Dagblaðið - 05.05.1976, Síða 12

Dagblaðið - 05.05.1976, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. MAI1976. SIGUR- LAUNIN kallaði ljósm.vndarinn Bodo Goeke í Dortmund þessa mynd af þýzka meistaranum i 400 m grindahlaupi, Werner Reibert, sem verður í þýzka olympíuliðinu í Montreal í sumar. Goeke íþróttaljósmyndari sendi myndina i samkeppnina um íþróttamynd ársins 1975 í Vestur-Þýzkalandi. Hún hlaut fyrstu verðlaun — í flokki mynda, sem ekki miðuðust við keppni. Met - Liverpool enskur meistori í níunda sinn — en Úlfarnir féllu niður í 2. deild Leikmenn Liverpool fengu heldur betur að svitna á Molineux, leikvelli Ulfanna í Wolverhampton, áður en þeir tryggðu sér enska meistaratitil- inn í knattspyrnunni í gærkvöld. Það er í níunda sinn, sem Liverpool hlýtur titilinn eða oftaren nokkurt annað félag hefur unnið til hans. Arsenal hefur átta sinnum orðið enskur meistari — Manch.Utd. sjö sinnum. Ulfarnir börðust af miklum krafti gegn Liverpool — eini möguleiki þeirra til að halda sér f 1. deild var að sigra Liverpool. Steve Kindon skoraði fyrir Ulfana á 12. mín. og í hálfleik komu þær góóu fréttir fyrir Ulfana, að Sheff. Utd. hefði yfir gegn Birmingham, 1—0. Það var því ekkert gefið eftir á Molineux — og þaö var ekki fyrr en 14. min. voru til leiksloka að vörn Ulfanna brast. John Toshaek skallaði þá knöttinn fyrir fætur Kevin Keegan, sem jafnaði. Þar með brást stíflan. Toshack skoraði annað mark Liverpool á 85. mín. og Ray Kennedy það þriðja á lokamínútu leiksins. Þar með voru leikmenn Liverpool meist- arar — Ulfarnir fallnir, og í ljós kom, að úrslit þessa leiks skiptu ekki máli í því sambandi. Birmingham hafði náð jafntefli í Sheffield. Alan Woodward skoraði snemma leiks fyrir Sheff.Utd. — en Terry Hibbitt. tókst að jafna á 49. mín. Þá léku Manchester-lióin, United og City, einnig í gær á Old Trafford, Áhorfendur voru 59 þúsund og Uni- ted sigraði með 2—0. Þeir Gordon Hill og Sammy Mcllroy skoruðu mörkin. í 3. deild missti Crystal Palace af sæti í 2. deild næsta kepnnistímabil — eftir að hafa haft sjö stiga forustu um tíma i deildinni. Liðið tapaði síð- asta leik sínum — á útivelli gegn Chester, 2—1, en það skipti ekki máli. Cardiff tryggði sér sæti í 2. deild næsta keppnistímabil með sigri í Bury 1—0. Ástralíumaðurinn Adrian Alston skoraði mark Cardiff. Here- ford sigraði í 3. deild með 63 stigum. Cardiff hlaut 57 stig, Millvall hlaut 56 stig — og þessi þr.jú lið flytjast upp í 2. deild. Palace og Brighton hlutu 53 stig. I aðaldeildinni skozku gerðu Rangers og Dundee Utd. jafntefli 0—0 á Ibrox í Glasgow. Fréttastofa Reuters segir að stigið hafi nægt Dundee Utd. til að halda sæti sínu í deildinni, þar sem liðið náði hinu Dundee-liðinu að stigum og hefur betri markatölul. Hins vegar skýrði BBC frá þvi, að bæði Dundee-liðin og St. Johnstone hefðu fallið í 1. deild á Skotlandi. Sagði að fallliðin þar væru þrjú. Það höfum við ekki heyrt áður — og líklegra að frétt Reuters sé rétt. Lokastaða efstu og neðstu liða i 1. dcildinni ensku varð þannig: Liverpool QPR Maneh. Utd. Derb.v Leeds 42 23 14 5 66-31 60 42 24 11 7 67-33 59 42 23 10 9 68-42 56 42 21 11 10 75-58 53 42 21 9 12 65-46 51 Arsenal West Ham Birmingham Wolves Burnlev Sheff. Útd. 42 13 10 19 37-53 36 42 13 10 19 48-71 36 42 13 7 22 57-75 33 42 10 10 22 51-68 30 42 9 10 23 43-66 28 42 6 10 26 33-82 22 2 mörk á I fœrðu Víki — Víkingur sigraði Þrótt í Reykji jaf nmörg stig og Valur — Úrslitq „í fyrri hálfleik lékum við illa og hefðum verið tveimur mörkum undir ef ekki hefði komið til góð markvarzla Diðriks í marki Víkings. En í þeim síðari brettu strákarnir upp ermarnar og tóku leikinn í sínar hendur. Að lokum stóðum við uppi sem sigurvegarar — svona er knattspyrnan,” sagði Billy Haydock, þjálfari Víkings, að loknum leik Víkings og Þróttar í Reykjavíkurmótinu í gærkvöld. Víkingur sigraði 3-0 — liðið verðskuldaði sigur en bara rétt. Víkingur sýndi afleita knatt- spyrnu í fyrri hálfleik — reyndar bæði lið. Mest var þóf á miðjunni og sárafá tækifæri sköpuðust og þó. Þróttur fékk tvö mjög góð Stoðan Staðan