Dagblaðið - 05.05.1976, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1976.
HALLUR
HALLSSON
SÍBAREKWfjOUH
94 138«
■ SUflHUMWW VICfUSSUM
H *OítSTÍ£TI 49
450 PMREKSfJ
4PÍU-JIIVI
Næturröltari skrifar:
,,Það er undarlegt að
umferðaryfirvöld skuli sjá sér
einhvern hag í að hafa” um-
ferðarljós í gangi allan sólar-
hringinn. Þau okkar, sem þurfa
að aka til vinnu að nóttu til,
lenda yfirleitt í langtímabið við
hvert einasta umferðarljós í
borginni og til hvers? Ekki
nokkurn bil að sjá, t.d. um
fjögurleytið að nóttu og albjart
orðið og auðvelt að sjá til allra
átta.
Alls staðar annars staðar, þar
sem ég þekki til, er gula
aðvörunarljósið látið blikka
stöðugt að nóttu til, og þá sýna
bifreiðarstjórar tilhlýðilega
aðgæzlu.
Það er enginn ástæða til að
vera að tefja fyrir fólki á
þennan hátt og ég get ekki
ímyndað mér að það sé mikið
verk né kostnaðarsamt að haga
þessu þannig.
Ég veit að á þetta hefur verið
bent fyrr, en eins og alltaf
virðast yfirvöld nú vilja storka
fólki og gera það ergilegt svo
kannski getur maður ekki
vænzt þess að úr verði bætt.
En maður getur alla vega
leyft sér að vona.”
Dagblaðið hafði samband við
Ásgeir Þór hjá Reykjavíkur-
borg. Hann gaf okkur þær
upplýsingar að ljósum væri
breytt á nóttunni, þannig að
rauða ljósið logaði skemur en á
daginn. Breyting hefur verið
rædd en hún kostar aukaút-
búnað á ljósakassa og nokkurn
kostnað. Verður því bið á þvi að
næturröltari geti ekið yfir á
gulu blikkljósi á næstunni.
Látið gulu Ijósin bfikka!!
NOKKUR ORÐ
TIL SAMBANDS-
FÉLAGANNA
— f ólk ginnt til að ganga í
kaupfélögin
Hulda Jakobsdóttir skrifar:
,,Þau eru fögur loforðin, sem
gefin eru þegar verið er að
ginna fólk til að ganga í
kaupfélögin. Félagið er eign
fólksins, er okkur sagt, og verði
tekjuafgangur á árinu veróur
okkur greiddur arður og viss
prósenta lögð í sjóð. 1 sakleysi
okkar látum við til leiðast,
göngum í félagið og verzlum
dyggilega í verzlun þess og
höldum í einfeldni okkar að
það sé okkar hagur. En hver
verður svo reyndin? Yfirleitt
eru þessar verzlanir einokunar-
verzlanir, hver á sinum stað,
sem selja sína vöru með
hámarksálagningu. Og þegar
við svo berum okkur saman við
aðrar verzlanir sjáum við að
það er á engan hátt okkar
hagur að verzla í kaupfélaginu.
En hver er svo réttur félags-
raanna? Enginn. Þess vegna
langar mig í þessu opna bréfi
að spyrja forráðamenn kaup-
félaganna og Sambandsins
nokkurra spurninga.
1. Af hverju þurfa kaupfélögin
ekki að senda yfirlit árlega til
félagsmanna um stöðu sína við
kaupfélagsverzlun líkt og
Mjólkurfélagið gerir?
2. Af hverju fá ekki allir
félagsmenn greiddan arð, hvort
sem þeir taka út í reikning, eða
staðgreiða?
3. Hefur kaupfélag lagaiegan
rétt á að láta fara fram fjárnám
í húseign félagsmanns vegna
skuldar, eigi viðkomandi
félagsmaður inni í sjóð og arð
viðkomandi félags?
Dagblaðinu bárust eftirfar-
andi svör frá Sambandi
ísienzkra samvinnufélaga.
1. Á aðalfundum kaup-
félaganna eru árlega lagðiri
fram endurskoðaðir reikningar
fyrir umliðið ár. Flest
félaganna senda félagsmönnum
prentaða ársskýrslu með upp-
lýsingum um rekstur og
efnahag, þó að þess sé ekki
krafizt í landslögum.
2. Uthlutun tekjuafgangs, sem
samþykkt hefur verið af stjórn
félagsins, er óháð því hvort
varan er reikningsfærð eða
staðgreidd, enda hafi varan
verið ágóðaskyld.
