Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1976. ibúum í gömlu húsunum fer fækkandi. íbúum Reykjavíkur f œkkaði á síðasta óri 0 — en sveitarf élögin í Reykjoneskjördœmi „bólgna út" Ljósmyndora- taska Hvarf Einn af ljósmyndurum Dagblaðsins, Ragnar Th. Sig- urðsson, varð fyrir því óhappi fyrir skömmu að tapa ljósmyndatöskunni sinni. Þetta er dökkgræn tautaska frá bandaríska hernum, ómerkt^ Kagnar saknaði töskunnar. úr bíl sínum, sem er ljósgrár Mercedes Benz, er hann hugðist taka myndir á tónleikum Cleo Laine á þriðjudagskvöldið. I henni! voru aðdráttarlinsa, ljósmælir og fleira smádót, sm tilheyrir myndavélum. Ef einhver hefur orðið töskunnar var, er hann beðinn ,um að láta Dagblaðið eða .lögregluna vita strax. I fyrsta skipti fækkaði íbúurn Reykjavíkur samkvæmt tölum frá Hagstofunni Þetta er einkum athyglisvert fyrir þær sakir að á sama tíma eru fullgerðar 743 nýjar íbúðir. Ibúum fækkaði um liðlega 300 og eru þeir nú 84.423 samkvæmt bráðabirgðatölum frá 1. desember. 1975. Á því ári voru alls 1316 íbúðir í byggingu. Mest er um nýbyggingar í Breiðholti, en á sama tíma fækkar fólkinu í, ýmsum öðrum hverfum, eins og til dæmis Hlíðunum. Eru mörg dæmi þess að gamalt fólk sé orðið eitt eftir í allstórum íbúðum. „Ég veit dæmi þess að 1 og 2 séu í 5 herbergja íbúðum,“ sagði skrifstofustjórinn hjá byggingar- fulltrúanum í Reykjavík. Þá nefndi hann og sem dæmi 3 ekkjur sem væru aleinar í 3 íbúðum í sama húsinu. Virðist þetta undirstrika þá þörf sem er fyrir litlar og hentugar íbúðir fvrir gamalt fólk. Það er oft á tiðum nauðbeygt til að halda kyrru fyrir í allt of stórum íbúðum, þar sem það hefur ekki í nein önnur hús að venda. Fólk virðist flytjast mikið úr Reykjavík i nágrannabyggðir. Þannig fjölgaði til dæmis íbúum í Mosfellssveit, úr 1436 í 1735. Kópavogur er áfram næst stærsta bæjarfélagið með 12.553 íbúa og fjölgaði þar um tæplega 500 á síðasta ári. Næst kemur Akureyri en þar fjölgaði um liðlega 250 á síðasta ári og eru íbúar þar 11.944. I Hafnarfirði búa nú 11.601 og jókst íbúafjöldi þar um tæplega 300. Garðabær er kominn með liðlega 4000 manns og f jölgaði þar um 100 á síðsta ári. tbúar í Vestmannaeyjum eru ekki enn orðnir jafnmargir og fyrir gos. Fjölmennast var þar 5.300 manns. 1. desember 1975 voru þar 4.467 og hafði íbúum fjölgað um tæplega 1000 á siðasta ári. -BÁ. Rœða f ormanns DAGBLADSINS HF. á aðaKundinum Góðir fundarmenn Við höldum hér aðalfund Dagblaðsins hf. fyrir árið 1975. Þótt svo sé að orði komizt mun þó öllum, sem hér eru við- staddir vera það ljóst að við erum aðeins að fjalla um fyrstu fjóra mánuðina í göngu nýs fyrirtækis en Dagblaðið hf. var stofnað hinn 7. september 1975 og fyrsta blaðið kom út daginn eftir eða hinn 8. september 1975. Hafði þá undirbúningur aðeins staðið í u.þ.b. þrjár vikur. Ég er þess fullviss og hef einnig heyrt um það fullyrðingar frá mönnum er til eiga að þekkja, að þessi vinnuhraði við undirbúning á útkomu dagblaðs muni vera einsdæmi og er þá ekki of fast að orði kveðið. Það er svo einnig kafli út af fyrir sig að Dagblaðið hefur frá fyrsta degi veríð annað stærsta blað landsins og verður vonandi þar til ofar verður haldið.