í Reykjavíkurmótinu er nú: Víkingur 4 2 2 0 10-2 8 Valur 4 3 0 1 10-3 8 Fram 4 2 1 1 9-4 6 KR 4 1 1 2 3-6 3 Þróttur 4 1 0 3 2-9 2 Ármann 4 1 0 3 2-12 2 Næsti leikur verður á fimmtudag kl. 19. Þá leika Fram og Ármann. tækifæri til að skora þegar leikmenn Víkings gerðu slæm mistök og hinir ungu Þróttarar komust tvlvegis 1 dauðafæri en Diðrik bjargaði meistaralega með góðum úthlaupum. Staðan í hálfleik var því 0-0 og hefði allt eins getað verið 2-0 fyrir Þrótt. Víkingar tóku leikinn hins vegar I sínar hendur í síðari hálfleik og sköpuðu sér góð tækifæri en það var ekki fyrr en á 30. mínútu að Víkingur skoraði. Þar var að verki Adolf Guð- mundsson, sem skoraði frá hliðar- línu. Hann hugðist senda. boltann fyrir — hvað hann og gerði, sendi mjög góðan bolta fyrir. Jón Þorbjörnsson mark- vörður Þróttar var of seinn að átta sig — boltinn fór yfir hann og hafnaði út við stöng. Við þetta var sem lifnaði yfir Víkingum og þeir sköpuðu sér góð tækifæri — Gunnlaugur Kristfinnsson var maðurinn á bak við margar mjög skemmtilegar sendingar. Geysi- lega útsjónarsamur leikmaður og sterkur í návígi. Það var þó ekki fyrr en á 43. mínútu að Víkingar skoruðu sitt annað mark — Eiríkur Þorsteinsson úr viti eftir að Sverrir Einarsson hafði slæmt hendinni í boltann innan vítateigs. Virtist nokkuð strangur dómur — en dómarinn var alveg við atvikið. Það var svo á loka- HMíbrldge: Aftur vann ísrael Ítalíu! Keppnin í heimsmeistara- keppninni í bridge er geysilega spennandi. I sjöttu umferðinni, sem spiluð var í gærkvöld i Monte Carlo, gerðu Isra- elsmenn sér lítið fyrir og sigruðu Ítalíu með yfirburðum, 17-3, en í fyrstu umferðinni skelltu ísraelarnir mínus á Itali. Það eru einu tapleikir ítölsku heimsmeistaranna á mótinu. Tvö efstu löndin í for- keppninni keppa til úrslita um heimsmeis'taratitilinn og enn hafa fimm af sex þjóðum mögu- leika að komast í úrslit. Staðan eftir sjöttu umferðina var sú, að Bandaríkin voru í efsta sæti með 72 stig, Brazilía hafði 70 stig, Ástralía 64,5 stig.ítalia 64 stig, Israel 61 stig og Hong Kong 18,5 stig — en sveit frá Hong Kong keppir nú í fyrsta skipti í heimsmeistara- keppninni I bridge. — Einnig sveit frá Israel. Sú regla gildir í mótinu að innbyrðis imp-stig landanna í forkeppninni færast í úrslitaleikinn — og ef til dæmis ísrael og Italia komast í úrslit hefði Israel með sér mikið forskot. Ef til vill eru ekki miklar líkur á að svo verði — einu leikirnir, sem Israel hefur unnið eru gegn Italiu og Hong Kong. Fimmta umferðin var spiluð í gærdag og þá náði sveit USA forustu — sigraði Hong Kong með 19-1. Ítalía vann Ástralíu 14-6 og Brazilía vann Israel 15- 5. Staðan var þá þannig: USA 64 stig, Italía 61 stig, Brazilía 58 stig, Astralía 50,5 stig, ísrael 44 stig og Hong Kong 12,5 stig. I sjöttu umferðinni urðu úr- slit þau, að Israel vann Italiu 17-3, Brazilía vann Bandaríkin 12-8 og Ástralía vann Hong Kong 14-6. — ítölsku spilarar- nir, sem fyrir keppnina voru taldir öruggir í úrslit, hafa átt í vandræðum fram að þessu. I leiknum gegn Astralíu fóru þeir í tvær alslemmur, sem töpuðust, en þaíl kom þó ekki í veg fyrir sigur í leiknum. Bandaríkjamenn hefðu haft enn betri forustu í keppninni ef þeir hefðu ekki hlotið þriggja vinningsstiga straff fyrir of hæga spilamennsku. Þrátt fyrir það, sem á undan er gengið, eru enn mestar líkur taldar á 1 Monte Carlo, að úr- slitaleikurinn í keppninni verði milli Ítalíu og Bandaríkjanna. Alls verða spilaðar 10 umferðir í forkeppninni — það er tveir leikir milli landa. Brazilia, tsrael og Astralía hafa þó enn góða möguieika. Ástralia, sem hefur elztu spilurunum á að skipa, — hefur kannski minni möguleika, þar sem i ljós hefur komið að úthald spilaranna er ekki nógu gott. Þeir hafa gefið mjög eftir í síðari hálfleiknum í leikjunum. I gær hófst keppni í kvenna- flokki milli sveita frá Bret- landi, Evrópumeistararnir, og Norður-Ameríku. Eftir 32 spil hafði ameríska sveitin náð góðu forskoti — 80 stig gegn 46. I sveit Bretlands eru spilakonur- nar frægu Marcus og Gordon.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.