3. Sé hér með sjóði átt við
stofnsjóð félagsins, þá er
stjórnendum þess óheimilt sam-
kvæmt lögum að greiða út
stofnsjóðseign fyrr en eigandi
hefur innt af hendi allar fjár-
hagslegar skuldbindingar sem
á honum hvila sem félags-
manni.
Þessi mynd er tekin á SAM-komu i Klúbbnum, en á einni slíkri kom
hljómsveitin Drift fram.
Góð kvöldstund með Drift
Ilalldór Einarsson hringdi:
,,Eg var að lesa grein um
hljómsveitina Laufið í blaðinu
ykkar. Fyrst farið er að hæla
þessari hljómsveit þá eiga nú
fleiri hrós skilið.
Eg var staddur í Klúbbnum
eitt föstudagskvöld f.vrir
skömmu. Þar var hljómsveitin
Drift og skemmti fólki með frá-
bærum leik sínum. Hljóðfæra-
leikararnir eru alveg stórgóðir
hver á sínu sviði og allt eru
þetta strákar 17—20 ára gamlir.
Þegar þeir voru búnir að spila
voru þeir klappaðir margsinnis
upp og fólkið var mjög ánægt
með þessa hljómsveit.
Ég ætla bara að vona að
strákarnir haldi sig að þessu og
þá sýna þeir eflaust hvað í þeim
býr. Þetta er frábært hjá ykkur
í Klúbbnum strákar, áfram á
þessari braut.”
mí ttmuswit, mtfvisA &um *s»uixy«.
1 BiAt.w>*a« fmr*
tte »í>5m v<» i&mt
fcéíi(X ««'; Mimmvxsnx s>;« y*»»
Hallað á dreif-
býlið, en
ekki Reykjavík
símakostnaður 20 þúsund á hvern notanda
Guðmundur Vigfússon,
Patreksfirði skrifar:
,,Eg læt í mér heyra vegna
greinar í Dagblaðinu 10. apríl
þar sem verið er að dekra við
þá hugmynd að Revkvíkingar
beri kostnað af simaþjónustu
við dreifbýlið. Vegna þessa vil
ég taka fram eftirfarandi: Ég
átti heimili i Reykjavík í 17 ár
og ekki man ég eftir því að ég
hafi nokkurn tíma þurft að
greiða umframgjöld. Hins
vegar er sá reikningur sem hér
fylgir méð, venjulegur
reikningur síðan ég kom
hingað.
Gissur O. Erlingsson frá
Seyðisfirði virðist því ekki fara
langt frá markinu í góðri grein
í Dagblaðinu þann 14. apríl sl.
En þar kemur fram að meðal-
talskostnaður á hvern
símnotanda fyrir mánuðina
janúar til marz hafi verið um
það bil 20 þúsund krónur.
Þessar tölur sýna, að það er
hallað á dreifbýlið ekki Reykja-
vikurbúa.”
AFHVERJU
BIFREIÐA-
EIGENDUR
FREKAREN
AÐRIR SKATT-
ÞEGNAR?
S.J. hringdi:
„Eg var að heyra að nú ætti
að hækka bensínverðið, rétt
eina ferðina. — Hvar endar
þetta, þeir verða digrir
sjóðirnir sem hafa þarf
meðferðis á bensinstöðvarnar,
þurfi maður rétt að skreppa
bæjarleið.
Eitthvað er nú bogið við
hugmyndaflug yfirvalda
varðandi auknar fjáröflunar-
leiðir. því allar nýjar leiðir
virðast liggja að sama brunni,
það er í vasa bifreiðaeigenda.
Fjármálayfirvöld verða að
fara að gera sér grein fyrir því
að bíllinn er og verður
nauðsynjatæki hér á landi enn
um hríð.
Því verða þeir ,sem stjórna
peningabuddu rikisins, að taka
sig á og re.vna til hins ýtrasta að
finna einhverja aðra leið til að
hylja botninn í ríkiskassanum
en að næla í aurana úr vasa
bifreiðaeigenda frekar en
annarra skattþegna."
Dráttar-
vélanám-
skeið
á vegum
Ökukenn-
arafélags-
ins
Kolbeinn Pálsson hjá
Æskulýðsráði hringdi:
„Vegna greinar í Dagblaðinu
29. apríl, sem fjallaði um
dráttarvélanámskeið, vil ég
taka fram að það er
ökukennarafélag Islands sem
stendur að þessum námskeið-
um. Jón Sævaldsson, formaður
félagsins, tjáði mér að þau yrðu
auglýst nú bráðlega.”