í röðina. Þar sem ævi Dagblaðsins frá upphafi til siðustu áramóta er ekki lengri en þriðjungur úr ári, eins og áður var sagt, er óhjákvæmilegt að inn I þetta spjall mitt fléttist að einhverju leyti ástand og horfur, svo og einstakir þættir úr starfsemi félagsins fram á árið 1976. Tel ég það vera viðeigandi og gefa hluthöfum nokkru betri innsýn í starf- semina, heldur en ef ég héldi mig aðeins við hina fyrstu mánuði. Ollum, sem nér eru viðstaddir mun kunnug sú forsaga er leiddi til stofnunar Dagblaðsins og er varla ástæða til að fara að rekja þá atburði hér í smáatriðum. Við sem að þessu stóðum höfum aldrei verið haldnir neinni beiskju, eða reiði út í fyrri félaga okkar, heldur töldum við að leiðir hefðu skilið vegna djúpstæðs ágreinings um viðhorf til blaðaútgáfu og almenna tillits- semi gagnvart samstarfs- mönnum. Það þarf þvl engan að undra, þó Dagblaðið hafi frá upphafi gætt þess vandlega að kasta aldrei óþverra eða troða illsakir á siðum blaðsins við þá er áður höfðu talizt félagar okkar. Hefði vafalaust margt verið bjartara á undan- gengnum vetri, ef aðrir aðilar málsins hefðu gætt hins sama. tlt í þessa sálma er óþarfi að fara nánar, enda standa nú vonir til að menn hafi sett niðurdeilursínar um þessi mál. Að minnsta kosti vonum við að svo sé. Það var gæfa Dagblaðisns að fyrstu þátttakendur í starfsemi þess voru flestir fyrri sam- starfsmenn ritstjórans og fram- kvæmdastjórans af þeim vett- vangi er þeir áður störfuðu á, þ.e. dagblaðinu Vísi. Sá stuðningur sem þetta atriði veitti blaðinu frá upphafi verður aldrei metinn réttilega, þótt fleira hafi auðvitað komið til. Skal þá auðvitað fyrst nefna þann almenna stuðning og meðbyr, sem stofnun þessa fyrirtækis fékk hjá ykkur, hluthafar góðir og mörgu öðru góðu fólki f landinu. Það er engum vafa undirorpið að þessi jákvæðu viðhorf almennings til stofnunar blaðsins hafa gert útslagið á gengi þess. Viðhorf almennings spruttu svo örugglega af þeirri réttlætis- kennd sem íslendingum er 1 blóð borin, ef þeim finnst ranglega að farið í einhverju máli, sem þeir telja sig varða Þannig var um hið svonefnda og margumtalaða Vísismál Okkur er það hinsvegar fyllilega ljóst, að sá stuðningur, sem ég hef gert að umtalsefni leggur okkur miklar skyldur á herðar. Dagblaðið er eina blað sinnar tegundar í heiminum, sem hefur boðið öllum almenn- ingi, frjálst og hömlulaust að kaupa hlutabréf í sínu fyrirtæki. Þetta blað verður því að gæta þess vandlega að standa vörð um hagsmuni fólks- :ns í landinu og gæta vel að upplýsingaskyldu sinni við það. Eins og kunnugt er og raunar er aðeins drepið á hér áður, var öllum almenningi strax í upphafi gefinn kostur á að taka þátt í rekstri blaðsins með hlutafjárkaupum. Brugðust menn vel við og um sl. áramót höfðu selzt hlutabréf fyrir 50 milljónir króna. Siðan hélt eftirspurn eftir hlutabréfum áfram og varð stjórnin að afla sér heimildir meðal stofnenda til að auka hlutaféð enn meira. Hlutafé félagsins er nú um 73 milljónir króna og hefur stjórn- in heimild til að safna 75 milljónum meðal almennings án þass að forkaupsréttur sé boðinn. Ekki getum við því kvartað yfir áhugaleysi eða þvi aó fólk