verndunarframkvæmdir í
Hólsheiði og áframhaldandi fram-
kvæmdir við Heiðmörk og jafn-
framt allmikið af gerð gangstíga.
-HH.
Bláhvíti stjömufáninn:
FÁNIEVRÓPURÁÐSINS MUN
SJÁSTVÍÐA
Víða um land mun dreginn upp
fáni, sem margir munu ekki bera
kennsl á, — blár fáni með
mörgum stjörnum, sem mynda
hring. Þetta er fáni Evrópuráðs-
ins. Dagurinn i dag er dagur
Evrópu, og eru nú liðin 26 ár frá
stofnun ráðsins. Kjörorð dagsins
er: Mannréttindi eru réttur þinn.
„Markmið Evrópudagsins er að
vekja almenning til vitundar um
vaxandi samstarf Evrópuráðsríkj-
anna og gildi þess fyrir hinn
almenna borgara innan þeirra,”
segir í bréfi Sambands ísl. sveitar-
félaga til sveitarstjórna í tilefni
dagsins.
Litur: millibrúnt. Verð: 4500 kr.
Póstsendum
SKÓBÚÐIN SNORRABRAUT “
'l sími 14190____________
NYKOMIÐI
Kvenskór úr leðri með
hrógúmmísólum
Samdráttur í bílainnf lutningi —
þó minni en búast mœtti við
Nokkur samdráttur varð á bif-
reiðainnflutningi landsmanna
f.vrstu þrjá mánuði ársins, — en
þó minni en búast mátti við. Alls
voru fluttar inn 730 bifreiðar en
788 á sama tíma í fyrra.
í þessum tölum eru einnig inni-
faldar notaðar bifreiðar. sem
koma flestar í gegnum Sölunefnd
varnarliðseigna.
Að vanda eru fólksbifreiðar
lang stærsti liðurinn í bílainn-
flutningnum. A þessum fyrsta
ársfjórðungi voru fluttar inn 588
nýjar fólksbifreiðar og 48
notaðar. Til samanburðar voru
624 nýjar fluttar inn á sama tima í
fyrra og 86 notaðar.
Ford Cortina er í efsta'sætinu
yfir riýjar bifreiðar. Af þeirri
tegund komu til landsins 49
stykki. í öðru sæti er Lancer og
Lada í þriðja sæti.
—At
Nýr bœjarstjórnarmeirihluti
myndaður í Vestmannaeyjum
— Póll Zóphoníasson róðinn bœjarstjóri
„Eg geri ráð fyrir því að fljót-
lega fari fram viðræður um
m.vndun nýs bæjarstjórnarmeiri-
hluta, enda verður að vera sam-
staða ríkjandi þegar kemur til
nefndakosninga og kjörs nýs for-
seta bæjarstjórnar í júni," sagði
Sigurður Jónsson, bæjarfulltrúi í
Vestmannaeyjum. i samtali við
fréttamann blaðsins í gær.
Á sunnudaginn var haldinn
fundur í bæjarstjórn Vestmanna-
e.vja, þar sem gengið var frá ráðn-
ingu Páls Zóp honíassonar í stöðu
bæjarstjóra út kjörtiinabilið, sem
lýkur í maí ’78. Mjög stormasamt
hefur verið í stjórnmálum í
E.vjum í vetur, eins og rækilega
hefur verið rakið í DB. Eftir fyrir-
varalausan brottrekstur Sigfinns
Sigurðssonar úr starfi bæjar-
stjóra í vetur var Páll Zóphonias
son settur bæ.]arstjóri.
Þegar svo að því kom að
fastráða þyrfti bæjarsljóra kom
upp ágreiningur innan bæjar-
stjórnarinnar. en þó einkum í
hópi fjögurra sjálfstæðismanna.
Tveir — með stuðningi fulltrúa-
ráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vest-
mannaeyjum — vildu auglýsa
eftir nýjum bæjarstjöra en aðrir
bæjarfulltrúar vildu fastráða Pál.
Lyktaði þeirri rimmu með þvi að
sjalfstæðisfulltrúarnir tveir,
Sigurður Jönsson og Einar
Haukur Einarsson, forseti bæjar-
stjórnar, gengu af fundi fulltrúa-
ráðsins.
„Við Einar munum ekki mæta á
fundi fulltrúaráðsins á meðan
forystan þar ætlar að viðhafa
þessi vinnubrögð," sagði Sigurðrir
í samtali við fréttamann blaðsins.
„Þar eru uppi nokkuð háværar
raddir um að reka okkur úr
flokknum. þótt við njótum að vísu
stuðnings þar líka. Við viljum
hinsvegar einbeita okkur að lausn
„Það er rétt, skortur á útsæðis-
kartöflum er fyrirsjáanlegur,"
sagði Jóhann Jónasson. for-
stjóri Grænmetisverztunar riKts-
ins í viðtali við Dagblaðið, en
undanfarið hafa blaðinu borizt
f.vrirspurnir um það mál. „Þeir
bændur, sem framleiða kartöflur
til sölu, ættu þó að vera sæmilega
staddir, enda þótt þeir hafi ekki
fengið allar tegundir, sem þeir
pöntuðu í febrúar.”
Jóhann sagði að síðasta út-
sæðissendingin að norðan kæmi
með Heklunni núna á næstunni
og þar með væri magnið allt
komið, 50 tonn.
„Uppskeran brást eins og
þeirra mörgu viðfangsefna, sem
hér er við að glíma, enda erum við
ábyrgir gagnvart okkar kjósend-
um f.vrst og fremst."
Á bæjarstjórnarfundinum í
Vestmannaeyjum á sunnudaginn
voru einnig samþykktir reikning-
ar bæjarins fyrir árin 1968—1972
með firrim atkvæðum. Sjálfstæðis-
mennirnir fjórir sátu hjá við at-
kvæðagreiðsluna, „enda komum
við. núverandi fulltrúar flokks-
ins. hvergi nærri á þessum tima,”
sagði Sigurður Jónsson. —ÓV
kunnugt er hér sunnanlands í
fyrra og eins lentu þeir í frostum
fyrir norðan. sem þýðir töluverð
afföll,” sagði Jóhann ennfremur.
„Við höfum reynt fyrir okkur á
mörkuðum í Hollandi og Dan-
mörku en þaðan fengum vió þau
svör að þeir væru ekki aflögu-
færir."
Jóhann sagði ennfremur, að
kannski mætti kenna óvenjulega
mikilli eftirspurn eftir útsæði um
skortinn, „en slíkt gerist yfirleitt
þegar vel voray, og svo munu
menn ekki hafa verið ánægðir
með kartöflur hérlendis að
undanförnu og ætla því að re.vna
að rækta sjálfir." —HP.
Engar útsœðiskartöf lur til