Dagblaðið - 05.05.1976, Síða 3

Dagblaðið - 05.05.1976, Síða 3
I)A(iBLAt)It). M It)Vl KUDAdllK 5. MAI 197«. 3 LEIKFIMIN EROKKUR LÍFSNAUÐSYN — vilja ekki verða ólappalegar fyrir norðan Húsmóðir að norðan skrifar: ,,Ég bý úti á landi og það er nú svo að þar vantar svo margt sem fyrirfinnst í Reykjavík. Það sem vantar meðal annars eru leikfimitímar fyrir konur. Við verðum því að annast okkar likama upp á eigin spítur og gera okkar æfingar hver í sínu horni. Mikið erum við fegnar að hafa leikfimina í útvarpinu. Ég hef rekizt á það í blöðum síðast- liðna mánuði. að fólk, alla vega sumt. vi 11 losna við leikfimina úr útvarpi og láta einhverja popptónlist koma í staðinn? Nei, takk, segjum við hér fyrir norðan. Það er allt morgunleikfiminni að þakka hvað við erum hressar hér og ég ætla nú ekki að minnast á þessi aukakíló, sem allar konur berjast við. Við erum lausar við allt slíkt og það er allt Valdimar og morgunleikfiminni að þakka. Þær konur, sem ekki stunda leikfimi allavega hluta úr Raddir lesenda árinu, hljóta að vera illa á sig komnar. Það er einnig mjög algengt að sjá ungar stúlkur með bogið bak og nokkurs konar herðakistil. Svo stendur Þeir félagarnir Valdimar og Magnús hafa séð um morgunleikfim- ina í fjöldamörg ár. maginn á þeim út í loftið og þær verða mjög álappalegar á að lita. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að þær kunna ekki að standa rétt, hafa aldrei lært að rétta almennilega úr sér og vita ekki hve mikilvægt er að styrkja hrygginn og líkamann yfirleitt til þess eins að halda heilsu. Það er því engin furða þó við mótmælum þeim röddum.sem vilja morgunleikfimina úr útvarpinu. Það er kannski allt í lagi f.vrir konur fyrir sunnan að missa hana, þær hafa jú allar þessar heilsuræktir og margar dásamlegar sundlaugar til að þjálfa líkama sinn. En við fyrir norðan eigum fullan rétt á þvi sama. Við viljum ekki verða álappalegar og hafa óþjálfaðan likama. Við viljum hafa okkar leikfimitíma á morgnanna eins og endranær. Að endingu vil ég þakka Valdimar fyrir að halda okkur í formi hér fyrir norðan og á- reiðanlega eru það fleiri sem notfæra sér þessa tíma en hér.” VIÐ HOFUM ALDREI BROTIÐ NEIN ALÞJÓÐALÖG í LAND- HELGISMALINU ! — Þau hafa aldrei verið til M.S. skrifar: ,.Svo er sagt að hann nteig er hann sá Þór. Þessi lýsing á Mökkurkálfa kom mér í hug þegar ég las svar Bandaríkjanna víð beiðni Hundleiðinleg músík l.maí — við verðum oð bœta hérúr Þátttakandi í 1. mai hátiðahöldum hringdi: ..Mikið eru þau leiðinleg þessi lög og söngvar sem alltaf eru leikin 1. maí. Eg man ekki eftir neinni tilbreytingu i þessum lögum í öll þessi ár sem ég hef tekið þátt í göngunni. Eg verð að segja það að ég er bara alveg steinhissa á þessu sinnuleysi ungra skálda og lagasmiða að semja nú ekki tónlist fyrir svona tækifæri. Þetta eru allt eldgömul Hjálpræðisherslög sem við eigum ekki að láta heyrast einu sinni enn. Ég vil nú skora á ung skáld og lagasmiði að taka, höndum saman og drffa nú í því að semja hressileg lög það hlýtur að vera jafnáhugavert verkefni og hvert annað. ” okkar um lán eða kaup á sams- konar varðbátum og þau voru áður búin að láta öðrum ríkjum í té. Við íslendingar komumst óþyrmilega i kynni við Mökkur- kálfahugrekkið þegar við neyddúmst til að færa út landhelgi okkar til þess að bjarga þverrandi fiskstofnum við landgrunnið frá yfirvofandi bráðri gere.vðingu. Þá hrópuðu margir. og það jafnvel meðal þeirra sem við hiifðum talið vini okkar og drengi góða, að við værum að brjöta alþjóðalög með einhliða útfærslu. Landhelgi hefur aldrei verið færð út nema með einhliða út- færslu þar sem alþjóðalög eða réttarreglur á hafinu hafa aldrei verið til. Enda hefði ekki þurft að eyða miklum tíma á hafréttarráðstefnunni í að semja lög, sem þegar voru til, og þá hefði Haag-dómstóllinn kveðið fastar að í deilu Breta og íslendinga (1973) en að úrskurða tveim þjóðum vissan „veiðikvöta”, og það enda þótt aðeins önnur af þessum tveim þjóðum hefði skotið máli sinu til dömstölsins og margar aðrar þjóðir hel'ðu veitt jafn- lengi og Bretar hér við land. Eftir ..