hafi ekki trú á að þetta blað eigi fullan rétt á sér um ókomna framtíð. Bjarni ú Undirfelli fœr leiðrétting móla „Það var engin ástæða til málshöfðunar, það þurfti einungis að færa leiguna til nútímaverðlags,“ sagði Jón ísbere sýslumaður á Blönduósi, er húiin var inntur eftir mála- lokum í deilum þeim sem stóðu milli Bjarna Hannessonar á Undirfelli og bænda sem notað höfðu Undirfellsrétt. Jón sagði að Bjarni hefði ekki viljað una því lengur að greiddar væru 12 krónur fyrir réttina. Var þetta sama krónutala og samið var um við slðustu aldamót. Bænurnir höfðu hins vegar getað notað fjárréttina, þar sem kvöð var á henni. Málið var leyst þannig, að sögn Jóns ísberg, að greiðslan var hækkuð i samræmi við verölag I dag. —BÁ ífes)i HAPPDRÆTTISLÁN RlKISSJÓÐS SKULDABRÉF B fuKpMU ■vollliur 4. DRÁTTUR 30. JÚNf 1976 SKRÁ UM VINNINGA VINNINGSUPPHÍD lf000.000 KR. VINNINGSUPPHAD 500.000 KR . 17510 105714 66534 9362? VINN INGSUPPHA 1) 100.000 KR . ! 78 27732 441 13 80046 101538 12 0943 1 27i35 129037 ?361 31277 46260 81293 109769 120981 127661 129299 3A26 31965 51113 88119 116025 122835 126166 15939 32843 70955 9024? 116096 123359 128851 VlhNlNGSuPPH4D 10.000 KR. 987 20465 33160 48155 61 889 791 86 93526 110828 1275 20719 33285 48245 62093 79291 93955 111371 1745 20727 33608 48377 63504 /92 96 94024 111630 1*57 21037 33612 49339 64349 79599 94605 112720 2221 21114 34490 49 751 64524 79865 94 956 113093 3146 21929 35244 49815 64612 80088 9552? 113456 3155 22009 35544 49912 64 736 8 0659 95760 113469 3169 22061 35947 50248 65058 80905 95975 113507 3391 22219 35948 50553 65070 81253 96 08 3 113550 4573 22340 35971 50887 65388 81289 96089 113662 4706 22931 36021 51083 65814 82456 96 26 1 113708 4765 23517 36321 520 70 67266 82690 96353 114063 5618 23914 3680?> 52195 6 73 94 82919 9654 3 1 14069 5736 24027 37037 52256 67750 83232 96547 115209 6825 2508? 3765? 52445 69245 83538 96816 115539 6866 25117 38186 52732 69446 83 781 97070 117318 7-391 25427 38276 52871 69913 84291 97929 118203 j 797? 25618 38677 53959 71269 84680 97981 118370 7984 26249 39102 • 53989 71 830 84753 99034 119323 | 8802 26524 39190 54161 73112 86 094 99424 119631 88 10 26844 39623 54263 73773 851 06 99546 119938 9064 27226 39643 54438 73840 85 76 9 102057 120686 9113 27526 40914 54 749 74108 86075 102294 120955 9246 27531 41859 55969 74267 86191 103305 122336 I 9730 27937 42183 56051 74433 86198 103634 122757 ! 9869 28771 42859 56123 75074 86350 103643 123158 1 10729 30 298 43119 56320 75401 86917 104 26 0 123266 10918 30354 43382 5 70 83 75442 87539 104533 123894 i 11200 308 37 43603 57244 75569 87647 104904 124212 11692 30912 44452 5 80 6 2 75761} 87679 106377 124228 13591 31094 44568 5 84 80 75 851 87942 106378 124848 13704 31139 46121 58598 76196 89133 106759 125145 14680 31333 46158 59 204 766 74 90073 10 75 76 125595 15500 31682 46326 59540 76907 90341 107665 1 26 786 15805 32553 46559 60 1 75 771 08 90897 108008 127056 18149 32608 47181 60875 77684 9192 8 l0b098 127057 1 9801 32697 47834 61 404 77 831 92231 . 