Dagblaðið - 05.05.1976, Side 24
Hver dagur, sem samnmgurinn stendur, fœrir Þ|oðverjum mikið fé
Þeir fá 17 milljónir á dag
í afla á íslandsmiðum
Vestur-Þjóðverjar munu fá
um 17 milljónir króna fyrir
hvern dag, sem þeir geta haldið
áfram veiðum hér. Ríkis-
stjórnin hefur, sem kunnugt er,
ákveðið að fresta þvi að hætta
framkvæmd samningsins við
Vestur-Þjóðverja, þótt ís-
lendingar hafi enn ekki hlotið
tollfríðindi fyrir sjávarafurðir í
löndum Efnahagsbandalagsins.
Telja má, að aflaverðmæti V-'
Þjóðverja hér við land nemi um
500 milljónum á mánuði, eða
um 17 milljónum á dag. Þeir
hafa því mikla hagsmuni af því,
að sammngurinn verði áfram í
gildi.
íslendingar áttu kost á að
hætta framkvæmd samningsins
við V-Þjóðverja, þegar fimm
mánuðir voru liðnir frá gerð
hans, án þess að við fengjum
tollfríðindi hjá Efnahagsbanda-
laginu.
íslenzka stjórnin kvaðst
mundu fresta þvi ,,í nokkrar
vikur”, að framkvæmd
samningsins yrði hætt til að sjá,
hvort eitthvað fengist út úr
Efnahagsbandalaginu.
-HH.
varðskipin hafa iðulega slitið sundur togvírana þeirra og gert þeim
lífið eins leitt og frekast er unnt. Þessir tóku þó lífinu með ró og
höfðu ekki undan neinu að kvarta við veiðiskapinn.
Þeir voru að spiæsa virana karlarnir, þegar Svein Þormóðsson bar
að niðri við höfn. Það er einmitt þetta verk, sem Bretarnir eru núna
að flýja meðai annars. Þeir hafa fengið að splæsa og splæsa, því
frfálst, úháð dagblað
MIÐVIKUDACUR 5. MAÍ 1976.
Þeir halda í
vesturvíking
Norska víkingaskipið Örn
mun taka þátt i skrautsigl-
ingu í sambandi við 200 ára
afmæli stjórnarskrár Banda-
ríkjanna þann 4. júli nk.
Búið er að ráða fimm af átta
mönnum í áhöfn Arnar, sem
mun fara utan sem fragt
með einu af skipum Eim-
skipafélagsins, en verður
síðan siglt við land í USA.
Meðal áhafnarmanna
verða þeir Viggó Maack, sem
verður skipstjóri, Sveinn
Sæmundsson, blaðafulltrúi
og Sigurður A. Magnússon,
rithöfundur. —JBP
Land Rover
stolið í
Hveragerði
— fannst á hliðinni í nótt
Lögreglunni á Selfossi
barst í gærkvöld tilkynning
um að Land Rover jeppa
hefði verið stolið í Hvera-
gerði. Eigandi bílsins var
alveg grandalaus gegn því
að slikt gæti gerzt og skildi
því alla lykla eftir í bílnum.
I nótt fannst svo jeppinn
á hliðinni inni á túni í ölfus-
inu. Bretti á honum hafði
bognað og eitthvað var hann
rispaður á hliðinni. Þjófur-
inn fannst skömmu síðar, —
drukkinn að sjálfsögðu.
—at
Dollarinn kominn
upp í 250 kr. á
svörtum markaði á
Keflavíkurflugvelli
Svartamarkaðsverð á Banda-
ríkjadollar er nú komið upp í
kr. 250.00 á Keflavikurflug-
velli, að sögn manna, sem hafa
kannað þetta. Skráð sölugengi
gjaldeyrisbankanna á dollar
losar nú kr. 180.00.
Nokkur verzlun varnarliðs-
manna og erlendra starfs-'
manna þess með dollara hefur
verið á almannavitorði meira
og minna allar götur frá lokum
heimsstyrjaldarinnar. Dagblað-
ið hefur góðar heimildir fyrir
því, að jöfn og þétt vaxandi
ásókn í þessi ólöglegu gjald-
eyrisviðskipti hafi nú að undan-
förnu valdið hækkuðu gang-
verði á dollurum á Keflavíkur-
flugvelli og nágrenni hans.
Hunaruð varnarliðsmanna
búa nú utan flugvallarins og
greiða meðal annars húsaleigu
og njóta þjónustu, sem ýmist er
reiknuð í dollurum eða íslenzk-
um krónum. Hefur hinn er-
lendi gjaldmióill oftast komið
greiðendum að notum á því.
verði, sem þarna syðra er kallað
gangverð.