þoiskastriðið”. sem lauk 1973. var samið við Breta mn fiskveiðimagn. en auðvitað nieð þeim fyrirvara að samningurinn væri uppsegjan- legur með vissum l'yrirvara. Cerðardómsákvæði voru illu heilli sett i samninginn með tæpum meirihluta atkvæða á Alþingi m.a. vegna aðstæðna, sem þá riktu, þar sem landið var umkringt flotaveldi stór- þjóðar og aðstæður aðrar en núna til þess að verja landhelgi okkar. Það sýndi sig lika fljótlega hversu gerðardómsákvæðið var Yarðskipin Albert. Egir og Þór skemmdur eftir átiik á miðunum. hættulegt smáþjóð sem ein átti í höggi við sér stærri og máttugri þjóð sem fáar þjóðir, jafnvel stórþjöðir. vildu styggja með því að taka málstað smárikisins. Sýnir þetta hve strandríkjum meðal smá- þjóðanna og þróunarland- anna er nauðsynlegt að standa saman gegn því að ge r ðard ó m sá k v æði u m fiskveiðiréttindi komist inn i alþjóðalög ef þatt ná einhvern- lima að sjá dagsins Ijós. llvað viðvíkur því að landluktar eða landfærðilega af skiptar þjóðif- fái aðgang að fiskveiöum innan landhelgi strandríkja, þá er því til að svara að engum nema strand- ríkjunum sjálfum yrði trevstandi til að sjá um sk.vnsamlega friðun h r.v g ni nga rs væðan na i n n a n landhelgi sinnar gegn ofveiði sem fleirum kæmi í koll en strandríkjunum. í Reyk.javíkurhöfn. Þór er stór- A fáum stöðum er jafnauðsætt og á íslandi. sem stendur á skýrt afmörkuðum landgrunnsstöpli upp úr hafinu i kring. hversu fráleitt er að kalla 200 milna landhelgi okkar úthaf eins og andstæðingar okkar gera sér til málsbóta. Við höfum ekki verið að brjóta nein alþjóðalög. þar sem þau hafa aldrei verið til. heldur aðeins verið að reyna að tryggja það að eina náttúrulega auðlind okkar verði ekki uppurin vegna skammsýni og yfirgangs annarra þjóða. Við erum þess vegna þakklátir öllum þeim sem hafa haft drenglyndi til að viðurkenna réttmæti lital- staðar okkar og jafnvel sýnt það veglyndi að bjóða okkur varðbáta til hjálpar við land- helgisgæzlu okkar, enda þótt við höfum ekki getað þegið það góða boð vegna þess að bátarnir hafa ekki hentað við okkar aðstæður.” Spurning dagsins Fylgistu með kosningabar óttunni í Bandaríkjunum? Guðlaug Ingólfsdóttir sjúkraliði: Já, ég geri það. Ford vinnur út- nefninguna, það þýðir ekkert fyrir Carter að reyna. Lárus Jökuil Þorvaldsson sjó- niaður: Nei, ég fylgist nú lítið með þessu. Annars held ég að Ford verði örugglega áfram, það er enginn nógu sterkur á móti honum. Ólöf Jónsdóttir afgreiðslustúlka: Nei, ég fylgist ekkert með þessari kosningabaráttu, þetta verður meira spennandi þegar liður á haustið. Eg les töluvert erlendar fréttir í blöðunum og fylgist með því sem mér finnst áhugavert. Arelíus Níelsson prestur: Já, og mér líst nokkuð vel á Reagan, hann er svo brosmildur. Pétur H. Salómonsson fyrrv. sjó- maður: Nei, mér er nákvæúilega sarna hvað þeir gera þarna í Bandarikjunum. okkur kemur betta ekkert við. Finnur Björnsson: Já. mér l'innst Reagan hræra of mikið i Ford en ég Iteld að litlar líkur séu á þvi að Carter beri sigur af hólmi. /

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.