108401 129013 2002 9 32720 48082 61410 78499 92408 108592 204 53 33019 48135 61 597 7901 7 92433 108717 FJARMALARAOUNEYT10 R6YKJAVIK 30. JUNI 1976 Eitt aðalvandamál okkar I fyrstu var deilan um prent- réttinn í Blaðaprenti. Ég ætla að fara fljótt yfir þá sögu, enda er hún sjálfsagt flestum viðstöddum kunn úr fjöl- miðlum frá sl. hausti Með því að samþykkja að leggja deilu þessa í gerð tókst okkur að komaþví til leiðar aðDagblaðið fékkst prentað til að byrja með í prentsmiðju Blaðaprents hf. Þessi áfangi var auðvitað for- senda þess að hægt væri að byrja. Það fór slðan þannig að við töpuðum málinu fyrir gerðardóminum og íók þá mjög að þyngjast róðurinn í Blaðaprenti, enda lagst harkalega á móti hinum megin. Þetta endaði svo með því, að Blaðaprentsmenn tóku þá ákvörðun, vegna þrýstings sumpart og sumpart vegna eigin hagsmuna, að reka okkur nánast fyrirvaralaust úr prentun og annarri vinnslu. Þarna stóðum við enn frammi fyrir vanda, er virtist nánast óleysanlegur. Til allar Guðslukku tókst enn að bjarga málum á farsælan hátt, að hluta til með samningi við stjórn Arvakurs hf. um prentun í prentvél þeirra, að hluta til með kaupum á vélum erlendis frá og síðast en ekki sízt með samningum við fyrirtækin Steindórsprent hf. og Hilmi hf. Enn tókst því að tryggja útkomu Dagblaðsins, þótt hurð hafi þarna skollið anzi nærri hælum. Má því án efa fullyrða að Dagblaðsmenn eru orðnir vel sjóaðir af brotsjóum erfiðleika liðsins vetrar. Ég hef hér stiklað á stóru um ýmis mál er upp hafa komið hjá okkur á hinu stutta æviskeiði Dagblaðsins og þætti víst mörgum nægilegt að fást við slfk ókjör vandamála á langri starfsævi umfangsmikils f.vrirtækis. Ætla ég nú að vikja að ársreikningi f.vrirtækisins. sem hér er til umf jöllunar. Heildargjöld urðu frá 8. september til 31. des. 1975 alls kr. 59.378.052,OO.Heildartekjur hins sama timabils urðu hins- vegar 55.833.650.00. Rekstrar- tap þessa tímabils varð því kr. 3.544.402.00. Inn í því eru reiknaðar afskriftir alls kr. 887.674.00. Ég verð að játa “það hreinskilnislega, að þessi útkoma á fyrstu mánuðum nj'- stofnaðs dagblaðs er mér algert undrunarefni. Ég fæ raunar ekki skilið hvernig hægt er að ná slíkum árangri við þær aðstæður, sem hér hefur verið unnið við. Eitt af þvi, sem ég tel vera mjög umtalsvert í sambandi við einstaka tekjuþætti blaðsins er hinn góði árangur í smáaugiýsingunum. Það var snemma tekin sú stefna að mikilsvert væri að ná þessum markaði, sem Vfsir hafði áður einokað, eða að minnsta kosti að ná góðri hlutdeild i honum. Þetta hefur tekizt og ætti að vera orðinn nokkuð fastur liður í rekstri blaðsins. Það hefur áreiðanlega verið rétt mat hjá forráðamönnum blaðsins að leggja mikla áherzlu á þennan þátt starfseminnar. Þá ber einnig að nefna áskrifendasöfnunina. Hún hófst nokkru fyrir útkomu fyrsta blaðsins með þátttöku I sýningu inni í Laugardalshöll og heppnaðist þátttakan framar öllum vonum. Þegar blaðið hóf göngu sina voru áskrifendur orðnir nærri 3 þúsund talsins og hafa síðan aukizt jafnt og þétt og eru nú orðnir rúmlega 8 þúsund. Blaðið hefur selzt mjög mikið úti á landsbyggðinni og er nú svo komið að Dagblaðið hefur á flestum stöðum vinning yfir Timann og á nokkrum stöðum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.