Mikil eftirspurn eftir dollur-
um á svörtum markaði hefur
nú lyft gangverðinu í áður
óþekkta hæð. Hefur þróun í
þessa átt aldrei þótt góður
fyrirboði um gengi íslenzku
krónunnar gagnvart Banda-
ríkjadollar. hvað sem nú
reynist.
—BS
Nýtt hassmál í Keflavik
— einn maður í gœzlu
Nýtt hussmál er nú i rannsókn í
Keflavík og situr einn maður í
gæzlu út af rannsókn þess. ,,Það
eru ennþá svo margir lausir
endar í þessu máli, að um það er
ekkert hægt að segja á þessu
stigi,” sagði liaukur Cuðmunds-
son rannsóknarliigreglumaður i
viðtali við Dagblaðið. Ilann sagði,
að ekki væri loku f.vrir það skotið,
að það lægi einhvers staðar inn á
flugvöllinn. „Eg býst við, að þetta
skýrist eftir daginn i dag," sagði
Iiaukur Cuðmundssson.
Ekki meiri rússnesk olía undir brezku naf ni
BP verður OL-ÍS
Olíuverzlun tslands hf. er
umboðsaðili fyrir BP, eða
British Petroleum —hér á
landi. Dagblaðið telur góðar
heimildir fyrir því, að í stað
hins gamalkunna BP-merkis
verði seinna í sumar tekið
upp nýtt merki, sennilega
OL—ÍS.
Forstjóri Oliuverzlunar-
innar, Önundur Ásgeirsson,
sagði í viðtali við blaðið, að
ef breyting yrðt í pessu efni,
yrði hún tilkynnt þegar að
henni kæmi. Vildi hann
hvorki neita því né játa, að
þetta væri ákveðið.
Óstaðfest er og, að British
Petroleum þyki nóg komið
af sölu rússneskrar olíu
undir sínu merki. Framan-
greind breyting er sögð
koma til framkvæmda í júlí
eða ágúst næstkomandi.
—BS—
VERKFALLIUNDIRVERKTAKA VIÐ
KRÖFLU FRESTAÐ Á SÍÐUSTU STUNDU
Undirverktakar við Kröflu-
virkjun boðuðu til verkfalls s.l.
mánudagskvöld til þess að
fylgja eftir kröfum sínum um
skýringar á þvi, hvers vegna
hlutur þeirra við fram-
kvæmdirnar hefur svo oftlega
verið fyrir borð borinn, að
þeirra sögn. Verkfallinu var þó
aflýst á síðustu stundu til þess
að menn gætu rætt málin og
stendur málið þannig enn.
„Hér er aðallega um að ræða
samtök þingeyskra verktaka”,
sagði Leifur Hannesson við
Kröflu í samtali við Dagblaðið.
„Þeir telja að tilboó þeirra hafi
verið hundsuð og verktakar
fyrir sunnan teknir fram yfir".
Sagði Leifur, að hér væri
hægt að nefna sem dæmi, að
samtökin hefðu gert tilboð i
smíði verkamannabústaðar við
Kröflu og hefði þeirra tilboð
reynzt lægst. Þó hefði
verktökum fyrir sunnan verið
veitt verkið. Eins mætti nefna,
að rafvirkjar þar væru óhressir
yfir því, að tilboði þeirra í loka-
frágang á raflögnum i hús, sem
þar er í smíðurn, hefði ekki
verið tekið. þó það hefði verið
næstiægst, heldur fengju raf-
virkjar að sunnan verkið og
yrðu heimamenn nánast að
rýma til fyrir þeim, svo þeir
geti lokið verkinu.
„Þetta þ.vkir heimamönnum
að vonum súrt í brotið", sagði
Leifur ennfremur.
„Skýringuna á þessu er senni-
lega helzt að finna hjá verk-
fræðiskrifstofu Sigurðar
Thoroddsen, en þangað hafa
Kröflunefndarmenn vísao
þeim , er skýringar vilja fá.”
„Tilboð heimamanna og
annarra var kannað hér og síð-
an höfum við gert tillögur til
Kröflunefndar,” sagði Sigurður
Sigfússon hjá verkfræði-
þjónustunni í viðtali við Dag-
blaðið „Það er að sjálfsögðu
réttur verkkaupa að taka því
tilboði. sem honum þykir hag-
kvæmast og svo hefur verið í
þessum tilvikum."
Sagði Sigurður, að hann
héldi ekki, að réttur
heimamanna til vinnuvið fram-
kvæmdirnar hefói verið skert-
ur. en um það mætti kannski
deila.
„Við vonum, að hægt verði að
komast að samkontulagi í þessu
máli." sagði hann ennfremur.
—HP
-BS-